Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. febr. 1961 Guðbjörg' Rannveig Jónsdóttir, Reynimel 53 og María Sig- urðardóttir, Laugavegi 53. Þær eru 6 ára og 5 ára — og ætluðu að borða jafnmargar bollur. Halvard Lange — utan- ríkisráðherra Noregs í 15 ar HINN 2. febr. sl. hafði hinn víð- kunni norski stjórnmálamaður, Halvard Lange, gegnt utanríkis- ráðherraembætti í Noregi 15 ár samfleytt. Það er afar sjaldgæft, ef ekki algert einsdæmi, að sami maður gegni utanríkisráðherra- embætti svo lengi — og stórblað ið Aftenposten í Osló sagði, að síðan 1884 hafi enginn maður set- ið í ráðherrastóli svo lengi sam- fleytt. — Halvard Lange er mjög kunnur og virtur stjórnmálamað ur á alþjóðavettvangi, eins og kunnugt er. Lange var t.d. einn hinna „þriggja vísu manna“, sem á sín- um tíma var falið að gera tillög- <Þ- Flengingar - og bollur BOLLUDAGURXNN var í gær. Krakkarnir settu bollu- vendina við höfðalagið á rúm um sínum í fyrrakvöld eða einhvers staðar innan seiling- ar. Þau sofnuðu frá hugsun- inni um að flengja pabba og mömmu og fá bollur í stað- inn — og vöknuðu með sömu hugsun eldsnemma um morg- uninn. Síðan læddust þau fram úr með bolluvöndinn 1 hend- inni og að rúmi pabba og mömmu. Eitt högg — ein bolla. Tvö högg — tvær boll- ur. Namm, namm. Pabbi bylti sér í rúminu og rumdi við hvert högg, en mamma varð að fara á fætur og hjálpa þeim að klæða sig, svo þau gætu farið til afa og ömmu eða einhverra annarra ættingja og vina til þess að flengja. Sveinn Þormóðsson ljós- myndari var vakinn klukkan 6 um morguninn og 6 bollu- vendir dundu 6 sinnum 6 á honum. Það voru mikil út- gjöld. — Ertu ekki marinn? spurði ég Svein, þar sem við sátum í skrjóðnum hans á leið upp Hverfisgötu. — Nei, það er svo mjúkt fyrir, svaraði hann. Þegar við komum að bakaríi Jóns Guðmundssonar á Hverfisgötu 93, sáum við tvær litlar stúlkur, sem lágu á glugganum. Þær voru með skrautlega bolluvendi í hönd unum. Sveimv-stöðvaði skrjóð inn og við gengum til þeirra. — Er einhver inni að kaupa bollur handa ykkur? — Já, mamma er að kaupa bollur, sagði önnur. — Ég er búin að borða þrjár, sagði hin. — Ég borðaði líka þrjár í gær, sagði sú fyrri. — Flengdirðu einhvern þá? — Nei, ég fékk þær samt. — Er ekki meira gaman að flengja og fá svo bollu? — Jú, sögðu þær báðar. — Ég gléymdi að flengja pabba minn, sagði önnur, af því hann vakti mig, en ég flengdi afa og ömmu. Ég flengdi bæði pabba og mömmu, sagði hin. — Hvað haldið þið að þið getið borðað margar bollur? — Ég veit ekki, sagði önn- ur. .— Hundrað? •— Nei, nei, sögðu þær báð- ar hlæjandi. — En mynduð þið geta flengt hundrað sinnum? — Já, ég get flengt þúsund sinnum, sagði önnur. — Ég get flengt milljón sinnum, sagði hin. Svo hófu þær bolluvendina á loft og Sveinn Þormóðsson færði sig fjær þeim. ★ — Sérðu hver kemur þarna? sagði Sveinn allt í einu. — Já, Ómar Rasnarsson. Hann fór inn í búðina. — Ég ætla að smella af honum, þegar hann kemur ut með bollurnar. Fyrir hvern ætli hann sé að kaupa bollur? — Honum væri trúandi til ----------------------------» Ómar Ragnarsson gaman- vísnasöngvari: — Bollur handa