Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIO Miðvikudagur 3. júní 1964 f JOSEPHINE EDGAR~ 18 FIAl SYSTIR þvi af að tala um veðhlaupin. Ef viðtalið gengi vel, sagði ég við sjálfa mig, og hr. Deward réði mig, þá yrði Soffía ánægð og ég gæti beðið hana að lofa mér að fara á veðhlaupin með Brendan. Hún færi aldrei að neita mér um það. Soffía sendi lokaðan leiguvagn eftir mér næsta morgun. Hún vildi ekki eiga það á hættu, að fötin mín létu á sjá eftir jár-n- brautarferð, eða að hárið á mér yrði úfið. Ég var í rósrauða kjóln um, eins og mér hafði verið sagt. Hann var úr mjög fínu efni og fór vel, og saumakona Soffiu hafði látið mig nota með hohum mosagrænan hatt úr léttu, grófu strái, sem var með skrauti af sama lit og kjóllinn. Þegar ég steig út úr leigu- vagninum við gistihúsið, sá ég vagn Soffíu þar fyrir utan. Hún var augsýnilega að bíða eftir mér, því að hún kom strax svíf- andi út í sólskinið, í fallegum a ljósgráum fötum. Og brátt skrölt um við í áttina til Strand. • Soffía hallaði sér aftur í sæt inu og mældi mig vandlega með augunum, rétt eins og hershöfð- ingi við liðskönnun. Svo hallaði hún sér að mér, losaði ofurlítið um hárið á enninu á mér, og kinkaði síðan kolli. Þú ert svei mér séleg, Rósa litla, sagði hún. Þú skalt ekki láta neinn kom- ast upp með að segja, að þú sért ekki falleg. Það er til bæði fallegt útlit, hreyfingar og svo eitthvað, sem ekki er hægt að lýsa, en sést strax, ef litið er á mann eða konu. Skilurðu hvað ég á við?“ Mér duttu í hug blá augu með svörtum augnahárum og svaraði í hugsunarleysi: „Er það eins og hann Brendan?“ Ég áttaði mig strax á því, að ég hafði hlaupið á mig, og þegar Fía leit fast á mig, sagði ég vesældarlega: — Ja, hann er nú laglegur, — og mér duttu í hug orðin, sem ég átti eftir að segja um veðhlaupin, og vonin hjá mér gufaði upp samstundis. — Þér þýðir ekki að vera að leita eftir þessu hjá karlmönn- um sagði Fía, með áherzlu. — Karlmaðurinn þarf ekki að hafa nema eitt til að bera — pen- ingana. En þú hefur þetta, sem ég var að tala um, <Rósa litla. Þú færð karlmennina til að líta upp. En gættu þín að líta ekki of mikiði upp sjálf, fyrr en þú hefur fundið þann rétta. — Líklega þá einhverra eins og Hugh Travers, eða hvað? sagði ég ólundarlega, en hún hallaði undir flatt og leit á mig með skrítnu brosi, eins og hún vildi segja: — Jæja, svo blessað barn ið getur lesið, án þess að stafað sé fyrir það. — Hvað er að honum Hugh litla? spurði hún. — Hann er . . . hann er . . Ég leitaði að rétta lýsingaorðinu. — Hann er enginn karlmaður. Hann er eins og stelpa í fram- an. Fía hló. — Þær eru víst marg- ar stúlkurnar, sem vildu gefa augun sín fyrir hann, Rósa. Það kann vel að vera, að hann sér enn ekki annað en strákbjáni, en einhverntíma verður hann Woodbourne lávarður. Og sem frú Woodbourne gætirðu haft það, sem þú vildir án þess að þurfa að gera rellur út af smett inu á honum. Ég starði á hana og reyndi að leyna viðbjóði mínum. Þegar hún var í þessu horninu, vissi ég aldrei, hvort henni var alvara en nú var eins og hún væri hrædd um að hafa gengið of langt, því að hún lagði höndina mína. Og það var innilegt velvildarbros I augum hennar, sem minnti mig á alla þá ást og vernd, sem hún hafði veitt mér, svo lengi sem ég gat mun- að aftur í tímann. Ég skammað- ist mín fyrir að hafa nokkurn tíma hugsað neitt misjafnt um hana. — Kærðu þig kollóttan, Rósa mín, sagði hún blíðlega. — Þú ert ekki nema átján ára. Þú átt eftir mörg ár til að skemmta