Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 135 AB-bækur fyrstu 10 árin Hafa þær selzt í samtals 350 þús. emtökum HeHdarsala siðasta ár rúmar 12 millj. kr. AÐFARANÓTT miðviku- dags kom upp eldur í bænum að Sleðbrjótseli í Jökulsár- hlið. Eldurinn kom upp á efri hæð og tókst bóndanum og sonardóttur hans sem þar voru háttuð í rúm sín að bjarga sér niður á næsfu hæð. Skemmdir urðu mjög miklar í brunanum og er talið að ibúðarhúsið sé ónýtt. Fólk frá næstu bæjum dreif að til slökkvistarfsins. 1 Myndina tók Sigurjón Jónas- son er unnið var að slökkvi- starfi. Efri hæð hússins er i Ijósum logum. IMIisjafn humarafli Akranesi, 18. júní. HEIMA&KAGI fékk í fiskitroll- tonn. Humarbátarnir lönduðu í morgun; Höfrungur I. 650 kg.; Fiskiskagi 500 kg.; Sæfari 250 og Reynir 52 kg. — Oddur. son, fiskimálastjóri, og Geir Hall- grímsson, borgarstjóri. í bókmenntaráð voru kosnir: Tómas Guðmundsson, skáld, for- maður, Birgir Kjaran, Guðmund- ur G. Hagalín, Höskuldur Ólafs- son, Jóhannes Nordal, Kristján Albertsson, Matthías Johannes- sen, Sturla Friðriksson og Þórar- inn Björnsson. SIAKSHIMR Sér grefur gröf þótt grafi Það er greinilegt að hin lang* eyðimcrkurganga Framsóknar- flokksins utan stjórnar er farin að hafa sín áhrif. Fyrir hugsjóna- snauðan og stefnulausan flokk á borð við hann, er aðstaða í ríkis- stjórn nauðsynleg liftaug. Þegar flokkurinn getur ekki lengur haldið þeim hagsmunaklíkum og bitlingalýð, sem að honum hafa safnazt, uppi á stöðuveitingum, hagsmunaaðstöðu, embættum og bitlingum koma brestirnir í ljós og sundrungin eykst. Kosningabarátta Framsóknar- flokksins 1963 einkenndist af fullkominni örvæntingu. Fjár- austur flokksins þá sýndi svo ekki varð um villst, að fyrir flokkinn var um líf eða dauða að tefla. Það fór sem fór og nú er ljóst, að allur vindur er skek- inn úr flokknum, forystumönnum hans og málgagni. Framsóknar- flokksins er ekki lengur þörf við úrlausn mikilvægustu þjóðmála og staða flokksins byggist nú ein- göngu á atvinnulegum og við- skiptalegum áhrifum SÍS og kaupfélaganna, sem óspart eru notuð í pólitísku eiginhagsmuna- skyni Framsóknarmanna. Sér grefur gröf þótt grafL Eysteini skal sparkað ÞANN 16. júní var haldinn aðal- fundur Almenna bókafélagsins og Btyrktarfélags þess Stuðla hf., en rétt 10 ár eru nú liðin frá því, að AB hóf starfsemi sína, og mun efmælisins verða minnzt á síðari hhita þessa árs. Á fundinum gáfu formaður fé- lagsins, dr. Bjarni Benediktsson, Táöherra, og framkvæmdastjóri þess, Baldvin Tryggvason, lög- fræðingur, yfirlit um starfsemi félagsins á síðasta ári. í upphafi fundarins var dr. Alexanders Jó- hannessonar prófessors minnzt, «n hann var einn af frumkvöðl- um félagsins og sat í stjórn þess frá upphafi. Samkvæmt skýrslu fram- kvæmdastjóra kom í ljós, að hag- tir AB á sl. ári var mjög góður, og sala bóka þess hefur aukizt meira en nokkru sinni áður, og var aukningin um 50%. V,arð heildarsala útgáfubóka AB á ár- inu rúmar 12 milljónir kr. í ræðu sinni rakti Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri, tildrögin að stofnun AB, en ávarp íð um stofnun félagsins var gefið út 17. júní 1955. Kvað hann stofn- endur eðlilega hafa verið misjafn lega bjartsýna á framgang félags- ins í upphafi, en vonir hinna bjartsýnustu hefðu meir en rætzt,' og mættu þeir nú vel við árang- urinn una. Ber þar ekki sízt að þakka hinum mikla fjölda félags- manna, sem nú eru orðnir 7000 talsins. Á þessu tíu ára tímabili hefur AB gefið út samtals 135 bækur, sem hafa selzt í um 350.