Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUNbLAÐIÐ Þriðjudagur 14. febr. 1961 Árshátíö Skagfirðingafélagið í Reykjavík heldur árshátíð í Sjálfstæðishúsinu, föstudaginn 17. febr. og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Fram koma meðal annars: Dr. Jakob Benediktsson Dr. Broddi Jóhannesson Þórunn Ólafsdóttir Karl Guðmundsson leikari o. fl. Dans til kl. 2. Aðgöngumiðar verða seldir í verzl. Mælifelli, sími 17900, miðvikudag 15. og fimmtudag 16. febr. STJÓRNIN. Fundur verður haldinn í Flugmóloíélagi íslunds í kvöld í Oddfellowhúsinu uppi kl. 8,30 síðdegis. Dagskrá: Félagsmál: 25 ára afmæli félagsins. Þorsteinn Jónsson, flugstj. segir frá Kongó. Carl Carlsen, sýnir fakírlistir. Kaffidrykkja. Árshátíð félagsins verður 11. marz nk. STJÓRNIN. 4ra herbergja íhúðarhæð alveg ný í villubyggingu við Sólheima til sölu. Sér hiti með sjálfstillingu Sér þvottaherbergi á hæðinni. Tvöfalt gler og dyrasími. Skipti á einbýlishúsi eða 4—5 herb. íbúðarhæð í Kópavogi æskileg. STEINN JÓNSSON, hdl. 'ögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951 Til sölu 4 herb. íbúð ásamt bílskúr í Drápuhlíð Hitaveita. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6 símar 1-2002, 1-3202, 1-3602. — Jón Pálmason Framh. af bls. 6. menn og þeirrí kröfu er einkum hampað í kaupfélögum landsins. Við alla landsmenn segja þessir menn: Þið verðið að fá lægri skatta og tolla og útsvör, lægra verð á neyzluvörum, lægri vexti, meiri lán og miklu meiri f.ram kvæmdir í sveitum og kaupstöð- um. Þetta er það, sem þessir menn hafa verið að útmála, ræðu eftir ræðu, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, síðan núv. ríkisstj. tók við. Allt er þetta sá boðskapur, sem dunið hefur í eyrum þings og þjóðar síðustu mánuði og allt frá sömu mönnum, sem fyrir 5—6 árum lofuðu að lækna okkar helsjúka efnahagskerfi, en steyptu því fram á gjaldþrotabarminn. Ábyrgðarlausir valdastreitumenn En nú er ástæða til að spyrja. Er þetta nokkuð nýtt? Er ekki þetta sama, sem alltaf fylgir ábyrgðarlausum, valdastreytu- mönnum? Og þar eru framsóknar menn og Kommúnistar frsunstir í flokki. Vissulega er þetta ekki nýtt. Þetta er sami boðskapur- inn, eins og þessir menn sumir fluttu 1949, þegar þeir voru að sundra ríkisstj. Stefáns Jóh. Stefánssonar og stofna til eins hins óþarfasta og fráleitasta þing rofs, sem sagan geymir. Og þetta er sami boðskapurinn, sem flest ir þessir sömu menn fluttu 1955 og 1956, þegar þeir voru að spana til verkfallsins mikla og undir- búa mestu óreiðustjórn sem nokkru sinni hefur starfað á ís- landi. Ég minnist hér á atburð ina árið 1949, þegar ríkisstj. Stefáns Jóhanns var við völd. Auk margs annars var þá lagt allt kapp á að takmarka innflutn ing sem allra mest, svo að ríkis sjóSjur fengi sem minnstar tekj ur að spila úr. Þá var það fjár málaráðherrann, þáv. Jóhann Þ. Jósefsson, senj var aðalskotmark ið hjá þessum mönnum, em gerðu á allan hátt tilraunir til að sprengja þessa stjórn. — Þessi Tilboð óskast í pappírspoka til umbúða á sðmenti. Útboðslýsingu má sækja í skrif stofu Sementsverksmiðju ríkisins, Hafnarhvoli, Reykjavík. SEMENTSVERKSMIÐJA RlKISINS. Einbýlishús í Smáíbúðahverfinu, ásamt bílskúr og skemmtileg- um trjágarði til sölu. STEINN JÓNSSON, hdl. lögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli —- Símar 19090 — 14951. Skrifstotuhúsnœði Til sölu er gott skrifstofuhúsnæði í Miðbænum Laust nú þegar. Upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa VÁGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400. H.F. EIIHSKIPAFÉLAG ÍSLAIMDS AÆTLIJIM um siglingar milli New York — Reykjavíkur — Meginlands Evrópu marz — ágúst 1961. | Brúarfoss Dettifoss Selfoss Brúarfoss Dettifoss | Selfoss Frá New York föstudag 3/3 24/3 