Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐÍÐ Miðvikudagur 3. júní 1964 ) Vegna fáheyrðs verðs á veiði hér munu menn vafalaust leita þangað í æ ríltari mæli Þ A Ð hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að íslenzkir stangaveiðimenn tækju sig til hópum, og héldu til Grænlands til þess að veiða. En á laugardag- inn mun þetta gerast, því þá mun fyrsta veiðiferðin til Grænlands sem almenningi gefst kostur á að taka þátt í, verða farin til Nars- sarssuaq, eða Eiríksfjarðar, á veg um Ferðaskrifstofunnar Sunnu Verður þetta tveggja daga ferð og er kostnaður liðlega 5,000 krón ur. Hugmyndin er alls ekki frá- leit, og full ástæða er til að ætla að íslenzkir veiðimenn muni í æ ríkari mæli leita til Grænlands, eftir því sem kostnaður við lax- veiðar hérlendis verður geð- veikislegri með hverju árinu sem líður. Minna má t.d. á, að tveggja daga dvöl í öðru iandi, raunar annarri heimsálfu, kostar að þessu sinni vart meira en 2Í4 dag ur í sæmilega góðri laxveiðiá hérlendis, með núverandi verð- lagi og reiknast þá veiðihúskostn aður og annað ekki með. Veiði- von í Grænlandi mun og taka fram því sem bezt gerist hér. Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu, hefur tjáð mér að hann hafi komizt að samkomulagi við Grænlandsverzlunina dönsku um veiðiréttindi fyrir hóp þennan, en alls munu 40—50 manns taka þátt í ferðinni, sumir til að veiða, aðrir til að skoða náttúrufegurð í Grænlandi, flestir þó trúlega til hvort tveggja. Sama bleikjan og hér íslenzkir stangaveiðimenn vita eðlilega enn harla lítið um fisk- gengd við Grænland, þar eð mjög fáir hafa komið þar til veiða. Skal hér getið nokkurra atriða til fróðleiks, og sem að gagni kunna að koma þeim veiði- mönnum, sem til Grænlands ætla nú um helgina, svo og þeim, sem síðar munu á eftir fylgja. Rétt er að taka fram, að lítið er um lax í Grænlandi, þótt margir haldi annað. Stafar það af því, að Dan- ir kalla bleikjuna Grænlandslax, en það er hinsvegar sama bleikj- an og veiðist hér á íslandi, nefn- ist á ensku Arctic Char og á latínu Salvelinus Alpinus. Lax, Salmo Salar, er talinn veiðast að- eins í tveimur ám ú Grænlandi, í Kugsuak í Tasermiutfirði og í Kapisigdltit í Godthaabsfirði. Þótt þarna sé um að ræða sömu bleikjuna og hérlendis, þá er rétt að geta þess, að bleikjan aðhæf- ist staðháttum og getur því verið nokkur munur á henni, eftir því hvar hún veiðist. Veiðimenn munu kannast við að bleikja, sem veiðist á Suður- og Vesturlandi er lítið eitt frábrugðin því, sem gerist t.d. á Norðurlandi. Bleikj- an við S-Vestur-Grænland mun líkjast þeirri bleikju, sem veið- ist t.d. í Fnjóská og Hafralónsá í Þistilfirði. f grænlenzkum ám er þó yfirleitt miklu meira magn af henni, og segja þeir, sem séð hafa bleikju þar í göngu, að hyljir séu stundum til að sjá eins og í þeim væri snurpuð síldartorfa. Mun þetta gífurlega bleikjumagn einkum sjást á norðausturströnd Grænlands síðla sumars, en að sjálfsögðu er einnig geysilegt magn af henni í S-Vestur-Græn- landi. Bleikjan hagar sér svo á S- Vestur-Grænlandi, að er ísa tek- ur að leysa af vötnum í maí- byrjun, gengur hún úr vötnum og niður í sjó. Er hún þá yfir- leitt horuð. Þessi niðurganga bleikjunnar er í nánu samhengi við annað náttúrufyrirbrigði. í maí eru