Tíminn - 20.10.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.10.1963, Blaðsíða 13
MINNING Egill Egilsson frá Karlsstöðum Á árumrai frá 1915 og fram yfir 1920 bjuggu 27 baeadur á 20 jörð- itm í Auðkúluhreppi í Arnarfirði. Auk þeirra voru í hreppnum 11 heimilisfeður aðrir, sem bjuggu við þurrabúð, sem kallað var, — þeir höfðu ekki málnytu, en höfðu flestir nokkrar kindur, svo sem til búbætis með annarri atvinnu. Einn af hinum 27 bændum í hreppnum var Egill Egil'sson, bóndi á Karlsstöðum. Hann and- aðist að Vífilsstöðum um hádegis- bil 7. þ.m., 84 ára gamall, en hann var fæddur 23. maí 1879. Eru þá aðeins þrír á lífi, eftir því sem ég bezt veit, af 38 hús- bændum í Auðkúluhreppi á um- ræddu tímabili. En því er þetta rifjað upp hér, að það eru ekki alltaf þeir, sem sjúkastir eru, sem fyrstir falla í valinn, og verður vikið að því síðar. Egill kvæntist Petrínu Matt- hiasdóttur árið 1900. Nokkru síð- ar hófu þau hjónin búskap að Karlsstöðum og þar bjuggu þau fram yfir 1920, að þau fluttu að Tungu í sama hreppi. Þar áttu þau svo heima þar til Egill varð að fara á Vífilsstaðahælið fyrir meira en áratug. Petrína er látin fyrir nokkrum árum. Þau eign- uðust ekki börn, en ólu upp fóstur- son. Bú þeirra Karlsstaðahjóna var aldrei stórt, enda jörðin hvorki stór né sl'ægnamikil, en beitar- land gott fyrir búfé. En búið var gagnsamt, enda hirðusemi og um- önnun öll við búpening eins og bezt varð á kosið. Ég man ekki betur en að um það væri talað, að dilkar Egils á Karlsstöðuim væru þeir jafnvænstu úr hreppn- um, sem lagðir voru inn í kaup- félagið á Auðkúlu. Segir það sfna sögu. Eftir að þau fluttu að Tungu höfðu þau hjónin lengst af nokk- urn búskap. Egill Egilsson veiktist ungur af berklum. Upp frá því var hann aldrei heill heilsu, og stundum fársjúkur. Það lætur því að líkum, að hann hafi ekki notið sín við bú- skapinn eins og-annars hefði ver- ið. Og áreiðanlega var- oft barizt af mikilli viljafestu en veikum burðum. Ekki höfðu þó veikindin áhrif á ytri gerð hans, ekki einu sinni sú beiska lífsreynsla að lifa alveg blindur siðastá áratuginn, eða rúmlega það. Hann var alla ævi lífsglaður og bjartsýnn, og svo virtist sem hann, þrátrt fyrir veikindin, væri gæddur alveg sér- stökum lífsþrótti eða lífsvilja, ef svo mætti segja. Gæti fágæt um- önnun eiginkonunnar hafa átt sinn þátt i þessu lífsviðhorfi. Að sjálfsögðu höfðu þau Egill og Petrína ekki úr miklu að spila fjárhagslega. En ráðdeildarlega var með allt farið. Þau leituðu aldrei aðstoðar annarra efnalega. En þau voru greiðasöm og gest- risin. Og það hefi ég fyrir satt, að ekki hafi aðrir þurft að kosta síðustu ferðina, frá Vífilsstöðum í kirkjugarðinn að Rafnseyri, að hlið látínnar eiginkonu. Jarðar- förin fór fram þriðjudaginn T5. þ.m. Framhald á 15. síðu. ÖRYGGISMÁL (Framhajo at 9 síðu > svæðum í fjölbýlishverfum veg- ur á móti hærri skipulagskostn aði einbýlishúsahverfa þar er slíkrar gæzlu er ekiki eins mik il þörf. Kostnaðaraukinn við strjála byggð yrði því tiltölu- lega lítill. Um leið mundi