14/4 5/5 26/5 16/6 Til Reykjavíkur sunnudag 12/3 2/4 23/4 14/5 4/6 25/6 Frá Reykjavík sunnudag 19/3 9/4 30/4 21/5 11/6 2/7 Til Rotterdam fimmtudag 23/3 13/4 4/5 25/5 15/6 6/7 Frá Rotterdam laugardag 25/3 15/4 6/5 27/5 17/6 8/7 Til Hamborgar sunnudag 26/3 16/4 7/5 28/5 18/6 9/7 Frá Hamborg föstudag 31/3 21/4 12/5 2/6 23/6 14/7 Til Reykjavíkur þriðjudag 4/4 25/4 16/ 5 6/6 27/6 18/7 Frá Reykjavík laugardag 15/4 6/5 27/5 17/6 8/7 29/7 Til New York sunnudag 23/4 14/5 4/6 25/6 16/7 6/8 Félagið áskilur sér rétt til þess að breyta áætluninni eða skipta um skip ef þörf iðja bar árangur. Stjórninni var sundrað, þingrof og kosningar fóru fram. Eitt ár mátti ekki líða þar til kosningar áttu að verða. Hlutföllin í þingi breyttist litið, en eftir kosningar var ekki hægt að mynda þingræðislega meiri hluta stjórn. Það ráð var tekið, að stærsti flokkurinn, Sjálfstæð isflokkurinn myndaði flokks- stjórn í minni hluta. Hún vann mikið verk á stuttum tíma og lagði fyrir Alþingi tillögur um víðtækar ráðstafanir. En hún fékk engan frið til að fram- kvæma sínar tillögur. Framsókn armenn fluttu vantraust á stjórn ina og fengu það samþykkt. Stjórnin fór frá. En samvinnu hugur, drengskapur og góðvilja- hugur sumra Sjálfstæðismanna gengu stundum á ýtrustu mörk. I þetta sinn varð endirinn sá, að þeir gengu til samvinnu við Framsóknarflokkinn og undir þeirra forystu til að framkvæma þær ráðstafanir, sem framsókn armenn fluttu sitt vantraust út af og sem flokkSstjórnin féll á. Framsóknarmenn náðu sínu aðal takmarki, því að gera Eysteín Jónsson að fjmrh. Það var hann síðan í nærri 9 ár og þar með auðvitað Framsfl., sem réði fjár málunum meira en aðrir — og 10. árið eða árið 1959 og sem sýnir á ljósastan máta afleiðing þeirrar fjárstjórnar af því að fyrst á því ári komu að fullu i ljós afleiðingar þeirra laga, sem samþ. voru af v-stjórnarliðinu i maí 1958, en giltu aðeins í hálft það ár. Ég hef í minni fyrri ræðu, sem ég flutti hér uni daginn, skýrt nokkuð ríkisreikninginn fyrir árið 1959, sem hér er til umr. og ég hef við hendina. En ég hef líka annan ríkisreikning. Það er reikningur ársins 1949. Síðasta ársins sem Jóhani Þ. Jósefsson var fjmrh. Breyting síðustu tíu ár. Breytingin á þessu tíu ára tíma bili er sá lærdómur, sem allir stjórnmálamenn á fslandi þurfa að kunna. Ég skal hér aðeins nefna eina hlið þessa máls, en það eru ríkisútgjöldin. Á árinu 1949 urðu þau öll skv. þeim reikningi 404 millj. á sjóðsyfirliti. Það eru öll útgjöldin. Árið 1959 urðu gjöldin á sjóðsyfirliti þess árs reiknings 1193,3 millj. kr., en. gjöld útflutningssjóðs það ár, og hann var enginn til 1949, þau voru 1135,3 millj. Þetta er alls 2328,6 milij. kr. M. ö. o. hafa ár leg ríkisútgjöld á þessu tímabili hækkað um 1924,6 millj kr. En þar með er ekki sagan öll sögð. Á báðum þessum reikningum voru stórkostleg ríkisgjöld, sem- ekki eru talin með í samlagn- ingunni. Það eru útgjöld margra ríkisstofnana, sem gerðar eru upp og aðeins fært inn í samlagn ingu mismun á tekjum og gjöld um, eins og ég vék að hér um daginn. Gjöld þessara stofnana voru 1959 hátt á fjórða hundrað millj. kr. og hafa hækkað á tíu ára tímabilinu nokkuð yfir 200 millj kr. miðað við heilt ár. Allt þetta sýnir það, að á þessu tíma bili, þessum tíu árum, hafa út- gjöld ríkisins og stofnana þess hækkað miðað við heilt ár um nokkuð yfir tvö þúsund millj. kr. Það er meira en tvo milljarða. Þegar þetta er haft í huga, þá er það furðulegt, að mennirnir, sem þessu hafa stjórnað skuli sí og æ vera með aðfinnslur og út- hrópanir í garð annarra manna, sem fara með fjármál. Einangurnarkvoða Einangrunarpiötur Hagstætt verf Srndum. er talin á því. KÖPAVOGI - SIMÍ 73799 Kópavogi — Sími 23799.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.