Morgunblaðið - 10.11.1965, Side 11

Morgunblaðið - 10.11.1965, Side 11
Miðvikudagur 10 nóv. 1965 MORGUNB LAÐIÐ 11 Valgarð Blöndal Sauðárkróki Minning í DAG vertSur Valgarð Blöndal jarðsunginn á Sauðárkróki. Hann varð bráðkvaddur þann 2. nóvember sl. á flugleið frá Sauðárkróki til Akureyrar, en hann hafði um langt skeið verið umbo’ðsmaður Flugfélags íslands á Sauðárkróki. Valgarð Blöndal var fæddur á Sauðárkróki 2. júlí 1902. Hann var af traustu bergi brotinn, sonur Kristjáns Blöndal póstaf- greiðslumanns á Sauðárkróki og konu hans, frú Álfheiðar Guð- jénsdóttur. Hann var Skagfirðing ur í húð og hár og ól þar aldur sinn. Valgarð Blöndal var félags- lyndur og óvenju góðviljaður maður, sem eignaðist marga góða vini og var sjálfur mikið tryggð- ertröll. Hann var kvæntur Jóhönnu Árnadóttur á Geitaskarði og voru þau hjónin miklir höfðingj- er heim a'ð sækja og um langan eldur lífið og sálin í blómlegu félagslífi á Sauðárkróki, leik- listarstarfsemi og öðrum listum, sem voru grundvöllur hinna sögu frægu Sæluvikna Skagfirðinga, sem haldnar hafa verið í sam- bandi við sýslufund, menningar- mál og skemmtanalíf í Skaga- firði. Valgarð Blöndal var alla tíð mikill Sjálfstæ'ðismaður, en póli tísk átök voru löngum hörð og mikil í Skagafirði. Oft var kosn- ingaúrsiita þar beðið með meiri epenningi en víða annars staðar. Ég átti þess kost að vera í fram- boði í Skagafii'ði í fyrri kosn- ingnm 1942. Meðframbjóðandi tninn var hinn ágæti og vinsæli maður Pétur Hannesson. En eng inn einn lagði öllu meira á sig mín vegna en Valgarð, sem þeyttist með mér þvert og endi- iangt um héraðið og var mér þá a'ð miklu liði hversu kunnugur og vinsæll hann var. Frá þeim tíma geymast margar fagrar minningar um góðan dreng, jafn framt öðrum góðum minningum um drengskaparmann í Sfeaga- firði. Á þessum ferðum naut ég ætíð gistivináttu Vaigarðs og frú Jóhönnu í „Villa Nova“ og mun ætíð minnast þeirra tíma með þakklátum huga. Ég veit a'ð fátæfeleg orð mega sín ekki mikils. Þó vií ég ekki láta undir höfuð leggjast að senda norður kveðju mína og samúðaróskir þegar þessi gamli vinur og góði drengur er til mold ar borinn. Megi Guðs blessun fylgja minn ingu hans. Jóhann Hafstein. Vinexttan „eilíf og óriúfanleg## - þrótt fyrir allt? Mtoskvu, 8. nóv. AP—NTB. UM helgina héldn Rússar hátíð- legt 48 ára afmæli októberbylt- ingarinnar. í veizlu á laugar- dag héit fyrsti varaforsætisráð- j herra landsins, Dmitrí Poljanskí, ræðu, sean stjórnmálafréttaritar- ar í Mokvu segja, að kunni að , benda til nýrrar afstöðu leið- toga Sovétrikjanna til leiðtoga Kínverja. Jafnframt benda þeir á, að orðalag heillaóskaskeytis Pekingstjórnarinnar til Sovét- Btjórnarinnar beri þess merki, að hún sé ekki með öllu áhugalaus um að jafna ágreining ríkjanna. Sagði þar m.a. að vinátta Kína og Sovétríkjanna væri „eilíf og ©rjúfanleg“. >etta sama orðatiltæki sam- þyfektu sovézkir leiðtogar fyrir 6kömmu að fella niður úr slag- F^xarnir fljúga til Færeyja FLUGFÉIjAG lslatnids hefir ákveðiá að flugvélar félagsins fljúgi þrjár ferðir miUi íslands og Færeyja í vetur, ei. setm kunn ungt er, hafa samgöngur verið strjálar milli landanna síðan óætlunarflugi til Færeyja lauk 6Íðast í septembor. Fyxirhugað