Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. febr. 1961 Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæjar Hjarðarhaga 47 Sími 16311 r 2HII3 SENDIBÍLASTQÐIN r Tekið á móti fatnaði til hreinsunar og pressun ar í bókabúðinni Álfheim- um 6. Efnalaug Austurbæjar Viðtækjavinnustofan Laugavegi 178. — Símanúmer okkar er nú 37674. Permanent og litanir geislapermanent, gufu- premanent og kalt perma nent. Hárlitu-n og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 18A Trillubátur Trillufoátur til sölu. Skipti á 4ra manna bíl eða móta timbri. Uppl. í sima 33557 eftir kl. 7. fbúð til leigu 2 herb. og eldhús í nýtízku húsi nálægt miðbæ, gegn daglegri hjálp. Engin leiga Uppl. í síma 34428. Vélvirki óskar eftir atvinnu. Er van ur vélaviðgerðum og járn smíði. Uppl. í síma 24737. Herbergi óskast Uppl. í síma 22150. Til leigu 3ja herb. íbúð í Miðbænum einnig hentug fyrir skrif stofur. Tiib. sendist Mbl. merkt. ,,1479“ Ljósmæður Kaffikvöld verður haldið í Félagsheimili Prentara að Hverfisgötu 21, mánud. 20. febr. kl. 20,30. — Gleymið ekki prjónunum heima. Ljósm.fél. tslands. Tek að mér að lita ljósmyndir Uppl. í síma 16226 eftir kl. 7 á kvöldin. Fæði — Fæði Get bætt við mönnum í fast fæði við Laugaveg. — Uppl. í síma 23902. íbúð óskast Ung, barnlaus hjón óska eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð. Uppl. í síma 12282 eftir kl. 6 í dag og næstu daga. Sniðskólinn Sniðkennsla — sniðteikn ingar — máltaka — máting ar. Dag- og kvöldtimar. — Innritun í síma 34730. Bergljót Ólafsdóttir f dag er þriðjudagurinn 14. lebrúar. 45. dagur ársins. Árdegisflseði kl. 4:34. Síðdegisflæði kl. 16:58. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.K. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður 2.—18. febr. er í Ingólfs apóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugard. frá 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Ljósastofa Hvítabandsins er að Fom- haga 8. Ljósböð fyrir börn og full- orðna. Upplýsingar í sima 16699. Næturlæknir í Hafnarfirði 12.—18. febr. er Ölafur Einarsson, simi 50952. Næturlæknir í Keflavík er Bjöm Sig urðsson, sími 1112, 13. febr. Guðjón Klémensson sími 1567. Næturlæknir í Keflavík er Jón K. Jóhannsson, simi 1800. RMR Föjitud. 17-2-20-VS-FH-HV. □ Mímir 59612147 Fundurinn fellur niður. I.O.O.F. Rb.l = 1102148% — FREITIR Kvenfélagið Keðjan heldur aðalfund að Bárugötu 11 í kvöld. Kvenfélagið Hrönn heldur sinn mán- aðarlega fund 1 kvöld. Félagsvist. Átthagafélag Akraness, aðalfundur fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 9 1 Aðal- stræti 12 uppi. Kvenfélagið Aldan: — Aðalfundur miðvikud. 15. febr. kl. 8,30 að Bárug. 11. Óháði söfnuðurinn. t»orraskemmtun í Kirkjubæ, laugardaginn kl. 7 e.h. Að- göngumiðar hjá Andrési þriðjud. og miðvikud. Hraunprýðiskonur. Fundur í Sjálf- stæðishúsinu 1 kvöld. Venjul. fundar- störf, félagsvist, kaffi o.fl. — Stjórnin. Gefin voru saman í hjónaband 3. þ.m. ungfrú Hanna Carla Proppé, Skeiðarvog 33, Rvík og Geir Björnsson, deildarstjóri, Kaupfélaginu Borgarnesi. Brúð- hjónin fóru utan með Gullfossi sama dag. Guðlaug I. Guðjónsdóttir, kennari, Framnesi, Keflavík, á 70 ára afmæli í dag. Hún verð- ur stödd að Framnesvegi 8, Keflavík. Opinberað hafa trúlofun sína, imgfrú Kristbjörg Ragnarsdótt- ir, Fossvöllum, Jökulsárhlíð, og Valgeir Magnússon, Hólma- tungu, Jökulsárhlíð. Hinn 11. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af séra Gunnari Árnasyni, ungfrú Fjóla Stefánsdóttir frá Byggðaholti, Fáskrúðsfirði og Jón Þorberg Steindórsson, Langagerði 70. — Heimili ungu brúðhjónanna verð ur að Langagerði 70. Opinberað hafa trúlofun sína, ungfrú Svandís Stefánsdóttir, Gautsstöðum, S.-Þingeyjarsýslu, og Sverrir Kristinsson, Mosfelli, Mosfellssveit. MENN 06 = MALEFNI i GÓÐ vinátta ríkir nú með Bretum og Indverjum, þótt samskipti þeirra hafi verið með ýmsum hætti á liðnum öldum. Indverjar hafa kosið að vera áfram í brezka sam- veldinu, telja sig njóta margs góðs af því, enda hafa öli við- skipti þessara tveggja þjóða verið með ágætum siðan Ind- verjar öðluðust fullt sjálf- stæði. Hér er mynd frá heimsókn brezku konungshjónanna til Indlands nú fyrir skemmstu. Elísabet og Nehrú horfa sam- an á hershöfðingja og virðast í ljómandi skapi. — í sam- bandi við þessa heimsókn lögðu sum brezk blöð höfuð- áherzlu á það, sem smámunir einir mega teljast, en það voru tígrisdýraveiðar Filippusar hertoga. Dýravinir kölluðu þetta grimmúðlega drápsför austur í heim, sum vinstri blöð in sögðu þetta móðgun við indverska alþýðu, þar sem ein- göngu höfðingjar stunduðu tígrisdýraveiðar, og annað fleira gáfulegt var tínt til. En Filippus er kunnur að þvi að fara sínu fram og hirða litt um kveinstafi blaðamanna. Hann sagði, að sig langaði á veiðar, sæi enga ástæðu, sem mælti gegn því, og þess vegna færi hann á veiðar, hvað sem hver segði. Það gerði hann líka og skaut eitt dýr. Mál þetta gleymdist þá brátt, eins og önnur áttnóta merkileg. JÚ'MBO og KISA Teiknari J. Moru 1) — Svona nú .... út með það, hundurinn þinn! urraði Grolli. — Þér getið sjálfur verið hundur, anzaði hr. Leó þurrlega. 2) — Við kunnum áreið- anlega ráð til þess að fá þig til að segja okkur, hvar fjár- sjóðurinn er geymdur .... bíddu bara! hvæsti Grolli. 3) — Og nú spyrjum við i síðasta sinn: Viltu segja okkur, hvar fjársjóðurinn er? spurði Grolli. — Nei! svaraði hr. Leó stoltur á svip og hristi makkann. 4) Börnin fylgdust me8 öllu, sem fram fór, ofan af loftinu. — 0, hvað getum við gert til þess að hjálpa hr. Leó? hvíslaði Kisa. Jakob blaðamaður Eftir Peter Hoffman — Skilurðu það ekki! Ég framdi aldrei neitt morð! — Þetta segja þeir allir! En kvið- dómendur trúðu þér ekki, Eddi! .... Og engir aðrir heldur! Enginn nema mamma þín! Ha, ha, h!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.