Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. febr. 1961 *■ Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TAUGAVEIKLUN TÍMANS vers vegna ágerist dag^ frá degi taugaveiklun Tímans? Hvers vegna ákalla Framsóknarmenn nú komm- únista og heita þeim stuðn- ingi sínum í einu og öllu? Þessum spurningum velta menn fyrir sér. Þegar viðreisnarlöggjöfin var sett fyrir rúmu ári, sögðu stjórnarandstæðingar að hún mundi falla um sjálfa sig. Þegar fram á vorið kom, sögðu þeir síðan að viðreisn- in væri hrunin. Um mið- sumarleytið var aftur sagt, að hún væri að hrynja og á haustmánuðum að hún mundi hrynja. Líklega hafa stjórnarandstæðingar trúað þessum fullyrðingum sínum, en síðan séð, að ekkert af hrakspánum mundi rætast. Viðreisnin mundi í öllum atriðum standast og sízt verða þungbærari en stjórn- arliðar sjálfir boðuðu í upp- hafi. Skiljanlegt er, að sú stað- reynd veki með kommúnist- um hugarangur, því að traustur efnahagur styrkir að sjálfsögðu hið lýðræðislega þjóðskipulag. Hitt skyldi maður hafa ætlað, að þeir menn, sem telja sig lýðræðis sinna, létu sér þetta allvel líka, jafnvel þótt þeir væru í stjórnarandstöðu. Sú hefur þó ekki orðið raunin með Framsóknarmenn, heldur ur berjast þeir jafnvel hat- rammlegar en kommúnistar fyrir því að eyðileggja þann árangur sem náðst hefur. Skýringin á þessu fram- ferði Framsóknarflokksins getur hinsvegar varla verið nema ein, þ. e. a. s. að flokk- urinn telji sér það beinlínis lífsnauðsyn að vera í ríkis- stjórn. Nú vita það allir menn, að hlutverk flokka í lýðræðisþjóðfélagi er ekki síður það að veita heilbrigða stjórnarandstöðu en hitt að vera við stjórnvölinn. Sá lýðræðisflokkur, sem ekki þolir að vera í andstöðu á í rauninni ekki tilverurétt. Með hinum örvæntingarfulla bægslagangi eru Framsókn- armenn því í raun réttri að undirstrika að flokkur þeirra sé ekki heilbrigður stjórn- málaflokkur, heldur ein- hvers konar samsafn sérrétt- inda- og bitlingamanna, sem verði að vera við kjötkatl- gætu náð verulegum kjara- bótum eftir þeim leiðum, sem viðurkenndar eru í ná- grannalöndunum, þ. e. a. s. með samstarfsnefndum laun- þega og vinnuveitenda, ákvæðisvinnufyrirkomulagi, hverskyns vinnuhagræðingu og heilbrigðu samstarfi laun- þega og vinnuveitenda. — Gegn þessari stefnu hafa kommúnistar barizt hatramm lega og lýst því yfir, beint og óbeint, að þeir kærðu sig alls ekki um raunhæfar kjarabætur, heldur væri markmið þeirra að koma af stað pólitísku allsherjarverk- falli. Með tilliti til hinnar full- komnu samstöðu Framsókn- armanna og kommúnista, höfum við oftar en einu sinni spurt Tímann að því, hvort Framsóknarmenn vildu gefa sömu yfirlýsingar og kommúnistar um það, að þeir vildu ekki fara þessar leiðir, heldur krefjast verk- falla án kjarabóta. Tíminn hefur skorazt undan því að svara þessari fyrirspurn og leyfum við okkur því enn að bera hana fram. Vissulega er það mikið alvörumál, að stjórnendur launþegasamtakanna skuli beinlínis vinna á móti því að launþegar fái raunhæfar kjarabætur. En það er ekki mál launþega einna að bæta vinnuafköst og hvers kyns starfstilhögun. Það skiptir auðvitað þjóðina alla miklu máli, að atvinnutæki séu sem bezt nýtt og auðæfi fari ekki í súginn. Ef launþega- samtökin halda áfram að þverskallast við að fara þess- ar leiðir til kjarabóta, verður að krefjast þess að Vinnu- veitendasambandið beiti sér fyrir því, að kjörin verði bætt á þennan hátt. Mundi það þó sjálfsagt þykja saga til næsta bæjar, þegar at- vinnurekendur verða að vinna að kjarabótunum, vegna -þess að forystumenn launþegasamtaka hafa aðeins áhuga á pólitískum verkföll- um til að koma af stað nýrri verðbólgu, sem skerða mundi kjör alls almennings. GLÆPUR í KONGÓ ana. KJARABÆTUR ÁN VERKFALLA li/forgunblaðið hefur marg- bent á, að launþegar /\tti manna um að Patrice ” Lumumba hefði verið myrtur í Katanga hefur nú reynzt á rökum reistur. — Fregnir hafa nú borizt af því, að Lumuba hafi verið tekinn af lífi ásamt tveimur IITAN UR HEIMI RÚSSA öússar hafa enn unnið stór- afrek á sviði geimvís- inda með skoti eldflaugar- innar áleiðis til Venusar. — Enn hafa Rússar því skotið Bandaríkjamönnum ref fyrir rass, og virðast standa þeim framar í smíði hinna öflug- ustu eldflauga, þó að skoðun sérfræðinga sé sú, að bilið fari minnkandi. Vestrænir vís.indamenn