Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 8. janúar 1965 SVARTAR RAFPERLUR EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY gera einhverja uppgötvun, sem stæði áreiðanlega í einhverju sambandi við rafperlubandið. Samt var nú Miles, sem enn vissi ekki hver hún var, sá aðil inn, sem hún óttaðist mest, og enn gat hún pkki komið sér að því að opinbera honum þetta leyndarmál, sem öll hin vissu um. En hún skyldi nú samt gera það. En bara ekki alveg strax. V. Næstu dagana eftir að Tracy átti samtalið við Murat, var allt með kyrrum kjörum. Þar eð hún hafði nú lykilinn að vinnustofu Miles og honum var sama þó- að hún væri þar ein, gat hún farið þangað allra sinna ferða og haft nóg að gera. Engar blaðahrúgur hennar höfðu verið færðar ú.r lagi aftur, né heldur hafði henni verið neinn grikkur gerður. Hvað snerti sögu Tyrklands, var hún smámsaman að verða fróðari. Hún varð þess vör, að Miles hafði lagt mikla vinnu í þessa bók. Að minnsta kosti í fyrri helming hennar. En sið- ustu mánuðina var líkast því sem eitthvað hefði dregið af honum. Einu sinni eða tvisvar hafði hún getað veitt upp úr honum ýmislegt um staði þá, sem hann hafði heimsótt í Tyrklandi. Þá var eins og áhugi hans lifnaði við. En þó ekki til frambúðar, og aft- ur gat hann fallið í þetta leti- mók. Stundum sat hann bara við borðið og hafðist ekki að, en starði út í bláinn, eða hann þaut út úr stofunni og fór í langar göngur. Oft tók hann saman áhöld sín síðla dags og hvarf. Þó gat hann ekki hafa farið langt, því að bíll inn var kyrr í skúrnum. Miles var fljótt kominn aftur. Eftir svona brotthlaup, var eins og óróinn og óþolinmæðin lægi þyngra á honum en nokkru sinni áður. Hann gaf enga skýr- ingu á þessu, og það var ekki viðeigandi fyrir Tracy að fara að spyrja hann, hversu mjög sem hana langaði til að vita ástæð- una. Hún sá sáralitið til Murats eða Fazilet, nema þá rétt við mál- tíðir. Og frú Erim sá hún alls ekki. Þegar tuttugu og þriggja ára afmælisdagur Tracy kom, nefndi hún það ekki við nokkurn mann. Hún var fegin að mega bara vinna í rólegheitum þennan dag. Miles var í einni þessara löngu þagna sinna og virtist alls ekki taka eftir henni. Hann fór út síð degis, og nefndi ekki á nafn, hvert hann væri að fara, frem- ur en endranær. Tracy var alein við vinnu sína, þangað til Halide kom með ekkí alls óvænt skilaboð um að hún kæmi í Brekkuhúsið á fund frú Erim. Ailan tímann síðan Tracy talaði við Fazilet, nokkrum dög- um áður, hafði hún búizt við þessári stefnu. Þar sem Sylvana vissi sannleikann um hana, gæti hún ekki látið þetta dragast von úr viti. Þennan dag, gagnstætt venju, voru öll gluggatjöldin frá í sal frúarinnar, svo að sólin hafði greiðan gang inn í hann. Sylvana sat upprétt í legubekk, upp við hrúgu af koddum, en annar arm- ur hennar hvíldi á borði, sem þar var til hliðar við hana. 19 Þetta var eftirtektarverð sjón, ekki einasta vegna þess að gull hærða konan í safrangula kjóln- um var þarna heldur vegna þess að tevélin góða stóð á borðinu hjá henni, með allan sinn málm- gljáa. Hún hafði verið fægð vand lega, svo að nú gljáði hún sterkt í sólinni. — Gerið svo vel að koma inn, ungfrú Hubbard, sagði Sylvana, án þess að hnika höfði. — Það truflar ekki hann hr. Radburn þó að