Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 20

Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 20
VEÐRIÐ Norðan gola. Léttskýjað. Þíðviðri. I fáum orðum sagf jjá bls. 11 88. tbl. — Föstudagur 18. apríl 1958 Sementsverksmiðjan getur ekki hafið starf, nema hún fái orku frá Soginu Á FUNDI bæjarstjórnar Reykja- víkur í gær var frá því skýrt, að stjórn Sogsvirkjunarinnar hefði borizt málaleitun, um að hún léti i té raforku til Sementsvcrk- smiðjunnar á Akranesi. Er hér mikið vandamál komið upp, þar sem verksmiðjan mun ekki geta tekið til starfa, nema raforka fáist frá Soginu, en hins vegar er hætta á rafmagnsskorti í Reykjavík á næsta ári, ef við tilmælunum verður orðið. Verði ófyrirséðar tafir á byggingu raf- orkuversins við Efra-Sog, getur Friðrik konungur sendir þakkir FORSETA íslands barst í gær- kveldi svohljóðandi simskeyti frá Friðrik Danakonungi: „Forseti íslands, Reykjavík. Dóttir mín hefur á þessari stundu veitt viðtöku stórkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Mér er þetta nýr vottur þeirr- ar vináttu, sem tengir ísland og Danmörku, og ég flyt yður, herra forseti, hjartanlega þökk. Frederik R“. þetta Ieitt til verulegra óþæginda og tjóns. Borgarstjóri skýrði frá máli þessu á bæjarstjórnarfundinum. Sagði hann m. a.: í sl. mánuði fór raf- orkumálastjóri þess á leit, að Sogsvirkjunin seldi 1200 kílóvött af rafmagni (virkjunin framleiðir nú 46 þús. kílóvött) til Sements- verksmiðjunnar á Akranesi. Jafnframt sendi hann uppkast að orkusölusamningi. Málið var rætt á 2 fundum í stjórn virkjun- arinnar, og hefur hún falið þeim Tómasi Jónssyni borgarlögmanni og Sigtryggi Klemenssyni ráðu- neytisstjóra athuganir í sambandi við málið. Þegar ákveðið var, að Sements verksmiðjan skyldi vera á Akra- nesi, var ein af ástæðunum sú, að talið var, að þar væri næga raforku að fá frá Andakílsár- virkjuninni. Var gerður samning ur um rafmagnssölu mifli Akra- nesbæjar og verksmiðjunnar ár- ið 1950. Nú er komið í ljós, að verk- smiðjan mun ekki geta tekið til starfa, nema húii fái rafmagn frá Soginu. Ganga má að því vísu, að fyrstu árin, eftir að hin nýja virkjun við Efra-Sog verður full- gerð, muni það ekki verða erfið- leikum bundið að selja sements- Stendur í jbó/i um # „sumargjötina" Urræðaleysið dregur tillögurnar enn á langinn ENN stendur \ santa þófinu um „sumargjöfina", tillögur vinstri stjórnarinnar í efnahagsmálunum. Kommúnistar hafa látið sem þeir væru andvígir „úrræðum" Framsóknar og Alþýðuflokksmanna, en auðsætt er að þeir hafa ekkert meint með því. Horfði þannig í gær, að endanlegt samkomulag myndi takast í dag eða á morgun um hina dulbúnu gengislækkun og nýju álögur á almenning. Má því gera ráð fyrir að „bjargráðin“ líti dagsins ljós í næstu viku i Alþingi. — 19 manna nefndin ekki kölluð satnan Ríkisstjórnin hefur ekki ennþá kallað saman 19 manna nefndina, sem formenn vérkalýðsfélaga í öllum landshlutum eiga sæti í og átti að vera einkaráðgjafi henn- ar í öllu er lyti að efnahagsmál um. Hefur sú ráðabreytni vakið nokkra furðu meðal þess fólks, sem trúði því að vinstri stjórnin hefði sérstakan áhuga á að hafa náin samráð við verkalýðssam- tökin. En stjórnin mun vera þess alráðin að kalla 19 manna nefnd- ina ekki saman fyrr en hún hef- ur ákveðið hvað gera skuli í efna- hagsmálunum. Nefndin fær þá þann heiður að leggja blessun sina á ákvörðun stjórnarherr- Námskeiðið um atvinnu- 02 verkalvðsmál . ö * NAMSKEIDI© um atvinnu- og verkalýðsmál heldur áfram í Val liöll við Suðurgötu í kvöld kl. 8,30 siðdegis. anna um nýjar og stórfelldar álög ur á aJþýðu manna. Skilyrði kommúnista Eina skilyrðið, sem