Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 14. febr. 1961 MORC1JTSBLAÐIÐ 17 María Hjaltahn F. 14. marz 1940. ». 16. jan. 1961. „Dauðirm er lækur, en lífið er strá“. M.J. ÞESSI orð þjóðskáldsins komu mér ósjálfrátt í hug, er útvarpið flutti þá harmafregn, að María Hjaltalín hefði látizt af slysför- um í Danmörku þann 16. janúar s.l.j rúmlega tvítug að aldri. Ekki erú liðnir nema nokkrir mánuðir síðan faðir Maríu, Steindór Hjaltalín, úgerðarmaður, varð bráðkvaddur í fjallgöngu, en það var 15. maí s.l. Segja má því með sanni, að skammt hafi orðið stórra högga milli í Hjaltalíns- <S>- Bjargmundur Sigurðs- son málarameistari I GÆR var til moldar borinn Bjargmundur Sigurðsson málara- meistari. Er ég frétti um hinn sorglega atburð, er varð Bjargmundi að aldurtila, varð ég harrni sleginn er svo ungur og glæstur maður er burtu kallaður í einni svipan frá ástvinum, félögum og vinum. Bjargmundur var fæddur í Rvík, 6. febrúar 1925. Hann var sonur Sigurðar Bjargmundsson- ar, trésmiðs og Valgerðar Guð- mundsdóttur. Bjargmundur hóf nám í mál- Bréf útaf smyglfrétt EINN AF tollvörðum Tollgæzl unnar hér í Reykjavík, hefur sent Mbl. línur í sambandi við fréttina af smyglvarningnum í Mbl. á sunnudaginn. Þar sem fréttin „Smygl í bíl“, sesm birtist á öftustu síðu í blaði yðar sunnudaginn 12. þ.m., rask ar staðreyndum og gerir mig undirritaðann ósannindamann í augum þess fólks sem hér á hlut að máli, fer ég þess vinsamlega á leit við yður, að þér birtið eftirfarandi athugasemd: „Tollgæzlunni bárust fregnir af sokkasölu úr bifreið' fyrir há- degi á föstúdag. Var önnur fregn in komin frá Borgarnesi en þar var bíllinn í söluferð á fimmtu- dag. Hin fregnin barst um kl. 10,30 á föstudagsmorgun og barst ihún frá býli í hverfi því, sem ris ið hefur upp fyrir neðan Lága- fell (gegnt Skálatúni). Það sem skiptir megin máli í frétt þessari og snýr að mér per sónulega er; að önnur daman, sem í bílnum var, hélt að á- kveðinn starfsbróðir okkar hefði sagt Tollgæzlunni frá ferð þeirra um sveitina, en ég sagði henni, að okkur hefði borizt fregnir af ferðum bílsins í Borgarnesi eins og fram kemur hér að framan, en hina fregnina lét ég liggja milli hluta. Að lokum vil ég taka það fram, að fólk það sem hér á hlut að máli, var sérstaklega kurteist, enda hélt það sig eigi vera að brjóta lög, þar sem sokkarnir voru teknir upp { viðskipti (bíla kaup) við þriðja aðila. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtingu þessarar greinagerðar". Eiríkur .Guðnason. tollvörður. araiðn 19 ára að aldri hjá Emil Sigurjónssyni málaram. og lauk því 4 árum síðar með ágætri I. einkunn. Alla tíð síðan starf- aði hann að málaraiðn. Hann var ágætur iðnaðarmaður. Hann gerð ist snemma sjálfstæður málara- meistari og gekk í Málarameist- arafélag Reykjavíkur og var i orðsins fyllstu merkingu hinn ágætasti félagsmaður. Um tíma starfaði hann í félagi með Oskari Olafssyni málaram., en Oskar hætti málarastörfum um nokkur ár. Er Öskar hóf aftur málarastörf, gerðust þeir enn á ný félagar og það sagði Öskar mér að hann gæti vart hugsað sér betri og samvinnuþýðari sam- starfsmann en hann. Bjargmundi kynntist ég fyrst er hann þreytti sveinspróf 1948 og skömmu síðar réðist hann til mín í vinnu og vann hjá mér um tveggja ára skeið, kynntist ég þá hinum mörgu kostum hans bæði sem ágætum málara og sem prýðilegum manni og félaga. Vorum við alla tíð ágætir kunn- ingjar. Hann var maður fríður sýnum, bjartur yfirlitum, hæg- látur, yfírlætislaus og prúður í tali og allri framkomu, drengur góður í öllu daglegu fari. Bjargmundur kvæntist 27. jan. 1951 eftirlifandi eiginkonu sinni Gíslínu Kjartansdóttur ágætis- konu og áttu þau einn son, Kjartan, sem nú er 4 ára. Er harmur þeirra sár að sjá á bak ástríkum föður og eiginmanni. Eg sendi þeim og ástvinum hans mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Allir félagar hans í Málara- meistarafélagi Reykjavíkur minn ast hans með þakklæti fyrir gott samstarf og góða viðkynningu á liðnum árum. Sæm. Sig. fjölskyldunni, og aug'ljóst hvílík