Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 26
25 /u a n r ii ii n i * i» 11> HVHU VKULMWII/ Miðvikudagur 10. nóv. 1965 Valsstúlkurnar þær einu sem einhver kraftur var í Annars var dauft yfí'r leikjum i meistaraflokki kvenna A MÁNUDAG fóru fram tveir leikir í meistaraflokki kvenna að Hálogalandi auk fjölda leikja í yngri flokknnum. Þar áttust við Víkingur og Ármann, þar sem þær fyrrnefndu sigruðu verð- skuldað 8—5, og KR og Valur, en þar sigruðu Valsstúlkurnar með yfirburðum 19—4. Víkingur — Ármann 8—5 Ármann virtist vera betri aðilinn í byrjun leiksins og skoruðu þær þrjú fyrstu mörk- in. Víkingsstúlkurnar voru frem- ur óöruggar með skotin og skutu oft í tíma og ótíma. Þeim tókst þó að skora tvö mörk fyrir leik- hlé, svo að staðan í hálfleik var 3—2. í síðari hálfleik urðu snögg umskipti. Víkingsstúlkurnar voru strax í byrjun mun ákveðnari og nú skoruðu þær fimm mörk án þess að Ármenningar fengju svaíað. Fyrst skoraði Ásta, en síðan skoraði Margrét tvö og Elín tvö. Ármenningunum tókst aðeins að rétta hlut sinn með tveimur mörkum, og var Kristín þar að verki í bæði skiptin. Rétt fyrir leikslok undirstrikaði Elín sigurinn með fallegu marki, svo Skotar unnu 1-0 YFIR 101 þúsund manns sáu lið Skotlands og Italiu i knatt spyrnulandsleik á Hampden Park í gærkvöldi. Skotar sigruðu með 1-0. Sigurmarkið var skorað á síðustu mínútu leiksins og skoraði það hægri bakvörð- urinn John Greig. Uék hann upp kantinn með aðstoð fram- varðarins Jim Baxter og skor aði af 18 m færi. Leikurinn var fyrri leikur landanna í 8. riðli í undan- keppni um heimsmeistaratitil. Með þessum sigri náðu Skotar ftölum að stigum en síðari leikur landanna, sem fram fer í Napoli 7. des n.k. verð- ur því hreinn úrsiitaleikur um það, hvort landanna vinn- ur sér rétt til þátttöku í loka- keppninni f Englandi næsta sumar. , leiknum lauk, eins og áður segir, með 8 mörkum gegn 5, Víking í vil. Ekki verður annað sagt en að sigur Víkings hafi veri'ð fylli- lega verðskuldaður, enda léku þær oft og tíðum mjög skemmti- lega í síðari hálfleik. Bezt í liði Víkings var Elín Guðmundsdótt- ir. Lið Ármanns er nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við styrk- leika þeirra á undanförnum ár- unri, enda hafa þær misst nokkr- ar af beztu leikmönnum sínum. Beztar í liði þeirra voru þær Kristín og Sigríður Kjartans- dóttir. Valur — KR 19—4 Þetta var sánnkallaður leikur kattarins að músinni, enda engin furða, þar sem þetta var fyrsti leikur hinna ungu KR- stúlkna, eftir nokkurt hlé. í byrjun reyndu þær að halda „fallbyssum" Vals niðri með því að nota mikla hörku í vörninni, en það kom fyrir ekki, því að Valur skoraði fimm mörk, áður en KR komst á blað. Valur hélt svo einstefnunni áfram og í hálf leik var staðan 12—3. Sama sagan endurtók sig í síð- ari hálfleik, KR-stúlkurnar reyndu að halda Valsstúlkunum niðri með hörkunni, en þrátt fyrir það skoruðu þær þrjú fyrstu mörkin. Hansína bætti svo einu marki við fyrir KR, en síðan ekki söguna meir, því að Sigríður Sigurðardóttir og Sig- rún Guðmundsdóttir skoruðu fjögur mörk undir lokin, þannig að lokastaðan varð 19—4. Elcki er hægt að dæma styrk- leika Valsstúlknanna eftir þess- um leik — til þess voru mótherj- arnir of veikir en eftir öllum sólarmerkjum að dæma, virðist ekkert lið koma til með að skáka þeim, og þær fyrirfram hafa tryggt sér bikannn í mótinu. Áberandi beztar eru þær Sigrfð- ur Sigurðardóttir og Sigrún Guð- mundsdóttir, en einnig sýndi Framhald á bls. 31 Hér er skorað eitt af 19 mörk um Vals í leiknum við KR. Þó allt sé reynt til varnar — hald ið utan um og stigið á tá. Það er sjaldan hægt að ná mynd af markskoti á Háloglandi án þess að á myndinni sjáist leik brot — eitt eða fleiri. Eru það liðsmenn, þjálfarar eða dóma rar sem sökina eiga? Ljósm. Sv. Þorm. Heimsmeistarakeppni kvenna: Danir unnu Japan 10-9 LOKAKEPPNIN um heims- meistaratitil kvenna í hand- knattleik hófst um helgina í Þýzkalandi. Átta lið keppa til úrslita og er skipt í tvo riðla. Sigurvegarar í hvorum riðli keppa svo til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Danr, sem ísl. stúlkurnar léku við í undankeppni á dög unum, hafa nú leikið tvo leiki. Fyrri leikur Dana var gegn Júgóslövum og unnu Júgó- slavar með 11-6 (7-4 í hálf leik). Júgóslavamir voru mun sterkari, skoruðu t.d. 4 fyrstu mörkin og síðar stóð 5-1. Segja danskir fréttamenn að á köflum leiksins hafi dönsku stúlkurnar verið eins og áhorí endur. 