vitað er um af hálfu kommúnista fyrir sam- þykki þeirra við hina dulbúnu gengislækkun og auknu álögui, er það, að Framsókn og Alþýðu- flokksmenn styðji þá við kosn- ingar til AJþýðusambandsþings á komandi hausti. Framsóknar- menn munu hafa verið fúsir til þess að lofa slíkum stuðningi. Hins vegar munu Alþýðuflokks- menn ekki hafa viljað lofa neinu í þá átt. Óttast kosninger framar öllu öðru Ástæða þess að kommúnistar hafa verið svo ginnkeyptir við „þriðju leið“ „hræðslubandalags- ins“ er aðallega sú, að þeir ótt- ast kosningar í sumar framar öllu öðru. Framsóknarmenn og Al- þýðuflokksmenn eru einnig mjög hræddir við kosningar í sumar. Vilja allfr flokkar vinstri stjórrv- arinnar því allt til vinna að losna við dóm þjóðarinnar á komandi sumri. Þrátt fyrir algert stefnuleysi og úrræðaleysi í efna- hagsmálunum telja stjórnarflokk arnir því lífsnauðsynlegt að leggja fram einhverjar mála- myndatillögur um þessi mál. enda þótt þær marki enga „nýja stefnu“ eða „úrræði“. verksmiðjunni raforku. Hitt er vafasamara, hvort það verður unnt, þar til virkjunin er full- gerð. Nú standa vonir til, að það verði síðla árs 1959, en hins er að gæta, að tafir geta jafnan orðið á framkvæmdum. Þótt sementsverksmiðjan fengi hina umbeðnu orku, mun ekki verða rafmagnsskortur í Reykja- vík á næsta vetri, 1958—9. Hins vegar má gera ráð fyrir nokkrum rafmagnsskorti, er líða tekur á árið 1959. Þess mun ekki gæta að ráði, ef nýju virkjuninni verð- ur lokið á því ári, en verði það ekki, myndi þurfa að grípa til rafmagnsskömmtunar eða sæta því, að nokkurt spennufall yrði. Hvort tveggja myndi verða til óhagræðis á heimilum og í at- vinnufyrirtækjum, og gæti orðið til tjóns. Það eru mikil vonbrigði, að raforka sú, sem sementsverk- smiðjan átti að fá á Akranesi, er ekki fyrir hendi. Hér er um mikið vandamál að ræða, sem leysa verður með tilliti til hvors tveggja, — að sementsverksmiðj- an er mikið þjóðþrifafyrirtæki og að til sem minnstra vandræða komi á núverandi orkuveitu- svæði Sogsins. — Taldi ég rétt að skýra bæjarstjórninni frá þessu máli nú þegar. Guðmundur Vigfússon: Hér eru miklir hagsmunir í veði og málið vandasamt. En ég vil benda á, að æði oft virðist þess ekki gætt, að fullnægjandi rannsóknir fari fram, áður en teknar eru ákvarðanir um jafnmikilvæg mál og staðsetning Sementsverksmiðj unnar er. Hér þarf nú að leggja dýra línu frá Soginu upp á Akra* nes, þar sem mistök hafa orðið í staðarvali. Auðvitað átti að stað- setja verksmiðjuna í grennd við Reykjavik eða Sogið. Frekari umræður urðu ekki um málið. ■ Ritstjóri, ritnefnd og útgáfustjórn Frjálsrar verzlunar, talið frá vinstri: Pétur Pétursson, Sigurliði Kristjánsson, Gunnar Magn- ússon, Birgir Kjaran, formaður, Þorvarður Jón Júlíusson og Pétur Sæmundsen. Á myndina vantar Valdimar Kristinsson. 200 einslaklingoi stoinn til nt- gálulélngs um Frjúlsa verzlun Ritstjóri er Pétur Pétursson HAFIN er útgáfa að nýju á tíma ritinu Frjáls verzlun eftir tveggja ára hlé. Tímaritið hóf göngu sína fyrir rúmum 19 árum og var gef- ið út af Verzlunarmannafélaginu. Pétur Pétursson, ritstjóri Frjálsrar verzlunar. Togari nær sirandaður „Rán' bjargaði á síðuslu stundu UM nónbil í gær var því veitt eftirtekt, að togari var kominn út af siglingaleið hingað inn til Reykjavíkur, og virtist yfirvof- andi að togarinn strandaði. En þá kom flugbáturinn Rán, frá Landhelgisgæzlunni til skjalanna og hreinlega bjargaði togaranum frá strandi. Togarinn hafði farið villt hér fyrir utan Gróttu, og var hann kominn inn á milli Gróttuvita og Akureyjar, alveg inn undir boða og sker. Þá sást, hvar Rán kom af