Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 3

Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 3
Föstudaeur 18. apríl 1858 "OnCVTVfíLAÐIÐ 3 Ósæmileg grein í brezku blaði Brezkur togaraskipstjóri segist munu sigla á islenzk skip MORGUNBLAÐINU þykir rétt ur látið byggja 100 ný skip fyrir að birta þessa grein, þar sem hún sýnir hvernig einstakir öfgasegg- ir í Bretlandi tala um landhelgis- málið. Með því reyna þeir að skapa þar í landi almenningsálit, er knýi stjórnina, til óbilgirni i málinu. Vonandi hafa þvílík skrif alveg öfug áhrif. Brezka þjóðin mun áreiðanlega fordæma þenn- an málflutning og þann málsstað, sem telur sig þurfa á honum að halda, ef hún fær að kynnast rétt- um rökum í málinu. Látum erlendum öfgamönnum einum dólgsháttinn eftir. Sækjum ótrauðir fram til sigurs á grund- velli laga og réttar. Brezka greinin, sem er eftir Anthony Húnter, birtist 13. april sl. í Sunday Dispatch og hljóðar svo: Á meðan þjóðréttarfræðingar deila í Genf, bíða 92 þús. íbúar þessarar blómlegu veiðistöðvar í kvöld eftir því að tekin verði ákvörðun, sem leitt getur dauða yfir borg þeirra. Hverjar sem nið- urstöður ráðstefnunnar verða. óttast þeir, að togaraeigendur verði að leggja skipum sínum með þeim afleiðingum, að 35 þús. manna eða meira verði atvinnu- laus og hafi enga möguleika á því að fá aðra atvinnu hér í borg- inni. Því er spáð, að Bretar verði að taka aftur upp þann matseðil, sem tíðkaðist í stríðinu, þegar ekkert var á boðstólum annað en þorskur og aftur þorskur, við helmingi hærra verði en nú tíðk- ast.... A ráðstefnunni hefur íslenzka ríkisstjórnin farið fram á, að henni verði veittur réttur til að víkka landhelgi sína í 12 sjó- mílur. íslendingar hafa nú þegar tilkynnt, að hver svo sem niður- staða ráðstefnunnar verði muni þeir hindra öll erlend fiskiskip í því að veiða innan þessa svæðis. Brezka stjórnin veit, að hér er ekki um að ræða hótun, sem er til þess eins ætluð að hafa áhrif á ráðstefnuna. Hún er þeirrar skoðunar, að Norðmenn og Fær- eyingar muni fylgja fordæmi ís- lendinga. Þetta yrði hnefahögg í andlit brezkra fiskimanna, því að beztu fiskimiðin liggja innan þess svæðis sem hér er um að ræða. Og þetta mundi hafa í för með sér lamandi áhrif á Grimsby, sem hef Volkswagen hlulskarpastur Á s. 1. ári fluttu Bandaríkjamenn inn alls 211,156 fólksbxla frá Evrópu. Af einstökum gerðum var hlutur Volkswagen lang- stærstur, eða 30,4%. Að öðru leyti skiptist innflutningurinn þannig: Renault 10,5%, Ford (brezki) 8,1%, Nash Metropolitan 5,6% og Hillman 5,3%. Sjötta í röðinni varð Volvo með 3,3% innflutningsins og Fiat og Morris 2,5%. V-Þjóðverjar framleiddu á s. 1. ári 1.212.232 ökutæki. 934.196 þeirra voru fólksbílar — og nam aukning fólksbílaframleiðslunn- ar 12,7% miðað við fyrra ár. Flesta fólksbílana framleiddu Volkswagen verksmiðjurnar, eða 380.561 — og var það rúmlega helmingi meiri framleiðsla en hjá þeirri verksmiðju, sem varð önn- ur í röðinni. Það var Opel — með 186.292 bíla. Mercedes, sem varð þriðja mesti framleiðand- inn, framleiddi tæplega 80 þús. fólksbíla og Borgvard þúsund færri. Ford Taunus varð 5. i röðinni — og athygli vekur, að Goggomobil framleiddi hvorki meira né minna en 43.372 bíla. £.15,000,000, en þeim er ætlað að veiða einungis á miðunum við ís- land og Færeyjar. Á undanförnum árum hefur borgin blómgazt. Togaraskip- stjórar aka niður að „dokkunum" í