Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLADID Miðvíkudagur 10. nóv. 1965 MlðMðl Nauðsyn að lög um húsnæðismál séu endurskoðuð með millibili Fyrslu umræðu um lundbún.múlin lokið 1 GÆR mælti Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrir meirihlutaáliti frá heilbrigðis- og félagsmála- nefnd E.d. um st j órnarf rum- varp til laga um breytingar á lög um um Húsnæð- ismálastofnun ríkisins. Sagði framsögu maður að nefnd in hefði rætt þetta frumvarp og ekki orðið sammála, en meiri hiuti hennar mælti með því að það yrði samþykkt óbreytt. Sagði þigmaðurinn að frum- rarp þetta væri flutt 1 samræmi við yfirlýsingu þá um húsnæðis mál, sem ríkisstjórnin gaf í sum ar í sambandi við kjarasamninga verkalýðsfélaganna. >á væri einn ig lagt til í frumvarpinu, að fast eignamat til eignaskatts yrði sex faldað, en það væri gert í því skyni að afla ríkissjóði tekna til að standa straiam af þeim auknu fjárútlátum sem hann yrði fyrir ef til samþykkt frumvarpsins kæmi. í frumvarpinu væri einnig á- kvæði til bráðabirgða sem kvæðu á um að á næstu fimm árum skyldi hækkun lánsfjárhæðar, sem væri kr. 280.000,00, ekki nema lægri upphæð en kr. 16.000,00 á ár, þó að vísitala byggingarkostnaðar orsakaði ekki svo mikla hækkun lánsfjár- hæðarinnar. Einnig væru I frumvarpinu bráðabirgðaákvæði um það, að þeir sem hófu byggingarfram- kvæmdir á tímabilinu 1. apríl til 31. desemebr 1964 skyldu eiga kost á viðbótarláni hjá Húsnæðis málastofnun ríkisins sem næmi kr. 50.000,00. Alfreð GLslason (K) mælti fyr ir nefndaráliti 1. minnihluta heil brigðis og félagsmálanefndar. Sagði hann að ekki væri að finna stafkrók í yfirlýsingu ríkisstjórn arinnar frá því í sumar um hækk un fasteignamats. Hækkun þessi væri auk þess of mikil og um handahófskenndar ákvarðanir að ræða. í yfirlýsingu ríkisstjómar- innar frá því í sumar hefði hins vegar verið skýrt ákveðið að launafólk skyldi eiga kost á allt að 80% láni út á verðmæti íbúð- anna að meðtöldu gatnagerðar- gjaldL í frumvarpinu sem lægi hér fyrir væri hins vegar aðeins gert ráð fyrir heimild og væri þar um reginmun að ræða. Þá hefði setning nýrra húsaleigulaga verið brýn nauðsyn og hefði ver- ið farið skakkt að með því að fella þau eldri úr gildi, án þess að ný tækju við. Karl Kristjánsson (F) mælti fyrir nefndaráliti 2. minnihluta heilbrigðis- og félagsmálanefnd- ar, og sagði að Framsóknar- menn hefðu á síðasta Alþingi flutt tillögu um hækkun lána til íbúðabygginga, en það hefði ver ið fellt. Fráleitt væri að sexfalda fasteignamatið, heldur ætti þá hækka eigna- skattinn beint. Þá sagði þingmað urinn að því yrði ekki á móti mælt að húsaleigulögin væru nú af fáum virt, nema opinberum aðilum, en þau væru þó fyrir hendi og ábyrgðarhlutur væri það að fella þau niður nema eitt hvað kæmi í þeirra stað. Skyn- samlegra hefði verið að endur- skoða lögin áður en þau voru a/numin. *M«rt G. Þorsteinsson, félags málaráðherra, sagði að ekki væri um neinn merkingarmun að ræða, á því sem stæði um heimild til lánveitinga til launa- fólks í kjarasamningum frá í sumar og í lagafrumvarpinu. Með því að mótmæla sexföldun fast- eignamats væri verið að tryggja ríkissjóði fé til að standa straum af lánveitinum og væri það ekki rétt að benda stöðugt á leiðir sem kostuðu mikið fé, en aldrei gera tillögur um hvernig afla ætti fjárins. Með lagafrumvarpi þessu væri stigið stórt spor i réttlætis- átt. en lög sem þessi væri þó alltaf rbýn nauðsyn að endur- skoða með hæfilegu millibili. Alfreð Gislason tók aftur til máls og undirstrikaði það sem skoðun sína að meiningarmunur væri á hvort Húsnæðismálastjórn skyldi veita launafólki lán, eða hvort henni væri það aðeins heimilt. Karl Kristjánsson tók einnig aftur til máls og sagði það ekki skyldu stjórnarandstöðunnar að benda á leiðir til úrræða. í þessu máli hefði þó Framsóknarflokk- urinn bent ó þá leið að hækka eignaskattinn, ef ríkisstjórnin gæti ekki staðið við skulbinding ar sínar við Húsnæðismálastjórn á annan hátt. Til