pabba. að hafa flengt sjálfan sig — og fara svo út í búð og kaupa bollur til að éta. — Ætlið þið að fara að taka mynd af mér? sagði Óm ar, þegar hann kom út úr búðinni með bollurnar. — Fyrir hvern ertu að kaupa þessar bollur? — Handa pabba, svaraði hann. — Jæja, þá veit maður hver flengir hvern ennþá. Litlu stúlkurnar valhopp- uðu á eftir mömmu, þegar hún kom út með bollurnar. — Bless, kölluðu þær. — Gefðu mér eina bollu, Sveinn, sagði ég. — Já, bíddu ég ætla að ná í skrúflykil í bílnum. — En ég beið ekki. Það er lka sagt að það sé maðkur í hveitinu. i. e. s. - Djúp gjá Framh. af bls. 1 líjá Bandaríkjunum. Krús- jeff á að hafa borið af sér slíkar ásakanir með mjög hörðum orðum — og látið þess getið um leið, að Mao Tse-tung væri annar Stalín, sem túlkaði úreltar og óraun hæfar skoðanir. Sögðu blöð- in eftir skjölum þessum, að hin harða deila rússnesku og kínversku kommúnistanna hafi staðið a. m. k. hálft annað ár. — Sumir frétta- menn hafa látið í ljós það álit, að umræddum skjölum hafi verið komið vestur fyr- ir járntjald beint frá Rúss- landi — með fullri vitund rússneskra stjórnvalda. •k SVARIÐ: — VINÁTTU- YFIRLÝSINGAR í gær brá svo við, áð því er sagði í Reuterfréttum, að Kínverjar og Rússar kepptust við að lýsa yfir fullri samstöðu og vináttu — og er það talið beint andsvar við fyrrgreindum fréttum stórblaðanna í Lund- únum og New York. — Á mikl- um fjöldafundi, sem haldinn var í Peking í tilefni af því að 11 ár eru liðin síðan vináttu- samningur Rússa og Kínverja gekk í gildi, hélt sovézki sendi- herrann, Sjervonenko, ræðu og sagði m. a. að það væri megin- nauðsyn að „berjast miskunnar- laust gegn endurskoðunarstefn- um innan kommúnismans". — Jafnframt lagði hann ríka áherzlu á, að kommúnistar yrðu að „standa trúan vörð um ein- ingu hinnar alþjóðlegu komm- únistahreyfingar“. — Viðstaddir fjöldafund þennan voru um 10 þús. manns, þar á meðal voru Sjú En-lai forsætisráðherra og Sjen Yi utanríkisráðherra og fleiri háttsettir embættismenn kínversku stjórnarinnar. * „EINS OG VEGGUR" Aðalræðumaður af hálfu Kínverja á fundinum var Liao Sjeng-sjih, varaformaður vin- áttusamtaka Sovétríkjanna og Kína. Tók hann mjög undir fyrrgreind ummæli sovézka sendiherrans og sagði, að „ó- brotgjörn" vinátta hinna tveggja kommúnistaríkja stæði „eins og veggur“ gegn öllum árásum — og að Kínverjar yrðu áfram, sem hingað til, „trygg- ustu og áreiðanlegustu vopna- bræður Sovétþjóðanna“. ur um aukið og bætt samstarf að ildarríkja Atlantshafsbandalags- ins. Hann er nú einn eftir þeirra þremenninga innan vébanda NATO — og er nú sagt í gamni, þótt viss alvara búi að baki, að hann sé einasti „vitringur“ banda lagsins, segir Aftenposten. — * Um sama leyti og Lange átti þetta merka starfsafmæli sagði Spaak, framkvæmdastjóri NATO, af sér embætti. Lange er meðal þeirra, sem taldir hafa verið lík- legastir til að taka við embætti af' honum. Aftenposten spurði hann um líkur til þess, en ráð- herrann svaraði aðeins: — Per- sónulega hefi ég ekki hugsað mér að skipta um starf. ¥ í viðtali við blaðið sagði Hal- vard Lange m.a., að sér virtist nú ofurlítið