Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU NBLAÐIÐ Föstudagur 8. janúar 1965 Sölusamtök eða umboðsverzlun í útflutningsverzluninni SOVÉTRÍKIN hafa um árabil verið annar mikilvægasti mark- aður S. H. og jafnframt alls frystiiðnaðarins. Fyrstu samning amir um sölu til Sovétríkjanna voru gerðir í maí ári® 1946 á dogum hinnar svo nefndu ný- sköpunarstj órnar, sem hleypti miklu lífi í íslenzka atvinnuvegi. Útflutningur S. H. til Sovétríkj- anna >að ár var 13.700 smál. eða 54% af framleiðslu ársins. Þá voru aðeins seld 2900 tonn til Bandaríkjanna, eða 11%. Næsta ár var einnig selt mikið til Sovét ríkjanna, en eftir það varð hlé á sölum þangað. Stöffugar sölur Árið 1953 var samið um sölu á 21.000 smál. af frystum fisk- flökum og 3000 srnál. af frystri Faxaflóa-síld. Frá þessum samn- 'ingum gekk 5 manna íslenzk senðinefnd, er dvaldist í Moskvu í um 2 mánuði við samninga- gerðina. í nefndinni var 1 full- trúi frá S.H., ólafur Jónsson frá Sandgerði. Samningar þessir voru að því leyti til merkilegir, að í þeim er í fyrsta skiptið sam- ið um sölu á frystri síld til Sovét- ríkjanna, en þar er nú mikilvseg- asti markaðurinn fyrir þessa afurðategund. Auk þess leysti hann stórkostlegt vandamál, sem blasti við íslenzkum sjávarútvegi vegna löndunartakmarkana á ís- lenzkum fiski á Bretlandi, sem var liður í gagnráðstöfunum Breta, vegna útvíkkynar fisk- veiðilögsögu íslendinga úr 3 í 4 sjómílur. Frá því er samningurinn var gerður árið 1953 hafa verið jafn- ar og stöðugar sölur á frystum sjávarafurðum til Sovétríkjanna. Einkum er seldur austur þangað þorskur og karfi í stærri og grófari umbúðum en yfirleitt atíðkast fyrir vestræna markaði. Traustir kaupendur Rússar eru nákvæmir með af- skipanir og vandlátir með vör- una, en hins vegar leggja þeir minna upp úr umbúðum og ytra skrauti. Hafa þeir reynzt traustir og áreiðanlegir kaupendur, og er án efa enn óunninn mikill mark- aður fyrir islenzkar sjávarafurð- ir í Sovétríkjunum svipað og í Bandaríkjunum. íbúar Sovét- ríkjanna munu nú vera um 220 milljónir og fjölgar hratt. Þörf þeirra fyrir neyzlufisk er mikil, og þrátt fyrir stóraukinn fisk- veiðiflota mun því víðsfjarri að framboð sé nægilegt af fiskafurð- um á sovézka markaðnum. Sölustjóri S. H. fyrir Sovétrík- in og Austur-Evrópu er Árni Finnbjörnsson, viðskiptafræðing- ur, og hefur hann einnig fengizt við sölur á frystri síld og öðrum afurðum í Vestur-Evrópu. Austur-Evrópa Önnur lönd í Austur-Evrópu en Sovétríkin sem þegar hefur verið greint frá, hafa jafnan reynzt góðir markaðir fyrir fryst ar sjávarafurðir. Helzta vanda- málið í viðskiptum við þau, hef- ur verið nauðsyn þess að verzla á algjörum vöruskiptagrundvelli. Tékkóslóvakía, Austur-Þýzka- land og Pólland hafa keypt mik- ið magn fiskflaka og síðustu árin frysta síld. Rúmenía hefur verið 'góður kaupandi á frystri síld, en kaup Austur-Evrópu á þessari afurðategund hefur verið sem hér segir sl. þrjú ár (tonn): 1961 i962 1963 Pólland 2997 1806 1428 Tékkóslóvakía 3973 3826 2746 A.