þér, og þú ert á leið á rétta staðinn til þess. En mundu eftir að vera góð stúlka. Það borgar sig að lokum. Svipurinn á henni harðnaði. — Ef ég hefði haft einhvern til að segja mér það, þegar ég var átján ára, væri allt öðruvísi en það er. Vagninn skrölti nú upp að íeiksviðsdyrunum á Frivolitry, og hún leit á úrið sitt. — Við komum alveg mátulega. Jæja, vertu nú bara ekki hrædd. Svar- aðu því, sem þú ert spurð um. Deward gamli er enginn mann- æta. Ekillinn opnaði vagninn fyrir okkur, lækkaði tröppuna, og hjálpaði okkur út. Ég leit upp á skrautlega framhlið hússins. Leiguvagnar og aðrir vagnar voru að lenda þar og fallegar stúlkur stigu út úr þeim, sumar veifuðu til að kveðja fylgdar- mann sinn, en allar flýttu sér að leiksviðsdyrunum. Fía leit á þær og síðan á mig og sagði með festu: — George gamli má vera blábjáni ef hann vísar þér frá. Deward vísaði mér ekki frá. Hann var laglegUr, rjóður, upp- rifinn maður, með hrokkið, grátt hár, og varir, sem voru síbros- andi undir klipptu yfirskegginu. Skrifstofan hans var stór og vissi út að Strand, öll þakin aug lýsingum og Ijósmyndum. Hann stóð upp frá skrifborði, sem var allt á kafi í skjölum, þegar við komum inn og heilsaði Fiu inni- ©PIB - HACtN lega og kyssti hönd hennar, og setti hana síðan í bezta stólinn. Svo sneri hann sér við og leit á mig. — Jæja, þetta er þá litla syst- irin? sagði hann. —Heldurðu, að hún geti geng- ið, Geo? spurði Fía. — O, seisei já, hún getur geng ið. Svo sneri hann sér að mér. — Svo að þig langar að komast á leiksviðið, góða mín? — Ég glápti á hann. Allt í einu var ég ekkert hrædd leng- ur. Ég fann til einhvers sjálfs- trausts. Ég svaraði: — Ekkert sérstaklega. Ég get ekkert leik- ið, ef þér eigið við það. En ég vil einhvernveginn vinna fyrir mér, og vera sjálfstæð. Gætuð þér bent á aðra betri leið til þess? — Nei. Hann virtist hafa áhyggju af einhverju í framkomu minni, ef til vill hreinskilni minni og svo æskunni. Nú orðið veit ég, að það var sakleysið mitt, en það vissi ég auðvitað ekki þá. Hann leit fast á Fíu. — Þú ert viss um þetta, Soffía, eða hvað? Hverju ertu að sækjast eftir fyrir telp- una. Þú veizt vel um freisting- arnar, sem bíða þeirra hérna. — Þær eru allsstaðar, freist- ingarnar, fyrir stúlku, sem er BYLTINGIN I RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD er byltingin var komin á, og vorið nálgaðist. Hvað snerti her- inn á vígstöðvunum, var þar um mikið vandamál að ræða, hann var í slæmu ástandi og enginn vissi, hvort Þjóðverjar væru að búast til sóknar eða ekki. Ef svo færi, var sáralítillar hjálpar að vænta frá Bandamönnum, því að þeir höfðu nóg í að snúast, þar sem var katbátahernaður Þjóðverja, og enda þótt járn- brautin til Murmansk væri full- gerð, var rétt svo, að hún væri komin í gagnið; hún gat ekki einu sinni flutt vopnin og skot- færin, sem Bretar og Frakkar höfðu þegar afhent þar. Ástandið var svo svart, að engar breytingar gátu á því orð- ið nema til batnaðar, enda fór það svo, að síðari hluta 'marz- mánaðar, þegar Rússland var alveg að þrotum komið, snerist það því í vil. Þýzki flotinn réðst ekki á Kronstadt, og þegar sókn þeirra á landi kom, var hún með hangandi hendi gerð. Einhvern- veginn — ef til vill að hvötum Ex-Com sjálfs — komust spor- vagnar verksmiðjur og bankar í gang aftur, svo og vopnabúrin, og skrifstofulýðurinn tók til starfa aftur. Og enda þótt áskor un Petrogradsovétsins til allra erlendra verkamanna og her- manna, að rísa gegn kapítalista- herrum sínum 1) gæfi ekki einu 1) Þessi áskorun byggðist á upp kasti, sem Gorky hafði samið. Þar í stendur: „Verkmenn allra landa, við réttum yður bróðurhönd yfir valkesti bræðra okkar, yfir stórfljót saklauss blóðs og tára, yfir rjúkandi rústir borga og þorpa, yfir hin hverfandi menningarverðmæti, og áköil un ykkur að endurreisa og styrkja alþjóðaeiningu. í henni er tryggingin fyrir framtíðarsigrum okkar og al- gerri frelsun mannkyns. ör- eigar allra landa, sameinizt!