Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 18
18 MOKGU N B LADIÐ Miðvikudagur 10. nóv. 1965 Guðjón Jónsson, Jaðri — Afmæliskveðja Aldo Moro í Belgrad Rómaborg, 8. nóv. NTB. ALDO Moro, forsætisráffherra Italiu, kom i dag til Belgrad í fjögurra daga opinbera heim- sókn. Er það í fyrsta sinn, sem ítalskur forsætisráðherra heim- sækir Júgóslavíu, frá því rikið fékk núverandi mynd. Ráðherrar Júgóslavnesku stjómarinnar tóku á móti Aldo Moro en hann mun m.a. ræða við farsætisráðherrann, Petar Stambolic og Tito, forseta. Segja stjórnmálafréttaritarar í Belgrad, að ferð þessi muni lið- ur í viðleitni Italíu til þess að bseta samskipti Vesturyeldanna og kommúnískiu rikjanna í A- Evrópu. Jafnframt mun eitt helzta umræðuefnið í viðræðun- um í Belgrad verða viðskipta- mál, en Ítalía og Júgóslavia hafa að undanförnu haft allmikil við skipti sín í milIL Kæiri vimtr! Ég sagði við manninn minn á dögunum, þegar mér varð ljóst að þú ættir sjötugsafmæli innan tíðar, að þótt óg hefði aldrei á ævi minni skrifað af- mælisgrein þá ætlaði ég nú að reyma það fyrir mina hönd og okkar alira í Kvenfélagi Óháða safnaðarins. Því að þótt margir hefðu unnið ómetanlegt fórnar- starf fyrir kirkjUhugimynd okk- ar og kirkjubygginigu frá upp- hafi þá hefði enginn af „sterk- ara kyninu“ enmþá orðið sjötug- ur, sem hefði hjálpað okkur kon- unum við okkar starf fyrir kirkjuna jafnmikið og jafn eiskulega og Guðjón á Jaðri. Þess vegna flyt ég þér niú iþakkir okikar allra í félaginu. Við biðj- um þér af einlægum huga allrar biessunar á þessum tímamótum, að þú megir lifa bæði vel og lengi. Sú bæn er beðin bæði þín vegna og annarra, því að það er gæfa allra að góðmenmi og prúð- menni eins og þú, lifi sem allra lengst til þess að hjálpa og koma góðu til leiðar. í>að hefur lömg- uim verið lám kirkjunnar að i hverjum söfmuði hafa sannir lærisveinar Jesú Krists boðið frarn huga og hendur til fórnar- starfs, — gott, glatt, heilt og hjartahreint fólk, sem ekki hefir aðeins játað trúna með vör- unum heldur fyT.st og fremst gýrrt hana í hljóð]á.tu, óþrotlegu starfi. Við þekkjum marga sliíka, konur og karla, og það er ómnet- anleg hvatning og uppörvun í sameiginlegu staxfi. En fáa þekkjum við, sem framangreind iýsing á „hinu prýða liði“ kirkj- ’unnar á betur við en einmitt þig. í hálfan annan áratuig höf- um við konurnar í Kvenfélagi Óháða safnaðarins aldrei haldið fund, og þeir eru orðnir margir, án þess að þú ílyttir alit, sem með þurfti vegna sameiginlegiar kaffidrykkju, í bílnum þínuon á fundarstað, og af honum affur seint að kvöldi. Og það þurfti oft mnargt að færa og flytja til, ekki sízt á meðan við höfðum engan fastan samastað. Og eftiT hvem einasta félagsfund, og einnig eftir jafnmiarga stjómar- fundi, hefur þú ætíð ekið mörg- um okkar heim í misjöfnum veðrum, og iþað jafnt þótt komið væri fram á nótt, þú værir sárþreyttur, og stumdum ekki heill heilsu, og ættir að hefja vinnu snemma næsta morgiun. Og á Kirkjudögum okkar og við mörg önnur tækifæri hefur þú verið hjálparhella okkar. Ég ætla ekki að telja fleira upp, ég veit að þér mun ekki faWa langar lofræður, og þér jafnvel fimnast ég gera alltof mikið úr þínu starfi. En ég hefi aMs ekki gert nógu mikið úr því, það er sannleikurinn í málinu, heldux sannast það einmift á þér ag þínum líkum, að vinstri hönd- in veit ekki hvað sú hægri gerir. Ég fullyrði að hugir okkar allra í Kirkjubæ beinast til þín, konu þinnar og barna, og ykkar fjöl- menmu og lánsömu fjölskyldu, fullir þakkiætis og með blessun- aróskum i dag. Auk persónulegra óska til þín, óskum við þinni máklu öðiingskonu, og félags- systur okkar, — forstöðukon- unni í Kirkjulbæ, — Björgu Ólafsdóttuir, hjartanlega til ham- ingju með daginn. Án Bjangar befði engdnn Guðjón komið í Kirkjulbæ öll þessd ár, og án Guðjóns, hans hjálpfýsi og ein- stöku lipurðar, hefði starf frú BjaTgar ekki orðið jafn stór brotið og frægit og Það er orðið, bæði innain kirkjusafnaðar okk- ar og utan. Þannig hafið þið hjón in verið eitt í öllu sem byggt befur upp félag okkar og kirkju. Það er fagur vitniáburður, sem allir geta borið urn, sem til þekkja. Ég hefi hvorki ættfært sig né rakið almenn æviatriði þín, Guð- jón minn, í þessarf afmælis- kveðju, enda veiztu nú orðið hversu börmulega áhugalaus ég er um ættfræði og á bágt