Jaguarbifreiðum. Konur þeirra klæðast loðkápum. Algengt hefur verið, að árstekjur þeirra hafi verið £ 10 þús. (einn skipstjór- anna hafði £16,500 í árslaun). Hásetarnir geta haft £40 eftir góðan túr. Dennis Welch, togaraskipstjóri, framkvæmdastjóri félags yfir- manna í Grimsby, sem í eru 300 heðlimir, segir: „A sama augna- bliki og íslendingar setja á veiði- bannið munu meðlimir félagsins neita að fara til sjós nema því að- eins að sett verði löndunarbann á allan fisk erlendra skipa“. „Það mundi hafa í för með sér fiskskort og hækkað verð, en þetta er eina leiðin fyrir okkur, ef við eigum að geta verndað GENF — Á þriðjudaginn var sampykkt í fiskifriðunarnefnd- inni tillaga frá Norðmönnum um gerðardóm í deilumálum um fisk- veiðiréttindi. Tillaga þessi hlaut 39 atkvæði, 2 greiddu atkvæði á móti og 9 sátu hjá. Norska tillagan er í tveimur liðum og er á þá leið, að ef breyt- ingar verða á fiskveiðiaðstöðu, þar sem gerðardómur hefur áður gengið um fiskveiðiréttindi, þá geti hvert það ríki sem hefur hagsmuna að gæta óskað þess að viðræður verði hafnar um breyt- ingu á gerðardómnum. Náist ekki samkomulag um slíka breytingu innan sanngjarns tíma, þá getur hvert ríki fyrir sig, krafizt þess að málið verði að nýju lagt fyrir gerðardóm, þó því aðeins að minnst tvö ár séu liðin frá því eldri gerðardómur gekk. Samkvæmt tillögunni geta breytingar á fiskstofni eða ný og stórvirk veiðitæki eða veiðiað- ferðir orðið forsenda fyrir því að mál um fiskveiðiréttindi verði tekin fyrir að nýju. ★ Á þriðjudaginn var einnig rætt og gengið tii atkvæða í þjóðrétt- arnefndinni um ákvörðun land- heigi í flóum. Eins og kunnugt er, þá er land- helgi ýmist dregin þannig, að hún fylgi stefnu strandarinnar sem nánast, eða að svonefndar grunn- línur eru dregnar með beinum strikum milli yztu annesja. Nú var það samþykkt í þjóðréttarnefndinni á þriðju- daginn, að þar sem fyrri regl- unni er fylgt, megi loka flóum, þar sem breidd þeirra er 24 sjómílur. Var þetta í breytingartillögu frá Rússum, Búlgörum, Pólverjum og Gua- temölum. Var hún samþykkt með 31 atkvæði gegn 27, en 13 sátu hjá. ísland greiddi atkv. gegn tillögunni, þar sem hún væri með öllu ónóg. Aður hafði staðið í laganefnd- arálitinu, að miða skyldi við 15 mílna breidd flóa, en Bandaríkin, Japan og Vestur-Þýzkaland og einnig Bretland höfðu lagt til að miða skyldi við 10 mílna breidd á flóa. Þær tjllögur komu þó ekki til atkvæða, þar sem sú tillaga hafði náð samþykki, sem lengra gekk. í laganefndarálitinu voru svo sérstök ákvæði um að þetta fjar- lægðarákvæði skyldi ekki gilda John Evens: Ætlar að „keyra“ á íslenzk fiskiskip hagsmuni okkar og mætt banni íslendinga með þvingunum“. Tólf mílna landhelgi við ísland um flóa sem ríki hefði sögulegan landhelgisrétt yfir, né heldur þar sem heimilt væri að draga bein- ar grunnlínur. Bretar taka aftur tillögu Bretar fluttu breytingartil- lögu um að ákvæðið um bein- ar grunnlínur yrði fellt niður. Ef sú tillaga þeirra hefði nað samþykki, hefði það verið al- varlegt fyrir Islendinga, þar sem þá væri ekki heimilt að draga beina grunnlínu fyrir Faxaflóa. En seinna á þriðjudagskvöld ið tilkynnti. brezki fulltrúinn að hann tæki aftur breytingar- tillögu sína þar að lútandi. Gerði hann það eftir áskorun frá Dönum. PATREKSFIRÐI, 16. apríl — Bátar frá Patreksfirði og Tálkna- firði hafa aflað vel í marz- mánuði, og er heildaraflinn mun