Morgunblaðið - 08.01.1965, Síða 2

Morgunblaðið - 08.01.1965, Síða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 8. janúar 1965 Samdráttur í starfs- mannahaldi í iðnaði ÁRIÐ 1964 var mikið afihafnaár Ihér á landi. Þótt enn liggi ekki fyrir opinberlega áætlanir um þjóðarframleiðsluna 1964, bend- ir margt til þess, að um talsverða aukningu hafi verið að ræ'ða, miðað við árið 1963, m.a. hið stóraukna verðmæti útflutnings, vegna óvenju góðra aflabragða og hagstæðs verðlags á erlend- um mörku'ðum. Enn er of snemmt að gera sér grein fyrir því, hver iðnaðarfram leiðslan hafi orðið og þá, hverjar breytingar hafi orðið á henni mið að við árið 1963. Hins vegar bend ir úrtaksrannsókn sú, sem Hag- stofa íslands gerir annan hvern mánu'ð á starfsmannalhaldi í iðn aði til þess, að um samdrátt í starfsmannahaldi hafi verið að ræða á árinu 1964 miðað við ár- ið 1963. Sú skýrslusöfnun tekur ekki til sjávarvöruiðnaðar, (frysting, herzla, söltun, mjöl- og lýsisvinnsla o.fl.), ennfremur ekiki til byggingarstarfsemi, en hins vegar eru í henni verksmiðj ur, sera framielða byggingavör- ur. Af tölum um starfsmannahald er ekki hægt að draga einíhlítar áætlanir um breytingu á iðnað- áðanframleiðslunni, nema þá Erfiðleikar línuútgerðar a Vesifjörðum Á SAMEIGINX.EGUM fundi samninganefnda útvegsmanna á Vestfjörðum og sjómannasamtak anna innan ALþýðusambands Vestfjarða, sem haldinn var á ísafirðl 21. des. s.l. var eftirfar- andi samlþykkt gerð samhljóða: „Undirritaðir samninganefndar menn Útvegsmannafélags Vest- fjarða og samninganefndarmenn sjómannasamtakanna innan Al- iþýðusambands Vestfjarða, vilja hér með vekja athygðli ríkis- valdsins og fiskkaupenda á þeirri staðreynd, að reksturs- grundvöliur iínuveiðiútgerðarinn ar á Vestfjörðum á nú við svo alvarlega örðugieika að etja vegna aflatregðu, stóraukins til- köstnaðar og of lágs aflaverðs, að gera þarf nú þegar raunhæf- ar aðgerðir útgerðinni til stuðn- ings. Þar sem hér er um að ræða grundvállaratvinnuveg Vestfirð- inga, sem er undirstaða fiskiðn- ararins mikinn hluta ársins, verð ur ekki hjá því komiist að skapa honum örugg starfsskilyrði, er tryggi þeim, sem við þessi störf vinna, lífvænleg launakjör. Á það skal einnig bent, að afli vestfirzku ilínubátanna er viður- kennd sérstök gæðavara, sem er útflutningsframleiðslunni ómiss- andi.“ helzt í þeim greinum, þar sem vinnuliður er hlutfallslega mik- ill liður í framleiðslukostnaðin- um, eins og t.d. í fataiðnaði. Um fækkun á starfsfólki hefur verið a'ð ræða m.a. í matvælaiðnaði, vefjariðnaði (þar með talinn veiðarfæraiðnaðar), fata- og skóiðnaði Oig málmiðnaði. Hins vegar hefur starfsmannaihald auk izt í drykkjarvöruiðnaði, umbú'ða iðnaði, trésmfði á verkstæði og steinefnaiðnaði. Þess hefur orðið vart, að iðnað urinn hefur á liðnu ári yfirleitt átt í meiri rekstrarörðugleikum en áður. Ef rekja á orsakir þess, verður að hverfa nokkur ár aft- ur í tímann, eða, til ársins 1930. Á því ári urðu þáttaskil í stefnu- efnahaigsmóla, og skyndilega horfið frá þeirri haftastefnu, er ríkti árin þar