Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 3. júní 1964 MORGU N BLAÐID 17 Haraldur Böðvarsson: sjúkratiúsinu á okkar bezta liö Leggjum Akranesi Ég skrifaði stjóm Andakíls- árvirkjunar neðangreint bréf, sem mið langax til að komi fyrir almenningssjónir og vil svo baeta við nokkrum orðuim að endingu til hvatningar um framlög til sjúkrahússins. Akranesi, 30. okt. 1963 Sjúkrahúsmál. I>egar byggja átti Sjúkrahús Akrane9s fyrir nokkrum árum var eiginlega ekki fé til að gera það með að undanskild- um sjóði, 9em kvenfélagið hér hafði safnað, ca. 165 þúsirnd kr., og áheita- og gjafasjóður ca. 100 þúsund, en húsið átti að kosta samkv. ásetlun 2 milljónir og þar af átti að koma frá Ríkissjóði 800 þús. eða 40%, nú, þá vantaði 935 þúsund og það lagði Bíó- höllin til-þannig: Nokkuð af upp- hæðinni var greitt úr sjóði, en stærsti hluitinn var fenginn að láni hjá Tryggingastofnun rík- isins gegn veði í tekjum hennar, og nú er sú skuld að mestu greidd (aðeins eftir 60 þúsund). Ég var kosinn í nefnd ásamt fjórum öðmm til þess að vinna að framkvæmd málsins. Eftir ca. 4 ár var húsið loksins fullgert og afhentum við þá bæjarstjórn- inni það skuldlaust, en þá var eftir að kaupa allan húsbúnað og lækningatæki m.ma og kom það í hluta Akranesbæjar. Ég var þá líka í stjóm Anda- kílsárvirkjunar, sem er sameign Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraneskaupstaðar. Mér fannst þá mjög æskilegt og næstum sjálfsagt að sýsiumar legðu fram vemlega upphæð til Sjúkrahúss- ins, þar sem (eins og reynslan hefur sýnt) að Sjúkrahúsið hef- ur verið notað að jöfnu fyrir Ak- urnesinga, sýslurnar og aðra, eftir þvi sem rúm leyfir. Ég tal færði þetta við Jón heit. Stein- grímsson, sýslumann og Guð- mund. heit. Jónsson á Hvítár- bakka og bað þá að athuga mögu leika hjá sýslunefndunum, hvort þær sæju sér fært að láta eitt- hvað af mörkum í þessu skyni, en árangur af því varð enginn og var borið við að ekki væri fé fyrir hendi. Nú er svo komið að Sjúkra- húsið er fyrir löngu orðið allt of lítið fyrir þann mikla fjölda sjúklinga, sem sækja um vist á því, og þess vegna stendur til að hefja byggingu nýs fjórðungs sjúkrahúss hér í sambandi við það, sem fyrir er. Gert er ráð fyrir að þessi nýja bygging muni kosta um 25 miljónir, en þar af legur Ríkissjóður til 60% eða 15 miljónir, nú, og þá verður að koma annars staðar frá 10 miljónir og þar að auki allur búnaður og mikið af nýjum lækn ingatækjum. Ég var sjúklingur á sjúkra- húsinu í júní s.l. og skil þess vegna ennþá betur, hve mikið öryggi felst í því fyrir þá sem veikjast, að geta leitað til full- komins sjúkrahúss með úrvals lækna og hjúkrunarliði, — þú þú getur þurft á því að halda fyrr eða síðar. — Reynslan sýn- ir, að margir hafa fengið bót meina sinna á Sjúkrahúsi Akra- ness og hefur það unnið sér álit og hróður víða um land. Þá vil ég snúa mér að merg málsins; Akranesbær hefur ekki bolmagn til að byggja þetta á eigin spýtur og er því nauðsyn- legt að leita annarra úrræða, og kemur þá fyrst til mála að leita stuðnings nærliggjandi sýslna, en þá kemur að því sama og þegar sjúkrahúsið gamla var byggt, fé er ekki fyrir hendi, hvorki hjá sýslunum né Akra- nesbæ. En samt sem áður er hægt að leysa þetta vandamál á mjög auðveldan hátt, skörugleg- an og með miklum myndarbrag, héraðinu öllu til sóma og bless- imar. Andakílsárvirkjun er eign sýslnanna og Akraness eins og fyrr segir að % hvert, fjárhag- ur virkjuninnar er með miklum blóma, þrátt fyrir að hún selji Haraldur Böðvarsson raforkuna ódýrar en nokkur önnur virkjun á landinu. Til samanburðar við aðrar virkjan- ir, sem byggðar hafa verið síð- ustu árin miðað við kostnaðar- verð og framleiðslugetu, þá er Andakílsárvirkjun minnst 100 miljóna króna virði, hún átti um sl. áramót peningaeign um 3,5 milj., en áhvílandi skuldir eru aðeins 9,8 miljónir og má því segja, að virkjunin eigi sam- kvæmt