allir firðir á S-V-Græn- landi fullir af loðnu, sem bleikj- an nærist á og fitnar mjög ört. Hún gengur síðan aftur í árnar í júlí og ágúst. Millibilsástand Það verður því eins konar milli bilsástand, sem íslenzki hópurinn mun rekast á í Eiríksfirði nú um helgina. En góða veiði ætti hann engu að síður að geta fengið. Loðnan gengur svo nærri landi, að auðvelt er að veiða bleikjuna úr fjörunni. Hún fer aldrei langt frá landi, snuddar gjarnan við árósana, og gengur jafnvel spottakorn upp í árnar á flóði. Hafa menn fengið þarna skín- andi veiði í sjó og við ósa. Auk þess ætti bleikjan að vera farin að fitna sæmilega, en þegar lengra kemur fram á sumar, vill hún gjarnan verða svo feit, að hún versni til átu. Um veiðitæki er það að segja, að spónn er sennilega áhrifamesta veiðitækið nú, og þá gjarnan silfurlitaðir spænir, e.t.v. með örlitlu rauðu í. Ég átti í fyrradag stutt samtal við Jóhannes Snorrason, flug- stjóra, en hann þekkir Grænland hvað bezt íslendinga. Hann sagði, að hann hefði fyrst kynnzt veið- inni við Grænland sumarið 1948. „Þá vorum við staddir í Narssars- suaq, er þangað kom Ameríkani á Katalínuræfli“, sagði Jóhannes. „Við sáum hann ganga niður að sjó með stangarprik í hendi, og glottum við tönn. En það fór af okkur hæðnisglottið, þegar hann kom aftur skömmu síðar með byrði af vænni bleikju". Jóhannes sagði, að rétt væri að leiðrétta þann misskilning, sem virtist gæta hjá mönnum, að árn- ar í Grænlandi væru silfurtærar og lygnar. Þær væru yfirleitt straumharðar, og kolmórauðar, en fullar af fiski. Væru oft við þær lygn lón, og lægi bleikjan þá oft á mótum jökulvatnsins og þess tæra. „Þá höfum við veitt hana af bryggjunum þarna við flugvöllinn, í vík skammt frá hon um, og víðar við ströndina. Bleikjan fer aldrei langt frá landi. Þarna er mjög aðdjúpt og hún lónar við fjöruna og árós- ana“. Suður — ekki norður „Þá er rétt að minna fólk á, að það er ekki að fara norður til Grænlands, þegar farið er til Narssarssuaq, heldur suður. Suð- uroddi Grænlands er langt sunn- an íslands, og Narssarssuaq er á svipaðri breiddargráðu og * Staf- angur í Noregi. Þarna er kaldari sjór en hér, og leysingar nú í al- Frainh. á bls. 25 Jóhannes Snorrason með væna Myndin var tekin í fyrrasumar ★ RUSL Á VEGINUM Eftirfarandi bréf hefur bor- izt frá Jónasi Magnússyni, Star- dal: Það er mikið talað um nú, og brýnt fyrir fóliki hér í borg, að hreinsa til utanhúss, lóðir og garða, hver hjá sér. Og er það vel. Einnig skal því fylgt svo eftir, að verði ekki hreins- að fyrir ákveðinn tima, verður það gert á kostnað eigendanna, sem telja verður enn betra, en því verður fylgt eftir með al- vöru, og fólkið veit og sér að það er gert á þess kostnað. En það er fleira en umgengn in um garða og lóðir hér í borg, sem þyrfti að líta meira eftir af bongaryfirvöldum. Á ég hér við allskonar varning og úrgangs- drasl sem fellur af vörubílum á akvegina, sem valdið getur hvorttveggja umferðatruflun og slysa'hættu. Ég hygg ag þeir munu fáir vera, sem aka hér upp úr bæn- um og um nágrenni hans, sem ekki verða varir við allskonar varning, sem liggur á vegun- um, spýtnabrak, tóma umbúðar kassa, torfþökur, margsikonar plöntubúta og heila sements- poka sem sundrast á veginum og ekki gott þegar vegir eru blautir