Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 15
Miðvi'kuctac'ur 3. iúní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 Vallýr Péturssons 10 ár samtíöarlistar í Tate Gallery Á TATE GALLERY í London stendur nú yfir mjög merk sýn- ing á samtímalist, sett saman af listaverkum frá ýmsum löndum Iheims. í»ar getur að líta myndlist seinustu tíu ára, allskonar isma og afbrigði af ismum, nokkurs konar þverskurð af því, sem ver- ið er að gera, því sem mesta at- hygli hefur vakið og mest áhrif hefur haft á samtíðina. Þarna kennir sannarlega margra grasa, og sýning þessi hefur vakið ó- skerta athyigli um allan hinn menntaða heim. Lundúnarblöðin hafa hælt þessari sýningu mikið, og fólk hefur flykkst að frá fjar- lægum löndum til að skoða þessi listaverk. Það er ekki alltaf, sem slíku er safnað í einn stað þar sem auðvelt er að gera saman- burð og átta sig á hlutunum. Það eru margir íslendingar, sem leið eiga um London ,og nú gefst þeim gullið tækifæri til að kynnast svolítið heimslistinni, ef þeir vilja. Þetta er sem sagt al- veg við bæjardyr okkar og ein- stakt tækifæri til að víkka sjón- deildarhringinn. Ekki veitir af. Tæp fjögur hundruð lista- verk eru á þessari sýningu og höfundar þeirra hátt á annað hundrað. Allt eru þetta þekktir listamenn víðsvegar að, sumir þeirra hafa þó ekki sýnt verk sín í Evrópu áður. Það virðist ef til vill dálítið s'krítið fyrir al- menning hárlendis, þegar Pi- oasso, Braque oig Matisse eru sýndir sem gamlir meistarar, en það er gert á Tate í þetta sinn Síðan fær maður að sjá ýmis- legt, sem mundi koma sumum á óvart. Ég nefni dæmi: Uppstopp- aða geit með hjólbarða um sig miðja og rauða klessu milli horna, gamla bíla, þrykkta í massa með vö*kvapressum og margt annag furðulegt. En sag- an er ekki öll sögð með þessum dæmum. Þarna getur einnig að líta margt það bezta, sem gert hefur verið í myndlist seinustu tíu árin. Tate safnið í London hefur a undanförnum árum gert mikið af því ag halda vandaðar sýniMar á nútímalist og þannig skapað feikna aðsókn að þessari stofnun .Þau skipti, er ég hef lit- ið þar inn seinustu árin, hefur jafnan verið mannþröng svo mik il í salarkynnum safnsins, að manni hefur á stundum dottið í hug, að hér væri járnbrautar- stöð, en ek'ki listasafn. Viðar : Evrópu er sömu sögu að segja. Áhugi á samtíðarlist virðist hafa aukizt svo gífurlega síðustu fimmtán ár, að ótrúlegt virðist. Ég ætla mér ekki þá dul að fara út í að ræða einstaka lista menn eða listaverk á þessari sýn ingu, en mig langar svolítið til að minnast á samtíðarlistina yfir leitt. Megnið af því, sem þarna Ikemur fram, mundi vera kallað abstrakt hérlendás. Annars er orðið Abstrakt dálítið teygjan- legt hugtak og fer víðs fjarri, að það hafi sömu merkingu alls staðar í veröldinni. Nokkuð er af íígúratifri list þarna og einnig gott sýnishorn af seinustu tilraun um með þá list, sem nefnd er POP-list, en ég verð að játa að ég veit ekki hvað það hugtak þýðir, eða hvernig það er til komið. Surrealismi er ekki áber- andi, aðeins örfá verk, eins og tii að minna mann á að þessi stefna hafi verig iðkuð. Þarna eru öll ósköp af afbrigðum ab- strakt-listar og yrði of langt mál að telja það allt upp hér. Það sannast