Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. nóv. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Og þegar það var allt afstaðið, fórum við að búa í þessu hræði- lega húsi. Mér hefði aldrei dottið í hug, að ég gæti hatað neitt eins og ég hef hatað þetta hús. t>að er alveg eins og að búa í gröf inn- an um dautt fólk. Stundum óska ég þess, að ég gæti brennt það til grunna, með öllu, sem í því er. Það þykir ekkert að vera að hanga of fastur á fortíðinni. En þarna situr hún, í þessari hræðilegu stofu dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, svo að mér er skapi næst að öskra upp yfir mig. Og svo stundum upp úr miðju kafi, fer hún að . . . syngja! Og það er það versta, þegar hún fer að syngja. Það er ekkert eftir af röddinni .... ekkert.... Ég stóð upp og lagði höndina á öxl hennar. — Þér skuluð ekki taka yður þetta svo nærri, frú Klein. Ég kæri mig ekki um að heyra meira. Hún þerraði augun eins og skólastelpa, snuggaði og hristi höfuðið vesældarlega. Allt í einu leit hún beint framan í mig og augnaráðið var biðjandi, er hún sagði: — Vilduð þér heyra hana syngja . ... í al- vöru? Ég komst í hálfgerð vandræði. Þetta var ekki rétta stundin, til að setjast niður og hlusta á söng. En svipurinn á henni var svo biðjandi og örvæntingarfull- ur, að ég tautaði eitthvað um „tvær mínútur eða svo“. En í stiganum hittum við Saunders, sem leit út eins og hann hefði gengið þarna upp í áföngum. — Við ætlum að fara að hlusta ofurlítið á söng, sagði ég og þegar munnurinn á honum féll upp á gátt ýtti ég ofurlítið við honum í glensi og gerði höfuð- bendingu í áttina að konunni, sem var þegar komin niður í miðjan stigann. Ég sá á svipn- um á honum, að hann skildi, hvað ég var að fara og svo lötr- uðum við niður á eftir henni. ,Á leiðinni sagði hann mér frá úrskurðinum, sem yrði sendur gagngert. Þegar við komum inn í forn- eskjulegu stofuna, stóð Maud Klein andartak og studdi hendi á lokið á gamalli eikarkistu. Hún bauð okkur sæti og meðan ég settist á röndina á gömium legubekk. og Saunders faldi sig einhversstaðar að baki mér, þá □---------------------------□ 22 □---------------------------□ trúði hún okkur fyrir því, að gamla eikarkistan væri raun- verulega engin gömul eikarkista heldur sniðulega dulbúinn út- varpsgrammófónn. Hún pírði nærsýnum augum á plötuna, sem lá á honum, og virtist gera sig ánægða með hana. — Þetta er „Casta diva“ úr Norma, sagði hún lágt. — Það var eitt bezta hlutverkið henn- ar. Ég ræskti mig og setti upp kunnáttusvip og eftirvæntingar, en þegar fyrstu tónarnir liðu út í þessa dapurlegu stofu, fann ég til þunglyndis. Ég er alls ekki fær um að lýsa þeim tilfinningum, sem hrærðust hjá mér, þar sem ég sat og horfði niður á fæturna á mér og hlustaði á einhvern guð- dómlegasta söng, sem ég hef nokkurntíma heyrt. Það var illa — Bíðið. Stoppið. „E-ið“ er skynðilega horfið gjörsamlega. hægt að hugsa sér þessa dásam- lega hreinu tóna í sambandi við þessi votu augu, sem ég hafði verið að horfa í, nokkrum klukkustundum áður. En þó komst ég ennþá meir við af að horfa á Maud Klein, sem sat þegjandi í stólnum sínum og tárin rennandi niður kinnar hennar. En hvað var það móti því, sem Yvonne Lavalle hlýt- ur að hafa fundið til, að vita þessa guðdómlegu rödd sleppa frá sér, smátt og smátt. Platan hefur líklega ekki ver- ið búin að vera' nema svo sem þrjár mínútur í gangi, þó að mér fyndist það heil eilífð, og ég gat ekki sagt neitt um hana, sem við ætti. Við sátum þama bara, öll þrjú, rétt eins og í kirkju. Eftir langan tíma, að mér fannst, reis ég upp úr sætinu og stikaði út að glugganum. Ég leita oft til