-Þýzkaland 377 4225 3206 Kúmenía 22 1756 3531 Samtals: 7369 11813 10911 4. grein Guðmundar H. Garðarssonar viðskiptafræðings hjá Sölumiðstöðinni Viðskiptin við Austur-Evrópu- ríkin eru mun einfaldari, heldur en við Vestur-Evrópu og Amer- ríku, þar sem að í fyrrgreindum löndum er aðeins einn kaupandi, ríkið, er gerir alla samninga og ákveður hvaða verð skulu boð- in. Er það síðan seljandans að samþykkja eða hafna, eða leggja fram gagntilboð. í Vestur-Evrópu og Ameríku, á hinum frjálsu mörkuðum, eru hins vegar fleiri kaupendur, sem eru háðir ákvörð unum neytenda, sem eiga úr miklu vöruúrvali að velja. Verð- sveiflur á slíkum mörkuðum eru mikið tíðari og geta verið fram- leiðandanum afar óhagstæðar. Bretland Bretland var upphaflega helzta markaðsland S.H. fyrir frystar sjávarafurðir. Því réðu viðskipta illi óánægju áhrifamikilla aðila í brezku togaraútgerðinni, sem höfðu sterk ítök í fiskiðnaðinum og vörudreifingunni. Beittu þess- ir aðilar áhrifum sínum til að hindra fisksölur íslendinga til Brétlands m.a. með löndunar- banni, algjörri kaupstöðvun á fiski, þannig, að sum árin voru þar aðeins seld nokkur hundruð smálestir af frystum. fiskflökum í stað fleiri þúsund smálesta áður. Segja má, að áratugurinn frá 1950 til 1960 hafi verið áratugur viðskiptastríðs milli íslands og Bretlands. Náðu átökin hámarki sínu síðari hluta árs 1958, eftir að fiskveiðilögsaga íslendinga var færð út í 12 mílur. Sölumiðstöðin fór ekki var- hluta af þessum átökum. Má segja að svo til vonlaust hafi að. Nú er rekin söluskrifstofa í London, sem Othar Hansson, fiskiðnfræðingur veitir forstöðu, auk 12 smáverzlana (Fish and Chips Shops) í London, sem selja fiskrétti. Helztu fisktegundirnar, sem seldar eru á brezka markaðnum eru: Þorskur, ýsa, steinbítur, koli og humar. Aðalmarkaður S.H. fyrit kola er á Bretlandi. Erfið samkeppnisaðstaffa Samkeppnisaðstaða íslendinga samanborið við Norðurlandaþjóð irnar sem eru innan EFTA er mjög slæra. Af fiski frá EFTA- ríkjunum er aðeins greiddur 3% tollur en af þeim íslenzka er greiddur 10% toliur. Ef ekki tekst að minnka þennan mismun er augljóst að þessi markaður mun skila íslandi minna í aðra hönd, heldur en fiskframleiðend- um bræðraþjóða vorra á Norður- löndum. S.H. hefur á þeim tæplega ald- arfjórðungi, sem hún hefur starf- að, selt til fjölda annarra landa en að framan greinir. Til Hol- lands, Frakklands, Svíþjóðar og Israel hafa verið seld fryst fisk- MARKAÐSLOND Sölumíðstöövar Hraöf rystlhúsanna áríö 1963 kringumstæður seinni heims- styrjaldarinnar og hin nánu tengsl milli íslands og Bretlands á þeim tíma. Islendingar létu Bretum í té allan þann fisk, sem þeir gátu aflað. Hvort sem það var ísfiskur úr togurum, báta- fiskur, sem ísaður var í flutn- ingaskipum, eða hraðfrystur fisk ur. Fóru þessi viðskipti í gegn um Brezka matvælaráðuneytið (Ministry of Food). Árið 1942 fór svo til allur frysti fiskurinn til Bretlands, eða 8460 smál. (18 smál. fóru til Bandaríkjanna). Árið 1943 voru seldar þangað 13600 smál., aðeins 200 smál. fóru annað. Árið 1945 var heildarút- flutningurinn 30 þús. smál. pg fóru þar af 25 þús. smál til Bret- lands. Landhelgisdeilur — viðskiptastríð Við styrjaldarlok verða þátta- skil í viðskiptunum við Bretland. Brezka matvælaráðuneytið