er að fljúga frá Reyikjavíik til Færeyja sunnudagana 14, nóv- em'ber, 12. desember og 9. jan- úar. Brottför frá Reykjavík verður kl. 9.00 að .morgni og éætiaður komutími hingað aítux ki. 16.15 sarna dag. orðasafni sínu, en fréttamenn segja, að þvi hafi þó brugðið fyrir á einum stað — á spjaldi við Gorký stræti — þar stóð að vin- átta Rússlands og Kína væri eilíf og órjúfanleg". Á hinn bóginn skrifaði Dag- blað Allþýðunnar í Pefeing, mól- gagn kínverskra kommúnisita- fiokksins, að halda bæri uppi hlífðarlausri baráttu gegn „nú- tima endurskoðunarstefrm" enda væru „endurskoðunarsinnar“ svikarar við málstað Marx og Lenins. Jafnframt sagði blaðið þó að ágreiningur kommúnista- flokkanna í Kína og Rússlandi vœri óæsiki'legur og ekki þjóðum ríkjanna að skapi. „Við trúum því, að ágreiningur þessi sé að- eins stundarfyrirbrigði í sög- unni“, sagði blaðið. Poljanskí sagði í ræðu sinni í Kreml, að Sovétstjórnin væri fús að bæta samskiptin bæði við Bandaríkin og Kína, en eins og nú væri komið, yrðu þau lönd bæði að stíga fyrstu skrefin 1 saimkomuJagsátt. Hann sagði hins vegar, að fordæma bæri þá, er reyndu að „flytja út“ byltinguna, og virtist þar eiga við Kína, þótt ekki nefndi hann nafnið. Poi- janskí kvaðst vona að Banda- ríkjaistjóm hætti hernaðarað- gerðum í Vietnam — það væri í raun og veru skilyrði þess að sambúð þeirra og Rússa gætu batnað. Sveinn Krisíinsson skrifar um KVIKMYNDIR ALA.T HEIMSINS VNDI. Byggð á skáldsögunni: „A1 Jordens Herlighed“ eftir Mar-- git Söderholm, eins kemar framhald skáldsögunnar „Glitra daggir, grær fold“. j 1 kvikmynd þessari er tekið á fyrir svipað „thema“ og í mynd- inni „Glitra daggir, grær fo)d“, sem HáSkólabíó sýndi við góða aðsókn í sumar. Ung og glæsileg stúlka af „góðu fólki“ girnist ungan ma;in, og er sú ást gagn- kvæm, en hann á ekki nógan ver- aldarauð né gengi, til að sá ráða hagur sé talinn umhugsiunar- verður að dómi aðstandenda hennar. Gfengur bróðir hennar þar einna fastast firam, en syst- kinin voru aðeins tvö. Hann ætlar sér ekki að ílendast á ætt- aróðalinu, sem er kostarikur bú- garður upp til dala í Svíþjóð, heldur halda út í heim og veirða frægur maður. Faðir þeirra syst- kina kemiur ekki við sögu í myndinni, en móðiir þeirra, afi og amma hafa öl'l mikinn áhuga á, að jörðin haldist í aettinni, em verði ekki seld á uppboði tdl vandalausra. Eftir að útséð er um það, að engu tauti verður komið við son- inn, þá verður gjaforð dóbturinn- ar sá burðaröxull, ®em allt hvílir á. Bróðir hennar leggur eins og áður greinir, einna fastast að hentni að hafna hinuim „fátæka sveitastrák“, sem á auk þess tvo hálfklikkaða bræður, og er tal- inn manna óliklegasbur til að geta nokkru sinni otrðið nýtur húsibóndi á „TolfmansgaaTden“, en svo heitir ættaróðalið. Kemn- ur þar auðvitað að nokkru leyti til ,að bróðirinn vill finra sjálf- an sig þeim ásökurauim, að það hafi verið hans sök, að jörðin ■gekk .