Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. feb’r. 1961 MORGUIS BL AÐIÐ 15 ★ ITALSKUR vísindamaður að nafni Daniele Petrucci vann nýlega mikið vísinda legt afrek. Eru þess engin dæmi áður að það hafi verið unnið. En fyrir þetta sama af- rek vofir nú yfir honum bannfæring kaþólsku kirkj unnar, sem gæti þýtt út- skúfun og stöðumissi. — Auk þess stendur í járn- um, hvort vísindamaður- inn verður ekki sakaður um manndráp í sambandi við tilraunina. Afrek (eða glæpur) hins ítalska prófessors er ein- faldlega fólgið í því, að hann frjóvgaði konuegg í Prófessor Petrucci meff sýnishorn sem notaff er til smásjárrannsókna. Meff honum er affstoffar- kona hans, dr. Laura de Paoli, lyfjafræöingur. Og kaþólska kirkjan var skjót að lýsa yfir fullkom- inni vanþóknun sinni á þess um vísindalegu tilraunum. Blað páfastóls, Osseratora Romano sagði þá þegar um atburðinn: „Vér verðum að lýsa því yfir, að tilraun með að rækta mannsfóstur í til- raunaglösum er andstæð öll um siðferðislögmálum og and- stæð lögum“. Ennfremur segir blaðið: „Guð einn getur ákveðið fæð ingu lifandi manns og hefur hann umvafið þann atburð heilögu hjónabandi. Það væri fjarstæða að ímynda sér, að maðurinn geti tekið fram fyr ir hendur á Guði og fúskað með hinn guðlega kraft við sköpun mannlegrar veru“. Meðal kaþólskra manna á Ítalíu ríkir ákafleg reiði yfir því, að Petrucci lækni skuli hafa haldizt það uppi að brjóta þannig lög guðs. Próf essorar í lögfræði við jesúíta- skólann í Róm halda því fram, að þegar Petrucci hætti til- rauninni eftir 29 daga hafi hann framkvæmt fóstureyð- ingu eða fósturlát og sé úti- lokað að prófessorinn geti sloppið undan refsingu. Afreksmaöur eða morðingi? Dr. Petrucci á yfir hófði sér bannfæringu kirkjunnar tilraunaglasi og tókst að halda lífi í fóstrinu í 29 daga. Merkileg kvikmynd. Prófessorinn tók kvikmynd af fóstrinu með þeim hætti, að hann gerði ljósmyndir af því með skömmu millibili og sýnir kvikmyndin þannig mjög skýrt þróun og umbreyt ingu fóstursins. Próf. Petrucci segir, að kvikmynd þessi verði ekki sýnd almenningi, heldur aðeins læknum og sér fræðingum. Er litið svo á að kvikmyndin sé einhver merki legasta vísindakvikmynd, sem nokkru sinni hefur verið tek in. Hún sýnir greiniíega, þeg ar sæðisfrumurnar koma að egginu, en aðeins ein sæðis fruma gengur í samband við eggið. og frumuskiptingin hefst. V anskapningur. Frjóvgun eggsins átti sér stað fyrri hluta desember, en þegar 10 dagar voru af janúar gaf prófessorinn út tilkynn- ingu um að tekizt hefði að halda lífi í fóstri utan móður lí'kama í 29 daga. Hann skýrði frá því að þetta hefði verið framkvæmt í lokuðu tilrauna glasi. í glasinu hefði verið 36 stiga hiti og sérstakar aðferð ir notaðar til að dæla blóði að fóstrinu með næringu og súr efni. v Tilrauninni var hætt eftir 29 daga af því að þá sást svolít il skemmd á líknarbelgnum. Það hafði einnig komið í Ijós, að þróun fóstursins var óeðli leg og hefði orðið úr því van skapningur. Ekki var skýrt nánar frá þvi í hverju van- sköpunin var fólgin. Auk Petruccis læknis unnu að tilraununum sem aðstoðar menn hans, dr. Laura de Paoli lyfjafræðingur c-g dr. Raffaeíe Bernabec, frumufræð ingur. Frægur læknir. Dr. Petrucci er 38 ára að aldri og er í ítölu frægustu lækna og lfffræðinga ítala. Það hefur m.a. verið rifjað upp, að það var hann sem Argentínustjórn fékk á sín- um tíma til að veita Evu Peron læknisþjónustu. Eva þjáðist af blóðkrabba og var þá leitað til Petruccis, sem eins af frægustu læknum ftaliu, Hann gat ekki bjargað lífi hennar, en hún lifði nógu lengi til þess að tryggja Peron endurkosningu. Þegar fréttirnar af tilraun Petruccis