Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 8
§ MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. júní 1964 Bíldkostur Siökkviliðsins í Reykjavik. Ljósm. Sv. j»orm. Slökkviliöiö verndar eignir að verðmæti 25 milljarða kr, A FUNDI, sem Valgarð Thorodd sen, slökkviliðsstjóri, hélt með blaðamönnum í gær um störf slökkvilitfsins í Reykjavík á s.l. ári, kom m.a. fram: Áð slökkviliðið var kvatt 428 sinnum út vegna bruna og meintra bruna. Að ókunnugt er um upptök 116 eldsvoða, en algengasta orsök til bruna er að óvarlega er farið með eld. Að eidsvoðar hafa tvöfaldazt á tuttugu ára tímabili. Að sjúkr&ferðir slökkviliðsins á árinu 1963 voru 6100 að tölu. Að slökkviliðið gætir fyrir eldi eigna borgarbúa að verðmæti 25 milljarða króna. Að siðustd skýrði slökkviliðs- stjóri frá nýafstöðnu námskeiði brnnavarða, sem haldið var hér í höfuðborglnni 13. marz. til 28. Gabbaðir 47 sinnum. Af þessum 428 kvaðningum var í 301 skipti um raunverulegan bruina að ræða, 9 sinnum olli bil un símakerfis kvaðningu, í 71 skipti var grunur um bruna og 47 sinnum hreint ga/bb. Flestir urðu brunamir í íbúðar húsum, eða 97 að tölu. Aðrir voru: 42 í útihúsum, 30 í bif- reiðum, 10 í skipum, 33 í verk- stæðum og verksmiðjum, 6 í bröggum og 83 á ýmsum stöðum. Slökkviliðsstjóri sagði enn fremur, að þegar athugun var gerð á þvi hvað valdið hefði hin- um 301 bruna í Reykjavík og ná- grenni á árinu 1963, kom í ljós, að stærsti þátturinn þar er í- kveikja, þ.e.a.s. óvarlega farið með eld, eða samtals 53 sinnum. Næst komu raflagnir og raf- magnstæki 39 sinnum, olíukynd ingartæki 38 sinnum, reykháfar 7 sinnum, ýmislegt ósundurliðað 36 sinnum, en eldsupptök ókunn í 116 skipti. 300 rúður sprungu í nágrenni ísaga. Mestur varð eldur á árinu við íkviknun í gasverksmiðju ísaga við Rauðarárstíg. Varð þar mikið tjón af völdum elds og spreng- iniga við ofhitun á gashylkjum, þ.e. stálflöskum með acetylen- gasi. Til marks um sprenigimátt- íiimi má geta þess að um eða yfir 300 rúður í nágrenni staðarins brotnuðu af völdum loftþrýst- ingsins. Manntjón varð í eitt skipti. Kiviknaði í litlu timburhúsi snemma að morgni til og var húsið alelda, þegar náðist að til kynna eldinn. Þar brunnu inni 3 manns. Dregið úr bruna af völdum olíukynditækja. Valgarð Thoroddsen gat þess, að gerður hefði verið nokkur samanbuxður um bruna á árinu 1963 við fyrri ár, og tekið þar 20 ára tímabil. Úr þeim athug- uaum þykir ástæða að geta tveggja atriða. Á nefndu tíma- bili hafa árleg brunatilfelli tvö- faldazt. Hitt atriðið er, að brun- ar af völdum oliukynditækja hafa tekið allmiklum breyting- m A árinu 1944 eru brunar af þessum sökuru nær óþekkt, en eykst siðan all hratt, þar til árið 1949 að siikir brunar verða 22% allra eldsvoða. Síðan hefur dreg íð úr þessari brunaorsök frá ári til árs, og nú er hún um 12% allra bruna. 500 slysaflutningar. Sjúkrabifreiðar Reykjavíkur- deildar Rauða krossins, sem slökkviliðið hefur í þjónustu sinni, eru þrjár að tölu, og sjá hinar föstu brunaverðir um akst ur þeirra. Sjúkraferðir eru mjög svipaðar frá mánuði til mánaðar, en samtals á árinu 1963 urðu þær 6100 að tölu. Af þeim voru um 500 vegna slysa, en aðrir flutn- ingar innanibæjar 5370 og utan- bæjar 230. 