ur harmur ér nú í hugum ekkj- unnar og barnanna, sem eiga á bak að sjá ástríkum föður og mannvænlegri dóttur og systur. Steindór Hjaltalín var sem kunnugt er mikill áhuga- og at- hafnamaður. En minnistæðast er mér, hver mannkostamaður hann var. Það sannreyndi ég á þeim árum, er yngstu börn þeirra hjóna, María og örn, voru hjá mér í skóla. Samstarfið við heimilið var hið ákjósanlegasta. Augljóst var hve ágætur heimil- isfaðir Steindór var. Hann lét sér og mjög annt um skólann, studdi hann í orði og athöfn- Og var sá stuðningur ómetanlegur einmitt á þeim árum, sem skólinn var að breytast í það horf, sem hann er nú. Eg mun ætíð minn- ast Steindórs Hjaltalíns og fjöl- skyldu hans með virðingu og þakklæti. María Hjaltalín kom í skólann 6 ára gömul. Það leyndi sér ekki, þegar við fyrstu kynni, að hún var af góðum stofni. Eg man það eins og það hefði gerzt í gær, þegar hún kom í skólann fyrir 14 árum. Gegnum tregann finn ég fögnuðinn, þegar hún leit á mig dökkbláum, ljómandi aug- um og heilsaði með barnslegri hlýju og trausti. Hún gekk inn í stofuna grannvaxin, léttstíg og glöð, ekkert tómlæti, ekki hik. Hún átti erindi. María var ein þeirra nemenda, sem maður aldrei gleymir. Hún var háttprúð og einlæg, greind og námsfús og naut þess að leysa verkefni sín fljótt og vel af hendi. Minnisstæðust er hún í reiknings- tímum. Hún ljómaði af áhuga og starfsgleði og virtizt gleyma stund og stað. Eftir ótrúlega stutta stund hafði María lokið tilski'ldu verkefni, rétti upp hönd ina og sagði: Öskudagssýning á barnaleikritinu Lína langsokkur í Kópavogsbíói kl. 18 á morgun miðvikudaginn 15. febrúar Aðgöngumiðasalqi frá kl. 17 í dag og frá kl. 16 á morgun í Kópavogsbíói. „Kennari, ég er búin, viltu gefa mér aukadæmi?“ Þessi viðbrögð í sfarfi voru einkennandi fyrir Maríu. Eftirs væntingarfull tók hún viðfangs- efnum opnum örmum, svo að hæfileikar hennar og lífsorka fengu útrás á æskilegan hátt. Andspænis slíkum nemanda er starf kennarans eftirsóknarvert. En leiðir skildu og árin liðu. María Hjaltalin lauk barn-askóla- námi í æfingadeild Kennaraskól ans. Því næst stundaði hún gagn- fræðanám hér í Reykjavík og á Laugarvatni og stóð sig hvar- vetna með ágætum. Unga stúlk- an lét sér þetta þó ekki nægja. Hún vildi afla sér sem mestrar menntunar, svala útþrá æskuár- anna, sjá heiminn. Að loknu skólanámi hér heima dvaldist hún einn vetur í Englandi og um eins árs skeið í Bandaríkjunum. Um stundarsakir vann hún sem skrifstofumær hjá DAS. Auk þess starfaði hún sem flugfreyja á síðastliðnu ári. María Hjalta- lin var því búin að afla sér óvenjulega fjölþættrar reynslu svo ung að árum. Hún var vissu« lega vel undir átök lífsins búin. En kynslóðir koma og fara. Hin mikla elfur tímans streymir með þungum nið. Með þeim straumi berumst við eins og fis- létt laufblöð. Og nú hefur sá örlagastraumur hrifið þá burt sem við sízt uggðum, á blóma- skeiði ævinnar. Bjartar framtíð- arvonir eru brostnar. Eftir stöndum við á bakkanum og bíð- um unz kallið kemur. María Hjaltalin var ein þeirra ungmenna, sem fámenn þjóð má sízt við að missa. Margt gott má segja um ís- lenzka æsku. En við eigum aldrei nógu marga, sem ótilkvadd ir eru reiðubúnir að reikna „aukadæmi“ sín í lífinu. Á stundum stórrar sorgar eru orð lítils megnug. En fjöldi fólks, bæði skyldir og óskyldir mun á þessum dögum hugsa með hlýrri samúð til Hj altalínsfjöl- skyldunnar. ísak Jónssou. Aðalfundur Farfugladeildar Reykjavíkur verður haldinn í Gróf- in 1 þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. • • • allir þekkja BAB-0 BAB-0 ræstiduft spegilhreinsar Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík heldur fund fimmtudaginn 16. febrúar í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: 1. Eyjólfur Konráð Jónsson ritstjóri: Almenningshlutafélög. 2. Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðingur: Erlent fjármagn. 3. Félagsmál. Fulltrúar eru minntir á að mæta stundvíslega og sýna skírteini við innganginn. Stjórn fullltrúaráðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.