Reykjavíkurflugvelli, senni- lega á leið til gæzluflugs, og steypti flugbáturinn sér niður að togaranum, flaug mjög lágt rétt fyrir framan stefni hans og skaut að honum stöðvunarmerki, rauðri ljóskúlu. Þetta bar árang- ur, því að togarinn nam staðar. Flugbáturinn flaug kringum tog- arann og virtist sem hann væri KR vann IR 20:18 Á HANDKNATTLEIKSMÓTINU í gærkvöldi sigraði KR ÍR með 20:18, í hörkuspennandi leik og tvísýnum. Eru nú þrjú félög efst og jöfn að stigum, en FH með bezt markahlutfall. KR og FH eiga eftir leik saitian, en ÍR leik gegn Ármanni I að benda togaramönnum á hvar hin rétta siglingaleið væri. Brátt jsást togarinn fara aftur á bak, og komst hann brátt á rétta leið. Hann kom svo hingað inn á Reykjavíkurhöfn síðdegis. Hér var um að ræða þýzka togarann Perseus frá Bremerhaven. Hann kom hingað til að sækja skip- stjórann, er var væntanlegur með flugvél frá Þýzkalandi í '*a^:völdi. Hallbjörg Bjarna- dótfir mun syngja hér á næslunni SÖNGKONAN Hallbjörg Bjarna- dóttir er nýkomin hingað til lands og hyggst dveljast hér um nokk- urra vikna skeið. Kom hún hing- að frá Stokkhólmi, en hún hef- ir undanfarið sungið víða í Finn- landi og Svíþjóð bæði í útvarp og sjónvarp. Hefur hún skemmt útvarps- og sjónvarpshlutendum í þessum löndum með skopstæl- ingum á kunnum söngvurum, en hún er kunn fyrir snilli sína í þeim efnum. Mun hún halda nokkrar skemmtanir, meðan hún dvelst hér., Lagðist það niður um þennan stutta tíma vegna mikilla breyt- inga á félaginu. En nú hafa um 200 einstakling- ar, aðallega úr hópi verzlunar- og kaupsýslumanna og iðnrekenda, bundizt samtökum um að stofna öflugt útgáfufélag kringum ritið. Er það óvenjulegt, að svo margir einstaklingar sýni áhuga sinn með þessu móti á átgáfu tímarits. En tímaritið Frjáls verzlun var á sínum tíma mjög vinsælt rit. Þetta nýja rit er beint fram- hald af hinu fyrra og telst það 18. árgangur, sem nú hefur göngu sína. Það er helzta baráttumál ritsins að styrkja og hvetja hið frjálsa framtak einstaklinganna, sem eitt getur leitt til stöðugra framfara og varanlegs sjálfstæðis þjóðarinnar. í ritnefnd Fi’jálsrar verzlunar eru: Birgir Kjaran, Gunnar Magnússon og Valdimar Kristins- son, en ritstjóri þess er Pétur Pétursson. Það er ætlunin að á þessu ári komi út 6 hefti, en annars á Frjáls verzlun að koma út 10—12 sinnum á ári. Verða birtar marg- víslegar greinar til fróðleiks og skemmtunar, en aðaláherzlan verður lögð á ýmiss konar við- skipta- og hagfraoðimál. Um þessar mundir er 1. tbl. Frjálsrar verzlunar að koma ut og er það gott sýnishorn af því, hvernig ætlunin er að haga út- gáfunni í framtíðinni. Er efni þess mjög fjölbreytt, en það hefst á ávarpsorðum. Þá birtast þar m. a. merkilegar greinar um efna- hagsmál, eins og greinin „Hvað er störeignaskattur?", eftir Svavar Pálsson, þar sem rakið er hvernig ójafnar skattabyrðar eru notaðar af ríkisvaldinu, til að flytja at- vinnurekstur frá einstaklingun- um yfir á ríkisvaldið. Eru þar mjög sláandi upplýsingar um rekstur einkaútgerðarfyrirtækis og bæjarútgerðar, sem menn ættu að kynna sér vel. Þar er einnig grein eftir Þor- varð J. Júlíusson, sem nefnist „Á krossgötum“, en hún fjallar um uppbótakerfið, sem nú er bú- ið að ganga sér til húðar. Fjöl- margt annað er í heftinu. Frá Alþingi FUNDIR verða í þingdeildum kl. 1,30 í dag. Á dagskrá eru þessi frv.: í efri deild: Björgunarlaun. Leigubifreiðar. Mannfræði- og ættfræðirannsóknir. Kirkjugarð- ar. Aðstoð við vangefið fólk. í neðri deild: Bráðafúi. Sala áfengis o. fl. á Keflavíkurflug- velli. Sveitarstjórnarkosningar. Útflutningur hrossa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.