Tíminn - 20.10.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.10.1963, Blaðsíða 7
Útgeféntíi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriöi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 AÖrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lacds. í lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f — Tölur, sem tala Tölur eru oft taldar heldur þurr fræði, en óneitan lega eru til tölur, sem tala skýru máli. Svo er um fjár- lagatölur. Það er til dæmis harla fróðlegt að gera nokk- urn samanburð á tölum í fjárlagnfrumvarpi því, sem nýkomið er fram, og tölum í fjáriögum fyrri ára. Hér skulu nokkrar tölur bornar saman við fjárlög 1958 og miðað við ríkisreikning fyrir það ár. Heildarútgjöld fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1964 er rúmlega 2500 milljónir, en heildarútgjöld ríkisreikn- ings 1958 urðu 740 milljónir. Tökum fyrst vegamálin, þau eru meðal lífsnauðsyn- iegustu framkvæmda íslenzku þjóðarinnar: í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1964 er ætlað „til nýrra þjóðvega og viðhalds þjoðvegum“ 101 millj. kr. en árið 1958 var 60 millj. varið til sömu framkvæmda. Þá var sú upphæð 8% af heildarútgjöldum en fjárveiting- ín nú er aðeins 4% af heildarútgiöldum. Væri sama hlutfalli haldið og eins mikið veitt nú og 1958, þyrfti upphæðin að vera rúmar 200 milljónir. Lítum næst á brúargerðir: Árið 1958 varði ríkið 13,3 milljúnum til nýrra brúa og endurbyggingar gamalla brúa. í fiárlagafrumvarpinu núna er gert ráð fyrir 14,5 millj. til hins sama. Árið 1958 var framlagið 1,8% af ríkisútgjöldnm, nú er það 0,6%. Lækkunin er þreföld, og væri haldið í horfi, þyrfti upp- hæðin að vera 43,5 millj. Þá eru hafnarmannvirki og lendingarbætur: Árið 1958 var varið til þeirra 10,8 millj. eða 1,5% af heildarútgjöldum ríkisins en nú er áætlað til hins sama 17 milljónir, eða 0,7%. Upphæðin þyrfti að tvöfaldast rúmlega, ef til jafns væri haldið. Framlög til jarðræktar og framræslu: Árið 1958 var varið í jarðrækt^rstyrkinn 22,5 millj. eða 3% af heildarútgjöldum en nú er áætlunin 26 millj- ónir eða um 1%, og hefði upphæfin þurft að vera 78 milljónir til að teljast jafngild. Þá eru raforkuframkvæmdir: Árið 1958 var varið til þeirra 12 milljónum, en árið 1964 er áætlað að verja 10 millj. ti] sömu framkvæmda. Sú upphæð þyrfti að vera 36 millj. svo að ekki væri stigið aftur á bak. Til Iðnlánasjóðs var varið 1,5 millj. 1958 en nú er sú upphæð 2 milljónir en þyrfti að vera 4.5 millj. til þess að staðið væri í sömu sporum. Þannig má halda áfram samanburðinum á fjölmörg- um framkvæmdaliðum fjárlaganna. Alls staðar er um samdrátt að ræða, og víða mjög mikinn. Framkvæmda- liðirnir eru nú miklu lægri hundraðshluti af heildar- útgjöldum ríkisins en áður var. Þ flestum sviðum er jjörfin þó sízt minni nú en þá, og þessi samdráttur er nú eftir nokkurra ára íhaldsstiórn farinn að hafa svo geigvænlegar afleiðingar, að fulikomið öngþveiti hef- ur skapazt, ekki sízt í vegamálum. Mönnum finnst ef til vill undarlegur sá stórfelldi aft- urkippur sem orðið hefur í opinber^um framkvæmdum, en skýringin er einfaldlega sú. að 1958 var við völd ríkisstjórn, sem lagði allt kapp á að efla nauðsynlegar framkvæmdir, og réð stefna Framscknarflokksins þar úr- slitum, en nú er við völd samansaumuð íhaldsstjórn, sem vinnur öllum árum að því að draga úr framkvæmdum. en spennir eyðslubogann því meira og sóar fjármunum þjóðarinnar í óðadýrtíð. HARRY S. TRUMAN: Wl- ■■ ■ ■ Eiga ekki Bandaríkin að selja Kínverjum korn eins og Rússum? Það getur verið hættulegt friðnum að einangra Kínverja HEIMSMYNDIN breytist