rofa til í alþjóðamálum, en ekki mæítu menn þó gera sér Halvard Lange neinar gyllivonir um skjótar sættir Austurs og Vesturs og enda lok kalda stríðsins. Hann kvað Mao-Kína einkum valda óvissu um framtíðina, bæði vegna þess, að það stæði utan alþjóðasamtaka og vegna þess, að það virtist telja, að ekki væri útilokað að beita kjarnorkuvopnum til þess að ná markmiðum sínum. Soffíukirkja í Kænugarði. — Uppgötvun Framh. af bls. 3 Hinn norski listfræðingur segir hinsvegar, að myndin sé af fjórum systrum, dætrum Jarisleifs og sé Ellisif sú fremsta, lengst til hægri. * * * Knut Berg lýsir þessu svo, að upphaflega hafi kapella Jarisleifs verið skrýdd mynd um af Jarisleif konungi og fjölskyldu hans. A altaris- veggnum var Kristsmynd, en sitt hvoru megin við hana voru myndir af Jarisleifi og Ingigerði drottningu. A hliðar veggjum voru hinsvegar myndir af konunum fjórum, sem norski listfræðingurinn virðist álíta að séu allar dæt- ur Jarisleifs. Samkvæmt frétt Aftenpostens byggir hann það á gamalli teikningu, frá 16. öld, sem sýnir uppdrátt af myndunum öllum eins og þær voru og telur hann Ellisif vera lengst til hægri og fremst, þar sem hún var elzt. Það getur hugsast að upp- götvun Knut Bergs sé þann- ig í því fólginn, að finna út að Ellisif sé önnur þessara fjögurra kvenna en haldið var áður. Um þetta vantar samt ýtarlegri upplýsingar, en ráð- Eins og kunnugt er, hefur megin-ágreiningsatriði Rússa og Kínverja verið talið það, hvort hafa bæri friðsamlega sambúð við auðvaldsríkin, og hvort heimsstyrjöld sé óhjákvæmileg eða ekki. Hafa Kínverjar ekki þótt tala máli friðsamlegrar sambúðar — en nú hafði kín- verska fréttastofan það eftir fyrrgreindum ræðumanni, að bæði höfuðríki kommúnismans berðust fyrir friðsamlegri sam- búð allra ríkja — og að til- gangslaust væri að reyna að spilla vináttu og samstöðu Rússa og Kínverja. stafanir gerðar til að fá þær frá Osló. * * + Bókin eftir Grekov, sem varð upphaf þessa alls er til á ensku á Landsbókasafninu. Hún hefst á þessum orðum: •— Ef þér hafið efazt um a5 ættfeður okkar gætu túlkað skilning sinn á því mikla og fagra, þá ættuð þér að skoða Soffíu-dómkirkju í Kiev og þér munuð undrast stórum. Þér hafið vart stigið yfir þröskuld hennar, er þér hríf- ist af stærð hennár og tign. Stærð hennar, ströng hlutföll, skrautlegar glitsteinamyndir og kalkmyndir, töfra yður með fullkomleika sínum, jafn vel áður en yður hefur gefizt tækifæri til að íhuga einstök atriði og skilja hvað þeir höfðu í huga, sem sköpuðu þessa framúrskarandi bygg- ingu og málverk. Soffíukirkjan í Kænugarði var byggð á fyrri hluta 11, aldar. Alþýðublaðið setur upp prentmyndagerð FYRIR helgina byrjaði Alþýðu. blaðið að framleiða myndamót I eigin prentmyndagerð. Er ætl- unin að þar verði framvegis bú- in til öll þau myndamót, sem blaðið þarf á að balda og að auki mun prentmyndagerðin taka að sér verkefni annars staðar frá, Hin nýja prentmyndagerð Al- þýðublaðsins er til húsa á Hverf- isgötu 4, örskammt frá ritstjórn- arskrifstofu blaðsins og prent- smiðju. Verkstjóri þar er Gunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.