Morgunblaðið - 14.01.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.1966, Blaðsíða 14
MORGU N B LADIÐ Föstudagur 14. janúar 1966 lá Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritst j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VIÐ UPPHAF VERTÍÐAR Ifertíðin er nú að hefjast á ’ ný, og bátarnir í sjávar- plássunum um land allt hafa að undanförnu verið að bú- ast til veiða. Fiskverðsmálin leystust á viðunandi hátt fyr- ir útgerðarmenn, sjómenn og fiskkaupendur, og mun það mál því ekki hindra að róðr- ar hefjist eins og stundum hefur komið fyrir áður um áramót. Við eigutn nú að öllu leyti betri og stærri flota en áður, og þljótum því að gera okkur nokkrar vonir um góða vertíð í ár. Þó er á það að líta, að sú mikla breyting, sem orðið hef ur á fiskiskipaflota okkar, hefur aðallega orðið til þess að bæta aðstöðu flotans til síldveiða, en minni rækt hefur verið lögð við þorsk- veiðarnar. Síldveiðarnar eru nú stundaðar á þeim árstíma, sem fyrr á árum var eingöngu helgaður þorskveiðum, enda hefur línuveiði minnkað veru lega, svo sem kunnugt er. Þrátt fyrir hina miklu end- urnýjun á fiskiskipaflotanum, hefur sú endurnýjun ekki náð til minni bátanna í flotanum, og margir .þeirra eru nú að ganga úr sér. Útgerðarmenn hafa beint því fjármagni, sem fyrir hendi hefur verið til síldveiðanna. Hinsvegar má búast við því, að síldarbát- arnir komi til þorskveiða í marzbyrjun, þegar líklegt er að þær gefi sem mestan árang ur. Má því búast við mikilli þátttöku á þorskveiðum í marz og apríl. Töluverðir erfiðleikar eru á því að manna bátana til þorskveiða á línu og net, en þar þurfa að vera 10 til 11 menn á hverjum bát. Ef bát- arnir væru hinsvegar notað- ir til togveiða, þyrfti ekki nema 5 til 7 menn á hvern bát, og er það mál eitt af því, sem taka þarf til rækilegrar athugunar, og þingmanna- nefnd sú, sem skipuð var til þess að kanna hag minni bát- anna, á einmitt að gera til- lögur um, hvort leyfa skuli togveiðar á þeim eða ekki. Væntanlega mundu tog- veiðar stuðla að betri nýtingu hinna minni báta í fiskiskipa- flota okkar, en ekki er enn vitað hvaða reynslu togveið- ar mundu gefa, þar sem þær hafa ekki verið leyfðar síðan fiskveiðitakmörkin voru færð út. Margir eru þeirrar skoð- unar, að þær mundu gefa góð- an árangur, aðrir eru á önd- verðum meið. Þó er fullvíst, að togveiðar mundu gefa mun betra hráefni en fiskur, sem veiddur er í net, og útgerðar- kostnaður mundi verða mun lægri, sérstaklega í veiðar- færum, og hægt er að kom- ast af með færra fólk, eins og áður var bent á. Hver sem niðurstaðan verð ur í því máli, munu allir landsmenn vona, að sú vertíð sem nú er að hefjast verði happadrjúg og að sjómenn okkar muni færa mikinn feng að landi í vetur. KÚGUN LISTA- MANNA í KOMMÚNISTA- LÖNDUM l/lð og við berast fregnir um ’ það frá járntjaldslöndun- um, að listamenn búi þar við meira frjálsræði en áður var. í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá handtöku tveggja sovézkra rithöfunda fyrir þá sök eina, að verk þeirra voru gefin út á Vesturlöndum undir dulnefnum. Nýlega hafa austurþýzk yfirvöld tekið upp harðar ár- ásir á listamenn í Austur- Þýzkalandi með þeim afleið- ingum að fjöldi þeirra hefur að undanförnu gefið út yfir- lýsingar um að þeir „skamm- ist sín“ fyrir ákveðin verk sín, og lofa bót og betrun. Þetta sýnir okkur hve kommúnistaríkin eru enn skammt á veg komin í því að veita þegnum sínum frjáls- ræði og almenn mannréttindi, þótt tökin hafi að einhverju leyti verið linuð á undanförn- um árum. Enn sem fyrr eru rithöfundar handteknir fyrir að skrifa eftir eigin geðþótta, en ekki í samræmi við stefnu hins alvitandi ríkisvalds. Enn sem fyrr verða rithöfundar og listamenn að biðjast op- inberlega afsökunar og auð- mýkja sig frammi fyrir al- þjóð fyrir verk sín. Komm- únistar eru enn sem fyrr samir við sig, og þeim virð- ist ganga illa að tengjast nú- tímanum og lýðræðislegum hugsunarhætti Vesturlanda. BLÖMASKEIÐ í BÓKMENNTUM NORÐURLANDA Oókmenntaverðlaunum Norð u urlandaráðs var úthlutað hér í Reykjavík í fyrradag, og hlaut þau að þessu sinni sænska ljóðskáldið Gunnar Ekelöf. Það er vissulega ánægjulegt, að ljóðskáld hef- Minnisaukning með iyfjum ins, sem snertir lær- dóm. Jákvæðar niðurstöður sem bentu til þess að slíkt væri mögulegt, Ihöfðu komið fram hjá tveimur vísinda- mönnum, sem starfa við Abb- ott rannsóknastofnunina í Illi nois. Lífefnafræðingarnir, Al- vin J. Galsky og Lionel Sim- on, hötfðu í frítímum sínum, unnið að fullkomnun kenn- inga hins sænska vísinda- manns, Holgers Hydén. Sam- kvæmt kenningu Hydéns, byggist minni mannsins