þegar maður hugs •r um þessa sýnimgu, hvað mi'kl- ir möguleikar blasa við nútíma- listamanni innan hins nonfígúra- tífa stíls. Samtíðarlistin virðist ek'ki eiga sér nein takmörk, hvað efni og tækni snertir.. Það er fu'llkomið frelsi, sem nú ríkir í listsköpun, samt innan vissra tak marka þ.e.a.s., sú krafa, sem gerð er til listaverks og alltaf hefur verið gerð, er sú, að listamaður- inn tjái eigin tilfinningar, ekki með eftirhermu af f.yrirmynd, heldur á myndrænan hátt með litum, línum og formum, mynd- byggingin er fyrir öllu. Öll góð list er til orðin fyrir þörf manns- ins til að skapa og njóta. Hvert f - - ’ • það tekur fáar klukkustundir að komast milli fjarlægra staða, sem áður tók mánuði. Nú er ekki fyrr búig að skapa heims- spekilega hugmynd eða lista- stefnu en maður verður var nýrra hreyfingu á næsta augna bliki. Þetta sýnir aðeins, hvað myndlistin í dag er fjörug, fersk og lifandi. Sem stendur virðast þrír brennipunktar fyrir myndlist í heiminum: París, London og New York. Á sýningunni í Tate safninu eru góð sýnishorn frá öllum þessum stöðum. Þessir skólar eru mjög ólí'kir um flest, og það er mér ómögulegt að segja um, hver þeirra er sterk- astur eða 'hver þeirra muni hafa mest áhrif. Það er eftirleikurinn, sem um það dæmir, og ef til vill óskiljanlegt og öfgar fyrir nokkr um árum, er nú orðið að rót- grónurn sannindum, sem stund- um eru notuð, sem mælikvarðar á það nýskapaða. Það eru margir, sem álíta sig fylgjast vel með í myndlist, en gera sér þó ekki grein fyrir, að geometriskt form er orðið að klassik, hefur í raun alltaf verið það. Þeir, sem næstir stóðu því, sem Kandinsky var að gera fyrir fjörutíu árum, hugs- uðu sem svo, að verk hans mundu aldrei ná almenninigs- hylli, þau væru of fjarlæg fóik- inu og aðeins fyrir örfáa út- valda, sem sérfróðir væru um myndist. Það hefur annað orðið upp á teningnum. Nú hanga málverk Kandinsky í hverju meiri háttar listasafni í heim- inum og hann sjálfur álitinn gamall meistari. Ég skal fúslega viðurkenna, að það var margt á þessari sýningu, sem ég botnaði ekkert í og enigin áhrif hafði á mig. Samt vil ég ekki segja, að það hafi allt verið forkastanlegt rusl. Það gæti alveg eins verið, að ég sé ekki móttækilegur fyrir það listaverk er í eðli sínu einkamál hvers listamanns, en komist það á framfæri við almenning, getur það orðið unaðsleg sameign allra þeirra, sem bera hamingju til að geta notið listar. Þag ef líka ann að, sem vekur eftirtekt þegar þessi sýning er skoðuð. Það er 'hraði þess tíma, sem við lifum. Hér áður fyrr stóðu tímabil í listsöigunni oft hálfa öld eða meir nú er eins og allt þjóti hjá. Heim urinn hefur misst víddir sínar, Frá sýningunni í Tate Gallery er verið að vinna eitthvað allt annað og merkilegra einhvers staðar þar, sem maður þekkir ekki til. Hver veit hvað fram kemur á næstu árum, og hver veit yfirleitt nokkuð um fram- tíðina? Menningin er á sífelldu iði, og við, sem lifum á seinni hluta tuttugustu aldar ættum að vera farin að reka okkur á það. Það er annars óskiljanlegt, hvað listin er fljót að hasla sér völl í hugum manna. Það, sem þótti sem veitir sumum öðrum list- fróun. Enginn er fullkominn. Það væri dálitið kátlegt að viður- kenna ekki