örar nú en nokkru sinni fyrr. Þess vegna er hættuleg stefna í stjórnmálum að „bíða og sjá hvað setur”. Breytingar verða hvarvetna um heim og stundum er erfitt að skilja þær. Ástæða er til að ætla, að í dag sé Rússland ekki óbreytt frá því, sem það var í vikunni sem leið. Þar gerast einnig breytingar, sem valdhaf- arnir ráða ekki með öllu við. Kínverjar eru dæmi um þjóð, sem er undirorpin djúptælfi, sögulegri þróun. Kina er í senn elzta og yngsta stórveldið. Flest- ar fréttir, sem berast af þess- ari þjóð, eru svo mótsagna- kenndar, dularfullar og fram- andi, að erfitt er að átta sig á, hverju beri að trúa. Valdhafarnir í Rauða-Kína hafa viðhaft svo frumstæðar ógnanir og hótanir, að stundum hefur verið erfitt að taka því með köldu blóði EN ILLAR fréttir hafa löngum borizt frá Kína undangengin þús und ár. Þjóðin hefur orðið fyrir hverju áfallinu af öðru. Vesalings kínverska þjóðin hefur öldum •saman orðið að þola þvílíkar hörmungar og skort, að mann furðar á að hún skuli hafa lif að það af. Bandaríska þjóðin hefur ávallt borið í brjósti hlýjan hug til Kínverja. Þess vegna brá oss illa við, er vér urðum þess vis- ari, að hinir nýju herrar kín- versku þjóðarinnarmögnuðu með ákafri áróðursherferð grimmúð- legt hatur á Bandaríkjamönn,- um. í Kóreu fengum vér að kenna á afleiðingura þessa. Ég hef verið að velta fyrir mér vandamálunum í sambandi við afstöðu vora til Kína og ekki komizt hjá að draga f efa að hyggilegt sé að láta viðhorf- in afskiptalaust taka þeirri þró- un, sem verða vill. Versnandi sambúð Kína og Sovétríkjanna getur valdið svo opinskáum árekstrum, að af þvl leiði ókyrrð hvarvetna um heim. Einnig er hugsanlegt, að upp- reisn verði innanlands, en sá möguleiki virðist þó ósennilegur að svo stöddu. Hugsanlegt er, að vér gætum valdið minnkandi horfum á vandræðum ef vér gættum hagsmuna vorra í þess- um hluta heims með vökulum augum, VIÐ OSS blasa svo margvisleg- ir erfiðlelkar, bæði stórir og smáir, að gert gæti dýrling grá- hærðan. Stolt Kínverja, þrjózka þeirra og ótti við að verða fyrir álitshnekki veldur sér svo miklu, að erfitt er að gera sér þess fulla grein. En á kjarnorkuöld er áhættan of mikil til þess, að vér megum láta reka á reiðanum. Vér þekkjum næsta vel stoltið og óttann við að bíða álitshnekki. í Suðurríkjum vorum stafar mik il ókyrrð frá ævagömlum vanda- málum og andstöðu þeirra, sem neita með öllu að viðurkenna Iþróunina og verður því að hrinda inn í þá öld, sem upp er runnin. Vér vitum mætavel, að fáeinir ofstækismenn geta vakið upp óróa, valdið vandræðum n" blóðsúthellingum T R U M A N EN HVERFUM aftur að ástand inu í Austurlöndum. Öllum ætti að vera orðið ljóst, ekki síður Mao og kumpánum hans en öðrum, að möguleikar Kínverja til að hafa forustu um kommúnistabyltingu á megin- landi Asíu, hvað þá heimsbylt- ingu, hafa aldrei verið annað en veik von og fara þverrandi með hverjum degi sem líður. Ég hygg aö Rússar geri sér þess grein (og hafa raunar viður kennt fyrir skömmu), að þeir geti ekki einu sinni brotið meg- inland Evrópu undir einveldi sitt, hvað þá allan heiminn. Þeir geta ekki betur gert en að vinna af trúmennsku að friðsamlegri tilveru við hlið annarra, og tryggt sjálfum sér frið með þeim hætti og öðrum þjóðum um leið. Vér höfum verið þolinmóðir og lagað oss eftir aðstæðunum. Vér höfum tekið þátt í öllum umræðum og aldrei sleppt neinu tækifæri til þess að beina kom- múnistum inn á braut friðarins. Þolinmæði vorri hefur ávallt ver ið svarað með margvíslegum ógn unura. En hve valtur, sem sá frið ur er, sem vér búum við, þá er það þó friður með vissum hætti, og vér verðum