úr ættinni. Lis'beth (UUa Jaeofasison), en svo heitir heima- sætan, á völ á eiginmanni, sem er bæði ríkiur og reyndux bóndi og vítrðist hafa allar ástæður til að gera hana hamingjusama. Það er Mats Elíasson (Birger Malrn- seten), en hann fer með eibt- ‘hvert veigamesta hlutverkið í myndinni. Bróðir Lisibethar vinnur að því bak við tjöldin, að Mats biðji hennar fyrir eigin- konu, og þegar hann svo ber upp bónorð sitt, þá á Lisibeth vandia völ. „TolÆmansgaarden", seim á fyrir sér að ganga úr ætt- inni, ef hún giftist ekki Mats, kallar hug hennar annars vegar, en hins vegar unnusti hennar, Erik, sem hún telur sig elska heitt og hefúr heitið að giftast. — Hvað á hún að gera? Kvikmynd þessd bregður upp slkemmtilegiuim myndum af ýms uii þjóðlífslháttum úx sænsku sveitalífi áðúr fyrr, svo sem þeim, að við meiriháttar brúð- kauip var sá leikur vinsæll, að „draga samsii" pör meðai boðs- gesta, sem lúrðu síðan saman um. nóttina, í mesta meinleysi þó, að því er bezt verður séð. Gefur þar að 11 ta góða tiibreytingu frá þeirri einskorðuðu hefð ástarat- lota, sem virðist há stórlega frjálsri hugmyndaiskiöpun í möngium kvikmyndium. — í flest um kvikmyndum táknar koss og sanögg senuskipti ákveðið ,,taibú atriði, sem ekfci er til siðs að sýna gerr á leiktjaldi. Hins veg- ar ætti að vera vegur að finna þessu atriði fleiri táknform, og ætti það í senn að geta aukið spennu myndanna og tjáningar- úrkosti. I>að væri misskilríingUT, ef menn skildu þessar hugleiðirugan: ó þann veg, að mynd þessi sé öðr um grófari, það er hún ekki, framur en „Glitna diaggir ....“ Hins vegar gengur hún að nokkru í berhögg við það óstar- dogima, sem tröllríður fjölda kvikmynda, að öil ást einstakl- íng'sins sé fólgin í ákveðnum kossi og fylgifé hans á einum af- mörkuðum bletti á jarðkxingl- unni og hvengi nema þar. Virðist 'þetta forna, sæniska dalafólk hatfa á margan hátt verið frjálslynd- ara og raunsærra um samgang karla og kvenna en menn á atomöld, þótt það gæfi búsældar legu yfii'bragði biðlanna kannske ollu meiri gaium en nú, eða kynni a.m.k. lakar að dylja það sjónarmið þá. Ágreiningur gæti orðið um það meðal kvikmyndahúsgesta hvor myndin fái farsælli endi „Glitra dag “ eða „Allt heimsíns yndi“, en jafnframt hinu straniglistræna sjón„nmiði eru óvallt aillimargir, sem leggja talsvera áherzhi á það, á hve viðfeldinn hátt höfuntur skilsit við persóniur sínar. Sar ibærilegt „thema“ er meðhöndlað á nokk- uð mismunandi hátt í rayndun- um. I þeim báðum sýnist þó tfjaliað sannferðuglega um mann legar tilfinningar, enda bregðast ekki allir eins við samskonar v iðfangsef num, þótt hjörtum þeirra svipi saman. — Ef til vill diregur siðari kvikmyndin upp raunsannari mannlifsmynd, am.k. etf efnismeðferðin er skilin víðari, táknlbundnari skilningi en beinf kemur fram á tjaldinu Að endingu má benda á, að myndin „Allt heimsins yndi“ er sjálfstæð að efni, og enginn nauð syn er að hafa séð ,,Glitra diagg- ir .... “ á undan hennl — Hér er svo sérstæð mynd á ferð, að óhætt er að mæla með henni fyrir fólk á öllum aldxi. Og þakka Háskólabíói fyrix kynn- inguna. , BRIDGE NÚ er lokið tveim fyrsitu um- ferðunum í keppninni um rétt- in til að keppa á Norræna bridge mótinu. Eftir þessar umferðir skiptast vinningsstigin þannig á milli paranna: Ingélfur — SigUThjörtur 11 rt. Einar — Gunnar 11 — Eggert — Vilhjálmur 11 — Gunnar — Jón 11 — Ásmundúr — Hjalti 10 — Stefán — Þórir 9 —. Hilmar — Jaköb 9 — Símon — Þorgeir 9 — Július — Tryggvi 8 — Jón — Sigurður 7 — Benedikt — Jóhann 6 — Guðjón — Eiður 6 — Steiniþór — Þorstfeinn 6 —• Ragnar — Þórður 5 — Jóhann — Lárue 5 — Ólafur — Sveinn 4 — Keppnin heldur áfram n.k. miðvikudagskvöld að Hótel Sögu og verða spilaðar næstu tveer umferðir og þá hefst einnig ikeppni fjórtán kvenpana um rétt til að spila í kvermasveit á Nor- I ræna bridgemótinu. „Æskan“ gefur út 9 bækur í vetur BÓKAÚTGÁFA Æskmmar send- ir á þessu hausti frá sér 9 bækur. Sex þeirra eru ætlaðar börnum og unglingum, en þrjár þeirra eru fyrir þá fullorðnu. Fyrst skal geta bókar eftir norska rithöfundinn Dag Christ- ensen Hart á móti börðu. Þetta er fyrsta bók höfundar, skrifuð er hann var aðeins 17 ára, en alls mun hann hafa skrifað 4 ungl- ingabækur. Æskan hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bókum Christ ensen. Guðmundur Hagalín þýddi bókina. Þá er bókin Leitin að loft- steinum eftir Bernhard Stokke, sem er mikils virtur norskur rithöfundur, og hefur skrifað margar bækur fyrir börn og ungl inga. Sagan segir frá tveimur drengjum, sem hafa ákveðið a’ð finna loftstein, sem sást falla til jarðar einhvers staðar uppi í fjöllunurn. Bókin er mjög við- burðarík frá upphafi til enda. Þá er barnabókin Á flótta með Bangsa, og er höfundur hennar norská skáldkonan Babbis Friis Baastad, sem er höfundur að bók inni Stínu, sem út kom í fyrra hjá Æskunni. Bókin er einkum ætlúð 10 ára börnum og eldri. Sigurður Gunnarsson skólastjóri hefur þýtt þessar tvær bækur. Þá er bókin Blómarós, saga frá Eistlandi eftir eistnesku skáld- konuna Helmi Maelo, en þessi bók hefur verið talin með beztu unglingabókum, sem út hafa kom ið í Svíþjóð, sérstaklega gott les- efni tfyrir stúlkur frá 10—15 ára. Bókina þýddi Árni Óla. Ævintýri Péturs litla heitir barnabók eftir Eggert E. Laxdal listmálara, fyrsta barnabók höf- undar og skreytt myndum eftir hann. Bókin er skrifuð aðallega fyrir yngstu börnin. Þá er Annalísa 13 ára eftir hinn fræga höfund Tove Ditlev- sen, dönsku skáldkonuna. Þessi bók er algerlega í sérflokki. Þýdd er hún af Guðjóni Guðjónssyni skólastjóra. Hjálpaðu þér sjálfur heitir ein bókin, rituð af Samueí Smiles, en íslenzkuð og umsamin af Ólafi Ólafssyni. Þessi bók hefur verið þýdd á földa tungumála og alls staðar vakið feikna athygli, enda eru í henni bendingar til ungra manna, skýrðar með sönnum dæmum og rökstuddum ævisögu- brotum ágætra manna. Þá gefur Æskan út ræðusafn eftir séra Björn Magnússon prófessor, sem nefnist Frá Haust nóttum til .húsumars. Ræður séra Káputeikning af ræðusafni séra Björns Magnússonar prófessors: Frá haustnóttum til hásumars. Björns fjalla um margvisleg efni og eru girnilegar til fró'ðleiks og lærdómsríkar. Skaðaveður. Knútsbylur 7. janúar 1886, er safnrit um eitt mesta óveður hérlendis. Knúts- bylur fór yfir Austurland einni til þrem stundum fyrir hæsta dag 7. janúar 1886. Var þetta líkast fellibyl, og fórust í honum alls 15 menn. 800—1000 sauðkindur töpuðust, 9 hestar og einn tarfur. Ein kirkjan fauk og nokkur hús. Skip rak á land og skemmdust, bátar fuku og brotnuðu og aðrir lentu í sjór.um. Það er Halldór Pálsson sem efni til þessarar bókar. Bækur frá skunni hafa þótt Ægóðar og vanda'ðar bækur, og hentugar til jólagjafa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.