Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. febr. 1961 MORGUNBLAÐ19 13 Vestlendingar Lúðvík Kristjánsson: Vestlendingar. Fyrsta bindi 1953, annað bindi 1955, þriðja bindi 1960. Útgefandi Heimskringla. Prentsmiðjan Hólar h.f. ÞAÐ hefur orðið mér drjúg vinna og ekki áreynslulaus að kynna mér þetta þriggja binda sagnfræðirit Lúðvíks Kristjáns- sonar að því marki að ég teldi xnig geta iýst efni þess að nokkru gagni fyrir almenning. >að er röskar þúsund blaðsíður að lengd, hvergi bruðlað með pappírinn, margþætt, sem sagt afar breitt í sniðum og umfangs- mikið. Engu að síður er það með vissum hætti formfast og verk- inu í heild er sniðin sterk og hreinleg umgerð, svo það sker sig mjög greinilega úr, grípur furðanlega lítið inn í önnur sagnfræðirit okkar, sem fjalla um þjóðarsöguna frá þeim tíma sem Vestlendingar greina frá, það er að segja árabilið frá 1830 — 1860. I greinargerð fyrir fyrsta bindi verksins farast höfundin- um svo orð: „Meiri umbrot og fleiri umtalsverðir atburðir urðu í Vestfirðingafjórðungi á þessum árum en annars staðar á land- inu. Þeir standa á ýmsan hátt í sambandi við þjóðarsöguna og allir bera þeir einkenni vakn- andi alþýðu, fólks, sem er orðið sér þess meðvitandi, að Xslands bíður annað hlutskipti en verða um aldur og ævi nýlenduþjóð. Þjóðfresisbarátta landsmanna er slungin fjölmörgum þáttum, og við sögu hennar hafa komið marg ir menn, sem alþjóð eru lítt eða ekki kunnir. Jón Sigurðsson og fremstu fylgismenn hans eru ætíð nefndir til þessarar sögu, sem verðugt er. En hvar var alþýða landsins? Hafðist hún ekkert að? Atti Jón Sigurðsson og nafn- kenndustu liðsmenn hans enga stoð í henni? Hvað Vestfirðinga- fjórðung áhrærir, er reynt að svara þessum spurningum í rit- inu „Vestlendingar". Lúðvík Kristjánsson segist hafa unnið að ritum verksins um margra ára skeið, í ígripum frá Öðrum störfum. Þetta skal ekki rengt, það er augljóst að geysi- lega elju og orku hefur þurft til að setja saman slíkt rit sem Vestlendingar eru. Sjálfur mun j höfundur Vestlendingur að ætt og uppruna og það hefur alveg vafalaust eflt hann og magnað til glímunnar við verkefnið. Hon- rennur blóðið til skyldunnar við söguhetjur sínar vft Breiðafjörð. En við upphaf bókarinnar er hann í vafa um hvernig hann skuli byggja það upp. Um það vandamál farast honum svo orð í formála: „Orkað getur tvímæl- is, hvort kynna á sögumenn áður én sjálf sagan hefst eða hvort það er gert samtímis og þeirra getur fyrst í umsögn, orði eöa atburöum“. Hann kaus fyrri kost inn að mestu, en bregður þó fyrir sig h:num síðari, þar sem honum vxi ðist fara betur á því. Utkom- an hefur því orðið sú, að tæpur helmingur fyrsta bindis eru ævi- söguþættir um það bil tuttugu helztu manna sem við sögurit þetta koma. Að mínum dómi hef- ur Lúðvík Kristjánssyni ekki skjátlast þegar hann valdi sér þessi vinnubrögð. Eg dæmi það eftir reynslu minni sem lesanda verksins. Ævisöguþættirnir eru svo vel ritaðir og mátulega lang- ir, að þeir skemmta manni, en þreyta