hætt- ir að vera samningsaðili og við tekur hið frjálsa markaðskerfi. Úr því fer að ganga á ýmsu í viðskiptunum. Brezk togaraút- gerð hefur á ný veiðar í Norður- Atlantshafi. Framboð á fiski eykst á brezka markaðnum, bæði vegna eigin veiða og aukins fisk- framboðs frá Danmörku, Noregi, Færeyjum og síðar Vestur-Þjóð- verjum. Þá hefjast hagsmuna- árekstrar milli íslands og Bret- lands vegna útvíkkunar fiskveiði lögsögunnar við strendur íslands. Útvíkkunaraðgerðir íslendinga árið 1952 og aftur 1958 ollu mik- verið að bjóða fryst fiskflöt. Söl- ur á frystum fiski voru komnar í mikla lægð árið 1954, én það ár seldi S.H. aðeins 601 smál. á brezka markaönum. Markaður endurheimtur Á næstu árum var ákveðið að gera róttækar ráðstafanir til að ná aftur fótfestu á Bretlandi, m.a. með því að stofna eigið fyr- irtæki, Frozen Fresh (Fillets) Ltd., og hefja framleiðslu á til- reiddum fiskréttum í eigin verk- smiðju. Var þetta eina tiltæka leiðin til að ná til smásalanna og neytendanna, þar sem flestir hinna stærri kaupenda voru í sterkum tengslum við hinar fáu en voldugu fyrirtækjasamsteyp- ur brezku stórútgerðarinnar, sem átti í stríði við íslenzk stjórnar- völd. Þrátt fyrir mikla andstöðu og ótrúlega erfiðleika, hefur tekizt á ný að byggja upp sölur á miklu magni til Bretlands. Sölur þang- að, siðan 1956, hafa verið sem hér segir: Ár: Tonn: 1956 1598 1957 1576 1958 1973 1959 2476 1960 5576 1961 7747 1962 5178 1963 4835 Árið 1961 var mikill fiskskort- ur á brezka markaðnum og sölur því sérstaklega hagstæðar þang- flök. Fryst síld hefur verið seld til Vestur-Þýzkalands og Belgíu. Þá hefur fiskúrgangur verið seld ur til Svíþjóðar, Noregs, Dan- merkur og Finnlands; söltuð þunnildi til Ítalíu og kolategund- ir allt til Ástralíu. í forustunni I tæp 17 ár veitti Jón Gunn- arsson, verkfræðingur forstöðu sölustarfsemi S.H. Vann hann mikið og merkilegt starf í þágu samtakanna og allrar þjóðarinn- ar, þar sem hann þurfti að ryðja nýjar brautir og fara leiðir í sölu málum, sem voru íslendingum áður óþekktar. Þegar Jón Gunn- arsson lét af störfum sem aðal- sölustjóri S.H. á miðju ári 1962, tók við starfi hans Björn Hall- dórsson, hagfræðingur, sem hafði verið framkvæmdastjóri á aðal- skrifstofu S.H. í Reykjavík frá því árið 1947. Á Björn að baki sér mikla reynslu á sviði hrað- frystiiðnaðarins og hefur frá því að hann tók við aðalsölustjóra- starfinu leyct það verk af hendi á farsælan hátt svo sem sjá má í heildarárangri sölumála síðustu tveggja ára. Að ryðja brautina Sölumiðstöðin hefur verið og er hin óumdeilanlegi brautryðj- andi á íslandi í sölu frystra sjáv- arafurða á erlendum mörkuðum. Fyrirtækinu hefur lánazt vel i framkvæmd sinni og þróazt í það að vera eitt af stærstu fyrirtækj- um þjóðarinnar og jafnvel sinn- ar tegundar í heiminum. Um S.H. hefur óhjákvæmilega stað- ið mikill styr. Oft hefur verið deilt á starfsemi hennar af ein- tómri fáfræði gagnrýnenda á hlutverki og stefnu þess fy rir- tækis, sem ætíð verður að vera á undan sinni samtíð að sjá út betri og meiri möguleika til enn meiri árangurs í sölumálum er- lendis. Stofnun og uppbygging Coldwater