Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 19. júní 1965 MORCU N BLAÐIÐ 17 - FÁNINN Framh. af bls. 15 svo í nefndarskýrslunni um þetta: „Sannfærðust ne'fndarmenn af tilraunum þeim, er gerðar voru, um það, að líking þessara tveggja fána væri svo mikil, að hún gæti valdið bagalegum misskilningi, einkum á sjó. í>ar sem nú þannig var ástatt, eð hinn blái, krosshvíti fáni vor, sem ngfndin vissi, að var bæði þjóðkunnur og þjóðkær, reyndist svo líkur hinum grísku kross- flöggum, að konungi vorum þótti hann fyrir þær sakir ekki mega öðlast löggilding, og svo áþekk- ur hinum sænsku, að fyrirsjá- anlegt var, að villu mátti valda, sá nefndin, að óumflýjanlegt var að koma fram með breytingu á gerðinni“. Þessi saga skal ekki rakin öllu lengur, en að lokum lagði nefnd- in fram tvær tillögur, aðra um þann fána, er síðar hlaUt lög- gildingu, og hina um hvitan fána með bláum krossi og hvítri og blárri rönd utan með beggja vegna krossins. Skv. síðari til- lögunni hefði íslenzki fáninn því orðið eins og sá finnski varð síðar, nema hvað hvítar rendur voru innan í bláa krossinum ut- arlega. Hér er sleppt að geta um marg- víslegar tillögur, sem nefndinni bárust. Fáninn löggiltur Fyrri tillöguna féllst konungur á með konungsúrskurði hinn 19. júní 1915. Segir þar um gerð fánans: „Heiðblár (ultramarine- blár) með hvítum krossi og há- rauðum krossi innan í hvíta kross inum. Armar krossanna skulu ná alveg út í jaðra fánans á alla 4 vegu. Breidd krossmarksins alls skal vera 2/9 af breidd fánans, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd fánans. Reitirnir við stöngina skulu vera rjetthyrndir ferhyrningar og all- er hliðar þeirra jafnstórar; ytri reitirnir skulu vera jafnbreiðir stangarreitupum, en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar hans verður sem 18:25.“ Undir úrskurðinum stendur: „Gefið á Amalíuborg, 19. júní 1915. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian R. (L. S.) Einar Arnórsson". Nýr konungsúrskurður um fán ann var gefinn út 30. nóvember 1918. Þar eru ákvæðin frá fyrri úrskurðinum endurtekin, en á- kvæðum um klofna fánann bætt við. (Klofni fáninn hefur einnig verið nefndur tvítyngdi fáninn óg tjúgufáninn). Konungsúrskurðurinn frá 30. nóv. 1918 var í gildi allt fram til lýðveldistöku, en ákvæði bættust við með konungsúrskurði 12. febr. 1919, 5. júlí 1920 og 13. jan. 1938, og með ríkisstjóraúrskurði 9. des. 1941. Fánalögin 1944 Þegar líða tók að stofnun Iýð- veldis á íslandi, þótti hlýða, að sett yrðu lög um þjóðfána ís- lendinga. Á Alþingi 1944 báru tveir þingmenn, þeir Gunnar Thoroddsen og Sigurður Bjarna- son, fram þingsályktunartillögu um notkun íslenzka fánans, og var tillagan samþykkt 10. marz 1944. Þar segir í upphafi: „Al- þingi ályktar að lýsa yfir þeirri ósk og beina þeirri áskorun til allra landsmanna, að efld sé og aukin notkun íslenzka fánans og virðing fyrir honum sem tákni hins íslenzka þjóðernis og full- veldis“. Síðar segir: (Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni) „að vinna að undirbúningi lög- gjafar um islenzka fánann og ieggja frumvarp til fánalaga fyr- ir Alþingi, er það kemur næst saman “. í samræmi við þessa þings- ályktun voru samin og sam- þykkt lög um þjóðfána íslend- inga. Hinn nýkjörni forseti ís- lands, Sveinn Björnsson, undir- T i I fánans Kvæði Einars Benediktsson ar, „Til fánans“, birtist árið 1906 í kvæðabók hans, „Haf- blik“. 