senda starfsbræðrum sínum í Rússlandi heillaóskir vegna þessa afreks. Er nú aðeins vonandi, að heimsbyggðin verði svo gæfusöm að þessi miklu afrek verði hagnýtt í friðsamlegum tilgangi, en vissulega hljóta menn þó ætíð að óttast, að illa geti farið, þar sem einræðisklík- ur ráða ríkjum og hafa úr- slitaáhrif á framvindu mála. Nýjasti leikurinn, sem hefur gripið frönsku æskuna, er svo- kallað „karting". Er bílum á borð við þennan, sem Brigitte Bardot er í, ekið með 70—80 km. hraða efir 50—100 m hring braut um í íþróttasölum. Er búið að reisa 80 sali fyrir þetta víðsvegar um landið og 150 framleiðendur framleiða farartækin. Brigitte Bardot er þó aðeins að leika áhugakonu um þessa íþrótt, enda er henni illa við hraða og vill helzt ekki aka sjálf. Fyráta slys- ið af völdum þessa leiks varð daginn eftir að Brigitte var þarna að leika. Bíll ungrar stúiku fór af einhverjum ástæðum út af brautinni, rann yfir varnarvecg áfram á stóra gluggarúðu og út um hana. Þetta var á annarri b -íð og steinsteypt stétt fyrir ncuoii. Stúlkan beið bana. Engu betri en nazistar, segir Toynbee SUMIR beztu vina minna eru Gyðingar, sagði sagn- fræðingurinn Arnold Toyn bee í ræðu, sem hann hélt í McGill-háskóla í Mont- real í Kanada. En hann sagði fleira og kom enn einu sinni af stað deilum við vini vina sinna. Toynbee endurtók tvær fullyrðingar, sem fyrst komu fram í bók hans, A Study of History: um Gyðirtga 1. Meðferð Gyðinga á Ar- öbum í styrjöldinni 1948 er siðferðilega sambærileg við með- ferð nazista á Gyðing- um. 2. Krafa Gyðinga um sögulegan eignarrétt á meðráðherrum. í lengstu lög hafa menn viljað hlífast við að þurfa að trúa þessum fregnum, enda er oft erfitt að gera sér grein fyrir því, hvað satt er hermt sunnan úr Kongó. Morð Lumumba og félaga hans er mjög alvarlegur at- burður og eru líkur til, að hann dragi dilk á eftir sér, jafnvel blóðuga borgarastyrj- öld, sem erfitt eða ógerlegt kynni að vera að stöðva á næstunni. Virðist þar litlu máli skipta, þó að þær full- yrðingar Katangastjórnar reyndust réttar, að þeir hafi verið drepnir á flótta. Þessar fregnir eru vissu- lega uggvænlegar og morð Lumumba mun hvarvetna verða fordæmt, hvað sem líð ur skoðunum manna á því, hvort hann hafi verið lík- legur til að ráða málefnum Kongó farsællega til lykta. NÝTT AFREK Arnold Toynbee ísrael er vafasöm, svip- uð þvx ef Indíánar gefðu kröfu til að þeim yrði afhent Kanada aftur. Sendiherra ísraels í Kan- ada, Jacob Herzog, brást æf- ur við þessum ummælum og skoraði á Toynbee að mæta sér í kappræðu um málið. Mættust þeir svo í fundar- sal í McGill-háskóla og var salurinn yfirfullur af stúd- entum, fréttamönnum og s j ónvarpsmönnum. Ekki sambærilegt Herzog sagði þar að rétt- urinn til Palestínu væri aðal- hugsjón Gyðingatrúarinnar og hefði verið staðfestur þrisvar á alþjóðavettvangi, 1917, 1923 og 1947. En aðal- lega deildi Herzog á Toyn- bee fyrir að bera Gyðinga saman við nazista. Nazistarn- ir hafi myrt 6.000.000 Gyð- inga. Væri sá glæpur ekki sambærilegur við það þótt Gyðingar hafi orðið að upp- ræta byggðarlög Araba. — „Hvernig er unnt að minn- ast á þetta tvennt í sömu setningu?" spurði Herzog. 800.000 flóttamenn Toynbee svaraði því til að samanburður hans hefði ver- ið siðferðilegur, ekki töluleg- ur. „Það er ekki unnt að vera meir en 100% syndug- ur“, sagði Toynbee. „Ég þarf til dæmis ekki að drepa nema einn mann til að vera morðingi". Hann kvaðst undr andi yfir þessum áköfu við- brögðum gangvart ummælum sínum. Hann sagðist aðeins hafa orðað það sem sam- vizka hvers Gyðings veit. — „Ég trúi því ekki að nokkur maður Gyðingatrúar geti flú- ið samvizku sína, eða óski þess.... Ég eftirlæt ykkur samvizkurnar og þessa arab- ísku flóttamenn, sem nú eru 800.000. Gyðingar hafa orðið að líða morð, rán, brottrekst- ur af heimilum sínum í 2.500 ár. Því meiri reynslu sem menn hafa í þessum hlutum, þeim mun meiri siðferðilega skyldu hafa þeir til að forð- ast freistinguna til að beita þeim“. ★ Um kappræður þessar sagði guðfræðingurinn Rein- hold Niebuhr: ^ „Eins og ég skrifaði fyrir þrem eða fjórum árum, kemst ég ekki hjá því að álíta að þrátt fyrir heiðar- legar tilraunir til að vera óhlutdrægur, sé Toynbee mjög andvígur Gyðingum". Herzog og Toynbee

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.