Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 12

Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 12
12 MORCUNBLAÐ1Ð Föstudagur 18. aprO 195<» Siglingaleið opnud hafskipum inn i mibja Norður-Ameriku Port vArthur Tort William' MIKLUVÖTN OG VATNALEIÐIN, ÞVERSKUR.€)UR. Á döfinni er nú á landamærum Bandaríkjanna og Kanada mik- ið mannvirki, sem fjölmargar þjóðir fylgjast með af hinum mesta áhuga. Þetta er hin nýja siglingaleið eftir St. Lawrence- ánni inn í vötnin miklu alla leið til Chicago og fleiri stórborga. Af þeim, sem bezt þekkja til, er mannvirkið talið sambærilegt við Panamaskurðinn, því að þegar það hefur verið byggt geta stór hafskip siglt inn í mitt meginland Norður-Ameríku. — Gísli Guðmundsson, tollvörður, segir frá mannvirki þessu í tveimur erindum, er hann flytur í útvarpið. Hið fyrra er í kvöld en hitt næsta föstudag. Rekur hann m. a. sögu vatna- leiðarinnar og siglinga á þessum slóðum allt frá því Þorfinnur VerðBaun fyrir leikþættl Unglingaregla góðtemplara á fslandi efnir til samkeppni um samningu 20 til 40 mínútna leikþátta. Þeir skulu vera við barna hæfi og samdir í anda þeirra hugsjóna, sem Unglingareglan vinnur fyrir, en vera gæddir lífi og gjaman gamansemi, vera sniðnir fyrir lítið leiksvið og fábreyttan sviðsútbúnað. Fyrstu verðlaun eru 3000,00 krónur, önnur verðlaun eru 1500,00 krónur. Þessi verðlaun verða því aðeins veitt, að dómnefnd berist þættir, er þyki þeirra verðir. Aukaverðlaun að upphæð krónur 750,00 verða veitt, ef ástæða þykir til. Unglingareglan áskilur sér, innan sinna vébanda, óskoraðann rétt til sýningar á þeim leikritum, sem verð- laun hljóta. Dómnefnd skipa: Gissur Pálsson, stórgæzlumaður ungl- ingastarfs, Guðmundur Hagalín rithöfundur og Brynj- ólfur Jóhannesson, leikari. Vélrituð handrit þátttakenda sendist fyrir 15. júní undi r» dulnefni til formanns dómnefndar, Gissurs Pálssonar, Kjartansgötu 2, Reykjavík. Nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Hjólbarðar 750x20 825x20 P. Sfefánsson hf. Hverfisgötu 103 Sími13450 karlsefni kom þar að landi. — Kortið hér að ofan sýnir þetta umrædda svæði. Inn á það er einnig merkt með punktalinum leið sú, er Þorfinnur karlseini fór. Er þeim, sem hlusta ætla á erindi Gisla, ráðlagt að fylgjast með á kortinu. Kvöldnámskeiði Solu- tœkni fyrir afgreiðslufólk lokið ÞANN 1. apríl lauk námskeiði félagsins SÖLUTÆKNI fyrir af- greiðslufólk smásöluverzlana. Námskeiðinu var slitið með kaffidrykkju á laugardaginn, þar sem nemendum voru afhent námsskírteini. í því tilefni bauð stjórn félagsins kennurum og fyrirlesurum á námskeiðinu, for- mönnum verzlunarsamtakanna og fréttamönnum að vera við- staddir. Flutti Sigurður Magnús- son, form. Sölutækni, ræðu við það tækifæri og þakkaði sam- starfið. Alls sóttu námskeiðið 46 afgreiðslumenn, sem eru starf- andi í ýmsum greinum smásölu- verzlunar. Hópnum var skipt í tvo flokka og var í öðrum flokkn- um afgreiðslufólk matvöruverzl- ana, en í hinum afgreiðslufólk úr öðrum smásöluverzlunum. Voru 20 í fyrri flokknum. en 26 í þeim síðari. Námskeiðið stóð yfir í 8 vikur og var kennt tvö kvöld í viku í hvorum flokki. Aðalkennslugreinarnar voru sölu fræði, vörufræði og útstillingar- tækni. Alls fluttu um tuttugu manns erindi og önnuðust kennslu á námskeiðinu og auk þess voru sýndar fjölmargar kvikmyndir og skuggamyndir til skýringar og fjölluðu flestar þess ar myndir um margvísleg efni, er snerta störf afgreiðslufólks. Þetta er umfangsmesta nám- skeiðið. sem félagið hefur haldið og er þetta í fyrsta skipti, sem nær allir kennslukraftar voru ís- lenzkir. Fyrstu vikuna hélt norsk ur verzlunarráðunautur nokkra fyrirlestra, en annars störfuðu þrír ungir íslenzkir verzlunar- ráðunautar við