meiri en á sama tíma í fyrra. Aflahæsti báturinn er Guðmund- ur á Sveinseyri. Frá áramótum til 1. apríl hefur hann fengið alls 483 lestir af óslægðum fiski í 62 sjóferðum eða 7,8 lestir að meðaltali í róðri. í marz fékk hann í 21 lögn 216 lestir eða um 10 lestir að meðaltali í hverri sjóferð. Á sama tímabili fékk Tálkn- firðingur 370 lestir í 54 róðrum eða tæpar 7 lestir í hverri lögn. í marz aflaði hann 200 lestir í 20 róðrum eða 10 lestir í sjó- ferð. Bátarnir frá Patreksfirði, Sæ- borg, Andri og Sigurfari öfluðu frá vertíðarbyrjun til 1. apríl samtals 1030 lestir í 147 róðrum eða 7 lestir að jafnaði í róðri. Af þeim afla fengu bátarnir 575 lestir í 64 róðrum í marz eða 9 lestir í róðri. Aflinn er mest- megnis steinbítur. Það, sem af er apríl-mánuði hefur verið góð- ur steinbítsafli hjá bátunum, þó að ekki sé hann slíkur sem í marz mánuði. mundi örugglega hafa í för með sér, að atvinnuleysi ykist í Grimsby um 25 af hundraði. Það gæti aukizt um 50 af hundraði. Það mundi örugglega ganga af þessari borg dauðri, því hér eru allir háðir fiskveiðunum. John Evans, skipstjóri, segir: „Ég skal keyra á hvert það ís- lenzkt fiskiskip, sem verður fyrst á vegi mínum“. Harry Chilvers, 38 ára gamall sjómaður, hristi höfuðið og sagði: „Það er úti um okkur, ef þetta kemst í gegn“. Blaðið hefur loks þau ummæli eftir varaborgarstjóranum, Matt Quinn, að tólf mílna landhelgi mundi hafa áhrif á líf allra Grimsbybúa: „Það gæti hgft í för með sér endalok borgarinnar — og miklar hörmungar“, sagði hann. Af þessu má sjá, segir bláðið að lokum, að kvíði og öryggis- leysi munu setja svip sinn á hvert einasta heimili í borginni, þangað ! til Genfarráðstefnunni er lokið hinn 24. apríl. Þá verða örlög Grimsby ráðin og ákveðið verð- lag á brezkum fiski. Verðlaun fyrir rilgerðir EINS og auglýst var í Ríkisút- varpinu á öndverðum vetri, efndi B. í. K. til samkeppni meðal nemenda í III. bekkjum mið-, héraðs- og gagnfræðaskólanna í landinu um ritgerðarefnið Æskan og áfengið. Þátttaka var mikil. Þó bárust ritgerðir úr 8 skólum. Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun sem hér segir: I. verðlaun, 500 krónur, hlaut Jóna E. Burgess, Gagnfræðaskóla Keflavíkur. II. verðlaun, 300 krónur, hlutu Hilmar F. Thorarensen, Reykja- skóla, Sigurjón Jónsson, Gagnfr. sk. Vestmannaeyja, Hermann Ein arssonar, sama skóla. III. verðlaun, 200 krónur, hlutu Valur Oddsson, sama skóla, Þor- björg Jónsdóttir, sama skóla, Stefán Bergmann, Gagnfr. sk. Keflavíkur. Stjórn B. í. K. þakkar þeim skólastjórum, sem greiddu fyrir þessari ritgerðarsamkeppni, og þá ekki síður nemendum, sem tóku þátt í henni. Stjórn Bindindisfélags íslenzkra kennara. í dag voru bátarnir frá Patreks firði með 6—7 lestir af óslægð- um steinbít. Andri er hættur á línuveiðum fyrir nokkru og kom- inn á netjaveiðar. Hrognkelsa- veiði er allgóð um þessar mund- ir hér á Patreksfirði. Gæftur hafa verið mjög góðar, enda hef- ur verið kyrrt og gott veður lengi undanfarið. Patreksfjarðartogarinn Ólafur Jóhannesson lagði eftir næstsíð- ustu veiðiferð um 260 lestir á land í Reykjavík eftir 12 daga útivist, og s. 1. sunnudag kom hann hingað til Patreksfjarðar með um 130 lestir. Gylfi landaði hér í fyrri viku um 180 lestum til frystingar og er væntanlegur aftur hingað upp úr helginni með góðan afla. Reykjafoss, Askja og hollenzkt flutningaskip komu hingað og lestuðu skreið og mjöl til