Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 1
28 sícitii l»essi samtengda mynd sýnir mannfjöldann við Arnarhól á fimim ta tímanum í fyrradag. (I.jósmyndari Mbl. Sv. Þorm.). ÞJÓÐHATIÐIN I REYKJAVÍK Tlátíðahöldin 17. júní í Reykja Vik fóru fram samkvæmt áætl- wi og tókust ágætlega í heild. Mikill mannfjöldi var á hátíða- nvæðunum um daginn og kvöld- Ið, en þátttaka almennings mun þó hafa verið eitthvað minni en í fyrra. Þá var tuttugu ára afmæl is lýðvelditsins minnzt. Veður var milt allan daginn, en dumb- ungur i lofti. Ekki sá til sólar fyrir skýjadrunga, og lítils hátt- ar regn gerði annað veifið um Framhald af bls. 19. Öflugasta eldflaugin Vel tókst til um Titan 3, sem vegui 710 tonn Kennedyhöfða, 18. júní. NTB—AP. t DAG skutu Bandarikjamenn á loft eldflauginni Titan-3C og með henni tæplega 10 lesta þung «im gervihnetti, sem kominn var á tilætlaða braut sína 12 mínút- nm eftir að Titan lagði af stað frá jörðu. Sjálf vegur eldflaugin 710 lestir og er þynesta og öflug »sta eldiflaug sem Bandarikja- menn hafa skotið á loft til þessa. Sjónarvottar sögðu þetta eld- flaugarskot taka langt fram því eem áður hefur sézt á Kennedy- Shöfða. og hefði það verið stór- feostlegt á að horfa. Titan var ekotið á loft kl. 2 síðd. (að ísl. tíma) og fór geyst, og dró á eftir *ér 150 metra langan hala eld- glæringa. Þrumugnýrinn barst um mikinn hluta Florida og þús- undir manna stóðu á ströndinni að fylgjast með þessu sjónarspili, miklu fleiri en áður hafa fylgst með eldflaugaskotum vestra. _ Titan 3 er tæpra 40 m. löng eld flaug, og þannig gerð að eigin- lega eru eldflaugarnar þrjár, ein stærst og mest og brennir fljót- andi eldsneyti, og tvær minni, h.u.b. 26 m. og brenna föstu eldsneyti og ér fest á hliðar aðaleldflauginni. f>að vakti at- hygli manna, að Titan fór miklu hraðar yfir en fyrirrennarar hans í slíkum ferðum sem iþess- um, t.d. Saturnusar-flaugarnar (sem brenna föstu eldsneyti) og Framhald á bls. 27 Daufheyrzt við tillögu Wilsons — um V»et-I\iam sáttaneffid samveldisBandanna Londo, Moskvu, Peking, 18. júní. — NTB — AP — TILLAGA Wilsons, forsætisráð- berra Breta, um að senda sátta- nefnd forsætisráðherra fimm samveldislanda til Vietnam, hef- ur verið fálega tekið í Moskvu og engum sögum fer enn af við- brögðum stjórnarinnar í Peking. Skoðanir ráðherra samveldisríkj- anna á tillögu Wilsons eru einnig mjög skiptar og virðist jafnvel' svo sem ýmislegt gæti orðið nefndinni að aldurtila áður en hún fái hafið störf sin. Tillagan um að senda sátta- nefnd samveldisráðherra til funda við ráðamenn í Moskvu, Peking og Hanoi var samþykkt á fundi samveldisráðherranna í London í gærkvöldi og var þá á- kveðið að í henni skyldu eiga sæti fimm menn og formaður nefndarinnar Harold Wilson, for- sætisráðherra Breta. Aðrir nefnd armenn áttu að vera stjórnarleið togar Ghana, Ceylon, Nígeríu og Trinidad-Tobago. í dag kom það babb í bátinn að forsætisráðherra Ceylon, Dud- ley Senananyke, sem ekki situr Styrjöldin í S-Vietnam færist \ aukana: Kínverjar og S-Kóreumenn bjóöa fram herlið I Hanoi og Peking hafa menn ekki hug á sáttum Peking, Saigon, Washington, 18. júní NTB, AP. PEAN RCSK, utanríklsráðherra Bandarikjanna, sagði í Washing- ton í dag, að enn væru opnar ýmsar leiðir til samninga um mál Vietnam en í Hanoi og Peking virlust menn hafa lítinn hug á »ð notfæra sér það. Kínastjórn tilkynnti í dag, að liún hefði gert til þess allar nauð- eyniegar ráðstafanir að senda Hjálfboðaliða til Vietnam og væri eins beðið að þeirra væri formlega óskað. Bandarikjamenn gerðu í dag «t leiðangur 30 orrustuvéla sinna •f gerðinni B-&2, átta hreyfla bakna, sero búnar eru eldflaug- um og fallbyssum, gegn herlið- um Viet Cong, sem höfðust við í skógarþykkninu skammt frá Saigon en fregnir herma að árás- in hafi ekki náð tilgangi sinum. skæruliðar hafi flestir verið á brottu áður en árásin var gerð. Johnson forseti átti klukku- stundarfund með stjórn sinni í dag um Vietnam, og sagði Dean Rusk að fundi loknum, að Banda- ríkjamenn væru því ekki mót- fallnir að Viet Conig ætti aðild að hugsanlegum samningaviðræð- um um V-Nam, en fráleitt væri að Bandaríkjastjórn tæki upp beina samninga við skæruliða. f tilkynningu frá kinverska utanríkisráðuneytinu sem frétta- stofan „Nýja Kína“ birti i dag, var vitnáð til ummæla „þjóð- frelsishreyfingar S-Vietnam“ fyrir nokkru, þar sem sagði, að fyrst Johnson forseti hefði heim- ilað bandarískum hermönhum að taka þátt í bardögum í S-Viet- nam hefði