ekki. Lesandinn verður ef svo mætti segja málkunmg- ur öilu þessu fólki strax í upp- hafi, en það leiðir til þess, að þegar við mætum því aftur síðar í verkinu, mitt í menningar- og þjóðmálabaráttu sinni, þá er undir eins hægt að átta sig á því, þetta eru kunningjar okkar úr fyrstu köflum ritsins ,en nú verður kynningin mikiu nánari, Oið þeirra og atferli eiga sér rót- gróna undistöðu í meðvitund les- andans, hann verður sjálfur heimamannslegur í hópi þeirra. Fyrstur og fremstur á síðum „Vestlendinga" er Olafur Sívert- sen prestur í Flatey á Breiða- firði. Hann er helzti frumkvöðull og driffjöður flestra framfara- mála við Breiðafjörð meðan hans nýtur við. Hann hefur verið fá- gætur maður að andlegri víð- sýni, og um leið gæddur hvers- daglegu hyggjuviti svo allsgáðu, Lúðvík Kristjánsson að hann reisti sér yfirleitt hvergi hurðarás um öxl. En það er nú síður en svo að hann rói einn á báti með hugsjónir sínar þarna á Breiðafirðinum. Það er heil fylking afbragðsmanna umhverf- is hann, svo sem þeir Eiríkur Kúld sonur hans, Brynjólfur Benediktsson kaupmaður í Flat- ey, séia Guðmundur Einarsson á Kvennabrekku, tengdasonur Ol- afs, einhver gagnlegasti þjóðfrels isvinur á baráttuskeiði Jóns Sig- urðssonar, Þorvaldur bóndi Sívertsen í Hrappsey, bróðir Olafs, Svefneyjarfeðgar, Arni Thorlacius kaupmaður í Stykkis- hólmi, Sigurður Johnsen kaup- maður í Flatey, Asgeir Einarsson í Kollafjarðarnesi, svo aðeins fáir séu nefndir. Meðal þessara manna og ann- arra fleiri naut við í byggðum Breiðafjarðar og víðar um Vest- urland er held ég óhætt að full- yrða að þeir hafi myndað vaxtar- brodd íslenzkrar menningar og þjóðfrelsis hreyfingar umhverfis forsetann sjálfan, Jón Sigurðs- son. En hvað er það þá sem þessi vormannafylking Olafs Sívert- sen hefur fyrir stafni? Hver eru þau verk hennar, sem svo séu mikilvæg, að þeirra sé enn getið í þjóðarsögunni? Það er þá fyrst stofnun Fram- fararstofnunarinnar í Flatey, sem þau hjón Olafur Sívertsen og kona hans Jóhanna Friðricka, efna til á giftingardegi sínum 6. okt. 1820, en fá staðfest af kon- ungi 3, okt. 1834. Tilganginum er bezt lýzt með orðum stofnend- ans, eins og hann hefur skráð þau í stofnbréfið: „Undirskrifuð egtahjón, ég Olafur Sívertsen, sóknarprestur til Flateyjar- og Múlasafnaðar, og ég Jóhanna Friðricka, hugfestum okkur á vorum giftingardegi 6. okt. 1820 það ráð, að fá á stofn sett eitt legatum af bókum og peningum til eflingar upplýsingu, siðgæði og dugnað 1 Flateyjar- nrepp. í þessu skyni er þann um- getna dag af þá samankomnum vmum og venzlamönnum og okk ur peningum saman skotið og síðan árlega þann sama ársdag 6. okt. fríviljulega af okkur útlagt og deponerað hjá hreppstjóran- um í Eyjahreppi Eyjólfi Einars- syni, peningar, hverra summa, fyrir utan áfallnar rentur, nú er í allt 91 rbd., hvar við nú er af ckkur aukið — — 9 ríkisdölum -----“ Það er að segja stafnsjóð- urinn er 100 ríkisdalir, þar að auki vísir að bókasafni, sem átti eítir að \ erða fyrsta bókasafn al- þýðunnar á