- 000 eintökum samtals. Af þessum bókum eru 83 eftir íslenzka höf- unda, en 52 eítir erlenda höfunda. Að gerð þeirra hafa unnið 130 islenzkir rithöfundar, skáld og fræðimenn. Ef greina ætti á milli þeirra bóka, sem kalla mætti fræðibækur og hinna sem eru skáldverk, hefur félagið gefið út skáldsögur, smásagnasöfn og ljóð í 69 bindum, 44 bækur eru eftir islenzka höfunda þar af eru 14 Ijóðabækur. Aðrar bækur, 66 að tölu, fjalla um hin margvísleg- ustu efni, ævisögur, íslenzkar bókmenntir og tungu, ferðasögur, endurminningar, lönd og þjóðir, náttúrufræði, sálfræði og upp- eldismál og margt fleira. 30 þessara bóka eru þýddar úr er- lendum tungumálum, en 27 eítir islenzka höfunda. Á síðasta ári voru útgáfubækurnar 18 talsins. í ræðu sinni ræddi Baldvin Tryggvason einnig vandamál ís- lenzkrar bókaútgáfu í dag, og einkum samkeppnina erlendis frá. Kvað hann erlenda útgef- endur eiga hér stærri markað en margan grunar, og samkvæmt at- hugun, sem hann hefði gert á söla. erlendra bóka og tímarita hér á landi, kæmi ýmislegt at- hyglisvert í ljós. Á síðasta ári er líklegt að keypt hafi verið um 1.800.000 eintaka af erlendum viku- og mánaðar- ritum, en það samsvarar áð hver meðalfjölskylda í landinu hafi keypt um 45 slík eintök. Eftir löndum er skipting þannig eftir fyrirliggjandi heimildum: Frá Danmörku koma 75%, frá V- Þýzkalandi 10%, frá Bretlandi 4%, frá Bandaríkjunum 3%, frá Svíþjóð og Frakklandi 2% og frá ýmsum löndum 4%. Aí erlendum vasabrotsbókum taldi hann að seld hafi verið um 7000 eintök mánaðarlega og allt að 2.500 ein- tök mánaðarlega af innbundnum erlendum bókum. Samantalið eru þetta um 120.000 eintök. Erfitt er að afla nákvæmra upplýsinga um skiptingu þessa innflutnings eftir löndunum. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem lægju fyrir, og að fenginni reynslu mætti þó áætla, að það magn, sem bóksalar flyttu inn í meðalári væri þannig: Frá Danmörku kæmi um 40%, frá Bretlandi um 35%, frá V-Þýzka- landi >10%, frá Bandaríkjunum vun 8%, frá Noregi 3% og frá öðr um löndum um 4%. Nær útilokað er hinsvegar að afla öruggra upp lýsinga um árlega sölu íslenzkra bóka, enda engar skýrslur til um slíkt. Varla væri þó fjöldi þeirra meiri en 300.000—350.000 eintök á ári að frátöldum islenzkum námsbókum. Ef gert væri ráð fyrir, að íslenzk viku- og mán- aðarrit seljist í svipuðum fjölda eintaka og þau erlendu, þá er ár- leg sala viku- og tímarita um 3.600.000 eintök, og ef gert er ráð fyrir, að innlendar og erlendar bækuf seljist samtals í um 500.