1 annarri umferð mættust Danir og Japanir, sem kom- ust mjög óvænt í lokakeppn- ina eftir að Rússar drógu sig tli baka úr lokakeppninni af stjórnmálalegum ástæðum. Japanir skoruðu fyrsta markið en síiðan tóku þær dönsku forystuna og uku hana jafnt og þétt unz komið var I 10-5. En þá fundu japönsku stúlkurnar leiðina í danska markið og höfðu allt frum- kvæðl leiksins undir lokin og skoruðu 4 síðustu mörkin svo leik lyktaði 10-9. Markahæst Dana var Anne Marie Niel- sen með 3 mörk . 1 öðrum leikjum í gær urðu úrslit þessi í mótinu. Júgó- slavía vann V-Þýzkaland 8-4, og eru þær júgóslavnesku taldar nær öruggar um sæti í úrslitaleiknum um heims- meistaratitilinn í Dortmund 13. nóvember. Þá unnu ungversku stúlk- urnar Rúmeníu með 9-6 í hin- um riðli lokakeppninnar. MiMungshlaupari gæti unnih gull á 0L- í Mexico — aðeins ef hann er vanur loftslaginu ÞAÐ þykir nú fullsannað á Norðurlöndum að íþróttafólk tapi um 15% af áfreksgetu sinni vegna loftslagsbreytingar við komuna til Mexico. En þegar íþróttafólkið hafði verið þar í 3 vikur var afreksgeta þeirra er bezt náðu sér á strik 6-7% minni en við heimaaðstæður en meðaltalið sýnir um 10% minni afreksgetu eftir 3 vikna dvöl í Mexico en Norðurlandabúar sýna heima fyrir. Norsku, finnsku og sænsku Finnar taka fyrir sjón- varp frá frjálsíþr.mótum EINS og skýrt var um helgina var haldin í Reykjavík ráðstefna norrænu frjálsíþróttasamband- anna. Getið hefur verið alls þess sem ísland varðar í sam- bandi við kappmót næsta árs eða næstu ára utan það að nið- ur féU að skýra frá þnú að landskeppni við Skota er ákveð- in í Reykjavík í júlí. Er það tU endurgjalds keppni sem fram fór I Skotlandi í sumar. Á ráðstefnunni var og fjallað um sjónvarpssendingar frá frjáls íþróttamótum og skipulag á þeim málum, sem snýr að íþróttasam- böndum hinna Norðurlandanna, en FRÍ taldi ástæðu til að kanna þessi mál með hliðsjón af tilkomu íslenzks sjónvarps. Hvöttu fulltrúar Norðurlandanna að farið yrði með gát að samn- ingum við sjónvarpið og töldu réttast að slíkir samningar yrðu teknir upp fyrir tilstilli ÍSÍ og í samvinnu með formönnum sér- sambandanna. Fram kom að finnska frjálsíþróttasamibandið hefur sagt upp öllum samning- um við finnska sjónvarpið og á næsta ári munu engar útsend- ingar fara fram af frjálsilþrótta- keppnum í Finnlandi. læknarnir sem samstarf höfðu við rannsóknarstörf á þessu sviði meðan á hinum svokölluðu „reynsluleikjum" stóð í október- mánuði s.L, hafa nú birt niður- stöður sínar. Hefur norski sérfræðingurinn dr. Nerdrum sagt að þetta leiði af sér mjög minnkandi og lé- legri afrek í lengri hlaupavega- lengdum. Telur sérfræðingurinn að t.d. í 10 km hlaupi megi kepp andinn jafnvel búast við 10% lakara afreki en hann nær á láglendi og það jafnvel eftir að hafa jafnað sig í Mexico í 3 vik- ur. Njóti hann styttri aðlögun- artima megi búast við enn lak- ara afreki. í öðrum greinum, t.d. styttri hlaupum svo og í kastgreinum og ýmsum öðrum íþróttagrein- um gæti þessa ekki. Hins vegar hafi flestir keppendur orðið fyr- ir meltihgatruflunum fyrstu dag ana í Mexico og þær geti haft áhrif á afrek manna. Norski sérfræðingurinn sagði að niðurstöður lækn- anna sýndu að sá maður sem vanur er loftslagi í 2300 m hæð eða eins og loftslag er í Mexico geti því unnið í keppni og skotið aftur fyrir sig hlaupagörpum sem hann aldrei myndi sigra við venju- legar aðstæður. Þetta kvað dr. Nedrum að sínu álti vera brot á þeir reglum sem sett- ar hefðu verið um ,,fair play“ á Olympíuleikum. En búast mætti við að þessi dæmi ættu eftrr að sannast ill- þyrmilega á Olympíuleikun. um í Mexico 1968. Norðmenn og Júgóslnvnr 1-1 NORÐMENN og Júgóslavar iéku síðasta leikinn í þeirra riðli i undankeppni um heimsmeistara- titil i knattspyrnu í Belgrad á sunnudag. Jafntefli varð 1—1. Tóku Norðmenn forystu á 12. mín. en Júgóslavar jöfnuðu rétt fyrir hlé. Síðari hálfleikur varð warklaus en þá sóttu Júgóslavar öllu meir. Frammistaða Norðmanna vek- ur aðdáun í Júgóslaviu og er þeim hrósað fyrir landslið, sem sé meðal þeirra beztu í Evrópu. Frakkar unnu Luxemborg i sama riðli á sunnudag með 4—1. Er þá keppni í riðlinum lokið og lokastaðan þessi: Frakkland 5 0 1 9—2 10 Noregur 3 12 10—5 7 Júgóslavia 3 12 10—8 7 Luxemborg 0 0 6 6—20 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.