er gott dæmi þessa. Sú framkvæmd hlaut á sínum tíma mikla gagnrýni en hún hef- ur skilað frystihúsunum, heild- inni, hagstæðu útborgunarverði og lagt grundvöllinn að stórfram leiðslunni í dag, blokkafram- leiðslunnL Flestir, ef ekki allir viður- kenna hinn góða árangur og sterka markaðsaðstöðu, sem S.H. hefur byggt upp í Bandaríkjun- um gegnum dótturfyrirtæki sitt, Coldwater. Njóta fleiri en með- limir S.H. þess. Auðivtað hafa einhver mistök átt sér stað, en þau eru hverf- andi hjá hinu jákvæða. í uppbyggingu sölu- og mark- aðskerfa á erlendum vettvangi, fjarri íslandi, er ekki unnt að benda fjöldanum á eitthvað eitt og áþreifanlegt, eins og t.d. mannvirki á borð við Áburðar- verksmiðjuna, og dásama starf hennar og mikilleik. Öll starf- semi S.H. er sala og þjónusta frá degi til dags, mánuði til mán- aðar og ári til árs, sem enginn raunverulega sér, en flestir njóta árangursins meira og minna í sínu daglega lífi. í landi óstöðugs gengis er til lítils að nefna krónutölu. Þær segja tak- markaðan og tímabundinn sann- leika. Þó má geta þess að heild- arvelta S.H. og dótturfyrirtækja á sl. ári var um það bil helm- ingur áætlaðra útgjalda ríkisins sama ár. Mikill fjöldi manna fjallar um framkvæmd S.H. og í samræmi við gjaldeyrislöggjöfina fylgjast gjaldeyrisbankarnir vel með rekstri fyrirtækisins og starfsemi þess erlendis. Hætta á misferli í slíku fyrirtæki er langtum minni, heldur en ef fjöldi aðila önnuðust útflutninginn. Er það mikilsvert tryggingaratriði fyrir þjóðina. Sölusamtök eða spákaupmennska Að framan hefur í stórum dráttum verið skýrt frá sölustarf- semi S.H. síðustu tvp áratugi. Fer ekki á milli mála, að hún byggist á þeirri meginstefnu, að samtökin hafa lagt áherzlu á, að byggja upp neytendamarkað með sölu afurðanna undir eigin vöru- merkjum, þar sem unnt hefur verið að koma því við. í Banda- ríkjunum hefur þetta tekizt mjög vel. Starfsemin þar hefur skilað góðum árangri og tryggt árvissar sölur mikils magns hraðfrystra sjávarafurða. Markaðsuppbyggingin í Banda ríkjunum byggist á því, að að baki hennar standa öflug sam- tök, tiltölulega fjársterk, sem hafa yfir miklu fiskmagni að ráða, og að í upphafi valdist þar til forustu sérstaklega hæfur maður, Jón Gunnarsson, verk- fræðingur, sem hafði djörfung og kraft til að móta og framkvæma þá sölustefnu, sem hentaði ann- ars vegar íslenzka hraðfrystiiðn- aðinum og hins vegar erlendum markaðsaðstæðum. Á síðustu árum hafa hérlendis verið uppi háværar raddir um, að það bæri að sundra Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og fjölga útflytjendum hraðfrystra sjávar- afurða og starfrækja útflutning- inn á algjörum spákaupmennsku grundvelli. f einföldu máli sagt, að teknir skuli upp verzlunar- hættir umboðslauna til margra og smárra útflytjenda í stað þess að selja í samtaka átaki í gegnum vel skipulögð og sterk sölusam- tök, sem leggja áherzlu á að skila sérhverjum eyri til fisk- framleiðendanna sjálfra. Umboðssalakerfið I útfiutnings verzluninni er varhugavert í ým« um skilningi. Má m.a. tilgreina eftirfarandi: Frannhaád mt bls. 1T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.