24. október 1906 birt- ist það í blaðinu „Valurinn“, sem Jónas Guðlaugsson gaf út vestur á ísafirði (ásamt Guðmundi Guðmundssyni skáldi) og segir þar meðal annars: „Þetta snjalla kvæði er upphaflega ort fyrir „Val- inn“, en gat ei komið nógu fljótt og var því prentað í hinni nýju kvæðabók skálds- ins, Hafblik .... Kvæði þetta ætti að verða fánasöngur ís- lendinga, enda hefir Sigfús Einarsson tónskáld samið snjallt lag við það“. „Til fánans" er ort til hvít- bláa fánans, Hvítbláins. Það varð þegar fánasöngur þjóð- arinnar, og hélt áfram að vera það, eftir að annar fáni hafði verið lögfestur. Því er það birt hér á fimmtíu ára afmæli núverandi þjóðfána íslendinga. Rís þú, unga íslands merki, upp meö þúsund radda brag. Tengdu’ í oss aö einu verki sterkur, nýr á gömlum merg. Heimur skal hér líta í landi lifna risa fyrir dverg. Sveinn Björnsson staðfesti nú- gildandi lög um fánann fyrst allra laga lýðveldisins á Þing- völlum 17. júní 1944. ritaði þau fyrst allra laga lýð- veldisins á Þingvöllum hinn 17. júní 1944 á fyrsta ríkisráðsfundi eftir stofnun lýðveldisins. Hér fara á eftir fánalögin og síðan forsetaúrskurður frá 17. ágúst 1944 um fánadaga o.fh Lög um þjóðfána íslendinga. FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallizt á lög þessi og ég stað- fest þau með samþykki mínu: 1. gr. Hinn almenni þjóðfáni íslend- inga er heiðblár með mjallhvít- um krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum. Armar krossanna ná alveg út í jaðra fánans, og er breidd þeirra 2/9, en rauða krossins 1/9, af fána- breiddinni. Bláu reitirnir eru rétthyrndir ferhyrningar: stang- arreitirnir jafnhliða og ytri reitirnir jafnbreiðir þeim, en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar er 18:25. 2. gr. Ríkisstjórn, Alþingi og aðrar opinberar stofnanir svo o_g full- trúar utanrikisráðuneytis fslands erlendis skulu nota þjóðfánann klofinn að framan: tjúgufána. Tjúgufáninn er að því leyti frá- brugðinn hinum almenna þjóð- fána, að ytri reitir hans eru þre- *falt lengri en stangarreitirnir og klauf upp í hann að framan, skorin eftir beinum línum, dregn um frá ytri hornum fánans inn að miðlínu hans. Línur þessar skera innjaðra ytri reitanna þar, sem saman koma 4/7 ytri og 3/7 innri hlutar lengdar þeirra. Þar, sem línur þessar nema við arm rauða krossins, er hann þverskor- inn. Póst- og símafáni svo og toll- gæzlufáni eru tjúgufánar með merki í efra stangarreit miðjum: póst- og símafáninn með póst- lúðri hringuðum utan um stjörnu og út frá stjörnunni eldingarleift- ur, en tollfáninn með upphafs- téi (T). Merki þessi eru silfurlit. 3. gr. Fáni hafnsögumanns er hinn al menni þjóðfáni með hvítum jöðr- um á alla vegu, jafnbreiðum krossunum, þ.e. 4/7 af breidd bláu reitanna. 4. gr. Engin önnur merki en þau, er greinir í 2. og 3. gr., má nota í þjóðfánanum. 