þjóðfrelsishreyfing- in fullan rétt á því að fara fram á aðstoð N-Vietnam otg annarra vinveittra landa í baráttunni gegn kúgun heimsveldissinna. í tilkynningu Kínastjórnar sagði ennfremur, að með aðgerðum Bandaríkjamanna undanfarið hefði styrjöldin í landinu færst í aukana og Kínverjar myndu ekki sitja hjá aðgerðalausir, heldur styðja S-Vietnam-menn með ráðum og dáð. „650 milljón- ir Kínverja skuldbinda sig til að veita aðstoð sína hinni hug- djörfu vietnömsku þjóð unz sig- ur er að fullu unninn ag vilji Bandarikjamenn berjast til síð- asta manns munu Kínverjar gera það líka“, sagði í fréttastofu- fregninni. Framh. á bls. 27 samvéldisráðstefnuna í London, svaraði tilmælunum um þátttöku í nefndinni neitandi og kvaðst engan tíma hafa aflögu frá stjórn arstörfum heima fyrir. Tajið er, að erfitt muni reynast að finna annan forsætisráðherra Asíuríkis er komi í stað Senanaykes, því Indland, Pakistan og Malyasía koma af ýmsum ástæðu tæplega til greina í þessu sambandi. Forseti Tanzaníu, Júlíus Nyer- ere, sem fyrstur manna lýsti sig ósamþykkan áformunum um sáttanefndina, sagði í útvarpsvið- tali í dag, að hann gæti ekki fall- izt á tillöguna þar sem brezka samveldið gæti ekki í heild stutt Wilson forsætisráðherra eða Bandaríkin í Vietnam-málinu, eins og menn hlytu að halda, ef stofnuð væri slík sáttanefnd og Wilson hefði þar formennsku á hendi. Talsmaður Kenya-stjórnar kvaðst fylgjandi því að brezka samveldið tæki af skarið í Viet- nam-málinu, en sagði að það væri óheppilegt, að England eða önnur ríki, sem þegar heíðu tekið ákveðna afstöðu í málinu, ættu fulltrúa í slíkri sáttanefnd. Mörg Asíulönd eru sama sinnis og Tanzanía og Kenya og telja Wilson forsætisráðherra ekki geta gerzt talsmann sáttanefndar í Vietnam-málinu vegna stuðn- ings hans við stefnu Bandaríkj- anna austur þar. Foresti Ghana, Kwame Nkrum- ah, sem átti einnig að sitja í nefnd 18. greinin ómerk orðin New York. — NTB. FORSETI Allsherjarþings S.þ. Alex Quaison-Sackey sagði í dag að 19. grein stofnskrár Samein- uðu þjóðanna væri „dauð“ og ómerk orðin og allsherjarþingið myndi starfa með eðlilegum hætti er það kæmi saman í haust. Tilefnið var það, að Quaison- Sackey hafði borizt skýrsla sér- nefndar samtakanna, er fjallað hafði um fjármálavandræði S.lþ. og það hversu skyldi fram fylgja 19. grein stofnskrárinnar, þar sem kveðið er á um, að ríki iþau, er aðild eiga að samtökun- um og ekki hafa greitt tilskilin gjöld til samtakanna í tvö ár samfleytt, skuli svipt atkvæðis- rétti í málum S.þ. Kvaðst þing- forseti skilja skýrslu þessa þann veg, að Bandarikin hefðu gefizt upp á því að halda málinu til streitu. inni, fór þess á leit við Ástralíu- stjórn í dag að hún kallaði heim herlið sitt í S-Vietnam og bað einnig Ný-Sjálendinga um að senda ekki heriið þangað. í>á vildi Nkrumah, að samþykkt yrðu tilmæli til Bandarikjanna um að þau hættu loftárásum á N-Vietnam, ef það mætti verða til þess að skapa betri skilyrði til sáttaumleitana, svo tilraunir sam veldislandanna til að koma á samningaviðræðum væru líklegri til árangurs. Izvestija, málgagn sovézku stjórnarinnar, ræddi í dag tillögu Wilsons forsætisráðherra um sáttanefnd samveldislandanna og Framhald á bls. 27 Tvennskonar kjarnorku- sprengjur iCínverja Hong Kong, 18. júní, AP. FERÐALANGAR frá Kína segja styrjaldarlegt á strönd- um Kínaveldis nú. Þar hafi verið komið á átta stunda út- göngubanni, og allar hafnir í Kwantung-héraði utan tvær lokaðar fiskimönnum. Sagt er, að alið sé á ófriðarhug fólks í strandhéruðunum til þess að tryggja að menn séu þar vel á verði, og mikið sé um her- flutninga á þessum slóðum. Frá portúgölsku nýlendunni Macao á Kínaströnd berast þær fregnir að flóttamanna- straumurinn frá Kína hafi aukizt stórlega undanfarnar tvær vikur. og síðan í júní- byrjun hafi um 200 manns komið til Macao í smábátum. Handan Formósusunds hélt Chang Kai-Chek forseti ræðu á Suður-Formósu er minnzt var 41. árs afmælis herskóla í Fengshan og sagði að kín- verskir þjóðernissinnar ættu í fórum sínum annars konar kjarnorkusprengju og hálfu öflugri en nokkur sú sprcngja er kínverskir kommúnistar gætu framleitt. Sprengja þessi væri gerð úr áköfu hatri 600 milljóna manna á meginland- inu á kommúnistum og jafn ákafri þrá þeirra til betra lífs og frelsis. Taldi Chang það ekkert vafamál, að sprengja þessi myndi fyrr eða síðar springa í loft upp og fyrir keöjuáhrif hennar myndu kínverskir kommúnistar inn- an tiðar úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.