á undan. Þótt sú stefnubreytinig hafi á margan hátt verið iðnaðinum til hags- bóta, þá var hann samt sem á'ður að ýmsu leyti iila undir hin snöggu Umskipti báinn. Á honum höfðu hví-lt miklar hömlur í formi innflutningshafta og tak- mörkunar á fjárfestingu. Hann átti tíðum í erfiðleikum með út- vegun hráefnis og véla til fram- leiðslunnar og bjó í flestum til- ifellum við ófullnægjandi og óhentugan húsakost. Hann hafði sætt erfiðum kjörum í útvegun fjármagns og búið við strangt verðlagseftiriit. Fná því á árinu 1960 hefur samkeppnin vi'ð er- lenda framleiðendur farið mjög iharðnandi með stöðugt a-u knu innfiutningsifreisi, nokkurri lækk •un tollverndar, en síðast en ekki sízt hefur framleiðslukostnaður hér innaniands vaxið mun hrað- ar en framleiðslukosnaður í vi'ð- skiptalöndum okkar. Þeir örugleikar, sem ýmsar greinar iðnaðarins eiga mú við að etja, verða fýrst og fremst raktir til þess, að umskiptin til hins aukna frjálseæðis hafa ver- ið heldur snögig, miðað vi'ð þær aðstæður sem iðnaðurinn hefur orðið að búa við. Á hinu nýbyrj- aða ári ber þyí brýna nauðsyn til þess að styrkja samkeppnisað- stöðuna m,a. með aukinni hag- ræðingu, aukinni lénsfjárútveg- un, bæði til stofnlána og rekst- urslána, auknum rannsóknum og tækniaðstoð, sem stuðlar að bættri og fjölforeyttari fram- leiðslu. (Frá Fél. ísl. iðnrekenda). — Njósnari Framhald af bls. 1 samstarfsmönnum sínum, hefðu einkum fjailað um vopnabúnað Bandaríkjamanna og herstöðvar, eldflaugastöðvar, diulmiálslykla og starf og gagnsemi banda- rísku Leyniþjónustunnar. Hhompson er maður kvæntur og á þrjú börn. Honum hefur áður verið brutgðið um misjafnt atfierli í hernum, oig einkum fyrir drykkjuskap. ÍUM hádegisbil í gær var hæg an Vestfjörðum. Samtímis og suðlæg átt og fremur hlýtt 5 stiga hiti var á Galtarvita um mestan hluta landsins, en snjóaði í 3 stiga frosti á Horn ekkj var NA áttin langt und bjargsvita. Sæmileg færð á Vopnafirði Vopnafirði, 6. jan. HINGAÐ kom í fyrradag flutn- ingaskipið ísborg og tekur hér síldarmjöl. Einnig er fluininga- skipið Rangá væntanleg og tek- ur sömu vöru til útflutnings. Hér hefir verið frost en stillt veður og bjart. Samgöngur hafa veríð tregar, þótt ekki sé hægt að tala um ófærð. Héðan hefir verið fært kraftmeiri bílum bæði til Bakkafjarðar og Þórs- hafnar. Sæmileg færð er hér innansveitar á Vopnafirði. BARNALEIKRITIÐ MjalHtvit, verður sýnt í næst síðasta, sinn n.k. snnnudag og ©r það, 39. sýntngin á leiknum. Að- sókn að leiknom hefur verið mjög góð. Um næstu mánaða- mót hefjast sýningar á Karde ntommubænum í Þjóðleikhús inu, en sá leikur var frum-' sýndur þar fyrir fimm arum, var sýndur alls 75 sinnum og I var húsfylli á flest öllum sýn| ingum. Hlutverkaskipan verð ur að mestu leyti óhreytt. — Myndin er af Araa Tryggva-I syni og Vatdemar Helgasy ni | í Mjatlhvíti. T ónleikar Tvennir sinfóníutónteikar ÍRSKI hljómsveitarstjórinn Proinnsías O’Duinn stýrði tvenn- um tónleikum S i nfó nítih Ij óm- sveitar fslands í desember. Þessi ungi stjórnandi er hér kunnur frá því í fyrra og vakti