- 000 eintökum, að frátöldum ís- lenzkum námsbókum, svarar það til, að hver meðalfjölskylda í landinu kaupi árlega um 90 ein- tök af viku- og mánaðarritum og um 12 eintök af bókum. Taldi hann þessar tölur vera órækt vitni um víðfrægan bóka- áhuga íslendinga og vera öllum gleðiefni. Hinsvegar væri við ýmis vandamál að etja, sem vörp uðu nokkrum skugga á þessa gleði, og einkum vegna sam- keppninnar við erlenda útgefend- ur. Þannig færi útgáfukostnaður hér innan lands hraðvaxandi á sama tíma og hann stæði að mestu í stað erlendis, a.m.k. hvað snertir vasabroisútgáfurnar, auk þeirrar þróunar þar, að vasabóka útgáfum fjölgaði stöðugt, en þær væru seldar í bókaverzlunum hér á 25—35 kr. eintakið að meðal- tali. Þær raddir heyrðust stund- um, að islenzkir bókaútgefendur gæfu ekki út erlend skáldverk, eða rit, sem mikla athygli vekja erlendis. En væri það óeðlilegt að íslenzkir bókaútgefendur hik- uðu við að gefa út erlenda bók, sem mætti gera ráð fyrir að hlyti að kosta 200—300 kr. eintakið, en jafnframt væri víst, að þessi sama bók fengist hér í bókaverzl- unum á 25—35 kr. Þetta væri einnig á sama tíma og sá hópur færi vaxandi sem væri fær um að njóta góðra bóka á erlendum tungumálum. Af þessum ástæð- um væri útgáfa erlendra bóka á íslenzku sífellt að verða meira hættuspil, þó frá því væru góðar undantekningar. Þessi þróun ýtti einnig undir það, að íslenzkir að- ilar gefi út hina lélegri tegund erlendra bóka, þar sem lítt væri vandað til þýðingar og gerðar bókarinnar. Með því væri bók- menntasmekk þjóðarinnar spillt, og slík útgáfa drægi úr sölu ann- arra og betri bóka íslenzkra út- gefenda. Um vandamál íslenzkra bókaút gefenda komst Baldvin Tryggva- sQn að lokum svo að orði: „Oftsinnis hefur verið bent á það sem ég vil nefna hróplegt ranglæti gagnvart íslenzkum bókaútgefendum, að á meðan all- ur bóka- og blaðainnflutningur til landsins, hverju nafni sem nefnist, er algerlega tollfrjáls, að þá skuli enn vera þau lög í „landi bókarinnar“, að greiða ber frá 30—35% toll af öllu bókagerðar- efni. Mér er ekki kunnugt að slíkt þekkist í nokkru menning- arlandi, að tollur sé lagður á bókagerðarefni, a.m.k. ekki papp ír, og er það einlæg von mín og reyndar allra, sem við bókaút- gáfu fást, að þessi tollur, sem hreinlega er verndartollur í þágu erlendra bókaútgefenda, verði af numinn sem allra fyrst“. í stjórn AB voru kjörnir: Bjarni Benediktsson, ráðherra, formaður, Gylfi Þ. Gíslason, ráð- herra, Halldór Halldórsson, pró- fessor, Jóhann Hafstein, ráð- herra, Karl Kristjánsson, alþing- ismaður, en til vara: Davíð Ólafs- Aðalfundur Stuðla hf. Að loknum aðalfundi Almenna bókafélagsins var haldinn aðal- fundur Stuðla hf., sem eins og kunnugt er starfar sem styrktar- félag AB. Á fundinum gaf fram- kvæmdastjóri Stuðla hf., Eyjólf- ur K. Jónsson, hrl., skýrslu um afkomu síðasta starfsárs, og ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið, og verið er að gera, til þess að bæta og efla aðstöðu Almenna bókafélagsins til starfsemi sinn- ar. Er nú stefnt að því að ljúka byggingaframkvæmdum að Aust- urstræti 18 sem fyrst, en þangað mun AB flytja skrifstofur sínar og starfsemi í náinni framtíð. Á þessum fundi var einnig gert ýtarleg grein fyrir