Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 10. nóv. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 15 IGARDIGADDIS eftir Jóhann Hjálmarsson Kirkja hinrnar heilögu fjölsk yidu í Barcclona. EINN þeirra manna sem lagði grundvöiljnn a'ð hinni víðtæku byHingu í evrópskri myndlist var Spánverji hann hét Gaudí. Gaudí var ekki málari heldur arkitekt, en í mínum augum er hann allt sem prýtt getur einn listamann. Þótt hann teiknaði hús er vel hægt að segja að hann hafi verið myndlistar- maður, og hver myndi bera á móli því að hann hafi verið stórbrotið skáld? { Barcelona er hægur vandi að kynnast verkum Gaudís. Þar eru þau flest samankomin. Fftir að hafa gengið lengi um götur Barcelona, kem ég að hæð sem liggur upp að garði Gaudís: Parque Giiell. Ég geng framhjá fjósi, fjósalykt hef ég ekki fundið lengi ög ég hef á tilfinningunni að ég sé kominn upp í sveit. Hér er þorpslegt. Einstaka verzlun, fáein veit- ingahús. Og nú stend ég framan við garð Gaudis. Þetta er garður har.da börnum, dettur mér strax í hug. Hliðið er ljósrautt ei.ns og samansett úr mörgum stórum skeljum, turna ber við himin og ^þeir eru fagurlega málaðir í mörgum litum. Ég geng upp tröppur, meðfram þeim eru veggir með lituðum flísum: ekki get ég ráðið tákn þeirra, ef þær eru þá til annars en að gleðja augað? Síðan er komið í gríðarstóran súlnasal og þar fyrir ofan er garðurinn. Hér eru börn að leik, strákar í handbolta. Þessi ævintýra- heimur laðar börnin að sér. Hvarvetna eru hellar með til- búnum grýlukertum, pálmar hjá leikvangi barnanna og út- sýníð er gott yfir borgina, sem eins og oft áður er hulin mistri. En ei skyndilega birti til, mætti sjá alla ieið niður að Römblum. Þegar ég hef setið í garði Gaudís imynda ég mér líkan garo í Reykjavík. En hvar ætti har.n að vera og hverjir gætu látið sér detta í hug eitthva'ð svipað og Gaudí á íslandi? Það væri víst auðveldlega hægt að finna stað, en því miður eigum við engan Gaudí. Víða í Barcelona eru hús sem Gaudís hefur teiknað. Þau sketa sig alls staðar úr. Ég rakst á eitt með svölum sem líkist föllnum laufum. Á leið til jarðar höfðu þau staðnæmst hér. Mér var hugsað: hvernig væri að búa í svona húsi, er það ekki meira fyrir auga'ð en þægindin? En um kvöldið fór að skyggja og ljós voru kveikt í síofunum sá ég ekki betur en þar væri bjart og viðkunnan- legt. En það er víst ábyggilega ekki hægt að fá leigt herbergi í húsi sem Gaudí hefur teiknað. Hver veit? Og skyndilega lang- aði mig óskaplega mikið til að búa í húsi sem Gaudí hefði teiknað. Þau sem hefur gert Gaudí frægastan er Kirkja hinnar heiiögu fjölskyldu. Það var byrjað að byggja hana í Barce- lotijl 18S2, en hún er ekki hálf- gérð enn sem komið er. í fyrstu virðist kirkjan eins og gríðarmikil afmælisterta, en þegar maður fer að skoða hana betur, og verður hugsað til þess sem eftir á að rísa af henni, verður Ijóst hve merkileg til- raun hér hefur verið ger'ð til byggingalistar. Gaudí lifði ekki að sjá kirkju sína alskapaða, og það er vafa- samt að við eigum eftir að lifa þá stund. En eftir langan tíma mun þessi kirkja gnæfa stolt við himin, og gleðja augu Barcelonabúa og allra þeirra sem hér eiga leið um. Þessi kirkja er einstök í heim inum. Hvernig gat hún verið hugsuð og uppfundin hér í landi hinnar ströngu kirkjulegu hefðar? Það er spurning sem Gaudí einn getur svarað. En nú er nann löngu dáinn, gamli trú- rækni maðurinn með gráa skeggi'ð. Mér er sagt að hann hafi orðið undir bíl. Báðir koma þeir frá Spáni, súrrealistarnir miklu Gaudí og Dalí. Ég bef samt grun um að þeir hafi verið ólíkir persónu- leikar. Spánn hefur lagt mikið af miirkum til listsögu heimsins. Ég minnist ekki á fyrri tíma, en ef við hugsum okkur nútimann í myndhst, hvernig væri hann þá án þeirra Gaudís, Dalís, Pícassos, Mírós og Tapies? Ég gæti nefnt fleiri, en þetta er hverju iandi nóg. Fyrir þá sem hafa yndi af