Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 19

Morgunblaðið - 18.04.1958, Side 19
Fosíuðagur 18. apríl 1958 MoncrwnT. AÐIÐ 19 Efri deild fellir ákvæðið um skírfeini til dráffarvélaaksfurs Umferðarlagafrumv. enn til neðri deildar Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær var atkvæðagreiðsla um breytingatillögur, sem allsherj- arnefnd deildarinnar hafði flutt við frumv. til umferðarlaga, en það var komið aftur til deildar- innar, þar sem neðri deild hafði gert ýmsar breytingar á því. — Allar breytingatillögur nefndar- innar voru samþykktar: Niður var fellt það ákvæði, að ökumaður skyldi talinn hafa ver ið undir áfengisáhrifum við akst- ur ,ef hann hverfur af slysvett- vangi, en næst skömmu síðar með áhrifum (12 atkv. gegn 2). Samþykkt var að færa ákvæð- ið um dráttarvélaakstur un'glinga í sitt fyrra horf: „Eigi þarf öku- skírteini til aksturs dráttarvéla, þegar þær eru notaðar við jarð- yrkjustörf utan alfaravegar“. (13 atkv. gegn 1). Loks var samþykkt að endur- kröfuréttur tryggingafélaga skyldi miðast við ásetning eða stórkostlegt gáleysi. (14 samhlj. atkv.). Málið fer nú enn á ný til neðri deildar. Búrgíbu gefur Frökkum frest TÚNIS, 17. apríl — Búrgíba for- seti Túnis hélt útvarpsræðu í dag í fyrsta sinn á þrem vikum og sagði, að hann mundi leggja Túnis-deiluna fyrir Öryggisráðið og ákæra Frakka fyrir árásina á þorpið Sakiet Sidi Youssef, ef bið yrði á lausn stjómarkreppunnar í Frakklandi. Sáttatilraunir Breta og Frakka fóru út um þúfUr, þegar franska þingið neitaði að viðurkenna ár- angurinn af þeim, sagði Búrgíba. Hann kvaðst mundu gefa Coty Frakklandsforseta vikufrest til að koma í kring stjórnarmyndun, en síðan mundi hann leggja fram ákæruna vegna árásarinnar 8. febrúar sl. Búrgíba sagði í ræðu sinni, að Frakkar hefðu lítilsvirt sjálfstæði Túnis og gerzt brotleg- ir við alþjóðarétt. Hann kvaðst mundu krefjast þess, að Frakkar hyrfu á brott með heri sína úr gervallri Norður-Afríku. Tvær fefpur meiðast lítils hátlar ' UM hálf áttaleytið í gærkvöldi var Slökkviliðið kvatt inn að Kleppsvegi 60, en þar hafði timb- urhlaði fallið ofan á stúlkubarn, Maríu Sveinsdóttur að nafni. Var hún þegar flutt í Slysavarðstof- una. Við rannsókn kom í ljós, að telpan hafði marizt litils hátt- ar. Um svipað leyti vildi það slys til á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, að telpa, Magnea Áslaug Guðnadóttir, 11 ára, féll út úr bifreið, er hurð bifreiðar- innar hrökk upp. Ók bifreiðin yfir telpuna. Marðist telpan lítils háttar, en slapp að öðru leyti ó- meidd. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni mun slys þetta hafa átt sér stað með eftir- farandi hætti: Er fólksbifreiðin ók vestur Vesturgötu, kom 6 ára snáði á venjulegu tvíhjóli af Bræðraborgarstignum inn á Vest urgötuna í veg fyrir bílinn. Sveigði ökumaðurinn til vinstri inn á Bræðraborgarstíginn og tókst þannig að komast aftur fyr- ir drenginn á tvíhjólinu. Sveigði hann síðan aftur til hægri og hrökk hægri afturhurð bílsins þá upp með fyrrgreindum afleiðing um. Lenti telpan undir hægra afturhjóli bifreiðarinnar. — Ný ályktun Framh. af bls. 1. af þeim skuldbindingum, sem