eigin takmarkanir eða snobba svo fyrir modern- isma að telja allt gott. Það verður að hafa það, ef maður klikkar sjálfur. Ég vil heldur ekki bera það neinum listamanni á brýn, að hann sé að gera gys að áhorfanda sínum. Það hefur enginn ærlegur listamaður gert, fyrr eða síðar. Það eru ástæður Fernir tónleikar Sinfóníutyjómsveit íslands Sextándu og síðustu tónleikarn ir á hinni föstu starfsskrá Sin- fóníuhljómsveitar íslands á þess- um vetri voru haldnir í samkomu húsi Háskólar.s á fimmtudag í síðustu viku. Stjórnandi var Igor Buketoff og einleikari með hljóm sveitinni ungur amerískur píanó leikari, James Mathis að nafni. Tónleikarnir hófust á tilbrigð- um eftir Jón Leifs við stef eftir Beethoven. Stef þetta, sem er frá æskuárum Beethovens, er ekki sérlega svipmikið, ^g ef til vill ekki mjög vel fallið til þess að vinna úr því tilbrigðaverk. Ekki tekst heldur allskostar að brúa bilið miili tónlistarstíls ofan verðrar 18. aldar og hins „ís- lenzka” stíls Jóns Leifs, eins og hann var að mótast á árunum milli 1920 og hattar þar stundum allrækilega fyrir. Þó er verkið ekki óheyrilegt, og hefir það á sínum tíma hlotið að teljast eftir tektarvert framiag til íslenzkra tónibókmennta, þótt ekki væri nema fyrir það, að ekki munu íslenzkir menn fyrr né síðar hafa lagt út í að vinna úr stefjum Beethovens annað eða meira en hann sjálfur hafði talið ómaks- ins vert. — Verkið var trúverðug lega flutt, og var því vel tekið af áheyrendum. Viðfangsefai einleikarans var píanókonsert Schumanns. Sýndi hann ágæta og fyrirhafnarlitla tækni, en alls var verkið tekið helzt til léttum tökum, og varð flutningurinn því ekki sérlega áhrifamikill. Fimmta sinfónía Tschaikowskys var hinsvegar dregin skýrum dráttum, og Var meðferð hennar myndarleg og sköruleg. Karlakórinn Fóstbræður Efnisskráin á samsöngvum Fóst bræðra í síðustu viku skiptist nokkurn veginn að jöfnu milli íslenzkra karlakórslaga og út- lendra tónsmíða fyrir blandaðan kór. Kom þar til liðs við Fóst- brður fríður hópur söngkvenna, svo að blandaði kórinn taldi milli 60 og 70 manns. Flest lögin, sera karlakórinn söng, hafa áður staðið á söng- skrá Fóstbræðra, svo sem út- setning söngstjórans, Ragnars Björnssonar, á þjóðlaginu Gimbill inn mælti og tve lög eftir Þórarin Jónsson: Verndi þig englar og Harmábótarkvæði. Allt eru þetta gerðarleg og vel unnin lög, hið fyrsta að vísu nokkuð blendið í stíl, hið síðastnefnda hinsvegar einkar vönduð og um leið ris- mikil úrvinnsla úr fremur svip- litlu þjóðlagi svo að til fyrir- myndar má telja. — Loks var fluttur hér í fyrsta skipti í sam- fellu flokkur Jóns Nordals. Sjö lög við kveðskap frá miðöldum. Flest þessara laga hafa Fóst- bræður sungið áður, en óhætt mun að segja, að þau njóta sín stórum betur sem heild en hvert fyrir sig. Flokkur þessi er vafa- laust merkasta viðfangsefni, sem yngri tónskáidin hafa lagt karla- kórunum til fram að þessu, þjóð- legt og nýstárlegt í senn, en — því rniður — svo erfitt og vanda- samt í flutmngi, að það er ekki á færi annarra en úrvalskóra. Sama má raunar segja um hin ís- fyrir öllu, jafnvel því að mála léreft kolsvart og rammann lika, hengja upp á_ vegg og segja: Gerið svo vel. Ég held, að Bretar séu það menntuð