máls tóku einnig aftur þeir Eggert G. Þorsteinsson og Þor- valdur Garðar Kristjánsson og að lokum Björn Jónsson (K). FYRSTU umræðu um landbún- aðarmálin lauk í neðri deild Al- þingis í gær. I gær tók fyrstur til máls Gísli Guðmundsson (F). Sagði hann m.a. að landbúnaður inn þyrfti að vaxa jafnt og þétt og menn mættu ekki láta sér það fyrir brjósti brenna, þó að um offramleiðslu gæti orðið að ræða fyrir innanlandsmarkað á meðan á uppbyggingunni stæði. Þá taldi þingmaðurinn að samhengi væri milli dýrtíðar og útflutn- ingsuppbóta. Þórarinn Þórarinsson (F), varð enn tíðrætt um verðbólguna og taldi hann að sama væri hvaða aðferðum beitt væri við útreikn ing á aukningu hennar. Hið sama kæmi út — hún hefði stóraukizt í valdatíð núverandi stjórnar. Mætti til nefna tölur þær er birtust í Hagtíðindum í s.l. ágúst, að á timum vinstri stjórnarinnar hefði orðið 19% hækkun á vísi- tölunni, miðað við 2Ö mánuði, en s.l. 2® mánilli hefði hækkun in hins vegar orðið 36%.- Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, sagði það bera ing að taka út einstök tímabil til samanburðar, því með þvl væri sannleikurinn ekki sagður. Vitnaði ráðherra síðan í tölur er birtust í ágústhefti Hagtíðinda um hækkun vísitölunnar frá ára byrjun til ársloka á árunum 1950—1964. Kæmi það í ljós að vísitalan hefði hækkað mest á árunum 1950 um 42,2% og 1951 um 19,5%. Árið 1963 hefði hækk unin hins vegar verið 17,1% og 11,9% árið 1964 og það sem al væri árinu 1965 5,8%. Skúli GuSmundsson (F), taldi að ráðherra færi með blekking- ar með því að vitna í þessar töl- ur. Meðalvísitala ársins 1963 hefði verið 273,5 stig og meðal- vísitala ársins 1964 325,6 stig og gerði það 19,6% hækkun. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra, sagðist hafa tekið það skýrt fram, að hann miðaði við ársbyrjun til ársloka. Sá reikn- ingur Skúla Guðmundssonar að taka meðalvísitölu frá ári til árs, fengi ekki staðizt. Málinu var síðan vísað til ann arrar umræðu og landbúnaðar- vitni um óheiðarlegan málflutn- nefndar með 25 atkv. gegn 1. Unnið ab nýrri um húsaleigu f EFRI DEILD mælti Alfreð Gislason (K) fyrir þingsályktun- artillögu um setningu húsaleigu- laga, sem hann er fflutningsmiað- ur að. Er þingályktunartillagan svohljóðandi: Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjárnina að fela húsnæðismálastjórn að undirbúa frum- varp til húsa- leigulaga og leggja slíkt frumvarp fyrir Alþingi það, er nú situir. Flutningsmað ur sagði að til- efni til þess að flytja þetta frumvarp væri stjórnarfrumvarp það er nú lægi fyrir Aiþingi um afnám húsaleigulaganna. Lög þessi um hámark húsaleigu væru vissulega orðin úrelt, en ekkert virtist eiga að koma í þeirra stað. Leiga Jbúðarhúsnæðis ætti því að vera frjáls og óbundin að öðru en lögmálinu um framboð og eftirspuirn. Sem stæði væri framboð á leiguhúsnæði lrtið, en eftirspurn mikil og stuðlaði það að því að húsaleigan væri óhóf- lega há Rlkissrtjómin hefði vænt anlega í undirtoúningi löggjöf um húsaleigu og bezt væri ef félags málaráðherra vildi lýsa því yfir að frumvarp það yrði lagt fram á þessu þingi. Eggert G. Þorsteinsson, félags málaráðherra, sagði að þegar hefðu verið gefnar yfirlýsingar þess efnis, að Húsnæðismálastofn un ríkisins hefði verið falið að gera frumvarp að húsaleigulög- um. Núverandi löggjöf hefði ver ið úrelt og stæði í vegi fyrir því, að byggt væri nægilega mikið af leiguhúsnæði. Uppi væru skoðanir um hvort byggja ætti á nýjum grundvelli, eða hafa hliðsjón af gömlu húsa- leigulögum. Margt bæri að at- huga í sambandi við samningu frumvarpsins og á tíðum kæmi til vandasamt mat sem tæki langan tíma. Æskilegt væri, að Húsnæðis- málastofnunin gæti lokið við sammingu frum- varpsins fyrir þinglok nú. Alfreð Gísla son tók aftur til máls og sagði að Borgarstjóm Reykjavíkur hefði gert samþykkt fyrir ári, sem væri að efni til hliðstæð þings- ályktunartillögunni. Hefði borg- arráð síðan snúið sér til ríkis- stjórnarinnar og gert henni kunnugt