við tölum ofurlítið sam- an. Þegar Tracy kom inn i salinn, hafði hú,n tekið eftir því, að Miles hafði sett upp málaragrindina sína við gluggann og stóð með pensil í hendi og beindi allri athygli sinni að léreftinu sem fyrir framan hann var. Nú var hann aftur að mála — mála frú Erim og tevélina henn- ar. Það jók ekki á rósemina hja Tracy að rekast á hann einan með frúnni. Þegar svona tæki- færi bauðst, hvað gæti frúin ekki hafa sagt honum um hana Eða hvað gæti hún nú sagt, að honum áheyrandi? Tracy settist á legubekkinn, þar sem hún hafði setið fyrsta daginn þarna. — Hr. Radburn segir mér, að þér hafið reynzt honum gagn- legri, en hann bjóst við og yður gangi vel með verkið, sagði Sylv ana, án þess að breyta steilingu sinni. — Það þykir mér vænt um að heyra, sagð Tracy. Miles veitti hvorugri þeirra neina eftirtekt. Hann hleypti brúnum, rétt eins og honum væri alveg sama um, hvað kæmi á léreftið hjá honum. — Kannski þér vitið nú orð- ið, hve langan tíma verkið muni taka? spurði Sylvana. Hvað hald ið þér um eina viku enn? Tvær vikur? — Ég veit það ekki, svaraði Tracy varfærnislega. — Hr. Rad burn hefur pantað handa mér almennilegan spjaldaskáp frá Istanbul. Undir eins og-hann er kominn, get ég raðað efninu með registri. En þangað til er ég að vélrita handritið, sem hefur ver ið leiðrétt. Það er ennþá mikið verk eftir. Höndin á frúnni hreyfðist eitt hvað í kjöltu hennar og hún virt- ist ofurlítið óþolinmóð. Miles sagði samstundis: — Haltu hendinni eins og hún var. Ég vil láta hringinn sjást. Steinn inn í honum verður það eina græna í allri myndinni. — Hann vill ekki lofa mér að sjá myndina, tautaði frúin í rellu tón við Tracy, og sneri svo hend inni, svo að stóri ferhyrndi smar agðurinn glitraði og kastaði ljós- geislunum í allar áttir, og spegl aðist eirgrænn í tevélinni. — Hann segir, að ég fái ekki að sjá myndina fyrr en henni er lokið. En svo að við snúum okk ur aftur að verkefni yðar, ung- frú Hubbard. Þegar þessi spjald- skrá er komin í lag, er þá ekki von til að hr. Radburn geti sjálf- ur séð um að hafa röð og reglu á dótinu sínu. Eða jafnvel, að ég geti hjálpað honum til þess. Hendurnar á konunni voru nú kyrrar og bláu augun róleg, en ofurlítið hafði stríkkað á vör- unum. Það var enginn vandi að sjá, að frúin hafði einhverjar sérstakar tilfinningar til Miles Radburn. En væri það svo, hvern ig voru hans viðbrögð við því? Tracy fann, að hún leit tii hans, óró í skapi. Miles lagði frá sér pensilinn og horfði með vanþóknun á lér- eftið. — Reyndu að komast að efninu, Sylvana. Segðu Tr^cy, hvað þú vilt. — Englendingar eru svo ber- orðir, tautaði Sylvana. — Jæja, þá skal ég segja yður það. Ég á marga vini, sem eru í þann veginn að koma í heimsókn til mín frá París. Eins og þér skilj- ið, er yðar herbergi og það næsta fyrir innan það, Bosporusmeg- in í húsinu og því eftirsóttust af gestum. Mér þykir það leitt . . . en . . . — Þér viljið auðvitað, að ég flytji míg, sagði Tracy. Sylvana leyfði sjálfri sér ofur lítið bros. — Mér þykir vænt um, að þér skulið skilja þetta. Kann ski þykir yður ekki fyrir því að rýma þetta sérstaka herbergi? Trácy stirðnaði ofurlítið, er hún minntist þess, að þetta her- bergi hafði Annabel haft. — Hversvegna ætti hún að sjá eftir