Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 9

Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 9
Fostudagur 18. apríl 1958 MORCVNBLAfílÐ 9 SviSsatriði úr „Júpiter Mær“. Frá Eyþór itefánsson sem Drewett Iæknir, Eva Snæbjörns- dóttir sem Murry læknir, Sigríðnr Stefánsdóttir sem Leeming ráðskona, Haukur Þorsteinsson sem Thorogood læknir, Kári Jónsson sem Paul Venner læknir og Guðjón Sigurðsson sem Albert Chivert sölumaður. (Myndirnar tók Adólf Björnsson). Leikfélag Sauðáikróks: Stúlka Dugleg stúlka, ca. 20 ára gömul getur fengið atvinnu á blaðafgreiðslu. Tilboð auðkend „BIaðafgreiðsla“, sendist Morgunblaðinu. Miðaldra maður óskar eftir FASTRI ATVIIMIVU Er vanur alls konar vélum og viðhaldi á húsum einnig lagerstörfum (Rafmagnsvörum). Margt fleira kemur til greina. Tilboð á afgr. Morgunbl. f. 25. apríl merkt: „fjölhæfur — 8013“. Jupíter hlær efitir A.J. Cronin Fyrirliggjandi: Leikstjóii Eyþói Stefánsson ÞAÐ var Leikfélagi Sauðárkróks til verðugs sóma að minnast sjö- tíu ára afmælis stofnunar leik- félags hér á staðnum með því að sýna leik A. J. Cronins „Júpíter hlær“. Það kann að vera að sumum finnist að jafngamalt leikhús og hér er, hefði átt að taka fyrir eitthvert stórt viðfangsefni á tímamótum sem þessum. Um slíkt má deila en ekki hitt, að hið há- dramatíska leikrit Cronins er samboðið hvaða leikhúsi sem er Og á hvaða tíma sem er. Boðskap ur þess er djúpur og sannur, byggður á þekkingu mannvinar- ins, trúmannsins og vísindamanns ins, sem ekki aðeins vill lækna líkamann heldur einning göfga og bæta sálina. Mér kemur i hug frásögn er Cronin ritaði fyrir fáum árum, er hann var á skemmtiferðalagi í Róm og villtist er hann var á Ieið til veizluboðs. Hann hugð- ist syrjast til vegar og gekk inn í hús nokkurt, fornt að gerð, er hann hugði opinbera byggingu. Er hann kom inn í anddyrið blasti við honum setningin: „Quo vadis?“ (hvert ætlarðu) greypt í hellugólfið. Hann var staddur í Quo vadis — kirkjunni í Róm, sem reist var til minningar um atburð þann er Kristur birtist Pétri postula á flótta hans und- an ofsóknum Rómverja á hend- ur kristnum mönnum. Þetta varð Cronin tilefni til hugleið- inga um það hvert mannkynið stefndi í dag. Og aldrei hefur þessi spurning verið tímabærari en einmitt nú á öld atom- og geimvísinda. í leikritinu „Júpiter hlær“, tekur Cronin fyrir svipað efni. Hann lætur vísindin og visinda- manninn sigra og einnig tapa, en hann gerir meira. Hann lætur kærleikann og manngöfgina sigra vísindin. Það er boðskapur- inn sem leikritið flytur og hann svarar þannig spumingunni: Hvert ætlarðu? Leikurum hér á Sauðárkróki tókst einkar vel að undirstrika þennan boðskap. Að sönr.u var misjafnlega haldið á hlutverk- um, en heildarsvipurinn var ágætur, stígandi leiksins eðlileg ur og meðferð leíkenda bezt þá mest á reyndi. Leikurinn hvílir þyngst á herðum unga læknisins A3 lokinni hátiðasýningu i til - efni 70 ára afmælis Leikfélags Sanðárkróks flutti Valgarð Blöndal ræðu og minntist fé- lagsins Paul Venner, en bygging þessa listaverks er svo samslungin og traust, að ekki má kasta höndun- um til neins af hlutverkunum og ekki verður sagt að slíks gæti hér. Kári Jónsson leikur Paul Venn- er af stakri prýði. Það er í raun- inni undravert að ungur maður, sem ekki hefur átt kost meiri leik þjálfunar skuli geta skilað jafn erfiðu hlutverki jafn snurðulaust. I öllum leiknum er hann vaxandi og hæst rís hann í hinum þögla leik lokasenunnar. Ruddaskapur inn og kaldhæðnin er frábær og innileikurinn sannur. Kári myndi í þessu hlutverki sóma sér á stærra sviði en hér á Sauðár- króki. Eyþór Stefánsson leikur gamla lækninn Richard Drewett jafn- framt því, sem hann hefur leik- stjórn á hendi. Mér fannst leikur Eyþórs í þessu tiltölulega litla hiutverki frábær. Og þótt mörg atriði leiksins væru áhrifarík, fannst mér atriðið, þar sem hann kveður hi’nn unga vin sinn, ris- hæsta atriði leiksins. Túlkun Ey- þórs á tilfinningum þessa um- komulausa og kaldhæðna gam- almennis, sem lífið hafði leikið svo grátt, gekk beint til hjartans. Sigríður Stefánsdóttir lék Fanny Leeming ráðskonu með miklum ágætum. Gervið var eink argott og persónan öll sönn og samkvæm sjálfrí sér. Mér hefði ekki fundizt spilla þótt illkvitnin hefði verið eilítið meiri, er hún tælir yfirlæknisfrúna til ódæðis- ins og taugaáfallið aðsópsmeira, er vonir þessarar meinfýsnu vand ræðakonu luynja í rúst. Frh. á bls. 12. T. v. Kári Jónsson sem Venner læknir. T. h. Haukur Þor- steinsson sem Thorogood læknir. Heklugarn (svart), hvítir bendlar, teygja á spjöldum, milliverk í sængurver, mjóar blúndur, léreftsblúndur. KR. ÞORVALDSSON & CO. heildverzlun Þingholtsstræti 11. — Sími 24478. Miðstöðvarkaflar og Olíugeymar fyrir húsaupphitun. — Allar stærðir fyrirlióojandi — Sími 24400 Amerísk AC - kerti Samband ísl. samvinnufélaga Véladeild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.