70 manns í þjónnstu slökkviliðsins. Slökkviliðsstjóri sagði að síð- marz til 28. maí s.l. Námskeiðið sóttu 46 starfsmenn slökkvistöðv- arinnar, en að því loknu voru próf haldin ti'l að kanna árang- ur fræðslunnar. í ljós kom að áhugi starfsimanna var mjög mik ill og árangur ágætur. Kennsla á mann voru 69 stund ir í bóklegum greinum, en 13 í verklegum, eða samtals 82 stund ir á mann. Vegna vaktaskipta og vegna þess að rétt þótti að hafa mjög iáa saman í hverri verk- legri kennslustund, urðu kennslu stundir á námskeiðinu alls 294 klst. Aðalkennari námskeiðsins var Gunnar Sigurðsson, varaslökkvi- liðsstjóri, og annaðist hanin alla verklegu kennsluna, en auk þess kenndu 9 menn ýmsar greinar slökkvistarfi viðkomandi. Valgarð Thoroddsen, slökkvili ðsstjóri og Gunnar Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri fyrir framan nokkra slökkviliðsbíla I tilefni námskeiðsins var te' - in saman handbók brunavarða, ustu, að s.l. haust hefði orðið nokkur fjölgun í föstu starfsliði slökkviliðsins. Nú væru 52 fast- ráðnir starfsmenn, þar af 40 brunaverðir og 12 sem starfa aðal lega að viðhaldi slökkvitækja, eftirliti brunavarna í húsum, sót hreinsun, skrifstofuvinnu og stjórnun. Auk þess væru 22 vara liðsmenn, sem kallaðir eru við meiri háttar bruna. Reiknað hefði verið út að þessir menn gættu fyrir eldi fasteigna og lausra fjármuna borgarbúa 'að verðmæti 25 milljarða króna, og léti nærri að hver borgarbúi greiddi sem svaraði 0,4 pro mill af þessu verðmæti fyrir þessa starfsemi. í ráði er að byggija nýja slökkvistöð við Reykjanesbraut ög væru framkvæmdir þegar hafnar. Væri áætlað að hægt verði að flytja starfsemina í hin nýju húsakynni fyrir árslok 1965, þegar starfsmannabústaður og bílageymsla væru tilbúin. Væri þá eftir að byggja verk- stæði og æfingaturn. — Þá væri í athugun að koma á fót tveim hverfisstöðum í bænum, öðrum í Vesturbænum, nálægt vesturhöfn inni, en hinum í Kleppsholti. 46 brunaverðir á námskeiði. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu var haldið nám skeið fyrir hrunaverði dagana 13. sem notuð var við kennsluna. Rók sú var tekin saman af Gunn ari Karlssyni, blaðamanni og fyrr verandi brunaverði. — Indland Framh. af bls. 1 húsi og beið frétta með eftir- væntingu. Fundi-nn sátu 547 (þing menn Kongressflokksins, ríkis- stjórar einstakra ríkja og 18 manna framkvæmdastjóm Kon- gressflokksins, sem undir forustu Kamaraj, forseta flokksins, hefur átt mestan þátt í því, að Shastri var kjörinn. Var það álit fram- kvæmdastjórnarinnar að átök milli vinstri og hægri arma flokksins gætu haft hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir fram- tíð hans. — Gekkst hún því fyrir skoðanakönnun meðal helztu áhrifamanna flokksins og urðu úrslit hennar þau, að mikill meirihluti var fylgjandi kjöri Shastris. í ræðu sem Shastri hélt að loknu kjöri þakkaði hann við- stöddum stuðning og Öesai sér- staklega. Hann harmaði fjarveru frú Indiru Gandhi dóttur Nehrus og tárfelldist er hann ræddi um hina göfugmannlegu framkomu hennar í sorginni vegna