fyrst og fremst á starfsemi sam- einda af gerðinni ribonucleic acid (RNA), en vísindamað- urinn hélt því fram að þessar sýrur ynnu við að varðveita það sem skilningarvitin tækju móti. Rottur og gullfiskar Vísindamennirnir við Ab- bott-stotfnunina halda því fram, að hægt sé að fjolga RNA sameindum með því að nota tiltölulega óskaðlegt etfni magnesium pemoline, sem selt er undir framleiðslunatfn inu „Cylert“. Með þessu etfni er hægt að tvö- og þrefalda RNA sameindirnar í heilan- um. í samráði við dr. Nichol- as P. Plotniikotff, sprautuðu vísindamennirnir Cylert í rottur sem geymdar voru í til raunakössum. Tilraunirnar með þessar rottur voru þess eðlis, að þær áttu að „læra“ að fiorðast rafilost. Rott- ur, sem fengið höfðu þetta sprautuefni, lærðu að forðast ratflostið eftir tvær eða þrjár tilraunir, en aðrar, sem ekki voru sprautaðar, lærðu ekki að varast rafmagnið fyrr en eftir átta eða níu tilraunir. Enntfremur kom í Ijós, að rott urnar sem fengið höfðu Cly- ert sprautu, varðveittu þekk- ingu sína í allt að sex mán- uði, en hinar höifðu öllu gleymt efitir fáeina daga. Svipaðar niðurstöður hafa leitt í ljós, að RNA sameindir teknar úr dýrum, sem þjáltf- uð höifðu verið, flýttu mjög fyrir „námi“ óþaáltfaðra, etf efninu var sprautað í þau. Á ráðstefnunni gaf Dr. Bem- hard W. Agranofif gagnsitæðar upplýsingar þess eðlis, að með því að sprauta ákveðnu lyfi í dýr, væri hægt að minntka stórlega námshæfileika þeirra. Hann hafði gert tilraunir með gull- fiska sem hapn hatfði áður tamið. Hann sprauitaði lyf- inu „Puromycin“ í þá og feomst að þeirri niðurstöðu, að þeir „gleymdu“ að vara sig á raflostinu. Einn- ig kom í ljós, að ótamdir fisk- ar voru mun lengur að læra, ef þeir höfðu fengið áður- netfndar sprautur. Tilraunir með menn. Aðal vankantarnir á því að sprauta „minnis sameindum“ í menn er sú, að áður en inn- sprautaðar RNA sameindir ná til heilans, hafa þær brotnað niður í smærri sameindir. En lyf sem gæti aufeið RNA fram leiðslu heilans gæti hugsan- lega sigit fram hjá skerjum. „Við þurtfum að gera þúsund tilraunir með fólk“, segir líf- efnafræðingurinn Glasky, „og etfir u.þ.b. sex mánuði mun- um við kornast að raun um ihvort sprautuetfnið kemur að gagni. En siðan munum við þurfa nokkur ár til að ganga úr Skugga um, hvort efnið er skaðlaust til almennrar notk- unar. IUesti útflutn- ingur i sögu Bretlands London, 12. janúar NTB: ÚTFLUTNINGUR Breta í des ember sl. varð meiri en dæmi eru til í sögu ríkisins. Nam hann 419 milljónum sterlings- punda og hafði það í för með sér, að greiðslujöfnuður ríkis- ins við útlönd varð hagstæður á ný — í fyrsta sinn í tíu mán uði. Síðast var greiðslujöfnuður Breta hagstæður í febrúar 1965, þá um 11 milljónir sterl- ingspunda — en nú um 5 milljónir punda. í»ó að margt fólk fevarti jatfn mikið yfir sínu slæma minni eins og veðrinu, er minni mannsins eit't atf endingar- beztu eiginleikum hans. Það sem einu sinni hefur verð lagt á minnið, þolir hina ótrúleg- ustu ágengni, svo sem raf- magnslosit og minnisdeytfandi eiturlyf. Þetta undarlega fyr- irbrigði, minni mannsins, varð þess valdandi að þétt- setinn var salur í háskólanum í Calitforníu fyrir skömmu, en þangað voru mættir all- margir vísindamenn til að ræða sameiginlegt viðtfangs- efni. Ráðstefna sú, er þarna var haldin, bar nafnið: „Hegð un, heili og lifefnafræði“. Hin stóra spurning, sem á ráðstefnu þessari var tekin til umræðu, var tovort hægt væri með ýmsum lyfj.um, að auka þann þátt minnis- Lífefnafræðingarnir Alvin J. Galsky og Nicholas Flotnikoff. UTAN ÚR HEIMI ur nú fengið þessi verðlaun. Hlutverk ljóðlistar í nútíma- ójóðfélagi er ekki minna en áður, og þar eiga Svíar sinn stóra hlut að máli, því að í ljóðlist er Svíþjóð eitt af fremstu löndum heims. Ljóst er, að nú er mikið blómaskeið í bókmenntum Norðurlanda, eins og sjá má af viðtölum við dómnefndar- menn, sem birtust hér í Morg unblaðinu í gær. Þannig segja Danir t.d., að hjá þeim ríki í raun og veru gullöld í bók- menntaheiminum, og ekki verður annað sagt en að mik- il gróska sé í bókmenntum hér á íslandi. Allt er þetta vottur ánægju- legrar grósku í menningar- lífi Norðurlanda og full ástæða til fyrir okkur íslend- inga að ætla, að við stöndum þar ekki að baki frændþjóð- um okkar á hinum Norður- löndunum. Ljóðskáld hefur nú fengið bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs að þessu sinni, og af því tilefni er full ástæða til að hvetja íslendinga til að fylgjast vel með þróun ljóð- listar hér heima og erlendis, Hennar vegur hefur löngum verið mikill á íslandL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.