Morgunblaðið - 14.01.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.01.1966, Qupperneq 3
Föstudagur 14. janðar 1966 MORGIJNHLAÐIÐ 3 J3L „Húsmæðurnar“ — J>ær Hra fnhildur og Sólveig í eldhúsinu. I búleik í Ijdsaskiptunum ÞAÐ var í ljósaskiptunum í gær, að við áttum leið um Langholtsveginn. Göturn.- ar voru forugar og eyðilegar, og hvergi mann að sjá, enda var fremur hráslagalegt veð- ur. En svo skyndilega komum við auga á f jórar ungar hnát- ur, sem höfðu hreiðrað um sig í stórum timburbing fram- au við eitt húsið. Og þarna var heldur en ekkj búsældar- legt um að lítast — því að þarna höfðu þær raðað upp pottum og pönnum, skeiðum, göflum og hnífum, og loks greindum við þarna þessa líka forláta eldavél. Og þar með var forvitni okkar vakin, svo að við gengum til þeirra, og spurðum þær, hvað þær að- hefðust. — Hvað eruð þið að gera, stelpur? spurðum við svo, þegar við höfðum horft á leik þeirra dágóða stund. — Við erum í búleik, svör- uðu þær, og héldu áfram leik sínum óáreittar. — Og hvað gerið þið í hon- um? — Hvað við gerum? Við hugsum auðvitað um heimilið, svöruðu tvær þær elztu, sem við komumst síðar að hétu Hrafnhildur og Sólveig. — Allar fimm? — Nei, nei, hinar eru börn- in, og eiga eiginlega að vera farnar að sofa núna, svarar Sólveig. Og svo tekur hún á sig rögg og segir: — Svona stelpur, farið þið í bólið, og rekur svo yngri stúlkurnar þrjár inn í stóra geil, sem er í timburstaflanum, þær hlýða möglunarlaust eins og litlum þægum börnum sæmir. — Til hveTs eru allar þess- ar fötur og diskar? — Fyrir matreiðsluna. Við erum nýbúnar að borða. — Og hvað fenguð þið að borða spyrjum við litlu telp- urnar þrjár, sem heita Ágústa,. Sjöfn og Guðmunda. — Drullumall, s v a r a ð i Ágústa, og þær hlógu allar dátt, en hinar tvær eldri roðnuðu alveg upp í hársræt- urnar. — Og hvernig bragðaðist það? — Fínt, svaraði Ágústa aft- ur og hló, en Sólveig sagði með vandlætingarsvip: — Auð vitað borðuðum við hana ekki, — haldið þið að maður viti ekki að hún er óholl. — Jæja, stúlkur, en hvar eru húsbændurnir? — Við eigum enga karla, svaraði Sólveig, og höfum heldur ekkert við þá að gera. Að svo mæltu kvöddum við þær stöllur og héldum á braut, en stúlkurnar fimm héldu áfram leik sínum eins og ekkert hefði í skorizt. SUKSIflM Býður Alþýðubanda- lagið fram? Þótt nú séu aðeins rúmir f jórir mánuðir til sveitastjórnakosn- inga, er enn allt á huldu um það, hvort einn þeirra stjórnmála- flokka, sem bauð fram til sáð- ustu sveitastjórnakosninga, býð- ur fram nú við þær sveitastjórna- kosninigar, sem í hönd fara. Er hér um að ræða Alþýðubanda- lagið ,en svo sem kunnugt er, hafa miklar deilur og hörð átök staðið innan þeirra stjórnmála- samtaka nú í nokkur ár, og er nú svo komið að fullkomin óvissa er ríkjandi um það, hvort það sam- starf, sem staðið hefur með Sósialistaflokknum og Málfunida- félagi jafnaðarmanna innan Al- þýðubandalagsins helzt, eðia hvort til klofnings kemur milli þessa aðila nú í vetur. Nú um nokkurt skeið hafa tilraunir stað- ið yfir til þess að ná samkomu- lagi um stofmun Alþýðubanda- lagsfélags í Reykjavík, sem gæti orðið grundvöllur að sameigin- legu framboði þessara aðila við borgarstjórnarkosningarnar x voor, en þær tilraunir hafa enn sem komið er engan árangur borið svo vitað sé. Sá möguleiki ear því fullkomlega fyrir hendi, að Sósí- alistaflokkurinn sem slíkur birt- ist sem aðili að framboðum í kosningunum í vor, og að þeir sem staðið hafa að Málfundafé- lagi jafnaðarmanna bjóði annað- hvort fram sérstaklega eða bjóði alls ekki fram, þar sem þeir telja, að þeir muni eiga eftir víg- stöðu til sérstaks framboðs í al- þingiskosningunum, sem fram eiga að fara vorið 1967. Sósíalistaflokkurinn sundraður Fari hinsvegar svo, að Sósáal- istaflokkurinn bjóði nú fram við kosningarnar í vor, má telja lák- legt, að nokkur hópur áhrifa- mikilla aðila innan hans, þar á meðal nokkrir helztu forustu- menn verkalýðshreyfingarinmar, telji sér ekki fært að taka virkan þátt í þeim framboðum, og fáizt ekki til .að veita Sósíalista- flokknum verulegan stuðning. Er þvi eins hægt að búast við því, að hugsanlegt framboð af hálfu Sósíalistaflokksins verði fyrst og fremst á vegum harðsvíraðra Moskvukommúnista, sem hingað til hafa staðið í vegi fyrir öllum samningum um stofniun Alþýðu- bandalagsfélags > Reykjavík. Þessi mál munu ráðast á næstu vikum og mánuðum, og skal engu um það spáð hver endanleg niðurstaða verður, en eins ©g málin standa í dag, eru ekki frekar líkur til þess að samkomu- lag náizt. Átök innan Fram- sóknarflokksins Eni kommúnistar eru ekki þeir einu sem í erfiðleikum eiga í sambandi við sveitastjórnarkosn- ingarnar. Vitað er, að hörð átök standa um framboðslista Fnam- sóknarflokksins í Reykjavík, og meðal annars var tilgangurinn með því upphlaupi, sem varð á aðalfundi ungliðasamtaka Fram- sóknarflokksins í haust, að styrkja aðstöðu hinna svonefndu vinstri manna innan Framsókn- arflokksints til þess að hafa áhrif á framboð flokksins við borgar- stjórnarkosningar hér í Reykja- vík í vor. Þeir menn, sem þar voru að verki munu hyggja á nokkrar breytingar á framboðs- listanum, en úrslit átakanna í haust urðu á þann, veg, að þeir náðu ekki því markmiði sem þeir stefndu að. Fullvíst er hinsvegar, að þeir munu ekki gefast upp baráttulaust, og eru því fram- undan innan Framsóknarflokks- ins hörð átök milli hinna tveggja arma flokksins, um framboðslist- ann í vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.