starfsemi AB. í stjórn Stuðla hf. voru kjörn- ir: Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, formaður, Halldór Grön- dal, framkvæmdastjóri, Kristján Gestsson, stórkaupmaður, Loftur Bjarnason, útgerðarmaður, og Magnús Víglundsson, forstjóri. Andanefja fannst á reki Neskaupstað, 18. júní. í FYRRADAG er vélbátur- inn Gullfinnur fór í róður sáu bátsverjar hval á reki skamrnt utan Við Norðfjarð- arhorn. Þetta reyndist vera 7 metra langur hvalur, Andar- nefja, sem er sjaldgæfur hér við land. Gullfinnur dró hvalinn í land og er ætlunin að bræða spikið og er vonazt til að fá eitt tonn af lýsi og nokkur tonn af kjöti, sem verður fryst til refafóðurs. Andar- nefjulýsi er mjög dýrt og verðmikið. Mennirnir á Gullfinni voru Sigurður Hinriksson, sem er eigandinn, og Einar Guð- mundsson. — Ásgeir. 56 myndir selzt á sýningu Feriós SYNING'U Ferrós í Listamanna- skálanum lýkur á sunnudags- kvöld. Hún verður ekki fram- lengd. Rúmlega 3 þús. manns hafa séð sýninguna og alls hafa 58 myndir selzt. — Sýningin er opin frá kl. 1 til 10 síðdegis. Þegar illa gengur grípa Fram- sóknarmenn jafnan til sama ráðs- ins. Þeir varpa foringjum sinum fyrir borð af fullkomnu miskunn- arleysi og án nokkurs þakklætis fyrir störf þeirra í flokksins þágu. Þannig fór fyrir Jónasi frá Hriflta og þannig fór fyrir glímu- kónginum Hermanni og nú er það opinbert leyndarmál, að ver- ið er að búa Eysteini Jónssyni sömu örlög. Sundrungin innan Framsóknar flokksins er svo mikil, að leið- andi menn innan hans tala opin- skátt um það, að dagar Eysteins séu senn taldir. Flokksforysta hans er sögð gamaldags og stöðn- uð. Flokkurinn er gjörsamlega klofinn í tvennt í afstöðunni til utanríkismála og dvalar varnar- liðsins. Innan hans vaða uppi hálfkommúnistar og Iaumukomm ar, sem halda uppi skipulags- bundinni klíkustarfsemi, sem teygir anga sína inn í öll flokks- félög og stofnanir flokksins. Eng- um trúnaðarstörfum innan flokks ins er ráðið, án þess að harðvitug átök fari fram milli þessara mörgu klíkna. í rauninni er ástandið í Fram- sóknarflokknum engu betra en í Alþýðubandalaginu, þar sem samkomulagið er nú slíkt, að sættir virðast útilokaðar. Uppskera eins og til var sáð En þótt allir virðist sammála um, að Eysteinn skuli fara eru fyrirsjáanleg harðvitug átök um hver verða skuli eftirmaður hans. Eaumukommaklikunni undir forystu Kristjáns Thorlaciusar þykir Þórarinn Tímaritstjóri væn legastur til forystu, enda hefur hann gengið manna lengst í á- byrgðarlausu lýðskrumi og upp- veðrun við kommúnista. f augum SÍS-klikunnar mundi slíkt þýða sama og sjálfsmorð flokksins, en í þeim hópi er litið náðugum augum til Helga Bergs. Og svo eru tveir yngri menn flokksins, sem telja sig sjálf- kjörna til forystu, þeir Einar Ágústsson og Jón Skaftason, sem báðir munu reiðubúnir til þess að taka að sér forystu flokksins. Engu skal um það spáð hver verða endalok þeirrar harðsnúnu baráttu, sem nú fer fram innan Framsóknarflokksins, en það veröur ekki annað sagt en sá flokkur uppskeri nú eins og til var sáð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.