Morgunblaðið - 08.01.1965, Page 1

Morgunblaðið - 08.01.1965, Page 1
24 síður 52. árgangur. — Föstudagur 8. jamíar 1965 Prentsmið.ia Morcunblaðsins. Unnið að stjóraar- niyndun í Saigon en ókyrrt orðið í Hué Saigon, 7. janúar, NTB—AP UNNIÐ er nú að því af kappi í Saigon og komið á nokkurn rekspöl, að leysa stjórnarkreppu þá, sem þar hefur ríkt undanfar- ið. Eru allar líkur taldar á’, að m. a. verði látnir lausir menn þeir, sem sæti áttu í þjóðarráðinu svonefnda og fangelsaðir voru rétt fyrir jól- in, að aftur verði komið á fót ýmsum opinberum stofnunum, og þær fái viðurkenningu hersins, og kallað verði saman annað, eða nefnd forráðamanna ríkisráðs- ins, í stað þess er áður var. Mynd þessi var birt í gær til áherzlu þeirri yfirlýsingu brezka flughersins að „Victor V-sprengjuflugvélar hans væru til taks, hvenær sem þurfa þætti, að fara sem skjót ast austur til Malaysíu að verja þar land fyrir Indónes- um. Nokkrar slíkar vélar eru þegar komnar þangað. Mynd- in er tekin á æfingu einnar vélarinnar og sýnir er hún varpar sprengjum sínum, 35 að tölu. Hver þeirra vegur hálfa smálest. Bandaríkja- maður sakaður um njósnir Waslhington, 7. janúar, NTB, AP. MAÐDR nokkur hefur verið handtekinn í New York, sakaður um njósnir fyrir Sovétríkin, að því er bandaríska sambandslög- reglan, FBI, tilkynnti í dag. Heit- ir maður þessi Robert N. Thomp- son, 29 ára gamall, busettur í New York og starfaði þar við olíusölu. Hann komst í samband við sovézku njósnastarfsemina á árunum 1957—58, er hann gegndi herskyldu í Þýzkalandi. Síðan herskyldu Thompsons lauk, árið 1959, hefur hann unnið eð njósnum fyrir Sovétríkin af og til, í samráði við Feodor Kudashkin sovézkan borgara, og únafngreinda starfsmenn hans. Bagði yfinmaður FBI, J. Edgar Hoover, að upplýsingar þær, sem Thompson hefði komizt ytfir og (engi'ð i hendúf hinum sovézku Framh. á bls 2 „Það fær mig eng- inn ofan af þessu44 segir Sukarno um þá ákvörðun sína að segja Indonesíu ur samfökum S.Þ. New York, Djakarta, Kuala Lumpur og Singapore, 7. janúar, NTB. AP. SUKABNO Indónesíuforseti sagði í dag á útifundi í Djakarta, að fjöldi ríkja hefði farið þess á leit við Indónesíu að hún hyrfi frá þeirri fyrirætlun sinni að segja sig úr samtökum S.Þ. „En ég bara þakkaði fyrir umhyggju- semina og sagði að ákvörðun mín væri óhagganleg". Sukarno lagði á það áherzlu, að úrsögn Indónesíu tæki til allra stofnana S.Þ., Indónesía myndi ekki fram- ar hafa nein afskipti af UNICEF, FAO, WHO og UNESCO eða öðrum sérstofnunum S.Þ. KVaðst Indónesíuforseti hafa að baki sér stuðning „allrar þjóðarinnar, ráðherra minna og allra yfir- manna hersins"- og bætti við „Og við erum hvergi hræddir“. Sukarno ítrekaði, að Indónesía myndi halda áfram baráttu sinni gegn tilveru Malaysíu og sagði að í sínum' augum v'æri það ríki ekki til. Talsmenn S.Þ. í New York segja, að þá fyrst sé Indónesía I hætt að vera aðildarriki S.Þ. er ' fyrir liggi skrifleg yfirlýsing landsstjórnarinnar um úrsögn landsins úr samtökunum. Sendi- nefnd Indónesiu hjá samtökun- um kveðst enn ekki hafa fengið um það fyrirmæli frá Djakarta að fylgja eftir yfirlýsingu Sukarnos forseta um úrsögnina. Minna menn á það, er Rússar gengu eitt sinn af fundum sam- takanna til þess að mótmæla því að Kina fengi ekki aðild að S.Þ., en sögðu sig samt ekki úr lögum við samtökin. Fregnir herma, að í Djakarta !í.isst*órn Krags * í Arnasaffn (Einkaskeyti til Mbl. frá Rytgárd). NÆSTKOMANDI þriðjudag kemur danska rikisstjórnin í heimsókn í Árnasafn til þess að skoða handritasafn stofnun arinnar, og kynna sér að nokkru vísindastarfsemi þó, sem þar fer fram. Heimsókn þessi verður að loknum . venjulegum þriðju- dagsfundi í forsætisráðuneyt- ■inu og verða allir ráðherrarn ir úr stjórninni þar saman- komnir. hafi það haft mun meiri áhrif á hugi manna aiiimennit að Muriba flokkurinn skuli hafa verið bann aður en að Indónesía hygðist segja sig úr S.