námskeiðið og höfðu umsjón með því. Það er mál manna, að þessi nýbreytni í fræðslustarfsemi fyr- ir verzlunarfólk hafi tekizt mjög vel og voru þátttakendur mjög ánægðir með árangurinn. Að lok um skal þess getið, að stjórn fé- lagsins hyggst halda sams konar námskeið á hverjum vetri. HÓTEL Til sölu er hótel í stóru kauptúni á Mið-Vesturlandi. í hótelinu er veitingasalur, sem rúmar um 100 manns og 11 gestaherbergi með 23 rúmum. Góðr rekstursmöguleikar allt árið. Málflutningsstofa Sigurður Reynir Pétnrsson hrl. Agnar Gústafsson hdl., Gísli G. Isleifsson hdl. Austurstræti 14, símar 1-94-78 og 2-28-70. Skrifstofustarf Stúlka óskast til skrifstofustarfa frá og með 1. maí n.k. Vélritunar- ensku- og dönskukunnátta nauðsyn- leg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf og aldur sendist fyrir 20. apríl n.k. — Leikfélag Saubárkróks Framh. af bls. 9 Ámi Þorbjörnsson leikur Edgar Bragg, hinn grunnfæra og met- orðagjarna yfirlækni. Hlutverk ið er vandasamt, en Árni vex í því, eftir því, sem liður á leik- inn og bezt tekst honum að sýna þessa aumkunarverðu manngerð í viðskiptum sínum við Venner, eftir að hann hefur hlotið frama sinn. Gervið er gott. Ragnhildur Óskarsdóttir leikur ur frú Gladys Bragg, konu yfir- læknisins. Að allri ytri gerð fell- ur Ragnhildur vel í hlutverk þessarar glæsilegu konu. Búning ar- hennar eru einnig ágætir. Það furðar engan þótt kaldhæðinn ungur maður taki sér hana til stundargamans. En nokkuð finnst mér skorta á reisn í leik hennar. Illgirnina og hrokann vantar og innri baráttu og skapbreytingar eru ekki nægilega skýrar. Eva Snæbjörnsdóttir leikur kvenlækninn Mary Murry. Hún er hugþekk í sjón en varla nógu innileg og mér finnst ofurlítið skorta á framsögn hennar.EnEva er mild og það er engum ofvaxið að skilja ást Paul Venners á henni. Mér finnst atriðið, þar sem hún og frú Bragg eigast við, skorta tilþrif hjá báðum. Haukur Þorsteinsson leikur Georg Thoirogood lækni mjög smekklega. Látbragð hans var gott og skapskipti eðlileg. Ef nokkuð er, mætti hann kannske vera sjálfbirgingslegri. Stefanía Anna Frímannsdóttir, Guðjón Sigurðsson og Sólbrún Friðriksdóttir, leika smærri hlut- verk öll snurðulaust, en einkum eru tilþrif Stefaníu góð. Tjaldamálari er Jónas Þór og hefir hann einnig séð um gervi. Hvorttveggja er smekklegt og laust við allar öfgar. Þórður P. Sighvats er ljósameistari og eru ljósin góð eftir aðstæðum. —- Sprengingin er mjög vel heppn- uð. Leikstjórn og sviðsetning Ey- þórs Stefánssonar er ágæt. Ekk- ert atriði leiksins sem áherzlu ber að leggja á, fellur í skugg- ann. Leiknum var mjög vel tek- ið. Að lokinni þessari frumsýn- ingu, sem jafnframt var hátiða- sýning í tilefni afmælisins, kvaddi Valgarð Blöndal sér ' hljóðs og þakkaði leikurum góða sýningu. Síðan rakti hann nokk- uð sögu leikstarfsemi hér á Sauð árkróki og las stofnfundar- gerð Leikfélags Sauðárkróks (hins gamla) frá 13. apríl 1888, en þessa hátíðasýningu bar einm. upp á sama dag 70 árum síðar. Þá minntist hann að lokum tveggja forystumanna leikfélagsins hin síðari ár þeirra Eyþórs Stefáns- sonar, sem lengst hefur verið leik stjóri og Guðjóns Sigurðssonar, sem lengst hefur verið formaður, Að síðustu bað hann leikhúsgesti minnast félagsins með ferföldu húrrahrópi. Þessu næst kvaddi Guðjón Sigurðsson sér hljóðs og þakkaði gjafir, er félaginu höfðu borizt í tilefni afmælisins, og bað menn að síðustu að hylla leikstjórann Eyþór Stefánsson með lófataki um leið og hann þakkaði honum mikið og óeig- ingjarnt starf. Um leið og ég vil færa Leik- félagi Sauðárkróks árnaðaróskir í tilefni þessara tímamóta þakka ég því, leikstjóra og leikendum göfgandj kvöldstund. Vignir Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.