bárust út var lögð fram kær á hendur honum fyrir hinn opinbera ákæranda Hann var sakaður um morð samkvæmt 578. grein ítölsku hegningarlaganna, en hún „Hver sem veldur dauða ný fædds barns strax eftir fæðingu, til þess að reyna að bjarga mannorði sínu skal hljóta fangelsisrefsinga frá 3 árum til 10 ára“. Heimur framtíðarinnar Aðrir eru hinsvegar þeirrar skoðunar, að þessi fyrsta til raun Petruccis sé upphaf mik illar fræðigreinar. Menn segja, að vel geti hugsazt að konurnar verði í framtíðinni leystar undan öllum þeim erf iðleikum og þjáningum, sem (fylgja þungun og fæðingu. í framtíðinni muni öll börn fæðast úr tilraunaglösum á stórum rannsóknarstofum. Menn spyrja hvort nú sé kann ske að rætast spádómar enska visindamannsins Aldous Huxl ey, sem komu fram í bók hans Ljósmynd sem sýnir glöggt getnaffinn. Ein sæffisfruman hefur sameinast eggfrumunni. Lögmál þessa atburffar, sem er undirstaffa alls æffra lífs á jörðunni, eru enn lítt rannsökuff. — Grefa Garbo Framhald af ols. 10. að maður segi ekki óskamm feilnar, atthugasemdir (jafn- vel enn óskammfeilnari en i þessari grein. Höf.) — svo ekki sé gleymt þeirri ráð- leggingu hans.til stjörnunnar, að henni væri full þörf að láta 6álgreina sig. * ALÞEKKT DULARGERVI Nú vísar hr. Beaton blaða- mönnum á bug, er þeir vilja \hitta Gaæbo og skrifa um hana. Minni hans virðist ná ótrúlega skammt. — En Garbo er aftur á móti óvenjulega langminnug. Hún man mæta vel þá tíð, er hún var fræg- asta kona heims — og enn í dag gerir hún sitt ýtrasta til að viðhalda áhuga og forvitni almennings. — Hún pvælist stöðugt fram og aftur um heiminn, með dökk sólgier- augu á nefinu, klædd larfa- legum buxum eða drusluleg- um kjólum og kápum og með barðastóran stráhatt á hofði, en allt þetta segir jafngreini lega til um, hver þarna er á ferð eins og hvolfþak St. Pauls-kirkjunnar í Lundún- um, sem sést úr langri fjar- lægð, sýnir ókunnum ferða- mönnum, hvar þessi frægasta kirkja borgarinnar er. ‘ Án afláts skrifar hún Harriet Brown, Emily Clark eða Karin Lund í gestabæk ur gistihúsanna — dulnefni, sem eru svo kunn, að sérhver sæmilega reyndur og skyni- borin blaðamaður getur sam stundis vitað, að Greta Garbo er komin í heimsókn.-------Ef hún kemur einhvers staðar auga á ljósmyndavél, reynir hún að skýla andliti sínu með töskunni eða kápuerminni — lag tryggir sér þannig, að myndin, sem tekin kann að vera, komi örugglega í við- komandi blaði! — Það eru til ótal aðferðir til þess að hverfa á vit gleymskunnar, ef fólk óskar. Þúsundir frægra persóna hafa fyrirhafnarlítið t getað dregið sig út úr opin- ber\* lífi og losnað undan hinu vakandi og gagnrýna auga almenningsálitsins. Garbo hefur ekki gert það. ★ ÖLLUM STÆÐI Á SAMA .... Ég leyfi mér að halda því fram, að Greta Garbo, sem nú er 55 ára gömul, ætti að hætta hinum barnalega felu- leik sínum. Því að sannleik urinn er sá, að ef hún reyndi einhvern tima að taka niður sólgleraugun, þá ímundi hún a.m.k. sjá eitt greinilega. Hún múndi komast að raun um það, að enginn þekkti hana! Hún mundi fá að reyna það — að öllum stæði á sama . . . Sparar 1,2 msllj. kr. Nýlega ákvaff utanríkisráffu neytiff skipulagsbreytingar á rekstri Keflavikurflugvallar. Tvær deildir þar syffra, flug umsjón oig flugafgreiffsla, hafa veriff sameinaffar í eina. Viff þaff fækkar starfsmönnum um 9. Skipulagsbreytingar þessar eru gerffar vegna þess, aff um- ferff um völlinn hefur minnk aff verulega í seinni tíff, en starfslið í ýmsum deildum þar er miðaff viff miklu meiri um ferff en nú er. Meff fækkun skipulagsbreytingum sparast islenzka rikinu samtals ljl millj kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.