þetta samstarf leiðir af sér. í ut- anríkismálum okkar verðum við jafnan að hafa það fyrir augum, að takmarkið með viðleitni NATO-ríkjanna er það að leysa öll alþjóðleg deilumál með sam- ningsviðræðum og greiða þannig fyrir afvopnun og siminnkandi viðsjám. Utanríkisráðherrann hefur gef- ið þær upplýsingar, að tillögurn- ar um notkun kjarnavopna í sam- eiginlegum varijarráðstöfunum og staðsetningu meðallangdrægra eldflauga, sem fundur forsætis- ráðherranna í desember ákvað að fengnar skyldu í hendur yfir- manni NATO-herjanna í Evrópu, séu nú til athugunar hjá her- stjórn Atlantshafsbandalagsins og að meðmæli hennar muni ekki verða fyrir hendi á fundum Atlantshafsráðsins í náinni fram- tíð. Þingflokkurinn gengur út frá því sem vísu, að málið verði lagt fyrir hann og Stórþingið, þegar meðmæli herstjórnarinnar eru fyrir hendi og málið verður tekið til umræðu í pólitískum nefndum Atlaatshafsbandalags- ins. Þingflokkurinn og meðlimir hans munu taka afstöðu til þess- ara og annarra mála á venjuleg- an hátt með tillögum og sam- þykktum innan flokksins og á Stórþinginu". Prófessorar og stúdentar koma með viðvörun Ýmsir af forustumönnum Stúdentasamtaka Verkamanna- flokksins hafa haft sig mjög í frammi síðustu dagana og fengið allmarga háskólakennara og stú- denta til að skrifa undir áskorun- ina til ríkisstjórnarinnar. í tilefni af þessu hefur hópur stúdenta í Osló komið fram með aðra áskorun, sem var undirrituð fyrsta daginn af ekki færri en 47 prófessorum, 7 öðrum háskóla- kennurum og 235 stúdentum. Áskorunin sem var afhent ríkis- stjórninni í fyrrakvöld er á þessa leið: „Við undirritaðir stúdentar, háskólakennarar og aðrir kenn arar æðri skóla viljum vara alvar lega við því, að Noregur reki utanríkisstefnu, sem kynni að stofna þátttöku landsins í sam- eiginlegum vörnum V.-Evrópu í hættu“. 25 ísL unglingor iú ókeypis skóiovist í sænskum skóium FYRIR atbeina Norræna félags- ins veita 6 sænskir búnaðarskólar ísl. unglingum ókeypis vist i 5 mánuði í sumar. Því nær allir unglingarnir fá auk þess dálitla peningaupphæð greidda mánaðar lega frá skólanum fyrir vinnu við garðyrkju eða önnur búnaðar- störf. Skólarnir eru: Osby lantmannaskola í Skáne, sem tekur 9 islenzka nemendur. - Veitmgasala Frh. af bls. T í atkvæðagreiðslunni". Þá kvað forseti þingsköp eiga að segja nánar til um starfshættina, þ. á. m. um nafnakall. f samræmi við ákvæði þingskapa og fyrri venju, sem úrskurðað hefði ver- ið um fyrr, teldi hann umræddar greinar í frumvarpinu, sem fyrir lá, samþykktar. Gunnar Thoroddsen kvað ákvæði stjórnarskrárinnar („Hvorug þingdeildin getur gert samþykkt um mál, nema meira en helmingur þingdeildarmanna sé á fundi og greiði þar at- kvæði“) glögg. Hefðu þau um langa hríð verið skilin þannig, að meirihluti þyrfti að greiða atkvæði með málum, þótt nú hafi annað tíðkazt um hríð. Taldi hann þingskapaákvæðið ógilt og sagði, að þvi hefði verið mótmælt á sínum tíma. Forseti kvað tilhögun funda verða að fara eftir þingsköpum, enda teldi hann ekki, að þetta ákvæði færi í bága við stjórn- arskrána. Hammenhögs lantmannaskola i Skáne — þar verða 8 ísl. nemend ur. — En hver eftirtalinná