að fá slíkar slettur á bílana. Fyrir utan það hvað ljótt er að sjá svona brak og drasl, sem liggur á vegum og vegköntum og auglýsir skort okkar á allri umferðarmenn- ingu. En það felur í sér slysa- hættu á umferðarmiklum veg- um. Ökumenn vilja ógjarnan aka á borðbúta og annað spýtna dót, sem á veginum liggur og standa naglar út úr, og verða þess vegna að sveigja snögg- lega til annarrar hvorrar hand- ar, sem getur á þann hátt valdið siysi í mikilli umferð. ★ VÆGAST SAGT, ÓSÓMI Það ætti að skylda alla bif- reiðastjóra sem flytja allskon- ar lausavarning og úrtgangs- drasl á opnum vörubílum að hafa í fyrsta lagi lokaðan gafl- hlera og einnig þegar fluttur er léttur varningur, að breitt sé segl eða net yfir, svo ekkert geti fallið af bílunum. Mér segja menn sem ferðast á vegum erlendis, að hver mað ur sem missir varning af farar tæki sínu eða einhverju fleygt bleikju í Eiríksfirði. Þessi stærð mun algeng þar, og þaðan af meiri. við tært lón við ána, sem rennur við flugvöllinn í Narssarssuaq. í það fer talsverð vinna og þar af leiðandi kostnaður. ★ ÞEGAR KONUNGUR KEMUR Ég vil aðeins bregða hér upp smámynd af möngum. Áður en N oregskonungur kom hér í heimsókn til landsins hreins- uðu vegamenn Mosfellssveitar- veginn og Þingvallarveginn austur yfir Heiði, 4 menn í 3 daga auk vörubíls. Draslið var 7 bílhlöss sem flutt var austur á Heiði og grafið niður. Það er vel og þakkarvert að þegar von er á einhverjum meiriháttar erlendum gestum sem heimsækja landið og þjóð ina, þá kemur fram sjálfsvirð- ing okkar og sómatilfinning m.a. í því að láta þrífa til og hreinsa meðfram vegum og á þeim slóðum sem slíkir gestir koma og fara um. En það er ekki nóg, þó hlaupið sé upp til handa og fóta að sópa bæinn og breiða yfir fletin, þó gestur sjáist koma, heldur verður að vekja almennt smekkvísi og þrifnað allra sem um vegina fara, svo ekfci þurfi að hrökkva við þó von sé á gesti. Tel ég að vegalögreglan eigi að hafa strangt eftirlit á öllu því sem hér hefir verið bent á. Á sama hátt og ólögletgum akstri, öku- níðingum og víndrukknum mönnum undir stýri. Jónas Magnússon, Stardal. á veginn, þó ekki sé nema eld- spýtnastokkar, er hann sam- stundis sektaður ef til hans næst. Hér hjá okkur skortir mikið á slíka umferðarmenn- ingu þó undantekningar séu á þessu sem öðru. En svo er til annar þáttur í þessari umgengisómenningu sem ég þekiki U1 hér í nágrenni, sem ekki kemur ósjaldan fyrir Það er að fólk fer beinlínis með allskonar drasl og úrgang og losar út af vegköntunum í vegskurðina. Svona óþverri hef ur verið fluttur langt austur með Þinigvallavegi í hálfum og heilum bílhlössum, og sturtað í vegsikurðina .Þetta er vægast sagt mikill ósómi, og skortur á sjálfsvirðingu. Og óvirðing sýnd öllum þeim sem um veg- ina fara og sjálfri náttúrunni. Ég efast um að fólk trúi þvi, að vegagerðarmenn verða iðu- lega meira og minna á hverju ári og oftar að hreinsa með- fram vegunum. Svona drasl sem ýmist á þennan hátt er flutt og fleygt, eða týnist af bílum, og skortir þó oft á að þetta sé gert sem þyrfti, því $ Sjálfvirka þvottavélin LAVAMAT „nova 64“ komin á markaðinn. Fullkomn ari en nokkru sinni. Óbreytt verð. AEG-umboðið Bræðurnir ORMSSON Vesturgötu 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.