draga úr margvíslegum kostnaði sem umferðaröngþveiti og slys hafa í för með sér. Leikvelli í fbúðahverfum þarf að staðsetja þannig að börn þurfi ekki að fara yfir umferð argötur til að sækja þá. Rétt er að benda á að litil börn leika sér helzt frammi fyrir dyrum heimila sinna og er því æski- legt fyrirkomulag að inngang- ur snúi að' leiksvæði bama á lóðum fjölbýlishúsa og forðazt sé að láta þá snúa út að um- ferðargötum. Eins og áður segir þarf einn ig að staðsetja barnaskóla þann ig að börn þurfi ekki að fara yfir miklar umferðargötur til þess að sækja þá. Um unglinga skóla og menntaskóla gildir sama. Eins og nú hagar til er öllum menntaskólanemendum borganm ar stefnt niður í mið- bæ ásan.t kennaraliði. Þetta eýkur á umferðma að nauð- synjalausu og er þvi óviturlegt og óvarlegt. Menntaskólann þarf að flytja úr miðbænum enda eru núverandi mennta- skólalóðir hið ákjósanlegasta svæði fyrir oyggingar sem óhjá- kvæmilegt er að reisa yfir rík- isstofnanir innan tíðar. Byggja þarf menntaskóla í Vesturbæn um og annan í Austurbænum. Kæmi vel til mála að hafa menntaskólana í Reykjavík fleiri en þetta en óþarfi er að rökræða um það að svo stöddu, þar sem eins líklegt er að þró- unin stcini að fjölgun heima- vistarmenntaskóla og eflingu þeirra. Öllum unglinga- og mennta- skólum þarf að fylgja nægi- legt land fyrir leiki og iþrótt- ir. Skólarnir sjálfir þurfa að vera það stórir, að þar séu húsa kynni ‘‘yrir bóka og lestrarsal, föndur, listir og íþróttir. Skól arnir eiga að vera okkar æsku lýðsheimili. Á þennan hátt er stuðlað að jákvæðu viðhorfi nemencvnna til skólanna. Það tíðkast æ meir að húsmæður vinni úti. Hlutverk skólanna eykst stöðugt m. a. af þeim sök um og parf því að vanda betur til þeirra. Gæta þarf þess, að íbúða hverfi séu ekki látin þrengja að skólunum. þar sem slíkt hefur í för mað sér ónæði og árekstra. Aukinn kostnaður vegna veg- legra skóla sparar mikil út- gjöld á cðrum sviðum. Vegleg ar byggiogar má reisa án íburð ar. Mikið fé má spara með góðri skipulagningu fram- kvæmda við skólabyggingar. Auka þarf samstarf æsku- lýðsféiag,, við skólayfirvöldin, þannig afc húsnæði og íþrótta vellir notist sem bezt, þar sem kennsla skólanna fer fram á öðrum tímum en starfsemi fram angreindra félaga. Koma þarf í veg fyrir gerð þeirra mannvirkja í nágrenni Reykjavíkur, er hindrað geti eðlilega útþenslu borgarinnar, eða ha_a . för með sér hættur og hávaða, svo sem flugvellir. 11. okt. 1963 KLÆÐNAÐUR VIÐTÖL HREINLÆTI PERSONULEIKI ANDLITSSNYRTING EIGIN IBUÐ TfZKUBÓKIN ...... Bókin, sem fslenzkar konur hafa beSiS eftir,er komin út BÓKAÚTGÁFAN VALUR Vér viljum ráða vana skrifstofustúlku, sem gæti tekið að sér einkaritara- starf hjá oss. — Málakunnátta er nauðsynleg ásamt góðri æfingu í vél- ritun. Æfing í að vélrita eftir segulbandi er æskileg. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri SÍS, Jón Arnþórsson, Sambands húsinu. STAR F S MAN NAHALD T í M I N N , sunnudaginn 20. október 1963 — I 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.