út- flutnings fyrir skömmu. Atvinna hefur verið mikil á Patreksfirði í vetur, og horfur eru á mikilli vinnu allt þetta ár. Má því búast við tilfinnanlegum skorti á vinnuafli. Er vinnan að langmestu leyti við öflun sjávar- afurða á togurum og bátum og vinnslu aflans í landi. —Karl. Samþykktir nefnda í Genf varðandi gerðardóm og ákvörðun landhelgi í flóum Heildorufli Patreksfjarðnrbáta frá áramótam mun meiri en á sama tíma í fyrra ■ I. H. " ■■ I— \ STÍKSTÍÍ „Áróður og blekkingar'* Forystugrein Alþýðublaðsins í gær nefnist „Áróður og blekk- ingar“ og fjallar um skrif Þjóð- viljans um efnahagsmálin að undanförnu. Alþýðublaðið segir: „Þjóðviljinn gerir þessi mál nokkuð að umræðuefni í fyrra- dag, og verður ekki annað sagt en hann sé venju fremur hógvær og prúður í málflutningi“. Þessi „venju fremur hógværu og prúðu“ skrif samstarfsblaðs- ins voru einmitt í sama dálki og skrif'um Alþýðublaðsins um utan- ríkismál var lýst sem „glórulausu fábjánahjali“. En í skrifunum um efnahagsmálin hafði einmitt ver- ið tekið fram, „að ekki verður skilið á milli þeirra aðgerða sem rætt er um | í efnahagsmálum og stjórnar- stefnunnar almennt“. Úr því að slíkt orðbragð þykir venju fremur hógvært og prútt má nærri geta, hvernig tónninn er, þegar önnur lýsing þykir hæfa. „Hagsmunir ríkisvalds- ins að ekki veiðist of mikið“ En í hverju lýsir sér þá hóg- værð og prúðmennska Þjóðvilj- ans? Að sögn Alþýðublaösins í þessu: „Hann segir nú loks, að vanda- málin séu fyrir hendi og þau þurfi úrbóta við, en hingað til heður hann viljað sem minnst úr öll- um vanda gera og talið ástæðu- lítið að ræða sérstakar ráðstaf- anir í efnahagsmálunum. Nú seg- ir hann að útflutningssjóður þurfi „á auknum tekjum að halda“, sem stafar „fyrst og fremst af því hversu léleg afla- brögð voru á síðasta ári og raun- ar einnig af því að gjaldeyris- tekjurnar voru ekki hagnýttar eins skynsamlega og unnt hefði verið“. Það er gott, að blað sjáv- arútvegs- og viðskiptamálaráð- herra skuli ræða þessi mál af svo mikilli skynsemi, hingað til hefur því verið gjarnara að stinga höfðinu í sandinn eða gera hróp að hinum stjórnarflokkunum“. En hvernig getur Alþýðublað- ið haldið því fram, að það sýni nú „mikla skynsemi“ að telja örðugleikana koma af því „hversu Iéleg aflabrögð voru á síöasta ári“? Sjálft prédikaði AI- þýðublaðið fyrir páska dag eftir dag þennan boðskap: „Mikil síldveiði mundi senni- lega gera íslenzka ríkið gjald- þrota! Það eru nú hagsmunir ríkis- valdsins, að ekki veiðist of mik- ið“! „Vottur af heiðairleik“ Aðdáun Alþýðublaðsins á „hóg- værð og prúðmennsku“ Þjóðvilj- ans endist og ekki greinina út. Áður en varir segir Alþýðublaðið: „Alþýðublaðið kærir sig ekk- ert um að skattyrðast við Þjóð- viljann um þessi mál. En ekki er þó til of mikils mælzt, að hann sýni þann vott af heiðarleika að fara ekki með algerlega staðlausa stafi um svo alvarleg mál, ein- göngu í áróðursskyni. Þótt hann þurfi að hressa upp á fylgismenn sína í þrengingum, ætti hann að sjá sóma sinn í að ganga ekki algerlega á svig við sannleikánn“. Þessara orða getur Alþýðublað- ið ekki bundizt um framferði „samstarfsblaðsins“ einmitt þeg- ar sagt er, að „Iausnin“ sé fund- in og eigi að gefast alþjóð sem sumargjöf eftir rækilega athugun vetrarlangt! Getur nokkur vænt þess, at „samstarf“ þessu líkt komi nokkru góðu til leiðar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.