framansögðu skuldlausa eign milli 90 og 100 milljónir, og þar að auki græðir hún ár- lega nettó 1-2 miljónir með sama verðlagi og nú er. Ég vil geta þess til skýringar, að Anda- kílsárvirkjun hefur haft tvo þriðju hluta tekna sinna af seldri raforku til Atraness, en aðeins einn þriðja frá öðrum saman- lagt. Mér hefur dottið í hug að bera fram fyrir hina virðuJegu 27 fulltrúa Andakílsárvirkjunar (9 frá hvorri sýslu og 9 frá Akra- nesi) að virkjunin leggi fram til Fjórðungssjúkrahúss Akraness ó afturkræft framlag 9 miljónir króna, þ.e. 3 miljónir frá hverj- um aðila, Akranesi, Mýrarsýslu og Borgarfjarðarýsslu. En þá einu miljón sem á vantar ásamt lækningatækjum og húsbúnaði öllum leggi Akranesbær til þar að auki. Nú getur enginn aðil- inn borið því við að fé sé ekki fyrir hendi, því eins og áður segir er vandamálið leyst á auð- veldan hátt án þess að nokliur þurfi að kveinka sér. Virkjunin getur ekki tekið alla upphæðina úr eigin sjóði á þessu ári, en eftir því sem mér hefur verið sagt um, mun nægja að upphæðin verði af hendi látin á 6 árum, þ.e. 1% miljón á ári, eða til vara, á 9 árum, þ.e. 1 miljón á ári. Nú veit ég ekki hvort hægt sé að gera ráðstöfun án þess að breyta lögum félagsins Andakils- árvirkjunar, en til lagabreyting- ar þarf samþykki félagsfundar þ.e. 27 fulltrúa fundarins. En til þess að ekki þurfi að kalLa saman félagsfund, sem er ýms- um vandkvæðum bundið, þá finnst mér að óathuguðu máli þó, geti fundurinn samþykkt til- löguna um 9 miljóna króna fram lagið og feli stjórninni (7 manna) fullt og óafturkræft um- boð til að ganga frá máiinu og þar með lagabreytingunni ef með skyldi þurfa. Það er hugsanlegt að fara megi ýmsar leiðir án þess að til laga- breytinga þurfi að koma, en það er atriði, sem ég veit, að fulltrúarnir muni leysa á fund- inum. Þegar stjóm Andakílsárvirkj- unar var á fyrstu fundum sín- um að ræða og taka ákvörðom um byggingu og stærð virkjun- innar, var þar jafnan mættur tækni- og verkfræðingur fyrir- tækisins, hr. Ámi Pálsson. Hann áleit, að 1600 hestafla virkjun mundi nægja okkur fyrst í stað og 2400 hestöfl nokkur ár, og það væri hámark fyrstu virkjunar. Verkfræðingurinn hafði rétt fyr ir sé að vissu marki, en ég þótt- ist hafa lært það af reynslunni, að allar virkjanir fram að þeim tíma reyndust fljótlega of af- kastalitlar og lagði þessvegna til að virkjuð yrðu strax 5000 hest- öfl og fékk meðnefndarmenn mína og okkar ágæta Árna Páls- son til að samiþykkja þessa stærð. Fyrstu árin var orkcUi ekki fullnotuð, en ekki leið á löngu þar til allt var komið í gagnið. Nú ber ég fram nýstárlega tillögu samkvæmt framansögðu, sem ég vona að fuUtrúarnir 27 beri gæfu til að samþykkja, og tel ég líklegt að framtíðin muni minnast þeirra manna með virð- ingu, sem komu henni fram með atkvæði sínu. Ég hef beðizt undan endur- kosningu í stjórn virkjunarinnar sökum veikinda, en mér er eins og fyrr mjög annt um heiður, heill og framgang Andakíisár- virkjunar. Með vinsemdarkveðju, Haraldur Böðvarsson. Eftirmáli: Því miður var tillaga mín í ofangreindu bréfi ekki sam- þykkt á fundinum í þetta sinn og ekkert framlag innt af hendi frá virkjuninni, því miður. En sem betur fer hafa sjúkrahús- inu borist stórgjafir nú nýlega, fyrst og fremst hin höfðinglega gjöf frá Kaupfélagi Borgfirðinga, 500 þúsund krónur og ein milj- ón fyrir milligöngu hins mikla athafnamanns Júlíusar Bjarna- sonar bónda á Leirá, frá velunn- urum sjúkraihússins í Borgar- fjarðar- og Mýrarsýslum, en bet- ur má ef duga skal og vil ég beina máli mínu fyrst og fremst til Akurnesinga og annarra vel* unnara sjúkrahússins, t.d. sýsl- anna í Vesturlandsumdæmi og víðar, að taka nú höndum sam- an í þessu velferðarmáli, og bið ég þá að taka sér í munn hin frægu orð Grettis: „ekki skal skuturinn eftir liggja ef vel er róið framrní". Sérstaklega vil ég þó beinjt máli mínu til fullorðna fólksins, sem