“ sinni bergmál í tómu loftinu, barst Rússlandi hjálp frá öðrum aðilum: Bandaríkin, Frakkland, Bretland og Ítalía voru fljót á sér að viðurkenna bráðabirgða- stjórnina, svo að minnsta kosti átti hún viðurkenrjjngu í um- heiminum. Og, sem mikilvægara var: Bandaríkin voru ekki ein- ungis í þann .veginn að gerast stríðsaðili Sjálf, heldur voru þau og reiðubúin að styrkja bráðabirgðastjórnina bæði með vörum og fé. Paléologue skrifar, skömmu fyrr en þetta gerðist: „Ég hefði aldrei getað trúað því, að tvö mikil lönd eins og Rússland og Bandaríkin gætu haft jafnlítið álit hvort á öðru og raun er á. Sem manngerðir eru Rússinn og Bandaríkjamaðurinn hreinar andstæður........Vilji Rússans er alltaf aðgerðalaus og reikull: siðferðilegan aga þekkir hann ekki, og hann er aldrei ánægður nema í draumalandi. Banda- ríkjajnaðurinn er framtakssam- KALLI KÚREKI Teiknari; FRED HARMAN WHILE VOU'RE SPKAVHO’ LEAP AKOUIOD WPISCR.IMIIOATE, BOSSS> CAMTAKE HISTIME AIO'MAILVOUi PLUMB CEMTER? FORALLYOU kfOOW, HE'S A PEAD SHOT.* , YOU EVER. THINK ABOUT THAT ? . \ I / I>eim lenti illilega saman áður en lauk, honum Gamla okkar og prófess or Boggs. Og það gekk svo langt, að Gamli var farinn að æfa sig í skot- fimi að húsiabaki. Þar kom Kalli að honum og leizt ekki á blikuna. — Miðað við þetta sýnishom af skotfimi þinni held ég ekki að ég myndi hætta mér í deilu við nokkum mann væri ég í þínum sporum. — Ég verð að halda uppi heiðri mín um og það er háttur hraustra manna að láta byssurnar jafna sakir. — Fólk heldur mig huglausan ef ég læt prófessor Boggs líðast að kalla mig bófa og geri ekkert i málinu. — En þú getur ekki hitt neitt. Allt sem þú myndir afreka væri að loft- gata nokkra saklausa áhorfendur. — Og á meðan þú værir að strá um þig blýinu getur Boggs tekið mið í ró og næði og hitt þig beint milli augnanna. Þú veizt ekki nema hann sé meistaraskytta. Hefurðu nokkuð hugsað út í það? ur og hagsýnn að upplagi, með skyldukennd og vinnuástríðu. Rússneskir heldrimenn telja Bandaríkjamenn eigingjarna, óskáldlega og ruddalega þjóð, án erfðakenninga og virðuleika, sjálfsagt athvarf lýðræðisins, og svo júða og stjórnleysingja. í augum Bandaríkjamannsins er Rússland ekki annað en ranglæti keistarastjórnarinnar, grimmdaræði, júðaofsóknanna og fáfræði og drykkfeldni al- múgans“. Þetta kann allt saman að vera satt, en hitt er jafnvíst, að Banda ríkjamenn voru þessu vinveittir, og veittu því fúslega aðstoð Súðavík FYRIR nokkru tók Kristján Sveinbjörnsson að sér um- boðsmennsku fyrir Morgun- blaðið í Súðavík. — Geta þeir Súkvikingar er óska að fá Morgunblaðið, þvi snúið sér til Kristjáns. Ólafsfjörður Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Ólafsfirði er Har- aldur Þórðarson, kaupmaður í Verzl. Lín. Aðkomumönn- um í bænum skal á það bent að Morgunblaðið er selt í lausasölu i verzlun hans. Stykkishólmur Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Vikingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafóiki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.