föður- missisins. Fór hann miklum viður kenningarorðum um hana og sagði sáðustu daga hafa sýnt öðru betur hvern mann hún hefði að geyma. Væri Kongressflokknum mikill styrkur að þeirri konu og það væri ósk sin, að hún yrði sér og stjórninni væntanlegu til ráðuneytis svo sem hún hefði ver ið föður sínum. Fréttamenn segja, að leiðtogar flokksins hafi ekki verið fylli- lega vissir um að svo vel mundi til takast á fundinum í morgun og því hafi blaðamönnum og ljós myndurum verið meinaður að- gangur að honum. ★ Þegar lýst hafði verið kjöri Shastris og fundi verið slitið þyrptust þingmenn að hinum nýja leiðtoga. Var blómakrans lagður um háls honum og hver af öðrum óskaði honum til ham- ingju. Að svo búnu ók Shastri rak- leiðis til þess staðar, er bálför Nehrus var gerð fyrir nokkrum dögum. Hann lagði hvít lótus- blóm við minnismerki Mohandas K. Gandhis og rauðar og hvítar rósir á pallinn þar sem lík Nehrus var brennt. Þaðan hélt harnn til Indiru Gandhis og lagði blóm umhverfis krukkuna með ösku hins látna. Indira hefur haldið sig í ein- rúmi að mestu frá því bálförin var gerð. í AP-frétt í dag er upp lýst, að hún haifi gefið föður sín um blóð, er hann lá á banabeði. Gátu lækinar ekki náð nógu fljótt í blóð af hans flokki, en þau feðgin voru í sama blóðflokki. ★ Að loknum fundi þingflokksins lagði Nanda lausnarbeiðni sína fyrir Rhadakrishnan, forseta, sem aftur bað hann gegna embættinu þar til ráðuneyti Shastris væri fullskipað og samþykkt. Getgétur eru uppi um hina væntanlegu stjórn, en sjálfur hetfur Shiastri ekkert viljað um það mál ræða. Á fundi, er hann boðaði til með blaðamönnum síðdegis í dag neit aði hann að segja nokkuð um hvort hann ætlaði að gegna sjélf Karlakór heldur Keflavíkur vorhljómleika KARLAKÓR Keflavíkur held- ur sína árlegu vorhljómleika í Bíóhöllinni í Keflavík dagana 4. og 6. júní næstkomandi. Kórinn hefur unnið að æfing- um sínum í vetur og efnisskráin að þessu sinni mjög fjölbreytt og skiptist í fjóra megin kafla. Fyrst syngur kórinn lög eftir erlenda höfunda og þá mun kvartett kórs ins, sem skipaður er eftirtöldum mönnum: Sveini Pálssyni, Hauki Þórðarsyni, Ólafi R. Guðmunds- syni og Jóni Kristinssyni, syngja sjálfstætt, enda þó allir söngv- ararnir séu söngmenn kórsins. Drengjalúðxasveitin kemur einn- ig fram á þessum tónleiku-m með nokkur erlend og innlend úrvals lög. Karlakórinn frumflytur að þessu sinni Frelsisljóð, kantötu eftir Arna Björnsson, sem samin var í tilefni af Lýðveldistökunni 1944, við ljóÖ eftir Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli og verður Kantatan nú flutt í fyrsta skipti í tilefni af 20 ára afmælinu. Sjórnandi karlakórsins og Lúðrasveitarinnar er Herbert Hriberschek en einsöngvarar með kórnum þeir Guðjón Hjörleifs- son og Haukur Þórðarson. Við hljóðfærið er Ásgeir Beinteins- son. Þessir hljómleikar eru fyrir styrktarfélaga kórsins og gesti þeirra og eru Suðurnesjamenn eindregið kvattir til að sækja þessa hljómieika sem eru bæði vel undirbúnir og nýstárlegir að mörgu leyti. — -hsj- ut embætti utanrikisráðherra. á- samt embætti forsætisráðh erra, svo sem Nehru gerði. Eru uppi bollaleggingar