á einhver efni, að athuga gaumgæfilega, hvort ekki sé rétt að leggja nokkuð af mörkum af efnum sínum til þessa nauð- synjamáls. Ég hef ekki þessi orð fleiri að sinni, og treysti því fastlega að gjafmildi og rausn eigi eftir að sýna sig í verki frá fleirum en komið er. Akranesi, 25. maí, 1963. V insemdark veðj a Haraldur Böðvarsson Snœbjörn Jónsson: Furöuleg fjarstæöa „Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi“. Líklega ekki. En á að leiða hjá sér þær fjarstæður sem svo eru rosalegar, renna sér svo beint á staðreyndirnar, að enginn skyn- bær maður taki mark á þeim. Þeirri spurningu mundu sumir svara játandi, segja að þser falli um sjálfa siig. Að vísu, en þó hygg ég að réttara sé að and- mæla. í Morgunblaðinu 24. mai er grein „um bökmenntir“ og hefst þannig: „Það hefir verið sagt, að Jónas Hallgrímsson hafi bundið enda á rímnaskeiðið í íslenzkum bók- menntum, og má það til sanns vegar færa. Ekkert rímnaskáld kom fram, eftir að hann birti sinn harða dóm um Tistransrím- ur Sigurðar Breiðfjörðs í þriðja árgangi Fjölnis 1837. Þá höfðu rímur verið ortar og kveðnar í fimm aldir samfleytt.“ Hver er nú sannleikurinn i þessu máli? Hann mun vera sá, að eins og Dr. Jón Þorkelsson sagði, ávann Jónas ekkert með fellidómi sínum nema það eitt, að særa Sigurð Breiðfjörð. Aldrei var rímnakveðskapur kappsam- legar iðkaður en einmitt næstu 40-50 árin eftir að Jónas skrifaði. Um allt land spruttu þá rímur eins og sóleyjar í túni. Þetta mun ljóslega sýna sig þegar út kemur hin mikla rímnaskrá Dr. Finns Sigmundssonar — senni- lega fyrir eða um næstu áramót. Og að ekkert (nýtt) rímnaskáld kæmi fram eftir útkomu greinar- innar er fjarri sanni. Sigurður Bjarnason var þá enn ófæddur. En það var með undrum hverju hann hafði afkastað í þessari grein er hann féll frá 24 ára að aldri. Víðkunnustu rímu hans kallar Sir William Craige „eitt af meistaraverkum nítjándu ald- ar‘. Símon Dalaskáld var þá líka ófæddur, en Craige segir að fyr- ir 1891 hafi flokkar hans og stak- ar rímur, sem sumar eru geysi- langar, verið ekki færri en sex- tán að tölu. Þó bætti hann miklu við eftir það og átti þá eftir að og yrkja í hendurnar á setjaran- um, Ágúst Jósefssyni, sem ekki hafði undan honum og þótti þó á meðal fremstu manna prentara stéttarinnar. Sveinbjörn Bein- teinsson er fæddur -1924, en hann hefir þegar ort marga flokka og gert það með ágætum. Á hitt þarf varla að minna, að slík önd vegisskáld sem Benedikt Grön- dal og Einar Benediktsson kváðu rímur. Sá sem rita vill sögulega um bókmenntir okkar, þarf helzt að vita dálítið um sögu þeirra. Árni leit óvart í testamentið og hugkvæmdis tþá að flytja dý- ið (en ekki fjallið). Síra Gísli hefir sagt okkur hvernig þeirri tilraun lauk. Rifarasfaða Vita og hafnarmálaskrifstofan óskar eftir að ráða stúlku til vélritunarstarfa. Þarf að hafa góða kunn- áttu í vélritun. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Væntanlegir umsækjendur komi til viðtals á skrifstofuna næstu daga frá kl. 9—12. Sfúlka óskast J yfir sumarmánuðina til símaafgreiðslu og vélritunar á skrifstofu í Reykjavík. Eigin- handarumsókn sendist afgr. Mbl.. merkt: „9950“. Mötuneyti Barnlaus hjón óska eftir forstöðustarfi fyrir mötu- neyti í síldarbæ Austanlands á komandi sumri. Bæði vön slíku starfi. Tilboð sendist í pósthólf 343 í Reykjavík fyrir 4. júní 1964. 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í góðu húsi í Laugarneshverfi. Hitaveita og bílskúrsréttur. íbúðin er nýstandsett og laus til íbúðar nú þegar. MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hrl., Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14. — Símar 22870 og 21750. Utan skrifstofutíma: 35455 og 33267. Skrifstofa Rauða Kross Islands er flutt að Öldugötu 4 efri hæð. Skrifstofustúlku vantar Rauða Kross íslands. Upplýsingar í síma 14658. Sn. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.