glugganna, ef ég veit ekki hvað ég á af mér að gera. Það er alltaf eitthvað að gerast hinumegin við glugg- ann eitthvað, sem getur dregið mann aftur til tilbreytingarleys- is daglegs lífs — venjuiegt fólk með venjulega hatta, á leið til venjulegrar vinnu. Hvenær, sem ég fer að ruglast eru gluggar helzta athvarf mitt. En það var ekkert að gerast þarna úti fyrir, sem markvert mætti telja — skátadrengur á hjóli, tvær konur, sem hölluð- ust upp að bréfkassa, að taia um aðrar konur, og einmana hundur, sem var úti að ganga sér til heilsubótar. Ég þoldi ekki lengur þessa þögn. — Heyrðuð þér nokkurntíma nefndá stúlku að nafni Úrsúia Twist frú Klein? sagði ég. Einar tvær sekúndur liðu. — Hún sat einmitt hérna inni fyrir tveimur kvöldum. Ég sneri mér og horfði á hana. Hún horfði fast á mig. — Eruð þér viss um það? — Alveg handviss. Ég gekk til hennar og sagði einbeittlega: — Vitið þér, að ungfrú Twist dó einmitt fyrir tveim kvöldum? — Já, ég veit það. — Og, að þar af leiðandi hljót ið þér að vera ein hinna sið- ustu, sem sáu hana lifandi? — Já. Ég sagði nú, harkalega: — Ef svo er, þá hefðuð þér átt að gera lögreglunni viðrart um það. Hún hristi höfuðið. — Ungfrú Twist kom að finna ungfrú Lav alle. Ef þér hefðuð átt að vita eitthvað um það hefði unefrú Lavalle átt áo gera yður að- vart. Ég næstum öskraði að henni: — En. það gerði hún! í gær- kvöldi. Það gerði húji! Ég stillti mig og hélt áfram rólegur: — Frú Klein, það sem hún kann að hafa talað við ungfrú Lav- alle þetta kvöld, er okkur mjög áríðandi að vita. Tímirm er naumur. Það geta liðið margar klukkustundir áður en við kom- umst í samband við ungj’ru Lav alle. Þér verðið að segja okkur það, sem þér kunmð að vita. Hún teygði úr hcndunum, þreytulega. — Já, en ég get bara ekkert sagt ykkur út yf- ir það, sem ég hef þegar sagt. Úrsúla kom hingað um klukk- an sjö, og virtist í æsingi og döpur. En eftir að ég hafði vís- að henm inn, sá ég hana alls ekki. — Hvenær fór hún aftur? — Ég held ég hafi heyrt hana fara um klukkan átta. — En sáuð hana ekki fara? — Nei. , — Og þremur stundum síðar var hún dáin. Ég horfði alvarlegur á Saund- ers. — Hringdu í stöðina, Saund ers, og segðu þeim að dreifa út lýsingu á Yvonne Lavalle taf- arlaust. Einhversstaðar niðri í kjall- aranum heyrðist í dyrabjöllu. Eg horfði út um gluggann og sá vélhjól frá lögreglunni fyrir utan. — Þetta er úrskurðurinn. Ég skal sjá um hann. Frú Klein, viljið þér gefa aðstoðarmann- inum mínum nákvæma lýsingu á henni, og öll sérstök einkenni. Þér skiljið, er ekki svo, að ung- frú Lavalle getur ráðið yfir liin- um og þessum upplýsingum, sem gætu orðið til þess, að morðinginn næðist, og ef sá morðingi verður þess áskynja, að hún hefur haft eitthvert samband við okkur, þá getur líf hennar verið í bráðri hættu. Hver mínúta, sem er búin að fara til einskis hjá okkur í morg un, hefur aukið þá hættu. Bjallan hringdi áfram óþolin- móðlega. Það sauð. í mér reiðin við sjálfan mig og ég þaut til dyr- anna og opnaði. Einhver maður utan úr geimnum stóð þarna, með hjálm og gleraugu, og í bláum rykfrakka. Hann stakk að mér blaði. Ég leit á hann kuldalega. — Þekki ég yður? Hann lyfti gleraugunum. — Böö! sagði hann. Undir þessum dularklæðum var einn kunningi minn, Bob Trywell. Ég var feginn að sjá hann og heilsaði honum inni- lega. Við höfðum ekki sézt í há- langa tíð. Oft höfðum við þrammað saman eftir dimmum gangstéttum og marga ólöglega sígarettuna höfðum við reykt í húsadyrum, og hlustað eftir fóta taki eftirlitsmannsins! — Máttu tefja, Bob? spurði ég. — Ég er þénustureiðubúinn, sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.