um, að hann muni gegna því sijálfur nokkra rnán- uði en fá það síðan í hendur frú Indiru Gandhi. Shastri lýsti því ytfir við blaða menn, að brýnasta hlutverk rikis stjórnarinnar í innanlandsmá'lum yrði að berjast gegn höfuðóvim þjóðarinnar, fátækt, atvinnuleysi og þekkingarskorti. Sagði hann áætlanir hafa verið gerðar þar að lútandi en þekn ætti eftir að hrinda í framkvæmd. Hann lagði áherzlu á nauðsyn einingar Kon gressflokksiins og kvaðst vona að úrslit viðræðnanna um eftirmann Nehrus yrðu til að styrbja veg flokksins út á við, engu síður en inn á við. Þá sagði hann varnar- mál Indverja mikilvægt og brýnt vandamál. Ennfremur það að tryggja öryggi minnihlutans jafn framt því sem eining þjóðarinn- ar væri varðveitt. í utanríkismálum kvaðst Sh- astri mundu fylglja stefnu fvrir- rennara síns. „Við getum ekki tengzt neinni sérstakri ríkjaheild í utanríkisstefnu okkar“ sagði hann og bætti við að Indverjar hefðu fallizt á að taka þátt i fundi sendiherra hinna ýmsu ríkja í Vientiane um Laosmélið en fyrirsjáanlegt væri að lausn fengist ekki á því máli nema 14 ríkja Genfarréðstefnan yrði köll- uð saman á ný. Shastri kvaðst ætla að sitja samveldisráðstefnuna sem hald- in verður í London á næstunni. Vonaðist hann til að hitta þar að máli Ayub Khan, forseta Pak istan og fór mjög vinsamlegum orðum um útvarpsræðu Khans i gær, þar sem hann hvatti til þess að enn yrði gerð tilraun til að leysa hina langvinnu Kas- mír deilu. — Castro Framh. af bls. 1. ríkjamenn um notkun sótt- kveikja í hernaði. Þeir hafa áð- ur verið bornir þeim sökum 1 Kóreu og í Viet-nam. Enn hafa verið teknir af iífi á Kúbu þrír menn, sakaðir um njósnir fyrir bandarísku leyni- þjónustuna (CIA). Einn þeirra var sagður hafa haft á hendi um fangsmikla njósnastarfsemi und ir yfirskini félagsstarfa fyrir Lionsklúbbana. Tveir menn aðr ir aðrir hlutu fangelsisdóma. Menn þessir voru: Alberto Cesareo Fernández Medranos, félagi í alþjóðasamtökum Lions- klúbbanna og alþjóðlegur ráð- gjafi upplýsingamálanefndar samtakanna, Mánuel Paradela Gómez og Marcelino Martínez Tapia. Þeir munu hafa verið teknir af lífi í Camaguey á mánudag eftir að byltingardóm- stóll fjallaði um mál þeirra. Fer- nández Medranos var talinn vera fyrir hópnum og hefðu félags- menn Lions-klúbba í öllum fylkj unum stundað njósnir á hans vegum. „Njósnahringur" þessi var sagður hafa sent upplýsing- ar um hermál, efnahagsmál og stjórnmál á Kúbu til bandarísku leyniþjónustunnar og ennfremur sagður hafa tekið við fyrirmæl- um frá henni. Þetta er í annað sinn í þessari viku að meintir njósnarar banda rísku leyniþjónustunnar eru teknir af lífi á Kúbu. Síðastlið- inn fimmtudag voru fjórir menn skotnir þar fyrir meint landráð. Humar til Akraness Akranesi, 1. júní: — ÞRÍR lönduðu í dag. Ásmund- ur kom með 1000 kg. af slitnum humar, Svanur 988 kg. og Ver 850 kg. Ms. Axel Sif kom í morgun með 23 standarda af timbri til Haralds Böðvarssonar & Co. Hingað kom m.s. Goðafoss sl. laugardag og lestaði 20 þúsund öskjur af freðsíld og töluvert magn af frosnum fiski, samtala 400 tonn á Evrópumarkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.