Islandi. Um daga Oiafs var það jafnan gevmt á kirkjuloftinu í Flatey, en eftir að þau húsakynni urðu því ónóg, reisti Brynjólfur Benedictsen kaupmaður því sérstakt hús í Flatey, og varð það fyrsta bók- hlaðan á Islandi. I kjölfar þessa bókasafns risu mörg smábókasöfn á laggirnar híngað og bangað um Vestur- land, og víðar um land gætti áhrifa frá Flatey á þessu sviði. Næst er það stofnun Bréflega félagsins, sem Framfarastiftun Olafs beitir sér fyrir. Um tildrög þess segir Lúðvík Kristjánsson þannig frá: „Síðast á árinu 1840 kom stjórn Framfarastofnunarinnar í Flatey saman til skrafs og ráðagerða. Var þar meðal annars vikið að því, hve fráleitt það væri, að ekkert tímarit skyldi gefið út í landinu, en svo hafði verið síðan 1838, að Sunnanpósturinn lagði upp laupana. íslendingar í Höfn gáfu þá út tvö tímarit, Skírni og Fjölni en Ný félagsrit höfu göngu sína árið eftir. Stjórnin var sam- mála um að nauðsynlegt væri að bæta með einhverju móti úr tíma ritaskortinum, og ákvað því að stofna félag, sem yrði eins konar grein af Framfarastofnuninni og ynni að því að fá menn til að rita um þjóðfélagsmál og sjá um, að ritgerðirnar kæmu fyrir al- metmings sjónir. — Þessi urðu tildrögin að stofnun hins svo nefnda Bréflega félags. Samtök þessi voru nýlunda í íslenzku þjóðlífi og störf þess urðu að ýmsu leyti athyglisverð". Tímaritið Gestur Vestfirðing- ur, varð eins konar framhald Bréflega félagsins, og í höndum sömu manna. Margar fleiri ræt- ur að þjóðarvakningu Vestlend- inga eru hér raktar að nokkru, en í bakgrunninum gnæfir Jón Sigurðsson allt þetta tímabil og smátt og smátt verðvr saga Vest lendinganna sagan af því hvern- ig liðsmenn hans á heimavígstöðv unum héldu á vopnum sínum. Er sú saga mestmegnis rakin og dreg in fram í dagsljósið úr einkabréf- um til Jóns Sigurðssonar, sem hann varðveitti, en því miður hafa bréfin frá honum flest glat- ast, svo efni þeirra verður aðeins lesið óbeinlínis, þar sem að því er vikið í svarbréfunum. En hvað um það, Lúðvík Kristjánssyni hef ur tekizt að grafa upp geysilegar fúlgur af merkum fróðleik varð- andi frelsisbaráttu Íslendinga undir forystu Jóns Sigurðssonar, fróðleik, sem hvergi er á bók festur annars staðar en í Vest- lendingum. Og það segi ég hik- laust, að sumum hefði enzt þessi sagnritun til doktorsnafnbótar frá Háskóla islands, þó að Lúð- vík hafi kennski aldrei til hugar komið að meta verk sitt svo hátt. En hversu sem því er farið, eitt er víst: Vestlendingar eru í röð beztu sagnfræðirita okkar, byggt á sjálfstæðri rannsókn frum- heimilda, mjög vandað að mál- fari. Vafalaust mætti finna ein- hverja galla á verkinu, en þó einungis smávægilega Til dæm- is finnst mér gæta um of end- urtekninga, á einstaka stað, eins og þar sem rakið er efnið í grein Péturs 'Péturssonar um nauðsyn þess að lesa alþingistíðindin, og greinin síðan birt öll aftar í rit- inu. Eg vil svo að lokum segja þetta: Það hefur verið vanda- samt og erfitt verk að gera Vest- iendinga svo úr garði, sem Lúð- vík