5. gr. Tjúgufánann má aðeins nota á húsum og við hús, sem notuð eru að öllu eða mestu leyti í þágu ríkis eða ríkisstofnana, nema um sé að ræða heimili eða embættis- skrifstofu fulltrúa utanríkisráðu- neytis íslands erlendis. Þótt hús sé eign ríkis eða ríkisstofnana, má ekki nota tjúgufánann á því, ef leigt er að mestu eða öllu ein- stökum mönnum eða einkastofn- unum. Hins vegar má nota tjúgu- fánann á húsi, sem er í eign ein- stakra manna eða einkastoínana, ef ríkið eða ríkisstofnanir hafa húsið á leigu og nota það að öllu eða mestu leyti til sinna þarfa. Tjúgufánann má aðeins nota á skipum, sem eru í eign ríkis eða rikisstofnana og notuð í þeirra þarfir, með þeim undantekning- um, sem hér greinir: anda, kraft og hjartalag. Rís þú íslands stóri, sterki stofn meö nýjan frœgöardag. Hvort skal nokkur banna og bjóOa börnum frjálsum þessa lands og til vorra œttarslóöa augum líta rœningjays f Fylkjum oss í flokki þjóða. Fram, aö lögum guös og manns. Gætum hólmans. Vofi valur víöskyggn yfir storö og hlé. Enginn fjöröur, enginn dalur auga hauksins gleymdur sé. Vakiö, vákiö, hrund og halur, heilög geymiö íslands vé. Storma og ánauö stóöst vor andi stöðugur sem hamraberg. Breytinganna straum hann standt Skín þú, fáni, eynni yfir eins og mjöll í fjalláhlíö. Fangamarkiö fast þú skrifir fólks í hjartaö ár og siö. Munist hvar sem landinn lifir litir þínir álla tíö. Hvert eitt landsins fley, sem flýtur, fáni vor, þig beri hátt. Hvert þess barn, sem Ijósiö lítur, lífgar vonir, sem þú átt. Hvert þess líf, sem þver og þrýtur, þínum hjúp þú vefja mátt. Meöan sumarsólir brœöa svellin vetra um engi og tún skal vor ást til íslands glœöa afl vort undir krossins rún, djúp sem blámi himinhæöa, hrein sem jökultindsins brún. Ef ríkið tekur skip á leigu til embættisþarfa (strandgæzlu, toll gæzlu,- póstflutnings, vitaeftirlits, hafnsögu o.s.frv.), má það nota tjúgufánann af þeirri gerð, sem við á samkvæmt 2. gr. Skip, sem annast póstflutning eftir samkomulagi eða samningi við ríkisstjórnina, mega nota póst fánann á umsömdum póstleiðum, enda hafi þau rétt til að sigla undir íslenzkum fána. 6. gr. Þjóðfánann skal draga að hún á þar til gerðri stöng. Á húsum getur stöngin verið annaðhvort beint upp af þaki hússins eða gengið út frá hlið þess, enda sé stönginni í báðum tilfellum kom- ið fyrir á smekklegan hátt. Enn fremur má nota stöng, sem reist er á jörðu. Á skipum skal stöng- inni komið fyrir í skut eða á ás- enda aftur af því siglutré, sem aftast er. Ef um smáskip eða báta er að ræða, má draga fánann að hún á siglutré, eða aftasta siglu- tré, ef fleiri eru en eitt. 7. gr. Með forsetaúrskurði skal kveða á um fánadaga og hve lengi dags fánum megi halda við hún. 8. gr. Nú rís ágreiningur tim rétta notkun þjóðfánans, og sker þá dómsmálaráðuneytið úr. 9- gr. Sýnishorn af réttum litum og hlutföllum þjóðfánans skal vera til á vissum stöðum, sem dóms- málaráðuneytið ákveður og aug- lýsir, svo og hjá öllum lögreglu- stjórum. Bannað er að hafa á boðstólum, selja eða leigja aðra fána en þá, sem gerðir eru með réttum litum og réttum hlutföll- um reita og krossa. 10. gr. Lögreglan skal hafa eftirlit með þyí, að enginn noti þjóðfána, sem er ekki í samræmi við sýnishorn þau, er greinir í 9. gr., eða svo upplitaður eða slitinn, að veru- lega frábrugðinn sé réttum íána um lit og stærðarhluföll reita. Má gera slíka fána upptæka, ef notaðir eru á stöng eða sýndir úti eða inni, þar sem almenningur getur séð þá. 11. gr. Lög þessi ná til allra þjóðfána, sem notaðir eru á venjulegan hátt, svo að almenningur eigi kost á að sjá þá úti eða inni, en ekki til skrautfána, borðfána eða því um líkra fána, sem þó skulu jafnan vera gerðir þannig, að réttir séu litir og stærðarhlutföll reita og krossa. 