Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. febr. 1961 A SUNNUDAGINN fór fram í íþróttahúsi varnarliðsins : Keflavíkurflugvelli, keppni handknattleik á milli lands liðsins og liðs er íþróttafrétta ritarar völdu, en miklar breytingar höfðu orðið á lið inu frá því að það var upp- haflega valið og þar til leik- ur hófst, en þá höfðu menn tilkynnt fjarveru sína. Þetta var síðasti leikur lands liðsins fyrir utanförina og lofaði hann góðu um þá ferð. • Yfirburðir Leikurinn var var lítið spenn. andi til þess voru yfirburðir landsliðsins alltof miklir. Þeir gerðu fyrstu þrjú mörkin og svo komu þau þrettán í röð og svona gekk það fyrri hálfleikinn allan. Lands- keppni í frjálsum íþróttum ÁKVEÐIÐ er að ísland taki þátt í fjögurra landa keppni í frjá.lsum íþróttum í sumar. Verður þetta önnur lands- keppni frjáisíþróttamannra á þessu ári — hin er í Reykja- vík gegn B-liði Austur-Þjóð- verja. Fjögurra landa keppnin verður með sama sniði og sú er haldin var í Oslo á sl. sumri. Eina breytingin er að í stað landsliðs Belgiu verð- ur landslið Austurrikis. Einn maður frá hverju Iandi kemur til kepprrinnar frá íslandi, Austurríki og Danmörku. Hins vegar senda Norðmenn fram A-B og C-Iið sitt svo sex menn verða í hverri grein. Keppt verður í öllum venjulegum Iands keppnisgreinum. Þessi keppni verður á Bisl- ett leikvanginum 12. og 13. júli. I hálfleik stóðu leikar 23:4 fyrir landsliðið, en síðari hálfleikur var mun jafnari og endaði 19:13 fyrir landsliðið. • Agætur leikur Landsliðið sýndi góðan hand- bolta á köflum. Liðsmenn eru Ragnar Jónsson skorar. mjög fljótir fram, og vörnin er sterk. Beztu menn liðsins voru örn, Ragnar og Pétur Antons, einnig átti Karl Jóhansson ágæt- an leik. Sólmundur í markinu varði oft glæsilega. • Erfið byrjun fyrir pressuliðið Þessi langi völlur kom víst mörgum úr Pressuliðinu ókunn- lega fyrir sjónir, þeir voru sein- ir í vörn og þegar þangað var komið var hún mjög opin og því auðvelt að skjóta í gegnum hana. Tveir menn úr liðinu skutu á markið í tíma og ótima og varð lítill hagnaður af þeim skotum. Þetta fór samt all batnandi er leið á leikinn og um miðjan síðari hálfleik, tókst Pressuliðinu að gera 6 mörk án þess að landslið- ið gerði nokkurt. Beztir í Pressuliðinu voru fróttaféfag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður haldinn mið- vikudaginn .1. marz. Fundarstaður auglýstur síðar. Stiórnin bbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb Murboltar 3/16“—%“ Simi 35697 ggmgavorur h.t. Laugaveg 178 Matthías og Ingólfur, einnig átti Jón Friðsteinsson ágætan leik. Guðmundur Gústafsson varði markið vel í síðari hálfleik og einnig Sigurjón rneðan hann var inná. • Mörkin Mörkin gerðu fyrir landsliðið: Ragnar 9, ICarl og Pétur Antons 8, Gunnlaugur 6, Örn 5, Birgir 4, Hermann og Karl Ben. 1 mark hver. Fyrir pressuliðið : Ingólfur og Sigurður 3, Agúst, Heinz, Pétur Stefáns, Jón Friðsteinsson og Matthías 2 mörk hver og Hilmar 1 mark. • Skemmtiatriði I leikhléi og eftir leikinn skemmti hinn góðkunni söngvari Omar Ragnarsson og sögðu sum- ir að hann hefði verið bezti mað- ur dagsins. Söng hann ágætar vís ur um handknattleiksmenn okk- ar og hermdi eftir okkar ágæta útvarpsþul Sigurði Sigurðssyni er hann lýsti leik KR og FH í handbolta. Olafur Thorlacius brýzt í gegnum Iandsliðsvörnina og skorar. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Eftir þessa góðu skemmtun fóru svo fram 2 leikir í körfu- knattleik, fyrst á milli ÍR og úr- vals af vellinum og lauk honum með sigri hinna síðarnefndu, 50—35. Hinn leikurinn var á milli KFR og annars úrvalsliðs af vall inum og lauk honum einnig með sigri úrvalsliðsins 52—42. K.P. KR-sveitin hafdi yfirburði AFMÆLISMÓT skíðadeildar Vals var haldið sl. sunnudag í Hamragili við ÍR-skálann, í á- gætu veðri. Áhorfendur voru fjöl margir. Brautin var 500 m á lengd. Hæðarmismunur 280 m og hliðin 45. Keppendur voru 37. Úrslit: Sveit KR: Ólafur Nilsson ........ 98,8 sek Hilmar Steingrímsson 105,7 — Ásgeir Úlfarsson .... 106,5 — Marteinn Guðjónsson 112,8 — 423,8 sek Sveit IR: Haraldur Pálsson .... 108,4 sek Sveinn Jakobsson .... 116,0 — Grímur Sveinsson .... 119,2 ■— Ágúst Björnsson .... 188,8 — 532,4 sek Sveit Ármanns : Stefán Kristjánsson .. 109,7 sek Ingólfur Árnason .... 135,7 —- Þórður Jónsson ..... 137,7 — Sigurður Guðmundss. 184,4 — 567,5 sek B-sveit KR: Davíð Guðmundsson 118,5 sek Henrik Hermannsson 120,1 — Úlfar Guðmundsson .. 140,0 — Júlíus Magnússon .... 235,3 —. 613,9 sek Beztan brautartíma hafði Ól- afur Nilsson KR 46,2 sek. Mót- stjóri var Andrés Bergmann og ræsir Jóakim Snæbjörnsson. Sveit KR, sem sigraði. Talið frá vinstri: Marteinn Guðjónsson, Ásgeir Úlfsson, Hilmar Stein- grímsson og Ólafur Nilsson. Þingi BÆR lokið BANDALAG Æskulýðsfélaga í Reykjavík, BÆR, lauk ársiþingi sínu í gær. Fyrri hluti þingsins hófst 29. janúar" s.l. Þingið setti formaður BÆR Lárus Salómonsson. Þingforseti var kjörinn próf. Ásmundur Guð mundsson fyrrv. biskup, og til vara Böðvar Pétursson. Stjórnarkjöri lauk þannig, að form. var endurkjörinn Lárus Salómonsson, og í stjóm með honum sér Áxelíus Níelsson Hörður Einarsson, Gunnar Gutt ormsson, Steingrímur Kristjáns son, Ólafur Hallgirímsson og Guð björg Kristjánsdóttir. Týndi 4000 kr. á götu MAÐUR NOKKUR sneri sér í gær til rannsóknarlögreglunnar, vegna þess að hann tapaði á laugardagskvöldið á fimmta þús. kr. í peningum, í Hafnarstræti austanverðu. Þetta gerðist þar um kl. 10 um kvöldið. Maðurinn var með seðlana í dálitlu búnti í vasanum. Þurfti hann að fara úr bílnum sem snöggvast, og hafði þá farið ofaní vasann sem peningaseðlam ir voru í. Þeir hafa trúlega dreg izt með hendinni upp úr vasan um og fallið á gangstéttina utan við bílinn. Telur maðurinn sig ■hafa séð ungan mann beygja sig niður við bílinn og taka upp af götunni, það sem hann heldur að hafi verið peningarinr. Litlu síð ar hafði maðurinn áttað sig á því að peningarnir voru dottnic úr vasa hans. Hann var al.sgáð ur. Lögreglan vill biðja mann þann er peningana fann að gefa sig fram hið fyrsta. Bar aflann lieim Akranesl, 13. febrúar. EIN trillan, sem héðan réri í gær mað 8 bjóð hafði ekki erindi sem erfiði. Formaðurinn hélt á öllum aflanum í hendinni heim. Sama trilla lagði sama bjóðafjölda á sama stað daginn áður og fisk. aði 800 kg. Ysan er hlaupin a4 miðunum. — Oddur, Landsliðið lék sér að ,,pressuiiðinu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.