fögrum húsum er Barcelona kjörin borg. Það er auðsýnilegt að hér hafa margir kunnað að teikna hús á undan þeim Gaudí og félögum hans. Og það er einn af hinum mörgu kostum þessarar glaðværu borgar, að hér er hægt að reika um og skoða hús. þótt maður hefði ekki annað fyrir stafni. Og svo væri hægt að sitja allan daginn á bekk í garði Gau.dís innan um börn og kurteisa hunda, sem vísa manni til vegar. Barcelona, 28. október. Jóhann Hjálmarsson. Þróun í smíði fiskiskipa Fundur FAO í Gautaborg og sýning á fiskveiðabúnaði EINS og frá var skýrt í Mbl. fyrir skömmu, sat Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri nefndarfundi siglingamálastofn- unar Sameinuðu Þjóðanna í aðal stöðvum þeirra í London frá 18. — 22. október varðandi stöðug- leika skipa. Af þessari ráðstefnu fór Hjálmar til Gautaborgar, þar sem hann sótti ráðstefnu FAO, matvæla og landbúnaðarstofnun- ar S.Þ. Þar var fjallað um smíði fiskiskipa, einkun þeirra sem eru minni en 100 brúttórúmlestir. Á fundi þessum voru rædd ýmis mál í sambandi við smíði fiski- skipa, þar á meðal um efni til ísl. sendiherr- ann afbenti embættisskilriki i Buching- hamhöll London, 3. nóv., AP — Hinn nýi sendiherra íslands í Bret- landi, Guðmundur í. Guðmunds son, afhenti Elísabetu drottn- ingu skilríki sín í Buckingham- höll miðvikudaginn 3. nóvem- ber. Sendiherrann ók að þarlend- um sið til hallarinnar í gömlum glæsilegum skrautvagni frá 'kon ungshöllinni með rauðklæddum ökumönnum og skjaldsveinum. Var honum tekið með hátíð- legri móttöku í áheyrnarsaln- um, sem snýr út að hallargarð- inum. Sendiherrafrúin, Rósa Ingólfs dóttir. var viðstödd athöfnina. fiskiskipasmiða, t.d. stá'l, gler- fiber, plast og tré og þá um mis- munandi aðferðir til að smíða tréskip — m.a. samlímingu á tré, og fúavarnir. Ræddar voru ýmsar gerðir fiski skipa, allt frá einföldustu ein- trjáningum þróunarlandanna, sem í hafa verið settir utanborðs mótorar í því skyni að auka veiði tækni þessara landa. Einnig var rætt um ýmsar gerðir af minni skuttogurum og möguleikana á því að nota þá til annarra veiða, m.a. til síldveiða með herpinót og kraftblökk. Auk þess voru rædd áhrif þjóðfélagshátta á þróun fiskiskipa, geymsla á fiski í skipunum og vélbúnaður skip- anna. Á þessum fundi voru lögð fram ýmis skjöl og efni þeirra rætt, og kemur árangurinn af þeim umræðum væntanlega fram í bók, er nefnist — Fishing boats of the World — og er þetta þriðja bók þessarar tegundar, sem út kemur á vegum FAO og FiShing News í London. Þess má geta, að í samlbandi við verkefnið framtíðar þróun fiskiskipa var rætt um, hver nauðsyn væri á því að fiskiskip gæfu frá sér sem minnstan háv- aða, og þá einkum með tilliti til síldveiða. Meðan á ráðstefnu þessari stóð í Gautaborg, var opnuð sýning þar „Svensk Fiskeri Massa“ og var ráðstefnugestum boðið að vera viðstaddir opnun hennar. Á sýningu þessari var sýndur ýmis búnaður til fiskveiða, t.d. asdic-tæki, kraftblakkir, ratsjár, ýmsar gerðir af netum og bátum og margar gerðir af vélum fiski- skipa. í viðtali við Mbl. sagði Hjálm- ar R. Bárðarson, að það væri fróðlegt fyrir íslendinga að kynn ast því, hve langt eða skammt næði þekking nágrannaþjóða okkar á þróun íslenzkrar síld- veiðitækni í sambandi við kraft- blökk og asdic. Eins og kunnugt er þá er kraft blökkin upphaflega frá Ameríku komin hingað, og fyrir árvekni íslenzkra manna var hún hingað flutt, notkun hennar þróaðist hér miðað við íslenzkar aðstæður, og m.a. vegna ágætrar greinar Ja- kobs Jakobssonar fiskifræðings um íslenzku aðferðina í ritgerða- safni bókarinnar „Modern Fis- hing Gear of t)he World Il“, sem út kom að tilstuðlan FAO, þá er mörgum ytra kunnugt um þessa þróun hér. f umræðum á fund- unum í Gautaborg var vísað til „íslenzku aðferðarinnar“ við síld veiðar í sambandi við upphaflegu „pacific" aðferðina amerísku, sem miðast aðallega við fram- byggð skip. Reyndar kom