12. gr. Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Óheimilt er að nota þjóðfán- ann sem einkamerki einstakl- inga, félaga eða stofnana eða auð kennismerki á aðgöngumiðum, samskotamerkjum eða öðru þess háttar. Óheimilt er einstökum stjórn- málaflokkum að nota þjóðfánann í áróðursskyni við kosningaund- irbúning eða kosningar. Óheimilt er að nota fánann í íirmamerki, vörumerki eða á söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vörum. Nú hefur verið skrásett af mis- gáningi vörumerki, þar sem not- aður er þjóðfáninn án heimildar, og skal þá afmá það úr vöru- merkjaskrá samkvæmt kröfu dómsmálaráðuneytisins. Nú setur maður þjóðfánann á söluvarning eða umbúðir hans, og skal þá fenginn dómsúrskurð- ur um, að honum sé óheimilt að nota fánamerkið eða hafa vörur til sölu, sem auðkenndar eru með því. Auk þess má skylda hann til þess, ef nauðsyn krefur, að ónýta vörurnar eða umbúðir þeirra, svo framarlega sem þær eru þá í vörzlum hans eða hann á annan hátt hefur umráð yfir þeim. , 13. gr. Dómsmálaráðuneytið getur, ef þörf þykir, sett með reglugerð sérstök ákvæði til skýringar ákvæðum laga þessara. 14. gr,- Brot gegn 4. og 5. gr. og 1. málsgr. 12. gr. varða sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári. Brot gegn öðrum ákvæðum laga þessara og gegn forsetaúr- skurðum eða reglugerðum sett- um samkvæmt þeim varða sekt- um. Mál út af brotum þessum fara að hætti opinberra mála. 15. gr. Með lögum þessum falla úr gildi konungsúrskurðir nr. 41 frá 30. nóv. 1918, nr. 1 frá 12. febr. 1919, nr. 23 frá 5. júlí 1920, nr. 30 frá 13. jan. 1938 og ríkisstjóra- úrskurður nr. 119 frá 9. des. 194L 16. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört á Þingvelli við Öxará, 17. dag júnímánaðar 1944. Sveinn Björnsson. (L. S.) Björn Þórðarson. FORSETAÚRSKURÐUE um fánadaga o. fl. FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Samkvæmt tillögu forsætisráð- herra og fyrirmælum 7. gr. lagn nr. 34 17. júní 1944, um þjóðfán* íslendinga, eru hér með sett efV* irfarandi ákvæði: 1. gr. Draga skal fána á stöng á hÚ9- um opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sér- stakra forstöðumanna ríkisins, eftirgreinda daga: 1. Fæðingardag forseta íslands. 2. Nýársdag. 3. Föstudaginn langa. 4. Páskadag. 5. Sumardaginn fyrsta. 6. 1. maí. 7. Hvítasunnudag. 8. 17. júni. 9. 1. desember. 10. Jóladag. Alla ofangreinda daga skal draga fána að hún, nema föstu- daginn langa, þá í hálfa stöng. 2. gr. Hverja dagá aðra en í 1. gr. segir, og við hvaða tækifærl flagga skal á landi, fer eftir á- kvörðun dómsmálaráðuneytisins. 3. gr. Á tímabilinu 1. marz—31. októ- ber skal eigi draga fána á stöng á landi fyrr en kl. 8 árdegis. en á tímabilinu 1. nóvember til febrúarloka eigi fyrr en kl. t árdegis. 4. gr. Fáni skal eigi uppi vera leng- ur en til sólarlags og aldrei leng- ur en til kl. 8 síðdegis, nema flaggað sé á stað við útisamkom- ur, þá má láta fána vera uppl meðan samkoman varir og bjart er, þó eigi lengur en til mið- nættis. Gjört í Reykjavík, 17. ágúst 1944. Sveinn Björnsson. (L. S.) Björn Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.