Morgunblaðið - 18.04.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.1958, Blaðsíða 8
8 MORClllSHT AT)1V Fösfudagur 18. apríl 1958 FRÁ S.U.G. RITSTJÖRAR JÖSEF H. ÞORGEIRSSON OG ÖLAFUR EGILSSON Hervœðing eða afvopnun A SÍÐASTLIÐNU ári hóf göngu sína í Vestur-Evrópu mánaðar- ritið „Western World“, sem einkum lætur sig skipta ýmis aljþjóða- mál, er efst eru á baugi hverju sinni, m. a. í því formi að fá tv j fróða menn með ólíkar skoðanir til þess að fjalla um vandamá!- in, hvorn frá sínum sjónarhóli. — Nýlega voru afvopnunarmálin tekin til meðferðar í ritinu á þennan hátt og fengnir til þess Thomas K. Finletter, fyrrverandi flugmálaráðherra Bandaríkjanna, og brezki íhaldsþingmaðurinn, Charles Mott-Radciyffe. Þar sem mál þessi eru nú tíðum nefnd á alþjóðavettvangi, þykir rétt að birta hér á síðunni útdrátt úr svörum manna þessara við spurningu tímaritsins um það, hvort takmörkuð afvopnun sé æskiieg. Thomas K. Finletter, fyrrverandi flugmálaráðherra Bandaríkjanna gerir grein fyrir skoðunum sín- um í tvennu lagi og segir fyrst; „Við verðum þegar að gera okkur grein fyrir því, að nauðsynlegt er að auka fjölda þeirra þjóða, sem taka þátt í öllum umræðum um afvopnunarmálin, ella fæst ekki sú landfræðilega yfirsýn, sem er óhj ákvæmilegt til lausnar málinu. Á síðustu árum hafa aðeins Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kanada og Háðstjórnarríkin tek- ið að öllu leyti þátt í störfum undirnefndar afvopnunarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur- inn var, að ræða málið í einrúmi og án auglýsingaskrums. Engu að síður lýstu Rússar því yfir við lok Lundúnaráðstefnunnar árið 1957, að þeir mundu ekki framar taka þátt í slíkum umræðum og að afvopnunarmálin yrði eftir- leiðis að taka til meðferð- ar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þ. e. með opinberri þátt töku allra meðlimaríkja samtak- anna. Nokkrar aðrar tillögur og gagn tillögur voru bornar fram, en vandamálið er engu að síður enn óleyst. Ég hygg, að við verðum að fjölga aðilum í umræðunum um afvopnunarmálin með því að bjóða þjóðum Asíu, Afríku, ná- lægra AuSturlanda og Suður-Am eríku hlutdeild í þeim án tillits til erfiðleikanna, sem fylgja í kjölfar opinberra umræðna. Af- vopnunin er alþjóðlegt viðfangs- efni og allar þjóðir eiga því að vinna að lausn þess. Við eigum því að bjóða fyrrnefndar þjóðir velkomnar til samstarfs og stuðla að hlutdeild þeirra við lausn máls ins“. Meðalvegur. f síðari hluta álits síns telur Finletter að rétt sé að sameina þær tvær leiðhr, sem til þessa hafa verið nefndar til að koma á afvopnun, en ekki hefur náðst samkomulag um. Annars vegar al gjöra afvopnun háða ströngu eft- irliti, en hins vegar afvopnun að nokkru leyti. Finletter segir: „Það er mikil- vægt að við berum fram innan Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. JÓN SlMONARSON H.F. Bræðraborgarstíg 16. Huseign við Efstasund til sölu. Húsið er 4ra herbergja íbúð á hæð og 2ia herbergja íbúð í kjallara. Góðar geymslur. Ræktuð og girt lóð. Góð lán áhvílandi. Útborgun tvöhundruð þús. kr. Einar Sigurðssan hdl. Ingólfsstræti 4, — Sími 16767. I TUNGUBOMSUR BARNASTÆRÐIR, Hvítar, grænair, rauðar. KVENSTÆRÐIR, Rauðar, grænar, svartar. Háar bomsur með spennu Bamastærðfir rauðar og brúnar Karlmannastærðir svartar Póstsendum Skóbúð Laugavegi 100. — Sími 19290. Mott-Radclyffe Finletter Sameinubu þjððanna heildartil- lögu, sem gerir nákvæma grein fyrir fyrsta þætti afvopnunar og lýsir síðan framkvæmd full- kominnar afvopnunar skref fyrir skref. Frammi fyrir slíkri áætl- un vissu þjóðir heimsins nákvæm lega hvað væri á döfinni, og væri áætlunin einhvers virði, mundu þær skila, að hún væri hvorki meira né minna en árás á styrj- aldir. Ef friðarvilji leiðtoga kom múnistaríkjanna er annað og meira en nafnið eitt er líklegt, að þessi áætlun mundi höfða til þeirra. Ef friðarvili er hins vegar ekki fyrir hendi meðal þeirra, þá mundi þessi áætlun engu að síð- ur vekja slíkan eldmóð, og stuðn ing á Vesturlöndum og í hinum hiutlausu ríkjum Asíu og Afríku að almenningsálitið mundi þröngva kommúnistaríkjunumtil að fallast á friðsamlega sambúð þjóðanna. Spennan mundi verða svo mikil, að vissulega yrði mjög erfitt