skóla, veitir 2 íslendingum fria náms- dvöl: Blekinge láns lantmannaskola, Brákne-Hoby, Ingelstorp lant- mannaskola, Smedby, við Kahn- ar, Önnestad lantmannaskola í Skáne og Vármalands láns lant- mannaskola, Norsbion, við Karl- stad. Flestir unglinganna fara utan með m/s Gullfosi laugardaginn 19. apríl nk., en nokkrir fara í byrjun maímánaðar. Óánægja með blaða póstinn á Akureyri Á AKUREYRI ríkti mikil óánægja yfir því í gær, að Reykjavíkurblöðin bárust ekki með flugvélinni árdegis. Segja Akureyringar, að slíkt komi oft fyrir, og virðist ríkja til- hneiging til þess að láta blaða- pakkana bíða síðdegisflugvélar- innar, þegar fljúga slcal tvisvar á dag. I gær var engin síðdegisflug- vél, og því bárust Reykjavikur- blöðin ekki. Telja Akureyringar nauðsynlegt, að þessu verði kippt í lag í eitt skipti fyrir öll, og blaðabögglarnir látnir sitja fyrir um flutning strax með morgun- f lugvélunum. Fyrirliggjandi: Hvítt dúkadamask, myndaflónel, hvítt flónel, mislitt léreft, eldhúsgardínuefni með pífu. KR. ÞORVALDSSON & CO. heildverzlun Þingholtsstræti 11. — Sími 24478. 2 stúlkur óskast í þvottahúsið, Bergstaðastræti 52. Upplýsingar frá 5—7 á staðnum. Mínar innilegustu þakkir fyrir margvíslega vinsemd og heiður mér sýnda á 80 ára afmæli mínu 14. apríl 1958. Þingeyri 15/4. 1958 Nathanael Mósesson Innilega þakka ég auðsýnda vinsemd, blóm og aðrar gjafir, heillaskeyti og heimsóknir í tilefni 70 ára cifmælis míns þann 11. apríl s.l. Guð blessi ykkur öll. . - Magnús Jónasson, Völluiu. Hartans þakkir til þeirra sem minntust mín með gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu 9. þ.m. Guðmundur Jónsson, Þorgautsstöðum. Öllum þeim, er sendu mér hlýjar kveðjur á stjötíu ára afmælinu 8. þ.m. þakka ég innilega. Sigurður Guðmundsson, Hvolsstöðum Móðir mín MARGRETHE KALDALÓNS andaðist að heimili sínu, Barónsstíg 63 þann 17. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Snæbjörn Kaldalóns. Móðir okkar KATRÍN FRIÐRIKSDÖTTIR frá Hjarðarhóli á Hellissandi andaðist mánudaginn 14. apríl á sjúkrahúsi Keflavíkur. Kveðjuathöfn fer fram frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 19. apríl kl. 3 e.h. Jarðsett verður að Ingjaldshóli mánudaginn 21. apríl kl. 2 e.h. Fyrir hönd systkinanna. Friðjón Jónsson. Minningarathöfn um LÁRUS STEFÁNSSON frá Eskifirði, fer fram í Fossvogskirkju í dag föstudaginn 18. apríl, kl. 4 síðdegis. Systkinin. Jarðarför mannsins míns og föður okkar GUÐJÓNS SGURÐSSONAR Teigi Dalasýslu, fer fram að Hvammi laugardaginn 19. apríl. Athöfnin hefst kl. 11 á heimili hans. Gisla Kristbjörnsdóttir og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARlU SIGURBORGAR SVEINSDÓTTUR Sigríður Stefánsdóttir, Steinþór Sighvatsson, Ásdís Stefánsdóttir, Sigurjón Stefánsson, Guðlaug Stefánsdóttir, Eyjólfur Guðjónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar og tengdamóður MARGRÉTAR GUÐMUDSDÓTTUR Jón Arnórsson Guðrún Guðmundsdóttir, Arnfríður Anórsdóttir, Guðmundur Ölafsson, Jóhann Arnórsson, Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför ÓLAFS BERGVINSSONAR írá Bakkastöðum. Systir hins Iátna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.