Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 5 Svona ma eklci aka Þetta getur maður nú kallað að stytta sér leið! Þessa mynd tók Sveinn Þórmóðsson inn við Mikla- torg um daginn. Bílstjórinn á sendiferðabílnum hefur af einbverjum ástæðum ekki nennt eða ekki mátt vera að því að aka hringinn á torginu og þess vegna stytt sér leið með því að aka mjóa gang- braut, sem þarna er efst á eyjanni. Slíkt er ekki góð latína í umferðarmálum, og hætta yrði á miklu óngþveiti, ef margir léku þetta eftir. Máski hefur bilstjórinn ætlað að fljúga hluta af leiðinni? Hvers vegna eru ekki höfð biðskyldumerki á öllum gatna- mótum Laufásvegar og Baróns- stígs? Blöií og tímarit Heimilisbíaðið SAMXÍÐIN — júníblaðið er nýkomið út, fjöl- breytt að vanda. Forustugreinin nefnist: Lofgerð um mjólk. Freyja skrifar kvennaþætti. I>á eru tvær sögur: Baráttan við eiturlyfjasalana Oig Hálsbindið. Grein um óperusöngkonuna Joan Sutherlánd. Analátsorð frægra manna. Guðmundur Arnlaugsson skrifar skákþátt, Árni M. Jóns- son bridgeþátt og Ingólfur Davíðs son grein, er hann nefnir: Jurta- smit um loft og láð. Þá er stjörnu spá fyrir alla daga í júní, skemmtigetraunir, fjöldi bráð- fyndinna skopsagna o.m.fl. Rit- stjóri er Sigurður Skúlason. M iðvikudagsskrítlan — Það er hræðilegt hvað allt stigur, maður veit sannarlega ekki hvað skal kaupa. — Kauptu loftvog, hún fellur. sá NÆST bezti í vetur voru tveir kennarai að drekka kafíi á Hressingarskálan- um með séra Pá'u Pálssyni. Segir þá annar kennarinn: „Nú er hann doktor Benjamín Eiríksson bankastjóri farinn að skrifa um kirkjuna og trúmálin”. Varð þá séra Páli að orði: „Já, það er ágætt, kannski maður eigi eftir að fá hann sem djákn í Dyrhóiaey!” lllvœttur í Eyjafirði Ennþá nýtt af Norðurlandi nefnast skal í öllum fréttum: Upp er kominn illur fjandi uppfullur af ljótum prettum. Árar neðra úr djöfladýki drógu að Saurum galdrabyrði. Þó er vondra vætta ríki viðsjáíast í Eyjafirði: Álfar búa í öLlum klettum, ókindur í sjónum vaða. Geta valdið vondum glettum, - verða kannske fólki að skaða. Álfar fyrr, með illu lyndi, uppi vóðu í Krossanesi. En nú er mælt í sjónum syndi sýnilegur djöflablesi. Höfuðlaus um laxaleiðir leggur ferðir þessi skolli, af þeim fjanda illskan freyðir á Akureyrar hafnarpolli. Náhvít skepnan illa æðir ægileg, um daga og nætur. Fomuft alla úr fólki hræðir. i — Fást á slíku engar bætur. Ágizkanir eru bættar einum rómi í flestum greinum Kvikindið sé Kea ættar, komið til að valda meinum. pá. að nú væri sumarið komið yfir sæinn, og hann leyfði sér rétt aðeins og einu sinni enn að minna á það að eitthvert ódýrasta sport ið fyrir ferðamenn er það að athuga fugla’.ífið í landinu. Og ekkert veit ég, sa.gði Storkurinn, sem er meira mannbætandi fyrir mannfólkið en einmitt það. Fuglalífið er einn unaðsheimur út af fyrir sig Það vita bezt þeir, sem kallaðir eru náttúruskoðarar. Þeir gefa ekki svo mikið upp úr þvi, að ná sem lengstum dag- leiðum. Þeim finnst rykið vont á þjóðvegunum, og það jafnvel, þótt þeir séu olíubornir, sem þó er góðra gjalda vert. Þess vegna ferðast þeir alla jafna fjarri alfaraleiðum og láta sér oftast nægja „postulahestana” að samgöngutæki. Storkurinn sagði, að slík ferða mennska mætti gjarna vera al- mennari á íslandi. Svo sagðist hann í leiðinni hafa rekizt á nýju Ferðahandbókina, og þar væri auðvitað getið um alla~ hluti milli himins og jarðar, sem að gagni mættu koma þeim, sem ferðast á landi, lofti og legi, og það skemmtilegasta væri, að í henni hefðu fuglarnir ekki gleymzt. Dr. Finnur Guðmundsson, sa.gði storkurinn, ætti þarna prýðisgóða grein um fugla á förnum vegi, og sérstaklega væru þessar setn- ingar til fyrirmyndar: „Því hefur verið haldið fram, að fuglaskoðun væri annað hvort vísindalegust allra skemmtana eða skemmti- legust allra vísinda.” Er nú hæ-gt að segja þetta fagurlegar? Því mætti auðvitað bæta við, sagði storkurinn að lokum, að þarna í bókinni er talað um friðunartíma alíra fugla nema storksins, sem allir vita er strang friðaður allt árið um kring, eða er nokkur, sem vill skjóta stork? Það þætti mér gaman að vita, sagði storkurinn um leið og hann flaug upp á turninn á nýja Borg arsjúkrahúsinu i Fossvogi og horfði yfir Kirkjugarðinn í Foss- vogi og var hinn borubrattasti. Hafnarfjörður Til leigu hentugt iðnaðar-, geymslu- eða verzlunar- pláss ca 50 ferm. til Hverf- isgötu. Uppl. í síma 50301. Tveggja herbergja íbúð til leigu. Leigan samkomu- lagsatriði. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugard., merkt: „9945“. Mótatimbur og vinnuskúr óskast til kaups nú þegar. Sími 41053. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu eu öðrum blöðum. Transitormiðun Til sölu er lítil Transitor- miðunarstöð, — ágæt fyrir • smærri báta. Uppl. í síma 10789. Lítið verkstæði Óska eftir húsnæði á leigu fyrir rafmagnsverkstæði. Tilboð merkt: „Iðnaður — 9955“ sendist Mbl. fyrir 5. þ. m. — Keflavík — nágrenni Plíseruð telpnapils, hvít og mislit. — Stíf skjört og pífubuxur. E L S A STÚLKA ÓSKAST til eldhússtarfa. Upplýsing- ar á Hótel Tryggvaskála, Selfiossi. Sími 8. Husvörður Viljum ráða nú þegar duglegan mann til húsvörzlu. Þeir sem vilja sinna þessu sendi umsóknir ásamt uppl. um fyrri störf fyrir 12. júní n.k. Landsmiðjan Max Factor Snyrtivörur fjölbreytt úrval nýkomið. SNV RTIV ÖRUDEILDIN Eymundssonarhúsinu Austurstræti 18. Dugleg kona eða stúlka óskast í eldhúsið á Elliheimilinu Grund. Upplýsingar gefur ráðskonan sími 14292. Smiður getur tekið að sér mótasmíði eða önnur smærri verk. — Upplýsingar í síma 14234 kl. 7—9 í dag og næstu daga. Mb. Örn Ve. 321 er til sölu Báturinn er í 1. flokks ásigkomulagi með nýrri Ford Parson vél og allur nýyfirfarinn. Upplýsingar gefa Bragi Björnsson lögfr. Vestmanna eyjum sími 1878 og SigUrjón Jónsson útgm. Vest- mannaeyjum, sími 1604.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.