því? spurði Miles. Svarið kom, mjög svo blíðlegt: — Sjávarhljóðið í Bosporus, kuldinn, rakinn . . . auðvitað. — Ef þú ert í hraki með hús- næði, get ég vel flutt til Istam- bul, þennan tíma, sem ég á eft- ir að vera. Ég býst við, að það gangi strætisvagnar hingað, sagði Tracy. — Það væri bæði erfitt og ó- þægilegt, sagði Miles. — Hve- nær koma þessir blessaðir ges^- ir þínir, Sylvana? Frú Erim lyfti brúnum, eins og ofurlítið ávítandi, en lét und an og lét sem það væri með góðu. — Það er hugsanlegt, að við get um frestað þessari heimsókn eitt hvað ofurlítið. Ég vil ekki gera þér nein óþægindi. — Fínt er, sagði Miles. Tracy tók eftir því, að hún ispennti fast grei|;ar í kjöltu sinni. Ogustan var unnin, með hjálp Miles, en það var henni ekki nein veruleg huggun. Hún stóð upp úr sæti sínu, þar eð hún hélt sig vera afgreidda, en þá ávarpaði Miles hana aftur. — Komið þér hingað og lítið á þetta, sagði hann. — Stund- um finnst mér, sem betur sjái augu en auga. Enda þótt Tracy vildi helzt af öllu sleppa út, hlýddi hún þessu. Hún sá strax, að á þessu mál- verki átti ekki að verða nein þoka. Hann var að mála frúna með gull- og eirlitum, svo að lér eftið skein og gljáði. Það mark aði þegar fyrir laginu á tevél- inni og svo var gulleit mynd, sem hefði getað átt að vera kon- an, á legubekknum. Ennþá var þetta aðeins frumdrög og and- litinu var hann ekki farinn að snerta við. — Það vill ekki lifna, sagði Miles í hálfum hljóðum. .— Lit- irnir eru góðir og eins heild^r- sköpulagið. En það vill ekki koma neitt líf í það. — Góði Miles, þú mátt nti ekki láta hugfallast of snemma, tók Sylvana fram í. Þú nærð þér bráðum á strik og ég er ekki f vafa um, að þetta málverk gerir þig frægan. — Ég er nú ekkert að hugsa um neina frægð, sagði Miles. — Það er þetta áhugaleysi mitt á mák aralistinni yfirleitt, sem angrar mig. í orði kveðnu langar mig til að mála. En ég finn bara aldrei neitt efni, sem getur komið neist anum í bál. Þessi hálfyrði um, að Miles fyndist hún ekki nógu gott verk- efni, féll frúnni ekki \ geð. Tracy frlýtti sér að beina samtalinu inn á aðrar brautir. — En hvað tevélin er falleg sið an hún var fægð. Ætlið þér a4 nota hana, frú Erim? - - Blaðburðarfólk óskast til blaðburðai í eítirtalin hveríi Þingholissfræti Freyjugata Lynghagi Laugavegur frá 1-32 Laugavegur frá 33-80 Barónsstígur Lindargata Grettisgata frá 2-35 Meðalholt Flókagata Sími 22-4-80 KALLI KUREKI — >f — Teiknari: J. MORA J>fP WATtfJfS THSCLA/rt- wi/MPees e/pe oprfoe PMMCL£ ZOCK. M/SL£P BY TH£ PAL S£ Pie£CT/OWS THET TOPK pgOMH/3 SAPPLEBAOS-• Kalli gefur námuræningjunuim gæt ur, þar sem þeir ríða í áttina til Pinn- aclefjalla, afvegaleiddir af hinum falska uppdrætti, sem þeir tóku úr Böðulpoka Kalla. „Að minnsta kosti, ég er enn á I. , ‘ „Ég held ég megi teljast heppinn, þó ég hafi að vísu fengið skot í öxl- ina, sé hestalaus og hafi aðeins rödd þessara tveggja morðingja til að fara eftir, því ég sá þá aldrei nógu greini- lega til að þekkja þá aftur.“ Það eru þrjátíu kílómetrar yfir sléttuna til Pinnaclefjalla, en það er eini staðurinn í nánd, er ég veit um þar sem hægt er að fá vatn og hest, jafnvel þó svo fari, að ég þurfi að drepa tvo glæpamenn til þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.