Þ. Murba-flokkur- inn er að sönnu ekki ýkjafjöl- mennur, en áhrifa hans gætti mjög í íandinu. Er þetta talinn mikill sigur fyrr kommúnista, sem með banni þessu losni við enn einn skipulagðan andstöðu- fiokk sinn. Þá vék Sukarno að þeirri skoð un sinni, að þjóðir sem orðið hefðu að þola árásir yrði sterkari eftir en áður og nefndi þvi til sönnunar Kína, Norður-Vietnam og Norður-Kóreiu. „Við skuiuim horfast ótrauðir í augu við erfið leikana,“ sajgði Sukarno. „Með því móti einu að sigrast á þeim getum við orðið mikil þjóð . . . nú er um að gera að halda áfram og láta aildrei uindan síga.“ Sukarno var harðskeyttur í Framhald á bls. 22. Sprengjuflugvélar stjórnarinn- ar gerðu í dag árás á bækistöðv- ar Viet Cong norð-vestur af bæn um Binh Gia, um 65 km. austur af Saigon, en þar hafa verið miklir bardagar undanfarið, og telja bandariskir hermálasérfræS ingar i S-Vietnam, að Viet Cong hafi nú á prjónunum mikil áform um að umkringja höfuðborgina. í Hué, einu helzta vígi Búdda- trúarmanna í miðhluta landsins, var mikil ókyrrð í gær meðal stúdenta og Búddatrúarmanna. Þar var allsherjarverkfall, lokað öllum verzlunum, skrifstofum og skólum. Umferðartruflanir voru þar einnig af völdum 1590 manna sem tóku sér sæti á brú einni í miðborginni og urðu ekki hafð ir á brott þaðan með góðu. Mörg um lízt illa á blikuna og minnast þess að það voru einmitt óeirð- ir stúdenta og Búddatrúarmanna í Hué sem urðu að falli stjórn Diems áður. Stjórnarherinn telur sig hafa fundið plögg nokkur er skýri frá fyrirætlunum Viet Cong og segir þar, að lagt verði til atlögu á þrennum vígstöðvum. Eigi út- sendarar kommúnista að efna til óeirða og uppþota gegn stjórn- inni og jafnframt róa að því öll- um árum að spilla samkomulagi innan stjórnarinnar og í her landsins og loks eigi þeir að grípa til róttækari aðgerða til fram- dráttar hinu tvennu, þegar heppi lega standi á. Freghir herma,. að Filippsey- ingar hafi boðið Bandaríkjamönn um að senda milli 3.000 og 8.000 sjálfboðaliða til S-Vietnam til að stoðar í baráttunni gegn skæru- liðum kommúnista. Kínverska fréttastofan „Nýja Kína“ segir í dag, að „skip Banda ríkjanna og leppa þeirra i S- Vietnam“ hafi skotið á Con Co eyju, en horfið á brott að 15 mín. liðnum. ‘Bandaríska fréttastofan AP skýrði frá þessu í dag og bætir því við, að eyju þessa finni fréttamenn hennar hvergi á korti. Johnson mœlir með frum- varpi um heilsugæzh Washington, 7. jaúar, NTB. JOHNSON forseti mælti í dag (yrir fruamvarpi um heilsugæzlu i Bandaríkjunum, þar sem á- herzla er lögð á baráttuna gegn Bjúkdómum þeim sem flestum dauðsföllum valda árlega þar í landi. Vildi Johnson láta koma á fót heilsuvemdarstöðvum viða i Bandarikjunum til varna og bs.ráttu gegn krabbameini, hjarta sjúkdómum og heilablóðfalli. Þá skoraði forsetinn á þingið að samþykkja nú lög þau, sem ekki náðu áður fram að ganga, um aukna almenna heilsugæzlu og sjúkratryggingar og sagði, áð mikið væri í búfi að vel tækizt til um þessi mál, aldrað fólk ætti heimtingu á sgúkrahjáip og sömuleiðis þyrfti að tryggja heilsuvernd ungbarna og mæðra þeirra. Sagði Johnson að þörf væri á miklum fjölda lækna og tannlækna til viðbótar þeim sem sem fyrir væru í Bandaríkjunum og ekki veitti af að taka allt heiisuigæzlukerfi rik- isins til gagngerrar endurskioðun- ar. Johusou forseti mælir með frumvarpinu um almenna heilsu- gæzlu í bandaríska þinginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.