með að muna nöfn þeirra, sem ég hefi engan sérstakam álhuigia fyrir. Aftur á móti er mér það gefið að gleyma aldirei nöfnum þeirra, sem eru vinir minir og hafa neymst sannir og trúir í ölium orðum og verk’uim. Ég þarf hvorki að spyrja eða vita um ætt þeiirra né uppruna, þeir hafa sýnt mér sjálfir hverjir þeir eru. Það er mikiia heiður og mikið lán fyrir mig, og ofcfcur hjónin, að eiga siikan mann að vini sem þig. Ég semdi þér að k»kum ein- lægar, persónulegar afimælis- óskir ok’kaT beggja með þökk fyrir liðrnar samiverustundir og samstarfið alR. Álfheiður Guðmundsdóttir. Þriggja alda afmæli sr. Jóns í Hítardal minnzt SÍÐA.STL.IÐI NN sunnudag fór fram minningarguðsþjónusta að Hitardal á Mýrurh. Var þar minnzt sr. Jóns Halldórssonar er prestur var í-Hítardal 1691—1736. Var hann merkur fræðimaður og hefur unnið íslenzkri sögu ómet- anlegt gagn. Á prestsskaparárum hans var einmitt hafinn flutning- ur handrita vorra til Kaupmanna hafnar, og má geta sér til, að einmitt þetta hafi orðið til að hvetja hann til enn afkastameiri ritverka, ef illa færi um hand- ritin. Sóknamefndin og þó einkum organisti Staðarhraunskirkju, Valtýr Guðjónsson á Svarfhóli, hafði forgöngu um þetta má! og þurfti að inna af höndum all- mikinn undirbúning, enda hafði sálmasöngur sérstaklega verið æfður í tilefni þessarar guðf/þjón ustu. Klukkan 2 e.h. hófsit guðsþjón- ustan. Prófasturinn, sr. leó Júlíusson, að Borg á Mýrum pré dikaði en Staðarhraunsprestur sr. Óskar Finnbogason las ritn- ingargreinar. Þá flutti sr. Einar Guðnason í Reykholti afbragðs erindi um sr. Jón Halldórsson. Síðasti hluti guðsþjónuefunnar fór svo fram undir berum himni á þeim stað, er Hitardalskirkja stóð fyrrum. Var þá hringt kirkjuklukku, er þangað hafði verið flutt, en á þessa klukku er letrað: Eg er Staðarhraunskirkju til lögð af sr. Jóni Halldórssyni anno 1731. Síðan þágu allir gestir rfku- legar veitingar þeirra Hítardals- hjóna, Guðrúnar Jónsdóttur og Leifs Finnbogasonar. Viðstaddir voru nálega 30 gestir. EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI KJÓTIÐ ÞÉR ÚT5ÝNIS, FUÓTRA OC ÁN/EGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVÍKURFLUGVELll 22120 Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum ®g skeytum á 95 ára afmælinu 31. október sl. — Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Andrésson frá Ferjubakka. Innilegar þakkir til allra ættingja og vina, sem sýndu mér vinsemd með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 65 ára afmæli mínu 29. október sL — Guð blessi ykkur öll. Jón Jónsson, Hlíðarbraut 5, Hafnarfirði. Innilega þakka ég öllum sem minntust mín með hlýjum kveðjum, heimsóknum og gjöfum á 75 ára af- mæli mínu 31. okt. sl. — Lifið heil. Valgerður Lýðsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar. r * Jens Arnason hf. Vélaverkstæði. ,t, Föðursystir mín, VIGDÍS JÓNASDÓTTIR Hringbraut 115, lézt af slysförum 8. þ.m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd ættingja og vina. Sigurberg Eiríksson. SIGURÐUR ÓLAFSSON fyrruim útgerðarmaður, Höfn, Hornafirði, lézt í Landsspítalanum 8. þessa mánaðar. Vandamenn. SIGRÍÐUR IORSTEINSDÓTTIR fra Víðivöllum, andaðist 5. þ. m. — Útförin verður gerð frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 11. nóvember kl. 1,30 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Ólafur Tryggvason. Hjartanlegar þakkir fyrir veitta hjálp, auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, ÁSGEIRS JÚLÍUSSONAR auglýsingateiknara. Noomi Sigmundsdóttir. Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móð- ut minnar, ÓLAFÍNU ÁSMUNDSDÓTTUR frá Nýlendu, Akranesi. Unnur Sveinsdóttir. Hjartans þakkir fyrir samúð, vinarhug og tryggð við andlát og jarðarför, RÓSU JÓNSDÓTTUR frá Yztabæ í Hrísey. Börnin hennar, tengdadætur, ömmubörnin og langömmubörnin. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Skerjaf. sunnan Tjarnargata flugvallar Suðurlandsbraut Lindargata Oðinsgata Laugarteigur Kirkjuteigur Lambastaðahv. Skólavörðustígur Laugarásvegur Sogamýri Túngata Barónsstígur SÍMI 22 -4-80 GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Sími 11171. Laugavegi 27. — Sími 19135. Ný sending: Enskir hattar Fjaðrlr, fjaðrablöð, hlióðkútai pústror o. fL varahlutir margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.