þá verð- skuidaða athygli fyrir nákvæma og hressilega meðiferð ýmissa við fangsefna, þótt nokkuð væri hann mistækur. Tónleikar hans nú voru meðal hinna ánægjuleg- ustu er Sinfóníiuihljómsveitín hef- ir ha-ft að bjóða í vetur. Á hinum fyrri, sem haldnir voru 3. des., vár fiuttur Inngangur og AUegro, •op. 47, eftir enska tón&káldið Éd'ward Elgar, konsert fyrir flautu og hörpu, K. 299, eftir Mozart og sinfónía nr. 9 í e-moll, op. 95, eftir Dvorák, „Fná nýja heiminium". Einleikarar í kons- ertinum voru tvær konur úr hópi hljómsveitarmanna, Averil Williams flautuleikari og Ladis- lava Vicarova hönpuieikari. Var lpikur hinnar fyrrnefndu eink- um athyglisverður fyrir þan næmu tök, sem bún hafði á við- fangsiefninu, og lifandí og músík alsfca meðfierð þess. Sinfóníu- hljómsveitin mun ekki öðru sinni í vetur hafa náð hærra en í sinfóníu Dvonáks, og kom þar enn fram, hvers hún er megnug þegar bezt gegnir. Síðari tónleikarnir, 29. dies., hófust á Promeþeus-fiorleik Beethovens, op. 43, og önnur verkefni voru sinfiónía nr. 6 í C-dúr eftir Schubert og Sch-eh- erazade, sinfiónísk svíta, op. 35, eftir Rimsky-Korsafeov. Flutning urinn á íorleiknum var með sama svip og Dvorák-sinfiónían á fyrri tónleikunum, mjög vel samstillt- ur og nákvæmur og með ver-u- legri spennu. Á spennuna reyndi minna í stærri verkunum: Sin- fónía Schuberts er ákaflega smá gert og átakaLítið tónverk, en hin fínger’ðu blæbrigði þess nutu sín að mörgu leyti vel. Höfuð- styrkur verksins eftir Rimsky- Korsakov liggur í hinum íburðar mikla og glæsilega hljómsveitar- búningi þess. Reynir þar mjög á einstaka hijóðifæraleikara og hljórusveitina í heild, og verður ekki annað sagt en að flestir að- ilar hafi orðið býsna vel við þeim kröfum, sem til þeirra voru ger’ðar. Þó verður það að segj- ast, að hornin í hljómsveitinnl virðast nú vera með lakasta móti, bæði að tónbíse og öryggi í tón- mynd'un, og er það mál, sem takast þyrfti til athiugunar. Kveimakór Slysiavamafétagsins Kór Kvennadeildar Slysavarna félags íslands í Reykjavík hélt nýlega sam-söng í Gamla bíó-i. Söngstjóri var Herbert Hritoers- dhek Ágústsson, er verið befir stjórnandi kórsins allmörg und- anfarin ár, einsöngvarar Eygló Viktorsdóttir og ÁlÆheiður I. Guðmundsdóttir, og undirleikari á píanó Ásigeir Beinteinsson. Efniisfíikráin var. að háifu eftir íslenzka höfunda, og voru þar á rneðal nokkur einsöngsiög, sem þær Eygló og Álflhei'ður sungu. Önnur viðfangsefni voru eftir Mozart, Sdhtitoert, Schumann, Brahms og fLeiri. Þessari fjöl- breytni í verkefnavali fylgdi þó ekki ti'lsvarandi fjöltoreytni í meðferð og stíl. í stu-ttu máli verður að segja, að blærinn á kórfíöngnum var óaðlaðandi og stíllaus, meðferðin víða mikils ti'l of hrö'ð og stundum beinlínis þj'öisnaleg. Enginn vafi er á, að kórinn getur gert — og hefir igert — stórum betur. Einsiöngur Eyglóar og ÁLfiheiðar, við undir- leik Ásgeirs Beinteinssonar, bar af á þessum tónlei'kum og hafa þau þó öll gert betur í annan tíma. Framh. á bls. 23 Eigendumir róa sjáEfir Akranesi 7. jan. VÉLBÁTURINN Haförn