Morgunblaðið - 08.01.1965, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.01.1965, Qupperneq 12
12 MORGU N BLADIÐ Föstudagur 8. janúar 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480, á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. — VERUM BJARTSÝNIR, EN RAUNSÆIR. k ramótaávarp Bjarna Bene- diktssonar, forsætisráð- herra, var mjög athyglisvert, en út af því hafa hins vegar spunnizt furðulegar umræð- ur. Tíminn hefur látið að því liggja, að forsætisráðherra hafi sagt, að íslendingar hafi ekki efni á að byggja upp sjálfstætt og fullvalda ríki, og einn af ritstjórum þess blaðs hefur ráðizt að forsætis- ráðherra í útvarpsþætti. Ekkert er fráleitara, en að túlka megi orð forsætisráð- herra í áramótaávarpinu á þann veg, sem Tíminn reynir að gera. Þvert á móti gætti Bjarni Benediktsson þeirrar skyldu sinnar, sem forsætis- ráðherra, að gera þjóð sinni sem gleggsta grein fyrir að- stöðu hennar allri, svo að ljós ara væri hvað til þess þyrfti að styrkja hið íslenzka full- veldi. í niðurlagi" ræðu sinn- ar sagði forsætisráðherra m.a.: „Við höfum sjálfir valið okkur veglegra og kostnaðar- samara verkefni en nokkur annar svo fámennur hópur í veröldinni við jafnerfið skil- yrði. það verkefni er að láta sjálfstætt menningarríki blómgast á þessu fámenna, misveðrasama eylandi norð- ur í höfum, og haga svo með- ferð mála að hér megi allir komast til nokkurs þroska. Að sjálfsögðu hafa fyrir- ætlanir okkar tekizt misvel, og margt stendur til bóta. En hví skyldu menn vera með vol og víl, þegar við höfum áorkað því, sem enginn ókunn ugur á íslandi myndi trúa, að svo fáir menn fengju fram- kvæmt við svo erfiðar að- stæður.“ Þetta segja Framsóknarfor- ingjarnir að sé til þess fallið að draga kjark úr mönnum, og megi jafnvel túlka svo, að forsætisráðherra telji okk- ur ekki hafa efni á því að vera sjálfstæðir. Slíkur mál- flutningur er ósæmilegur, og þarf raunar ekki að eyða að því mörgum orðum. Forsætis- ráðherra bendir mönnum einmitt á, að hér þurfi ekk- ert vol og víl. íslenzka þjóðin geti verið bjartsýn, og það eru menn líka almennt, en samfara bjartsýni verður að vera raunsæi, ef mönnum á vel að farnast. Þannig er það með einstaklinga, og ekki síð- ur þjóð. MIKILL SJÁVARAFLI. 17ins og Davíð Ólafsson fiski- málastjóri, skýrði frá hér í blaðinu í gær, hefur sjávar- aflinn síðasta ár orðið urh 960 þúsund tonn, og er hinn mesti í sögu þjóðarinnar. Afla aukningir} og hagstæð verð- lagsþróun á mörkuðunúm, hefur leitt til þess, að verð- mæti framleiðslu sjávaraf- urða hefur vaxið nokkuð. Tel- ur fiskimálastjóri að áætla megi verðmætin nálægt 4.500 milljónum króna, eða nær því 24% meira, en talið var á fyrra ári. Síðan segir Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri: „Þau atriði, sem hér voru nefnd og hafa verið hagstæð, nægja þó ekki til, ef efnahags- þróunin innanlands vinnur þar á móti. Það dylst engum, sem til þekkir, að svo hefur einmitt verið undanfarið. Á árinu 1963 hjifðu orðið mjög verulegar hækkanir á kaup- gjaldi og verðlagi og enda þótt tækist með hinu svo- nefnda júnísamkomulagi að hefta þá þróun, og slíkt var vissulega mjög þýðingarmik- ið, þá hefur þróun þessara tveggja ára breytt mjög til hins verra aðstöðu útflutn- ingsatvinnuvega, sem verða að hlíta verðlagi á erlendum mörkuðum, sem fer að vísu hækkandi, en er þó verulega meira hægfara en hækkun framleiðslukostnaðarins hef- ur verið undanfarið. Hér er meginnauðsyn að skapa jafn- vægi á milli“. Hinn mikli afli og hagstæð verðlagsþróun erlendis á framleiðsluvörum okkar, hef- ur auðvitað valdið því, að hagur þjóðarinnar hefur batn að. Bæði er staðan gagnvart útlöndum betri en áður, og eins hafa lífskjör manná batn- að verulega. Þessum árangri megum við undir engum kringumstæðum glata. Þess vegna er aðvörun fiskimála- stjóra tímabær. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS. Á rmann Snævarr, háskóla- rektor, hefur greint blaða mönnum frá því, að framund- an sé sleitulaus vísindasókn, með stórfelldri uppbyggingu Háskólans, og stefnt sé að því, að hefja óslitna byggingar- Egypzkar eldflaugar ógna ísrael FYRIR rúm-u ári var mikið um það rætt í blöðum, að í Egypta-landi væru starfandi margir vestur-þýzkir vísinda- menn og ynnu að smíði eld- flauga fyrir egypzku stjórn- ina. Minna hefur verið um þetta rætt undanfarið en það er ekki vegna þess að nokkurt lát hafi orðið á starfi vísinda- manna þeirra og verkfræð- inga erlendra, einkum vestur- þýzkra, sem að eldflaugsmíð- inni vinna. Talið er, að innan tveggja ára muni Nasser og stjórn hans eiga 800 til 1000 eldflaugar og auk þess tölu- verðan flota flugvéla, einkum rússneskra orustuþota og sprengjuflugvéla og dágóðan skipaf-lota. Nasser dregur enga dul á það, að allan þennan viðbúnað ætli hann til höf-uðs Israel, og hann vinnur líka dyggi- lega að því á öðrum sviðum að svo skipist um málefni landanna að til styrjaldar dragi. Á fundi Arabaríkjanna í Kairó sagði Nasser að ísrael yrði að þurrka %út en sagði jafnframt, að Arabalöndin myndu þá fyrst leggja til at- lögu við þennan erkifjanda sinn, er a-llar ráðstafanir hefðu verið gerðar sem til þyrfti otg þau gætu verið viss um sigur. Á meðfylgjandi korti sézt hvernig eldflaugar frá Egyptalandi myndu geta náð til skotmarka um nær- fellt allt Ísraelsríki. Tónlistarfélag og skóli á Sauðarkróki Sauðárkróki, des. f SEPTEMBER síðastl iðnum var stofnað Tóniistarféla'g Skaga fjarðar. Forgönguimenn að stofn un þess voru ýmsir áhugamenn uríi tónlistarmál, bæði af Sauð- árkróki og úr Skagafjarðarsýslu. Markmið félagsins er fyrst og fremst að stofna og reka tónlist arskóla og vinna að því að glæða áhuga fyrir tónmennt í héraðinu. Unnið er að því að saifna fé- lögum og virðist áhugi v-era al- wennur. Ákveðið hefur verið að þeir sem ganga í Tónlista- félagið fyrir n.k. árarnót skuli teljast stofinendur. Tónlistarskóli á veguim fð'.ags ins tekur til starfa á Sauðár- króki upp úr áramótunum og eru þegar skráðir allmargir nemendur. Skólastjóri verður Eyþór Stefánsson, tónskáld en aðal- kennari við skólann, frú Eva Snæbjömsdóttir. Kvenfélag Sauðárkróks hefluir fært hinu nýstofnaða Tónlistar félaigi að gjöf 10.000 krónur og heitið stuðningi sínum á næstu árum. Jafnframt hefur Skaga- fjarðasýsia styrkt skólastofnun- ina með 20.000 króna framilagi. oig bæjarráð Sauðárkróks sam- þykkt að bæjarsjóður leggi einn ig fram 20 þúsund krónur. Þ-ess má geta að hafin er fjár söfnun meðal ali.mennin.gs í Skagafirði og hefur sú málaleit an mætt sérstökum skilningi. Stjórn Tónlisitarfélagsins er skipuð þessum mönnum: Stefán Ól. Stefánsson, Eyþór Stefánssjon og Jón Karlsson, starfsemi í þágu skólans. Byggingu raunvísindastofnun unar Hásklóans verður að líkindum lokið á þessu ári, og þá hefst þar starfsemi í eðlis- fræðideild, efnafræðideild, stærðfræðideild og jarðeðlis- fræðideild. Næsta stórátak Hásklólans er bygging handritastofnunar íslands og Háskólans, sem þessir tveir aðilar reisa í sam vinnu, og þriðja byggingin, sem farið er að undirbúa, verður í þágu kennslu og rannsókna í læknisfræði, en mjög aðkallandi er að koma upp slíkri byggingu. Tekjur af happdrætti Há- skólans renna til þessara fram kvæmda, og er rétt að leggja áherzlu á það, að sérhver sá, sem kaupir miða í happdrætti Háskólans, styrkir þar með vísindi og menntir, jafnframt því sem menn fá von um stór- fellda vinninga, en vinnings- líkur í happdrætti Háskólans munu vera með því hæsta, ef ekki þær hæstu, sem gerast í slíkum happdrættum, hvar sem er í veröldinni. Sauðárkróki Maignús Gíslason, Frostastöðuim og Jón Björns- son, Haflsteinsstöðmm. Héraðsbúar munu almennt fagna því framitaki, sem hér hef u.r verið sýnt og óslka hinu ný- stofnaða félagi al.Ira heilla, ja.n fraimt því, sem þeir vænta hins bezta af verðandi skóllastarfi undir stjórn Eyþórs Stefánsson- ar, sem hefur um áratugia skeið verið leiðandi mað-ur í söng- og tónristarlífi Sauðárkróks. — Joa. Stykkishóímsvöl!- völlur tepptist aldrei Stykkislhólmi, 6. jan. VERTÍÐ er ekki hafin enn. Ekki er vitað, hvenær hún byrjar. Veður hafa verið ákaflega um- hleypingasöm, og snjór hefur verið mikill. Þó hefur flugvöll- urinn við Stykkishólm aldrei teppzt, og er fiugbrautin nijög góS. Sæmilegt veður var um ára- mótin, norðankaldi. Tvær brenn- >ur stórar voru gerðar, sem log- uðu fram undir morgun. Lú’ðra- sveit Stykkishólms stóð fyrir áramótadansleik, og var þar mik ið fjölmenni samankomið. Skemmti fólk sér hið bezta. — Fréttaritari. Bonn, 6. jan. (AP) • LUDWTG Erhard, kanzlari V-Þýzkalands hyggst heim- sækja Indland á næstunni, sennilega þegar í næsta mán- uði, — að því er sendiherra Indlands í Bonn upplýsti í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.