að gera allt, sem í voru valdi stendur til að varð- veita hann. ERFIÐASTA og hryggilegasta verk mitt sem forseti var að kalla Marshall harshöfðíngja heim frá Kína. En ástandið var orðið svo vonlaust, að vér gát- um ekki lengur fórnað hæfileik- um hans þar. Vér höfðum sent Kínverjum miklar fjárfúlgur og hvers kon- ar birgðir. En það kom því mið- ur í ljós, að Chang Kaishek hers- höfðingi var ekki vandanum vax- inn. Honum var um megn að koma i veg fyrir að herforingjar hans gæfust upp hópum saman. Hann gat heldur ekki bundið endi á skefjalausa spillingu em bættismanna sinna. Ég hef þá trú, að unnt hefði verið að leysa vandann ef vér hefðum notið samvinnu og stjórn Kinverja átt til að bera staðfestu og skilning á þörfum þjóðar sinn ar. KÍNA er gamalt ríki. Kínverska þjóðin - bjó við háþróaða menn- ingu, sem náði langt í vísindum. listum. heimspeki og bókmennt- um löngu áður en Vesturlanda- búar urðu þess umkomnir að láta að sér kveða á þeim vett- vangi. Liðin eru aðeins fáein ár síðan Kinvérjum var þröngvað undir hina nýju harðstjórn Marx-Len- in-ismans. Rússar beindu þeim inn á þá braut og lögðu fram aðstoð sína. Vér verðum að gera oss ljóst, að Kínverjar bjuggu við lénsstjórnarskipulag og ný- lendustefnu öld eftir öld. Enda þótt Kínverjar hafi komizt langt i margs konar skipulagningu, þá vantar þó enn mikið á að þjóð- félag þeirra sé traust. Víða verður þess vart, eink- um meðal' þeirra þjóða, sem til- litslaus nýlendustefna kommún- ista hefur brotið undir sig, að þjóðlegar tilfinningar standa of djúpum rótum til þess, að hinar nýju hugsjónir geti upprætt þær. Ég hygg, að svo muni einnig reynast í Kína. Vanþróuð þjóð eins og Kínverj ar geta varla orðið fyrir öðru verra eða dapurlegra en að ein- angrast frá flestum öðrum þjóð- um. Kínveriar eru til dæmis ekki meðlimir Sameinuðu þjóðanna. ÉG HEF velt því fyrir mér, hvort unnt sé að aðhafast eitt- hvað til að draga úr þeim -fjand- skap í garð Vesturlandabúa, sem valdhafarnir í Rauða-Kína hafa alið á, bæði innan kínversku landamæranna og utan þeirra. — Ég efa til dæmis að hyggilegt hafi verið fyrir Bandaríkjamenn að sitja með hendur í skauti og bíða þess, að Kínverjar biðji þá um aðstoð í baráttunni við hung ursneyðina, sem vofir yfir millj- ónum varnarlausra Kinverja. Vér getum bæði séð af hveiti og öðru korni. Hví ekki að bjóða Kínverjum það? Vér höfum jafn an skilið þarfir annarra þjóða án þess að þurfa að bíða þess að þær hafi fórnað höndum i átt til vor. Sultur kemur oss öllum við, hvar sem hans verður vart. Bandaríkjamenn hafa aldrei látið undir höfuð leggjast að hjálpa þeim, sem orðið hafa fyr- ir hörmungum, hvort sem um vini eða óvini var að ræða. Ég spyr því, eins og hver ann- ar ráðsettur Bandaríkjamaður: Hví ekki að stíga niður af stall- inum og bjóða Kínverjum hveiti og annað korn, hispurslaust og án undirhyggju? Hvað mundi í raun og veru gerast? Ef til vill væri þetta skref i átt til friðar og farsældar í heiminum. Vert væri að reyna það. Væri nokk- ur skaði skeður? MÉR ER fyllilega ljóst, að nokkrir menn munu rjúka upp til handa og fóta, hrópa hástöf- um „kveifarskapur” og fleiri þess háttar orð, sem vér kynnt- umst vel á dögum McCarthys. Þessir háværu menn, sem þykj- ast hafa einkarétt á föðurlands- ástinni, munu ávallt koma f dags ins Ijós á krossgötum sögunnar, fordæma ættjarðarást annarra manna og reyna að berjast gegn henni. Meðal þeirra eru bæði geggjaðir og óvitar, og eins hin ir, sem vilja vel en fara villir vegar. Framhaio * 15 dSu 9 T í M 1 N N . sunnudaalnn 20. október 1963 l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.