er einn báta á sjó héðan í dag. Fiskar hann í soðið handa bæjarbúum. Haförn er eini báturinn, sem má róa, því eigendurnir róa á hon- um. Sama gegnir um þilfarstrill una Andey, en hún er ekki á sjó í dag. Flestir trillubátanna hafa ver- ið settir upp og trillubátamenn ýmist á togurum eða í millilanda siglingum og Magnús skipstjóri á trillunni Sæljóni á Jörundi II á síldveiðum við Noreg. — Oddur Fréttir úr Dalasislu Framhald af bls. 24. Kristjánsson, skólastjóri, Friðjón Þórðarson, sýslumaður, Stem- grímur Samúelsson frá Heina- bergi, Ásgeir Bjarnason, alþm., Sr. Ásgeir Ingibergsson, Eggert Olafsson, prófastur, og Þórður Eyjólfsson, bóndi á Goddastöð- um. Auk þess var spilað og sungið og sýndar skuggamyndir. Skólastjóri þakkaði margar gjaf- ir, sem skólanum hafa borzt. Aðal brautrýðjandinn við stofn- un þessa skóla og fyrsti skóia- stjórinn var hinn góði uppfræð- ari og áhugamikli skólamaður sr. Pétur T. Oddsson, prófastur i Hvammi. Hann andaðist haustið 1956. Núverandi skólastjóri er Einar Kristjánsson, en kona hans, Kristín Tómasdóttir, kenh- ir einnig við skólann, sem nú er orðinn hin veglegasta bygg- ing, sem rúmað getur röska 5 tugi nemenda í einu, en á þó eftir að stækka. Stáðarfellsskóli Námsmeyjar Staðarfeílsskóla eiga að mæta í skólanum á morg un að afloknu jólaleyfi. Um- sóknir um skólavist fyrir næsta vetur hafa verið að berast undan farna mánuði og mun nú ekki vanta mikið á, að skólinn sé þegar fullskipáður næsta skóla- ár. Skólastýra er frú Ingigerður Guðjónsdóttir, Um áramótin Á gamlárskvöld var komið all gott veður í Búðardal. Var þá kveikt í áramótabrennunni, setn logaði glatt í norðaustan kalda. Dansleikur var í félagsheimil- inu um ijóttina. Jólatré, sem kvenfélagið hafði látið setja upp, lýsti úti við. Mörg hús vort/ skreytt um þessi jól venju frem- ur. Kastaði á nýársdag Svo bar við á Saursstöðum. í Haukadal, að hryssa kastaði úti í haga á nýársdag, en það mun vera heldur fátítt um þetta leyti árs. Ekki vissi heimilisfólkið, hvað til stóð, enda hafði hryss- an ekki komið í hús það, sem af er vetri, en fyrsta dag ársips hélt hún heimleiðis að bænum með litla rauðskjótta hryssu sér við hlið og virtust þær mæðgur hinar hressustu. Nýr héraðstæknir Dalahérað hefur verið læknis- laust undanfarna mánuði, en Svanur Sveinsson, héraðslæknir á Reykhólum, hefur gegnt því til bráðabirgða. Nú hefur ræzt úr þessum málum. Hingað kom s.L laugardag nýr læknir, Jón Jó- hannesson, sem tekur nú við hér- aðinu. Hann er fyrir stuttu kom inn til landsins frá Svíþjóð, þar sem hann dvaldist víð framhalds nám. Koma hans er að sjálf- sögðu mikið fagnaðarefni í öll- um héraðsbúum, sem að jafnaði hafa átt góðum og traustum héraðslæknum á að skipa. M.s. Hekla bls. 2 í Mbl. í gær, að sagt var, ■að ms. Hekla hefði flutt 250 far- þegar um áramótin, í stað 520, eins og kemur reyndar fram i texta fréttarinnar, sem á eftir fer. Einnig hafa fallið niður i lok fyrstu setningar orðin „alls 520 farþega milli hafna í nýárs- ferð sinni“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.