fram nokkur misskilningur nokkurra ræðumanna á hæfni íslenzku að- ferðarinnar, við mismunandi að- stæður, m.a. varðandi litla skut- togara, og þótti mér gott að geta fengið tækifæri til að leiðrétta þann misskilning í umræðunum. Þegar „Svensk Fiskeri Massa“ var opnuð, hélt þar opnunarræðu Hr. Olaf Johansson, ríkisdags- maður, sem áður var sjálfur fiski skipstjóri og nú er formaður Svenska Vastkustfiskarnas Cen- tralforbind. f ræðu sinni við opn um sýningarinnar nefndi hann ýmsa þróun veiðitækni á síðUstu árum. Þá gat hann þess m.a. að nú væru Svíar að byrja að taka upp þá ágætu veiðiaðferð við síldveiðar með kraftblökk og asdic tækjum, sem Norðmenn hefðu nú tekið upp og þróað á undanförnum árum. Hér var ís- lands að engu getið í þessu sam- bandi. Þó er sannleikurinn sá, að Norðmenn hafa aldrei leynt því á neinn hátt, að þróun þess- arar aðferðar við veiðarnar hafi orðið á íslenzkum skipum. Hinsvegar hefir norskur iðn- aður framleitt megnið af þess- um taekjum fyrir íslenzka aðila, bæði kraftblökk og asdic, og þró að framleiðsluna smátt og smátt eftir þeirri reynslu, sem varð einkanlega hérlendis. Segja mætti, að æskilegt hefði verið, að íslenzkur iðnaður hefði getað tekið meiri og virkari þátt í þessari þróun veiðitækninnar hér á landi, með því að framleiða hér einhvern hluta þessa veiði- tæknibúnaðar. Svo varð þó ekki Enn um Skálho'ts- safn ÉG TEL mig þurfa að skrifa fá- ein orð um þetta safn, vegna orð- róms, sem komið hefur verið á kreik um það, að horfið hafi út úr safninu. Við • ykkur, sem hafið lagt fram peninga, eða ætlið að gera það, til að kaupa þetta stór- merka safn, vil ég segja þetta: Ég hefi nú tekið á móti ná- lega öllu safninu, aðeins tveir smáflokkar eftir og nokkrar bæk ur, sem verið er að binda, en fara síðan hver inn í sinn flokk. • Ég hefi merkt við hverja bók við móttöku, og enga bók hefur vantað, hvorki úr söluskránni, sem fylgdi safni Þorsteins, né öllu því, sem Kári hefur bætt við, enda hafa ekki aðrir fjallað um þetta safn en þeir, sem af alhug hafa verið að- fylla, bæta og binda. Þegar ég hefi endanlega geng- ið frá safninu, mun það ekki taka meira en eina til fimm mín- útur að finna hverja þá bók, sem óskað er eftir að sjá. Ég tel mig ekki geta gefið tæmandi upplýsingar um metra- fjölda né bindafjölda í hverjum flokki, meðan hillur eru ekki allar komnar upp og móttöku ekki lokið. Enn eitt get ég sagt ykkur, að merkara safn hefi ég aldrei haft með að gera, og betri bókakaup hafa aldrei verið gerð á íslandi. Helgi Tryggvason bókbindári. um þessa þróun síldveiðitækninn ar, en þrátt fyrir þá staðreynd tel ég rétt að við íslendingar lát um þess getið á alþjóðavettvangi þegar tækifæri býðst, að islenzk ir sjómenn hafa þróað þessa nýju og breyttu veiðiaðferð, sem nú virðist ætla að ná fótfestu meðal annarra þjóða. Jóhannesarborg, 8. nóv. NTB • Á laugardagskvöld handtók lögreglan í Jóhannesarborg 247 Afríkumenn fyrir ýmsar sakir, allt frá lauslæti til þess, að hafa borið á sér byssu í heimildarleysi. Talsmaður lögreglunnar skýrði fréttamönnum svo frá á sunnudag, að handtökur þessar hefðu verið liður í her ferð lögreglunnar, er miðar að því að hreinsa Jóhannesar- borg gersamlega af afbrota- mönnum. Verði henni ekki hætt fyrr en bundinn hafi ver ið endi á rán og gripdeildir Afríkumanna. Opinberir starfsmenn í Danmörku taldir Talningin kostar 1,2 millj. ísL kr. DANSKA blaðið Information skýrði frá því í vikunni, að fyrir dyrum stæði sérstakl manntal í Danmörku, sem ná eigi til þeirra, sem starfa hjá ríkinu. Hefur danski fjár- málaráðherrann farið fram á það við fjármálanefnd ríkisins að 200.000 d. kr. (liðlega^l.2 millj. ísl kr.) verði veittar til þess að telja ríkisstarfs- menn í landinu. Manntal þetta nær til allra starfsmanna ríkisins, svo og starfsmanna ýmissa stofnana, sem njóta ríkisstyrks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.