um þessa samþykkt. Gæti því ríkisstjórnin ekki bor- ið fyrir sig tímaley&i. Meiri þörf væri á að setja nýja löggjöf um þessi mál, heldur en fella gömlu löggjöfina úr gildi. Félagsmálaráðherra tók einm- ig aftur til máls og sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að þessu máli yrði hraðað. Hann sæi heldur ekki ástæðu til ann- ars en halda það að Húsnæðis- málastjórn gerði sibt til að svo yrði. Allir vissu það að húsnæð- ismálin væri ein af aðal undir- rótum verðbólgunnar og væri það því áreiðanlegt að allir vildu að reynt yrði að finna hag- kvæma lausn þessa máls. ÞRÍR fundir voru haldnir í neðri deild Alþingis í gær. Var -það til að flýta fyrir afgreiðslu frum- varps um heimild fyrir rikis- stjórnina til þess að leyfa h.f. Hval innflutning á hvalveiði- skipi. Birgir Finnsson (A) mælti fyrir frumvarpi þessu sem kem- ur frá sjávarútvegsnefnd. Sagði að nefndin flytti þetta frumvarp að beiðni sarn- göngumálaráðu neytisins, og í greinargerð er fylgdi því segði, að h.f. Hvalur hefði farið þess á leit að fá að flytja inn hval- veiðiskip sem eldra væri en 12 ára. Félagið ætti þess kost að kaupa nú hvalveiðiskip í Noregi, sem henti mjög vel til hvaiveiða hér við land, en nauðsyn beri til þess að endurnýja hvalveiði skipafiotann. Umrætt skip héti nú Tiger og væri smíðað árið 1942 í Lange- sund í Noregi. Hefði í septem- ber mánuði 1964 farið fram tóli ára flokkunarviðgerð á Skipi og vél og katli. Aldur skipsins út- heimti það hinsvegar að sérstök Lög yrðu »ett um innflutning þess og í fylgiskjaii irueð frum- varpinu væri þess getið að skipaskoðun ríkisins sæi ekkert því til fyrirstöðu að skipið yrði keypt, ef lög um kaup þess yrðu gerð, enda verði öryggisúttoúnað- ur þess allur samkvæmt íslenzk- um reglum. Málið var síðan tekið til ann- arrar og þriðju umræðu og síðan sent forseta efri deildar til frek- ari meðferðar. NÝ MÁL LÓGÐ var fram í gær svohljóð- andi þingsályktunartillaga frá Benedikt Gröndal og fl.: Alþingi áiyktar, að gerð skuli athugun því, hvort ekki sé tímabært og æskilegt að taka upp 18 ára kosningaraldur á íslandi. Athugun þessa skal gera sjö manna nefnd, kosin af Alþingi. Nefndin kýs sér sjálf formann. Nefndin skal skila áliti fyrir setningu reglulegs Alþingis 1966. Þá komu fram breytingartillöig ur frá Óskari E. Levý og fl. við frumvarpið um fuglaveiðar og fuglafriðun, og frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 38 14. apríl 1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Er flutningsmaður þess frum- varps Jón Skaftason og er í þvl gert ráð fyrir að setning í opin- bera stöðu skuli jafnan vera til bráðatoirgða og aldrei lengur en til fjögurra ára. Skal staðan jafn- an vera auglýst laus til umsókn- ar, er sett hefur verið í hana í fjögur ár. Þá voru lagðar fram 5 fyrir- spurnir. Er það fyrirspurn til viðskiptamálaráðherra frá Þor- valdi Garðari Kistljánssyni og fl. um setningu reglna um tilboð í verk samkvæmt útboðum. Til ríkisstjórnarinnar um fram kvæmd áætlana um sjálfvirkt símakerfi frá Hannibal Valcli- marssyni. Til samgönigumálaráðherra um sérleyfissjóð og umferðarmið- stöð frá Inga R. Helgasyni. Til ríkisstjórnarinnar um fram kvæmd laga um fávitahæli frá Alfreð Gíslasyni. Og til mennta- málaráðherra um sjónvarpsmál frá Gils Guðmundssyni. 64 Villta vestrið sigrað,, GAMLA BÍÓ sýnir um þessar mundir amerísku stórmyndina „Vilta vestrið sigrað" (How the West Was Won). Segir hún frá landnemenum, sem leggja leið sían vstur á bóginn, hættum þeim og erfiðleikmu, sem þeir þurfa að sigrast á; lífi þeirra, gleði, ástum og sorg. Þetta ar mikil mynd, sem fjöldi frægra leikara koma fram i, eins og t.d.: Caroll Baker, Lee J. Cobb, Henry Fonda, Carolyn Jones, Karl Maiden, Gregory Peck, George Peppard, Robert Preston, Debbia Reynolds, James Stewart, Eli Wallach, John Wayne og Richard Widmark. — Á myndinni sjást þær Debbie Reynolds (t.v.) o® Carroll Baker í hiutverkum síiw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.