þjóð og heiðarleg, að þeir sýni ekki nema það, sem þeir álíta sýningarhæft og ástæðu til að kynna almenn- ingi. Ef ég ætti að velja sérstaka þjóð eða skóla, sem það eftir- tektarverðasta af þessari sýn- ingu, mundi ég hiklaust velja Breta. Þeir sýna þarna nakkuð marga listamenn og til gamans má geta þess, að sýning þeirra hér í Bogasalnum fyrir ári, var gott sýnishorn af þessari þáttöku þeirra í Tate safninu. Það voru allir þeir sömu listamenn, sem áttu málverk á þessari sýningu. Af þessu getum við séð, hvað sú sýning var vönduð. Það væri gott, ef von væri á stórri og umfangsmikilli sýningu frá Bret- um hingað og að hún stæði leng- ur en sú seinasta. Það er enginn vandi að skrifa langt og ýtarlegt mál um þessa sýningu í Tate safninu, en ég læt þetta nægja. Þetta eru aðeins örfá orð til að benda fól'ki á að líta inn í Tate, ef það á annað borð á þar leið um. Við fórum nokkrir málarar til London í þeim tilgangi að skoða sýningu. Eg álit það hafa borgað sig vel og ég vildi að sem flestir íslenzfkir málarar gætu séð hvað hér er á ferð. Sýning þessi er á breiðum grundvelli og sýnir manni í allar átti. Hún kemur manni skemmti lega á óvart og hefur margt að bjóða, sumt þekkti maður að- eins af tímaritum og blöðum eða eftirprentunum. Annað hafði maður séð áður og margir gamal kunnir snilingar eru þarna, sera undirstrika á skemmtilegan hátt veldi sitt og makt. Ég held að þárna sé eitthvað fyrir alla. Sýningin heitir „Painting and Sculpture of a Decade 54—64“ og verður opin til 28. júní. Hægt er að fá myndarlega sýninigar- skrá á vægu verði, þar sem mynd er af hverju listaverki, sem á sýningunni er. Það er annars bezt að enda þessar lín- ur með því að vonast til, að i framtíðinni eigi eftir að verða það auðvelt fjárhagslega að skreppa til London, að almenn- ingur geti bæði kynnt sér lei'k- hús, hljómlist og myndlist þar í borg. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að við erum enn nokkuð einangraðir menningarlegá. Höfum ekkert húsnæði til að fá stórar sýningar og ráðum ekki við það fjárhags- lega. Við verðum að forðast að rækta nesjamennskuna, við verðum að lifa nútíma menn- ingarlífi á borð við aðrar þjóðir. Það er ekki nóg að aka í sein- ustu árgerð bifreiða og vitna um guðlega fegurð á Vorsýningu. í maí «. , lenzku lögin á efnisskránni. Þótt Fóstbræður leystu hér marga erfiða söngraun með prýði var þó blærinn á söngnum dauf- legri en stundum áður. Og ekki fellir undirritaður sig við þá upp- stillingu kórsins, að láta fyrsta bassa standa þar sem fyrsti tenor hefir jafnan áður staðið. Má mik- ið vera, ef þessi nýbreytni trufl- ar ekki söngmennina jafnt og áheyrendúr. Viðfangsefni blandaða kórsins voru flest eftir sextándu aldar höfunda, auk tveggja laga eftir lettnesk tónskáld, E. Darzins og E. Melngailis, sem áður munu vera með öllu ókunn hér. Kven- raddirnar reyndust í engu standa karlaröddunum að baki. Kórinn var mjög vel æfður og söngurinn einkar áheyrilegur og blæfagur. Tónleikarnir í heild báru vitni vandvirkni og kostgæfni söng- stjóra og kórs um verkefnaval og vinnubrögð. En svipur þeirra var alvarlegri en venjulegt er um karlakórstónleika, og stundum Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.