fyrir kommúnistaríkin að standa á móti“. Hernaðarlegt jafnvægi. f svari sínu við ofangreindri spurningu rifjar Charles Mott- Radclyffe það fyrst upp, að eftir lok styrjaldarinnar hafi kjarn- orku- og vetnissprengjurnar orð- ið til þess að koma aftúr á því jafnvægi í hernaðarlegum efnum sem Rússum hefði mátt takast að raska, ef einungis hefði verið um venjuleg vopn að ræða. Síðan segir hi'nn brezki þing- maður: „Ef eðli þessara skelfi- legu vopna eitt hefur dregið veru lega úr líkunum fyrir þriðju heimsstyröldinni, þá hafa þau um leið skapað gjörsamlega nýtt um hugsunarefni fyrir hinn frjálsa heim. Að hve miklu leyti myndu Sovétríkin freistast til að færa sér í nyt eðlilega fyrirlitningu siðmenntaðra þjóða á því að grip ið verði til slíkra gereyðingar- vopna? Eru ráðamenn í Kreml reiðubúnir til að leggja meira í hættu nú með hliðsjón af hugs anlegum vinningi en þeir á dög- um venjulegra vopna myndu hafa talið hyggilegt? Svarið við þessu veit enginn, en hér er um að ræða rnjög þýðingarmikið atriði, sem hafa verður í huga“. Þenslan milli austurs og vesturs. Eftir að hafa varpað fram þessu íhugunarefni fjallar greinarhöf- undur um málið á víðari grund- velli og kannar hinar ýmsu or- sakir þenslunnar milli austurs og vesturs. Hann snýst gegn tillög- unni um hlutlaust svæði í Evrópu og tekur því næst til við raun- hæfa þætti afvopnunar: „Á sama hátt og samkomulag á sviði kjarnorkuvopna er gagns- laust nema tilsvarandi samkomu lag náist að því er venjuleg vopn snertir—en þá skoðun hefi égþeg ar rökstutt, — eins myndi sam- komulag um að tilraunum með kjarnorkusprengjur yrði hætt, hafa litla þýðingu, ef ekki næð- ist um leið samkomulag um eftir- lit með framleiðslu kjarnaefna, því án þess gæti sú þjóð, sem lengst er komin á þessu sviði, haft aðstöðu til að hagnast mest. Ennfremur yrði líka að hafa eitt hvert eftirlit með birgðum þjóð- anna af efnum þessum. Það eitt, að hætt yrði tilraunum, myndi ekki leysa þýðingarmestu vanda málin á þessu sviði og jafnvel ekki koma í veg fyrir að fjórðu þjóðinni heppnaðist að fullgera kjarnorkusprengjur sínar. Sovétríkin mótfallin eftirliti. Sovétríkin gátu ekki fallizt á að hætt yrði við framleiðslu kjarnaefna til notkunar í hernaði. Síðastliðið sumar lögðu vestur- veldin fram tillögur sínar um að kjarnorkutilraunum yrði hætt og létu jafnframt í ljós óskir um að í tengslum við slíkt samkomulag yrði framleiðsla kjarnaefna til vopnasmíða einnig lögð niður. — Þau lögðu til, að á meðan um- ræður um hið síðarnefnda færu fram yrði efnt til fundar tækni- fróðra manna og þar lögð drög að eftirlitskerfi með því að við samkomulagið yrði staðið. Sovét ríkin neituðu að fallast á nokk- urn slíkan fund. Þau héldu því jafnvel fram, að eftirlit þyrfti alls ekki að vera á neinum sér- stökum stöðum, þar sem fylgjast mætti með kjarnorkusprenging um án þess. Samkv. upplýsingum frá bandarískum og brezkum vís indamönnum er aftur á móti unnt að gera tilraunir með kjarnorku sprengjur án þess að þeirra verði vart, annaðhvort neðanjarðar eða í lofti, svo framarlega sem tilraunasvæðið er nógu stórt“. Eftir að hafa játað, að mörg vonbrigði hafi þegar átt sér stað, lýkur Mott-Radclyffe grein sinni á þessa leið: „Eigum við að láta þá úlfakreppu sem afvopnunarmálin eru nú í, haldast óleysta, eða svarar fyr- irhöfninni að gera enn nýjar til- raunir? Það er þægilegt að vera gjörsamlega neikvæður og blygð unarlaus í þessum málum, en ég er ekki þeirrar skoðunar, að það sé hin rétta afstaða. Bréf Bulganins marskálks til Macmillans forsætisráðherra og Eisenhowers forseta má skilja á tvo vegu — • annaðhvort sem áróður einan saman eða staðfest ingu á nokkrum áhyggjum vegna kj arnorkuvígbúnaðarkapphlaups ins svo og taugaóstyrks vegna taks Sovétríkjannu á fylgiríkj- unum. Hvor skilningurinn sem er hinn rétti, þá er vissulega tals- verður hagur í því að rannsaka vinsamleika þennan niður í kjöl- inn. svo að ekki aðeins hinn vest ræni heimur heldur einnig allar óráðnar þjóðir geti kveðið upp dóm sinn um það, hvort hugur fylgir máli.“ Galvanhúðaður saumur nýkominn J. Þorláksson & Norðmann, hf. Bankastræti 11, Skúlagötu 30. — Sími 11280

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.