Kristjánssyni hefur tekizt, og ekki verða þeir lesnir ofan í kjöl- in alveg fyrirhafnarlaust, en það er skemmtilegt erfiði og æskileg menntun þeim, sem enn gætu hugsað sér að setja hag islands ofar öðrum sjónarmiðum. Guðmundur Daníelsson n íslandsvinur" ræðst á Þorgeir í Guíunesi ENGLENDINGUR einn, hefur ný lega ráðist á Þorgeir bónda Jóns- son í Gufunesi í samtali við Al- þýðublaðið, og borið á hann hin- ar þyngstu sakir: Svelt sig og skepnur sínar og þrælað sér og svikið sig mn vinnulaun. 1 gær- dag bauð Þorgeir blaðamönnum heim til sín að Gufunesi, tiil þess að greina frá viðskiptum sínum við hinn unga Breta, sem heitir Dick Phillips. Hann mun oft hafa komið hingað til lands. Þorgeir kvaðst hafa skotið skjólshúsi yfir mann þennan fyrir Ölaf í Alfsnesi á Kjalarnesi. Hafði hann beðið sig að hafa manninn í fjóra daga, skömmu eftir áramótin, en Olafur kom ekki á tilsettum tíma til þess að sækja þennan verðandi vetrar- mann Sinn. Ekkert vildi Þorgeir amast við manninum, sem var bersýnilega alóvanur allri vinnu. Hann hafði fengið að vera í Gufu nesi þar til 25. janúar. A þeim tíma hafði Þorgeir látið manninn hafa gúmmístígvél, 100 kr. fyrir frímerkjum og tvö hundruð krón- ur í kaup. — Þrátt fyrir það að Olafur í Alfsnesi hefði sagt Þor- geiri, að maðurinn væri stúdent og ætti að vinna sjá sér í Alfsnesi þar til næsta vor, alveg kaup- laust. Hér á heimili okkar, sagði Þor- geir, var farið vel með manninn og honum sýnd full kurteisi. Hans starf var að moka flórinn í fjósinu, sem ekki er erfitt starf. Hann hafði einkaherbergi. En í samtalinu um viðskipti Þorgeirs og þessa útlendings, kom það fram, að hann hafði staðið í miklum bréfaskriftum. Hann átti sitt eigið bréfsefni, þar sem prent að er á að hann væri ferðamála- sérfræðingur og sérgrein hans á því sviði sé Island. Virðist hann hafa haft í frammi nokkra aug- lýsingastarfsemi fyrir þessa ferða skrifstofu sína, sem hann rekur í nánu sambandi, eftir því sem bezt verður séð, við Ferðaskrif- stofu Ulfars Jacobsen hér í Reykj avík. Enginn blaðamannanna hafði heyrt mann þennan nefnda í sam bandi við ferðaskrifstofurekstur. Þetta myndi vera einhver gall- harður íslandsvinur. Var ljóst af samtalinu við starfsmenn í Gufu nesi, að hið fornkveðna hefði sannast á þessum útlendingi: „Sjaldan launar kálfur ofbeldi". Og þegar blaðamennirnir komu út á hlað, byrjaði Þorgeir að kalla allt hvað aftók kibba — kobba — kibba — dálítið skræk- róma og síðar með djúpri rödd folla — folla — folla. — Og ofan frá beitarhúsunum, sem eru um 500 m. fjarlægð frá bænum, komu kindur og hestar Gufunessbónd- ans og brátt var þröngt á hlað- inu af fallegu fé. Ekki vildi Þor- geir segja hve margt það væri. Fremst voru nokkrir af gæðing- um hans.. — Og hvar er nú Phillip’s varð hundurinn? spurði einhver. — A einhverjum bæ í Skaga- firði, að því er Þorgeir sagði. — Aumingja bóndinn sagði Þorgeir. Ilesturinn ber ekki það sem ég ber. — L.ok Phillips á ferda- lagi á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.