Morgunblaðið - 14.01.1966, Page 8

Morgunblaðið - 14.01.1966, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 14. januar 1966 Þá voru ekki jól allt árið Rætt við Geirlaugu grasakonu niræða Geirlaug með dótturdóttur sinni. HÚN er svo lítil og nett og kvilk í tireyfingum, þegar hún kemur á móti mér og bíður mér inn. iÞað er ekki á henni að sjá að Ihún sé níræð í dag. Þetta er Geirlaug Filipusdóttir, systir Erlings grasalæknis, en þau syst- kinin eru bæði þekk't fyrir grasa lækningar sínar. Ekki að furða þó þeim í Þjóðleikhúsinu hafi þótt prýði að henni, þegar þá vantaði eskimóakonu í leikritið „Landið gleymda*. Þá var hún 77 ára. — Já, það var nú ljótan, seg ir Geirlaug. Hann Lárus Fáls- son bað hana Nönnu Magnús- dót'tur, systurdóttur mína, um að útvega sér litlar og góðar kerl- ingar, og þau lögðu bæði að mér að vera með í þessu. Við vorum þarna í grænlenzkum búningum á sviðinu. Og ég hélt mig með henni Emelíu Jónasdóttur. Hún er nú svo klár á þetta. Og ég hafði gaman af þessu, þegar út í það var komið. Ekki sagði ég nú mikið. Við kerlingarnar böbl uðum eitthvað saman. Og það var ánægt með þetta. Þá var ég svo vel frísk og fann ekkert fyr- i- því þó ég gerði eittJhvað. Seinna kom ég svo fram í kirkju atriðinu í „Valtýr á grænni treyju.“ Við vorum sumar í Skrautbúningum þar. Mér var al veg sama um þetta. Það þýðir ekkert að vera að slíku, ef mað- ur er hræddur. Þetta var svodd- an ágætis fólk þarna í leiknum, og svo margt í hverri sýningu. Ég hafði bara gaman af því. Ég lít í kringum mig í herbergi Geirlaugar, meðan hún er að snúast í að bjóða mér upp á veitingar. Þarna hangir á vegg árituð mynd af ungum manni, Jóhannesi Kjarval. — Já, hann er stórfrændi minn, afi hans var langafabróðir minn, segir Geir- laug. Hann er elskulegur karl. Þetta sendi hann mér einu sinni á jólum. Og í annað skipti gaf hann mér tvö málverk, sendi þau til mín samanrúlluð. í þá daga vann ég á Hressingarskál- anvtm við hreingerningar. Kjar- val borðaði þar, og stundum átti hann það til að gefa stúlk- unum málverk eftir sig. Þá sagði ég við hann: „Mér þykir þú fara illa með myndirnar þínar, frændi sæll, að gefa þær svona.“ Og einlhvern tíma hafði hann svo orð á því, að hann þyrfti að gefa mér mynd. Ég sagði honum að ég vildi ekki neitt málverk frá bonum, svo oft væri ég búin að segja honum að hann ætti ekki að gefa sínar faillegu myndir svona frá sér. Og ég bætti við: „Þú ferð ekkert lengur út í sveit, og ég vil ekkert málverk nema ef það væri heiman að frá mér.“ En svo fór hann austur, og sendi mér þá þessar tvær myndir, aðra af sólaruppkomu við Syst.astapa og hina málaða í heimalandinu í Kálfafellskoti. Hann er víst skyggn, karlinn, því þar er kven mannsmynd standandi í brekku. — Já, þú er Skaítfellingur. — Já, pabbi, Filipus Stefáns- son og mamma, Þórunn Gísla- dóttir frá Hlíð í Skaftártungum, bjuggu í Kálfafellskoti. Mamma var ljósmóðir þar í sveit í 30 ár. Og hún var miikið sótt til hjálp- ar þegar veikindi bar að hönd- um. í 8 ár var hún meira að segja settur læknir. Þá var hérað ið læknislaust. Shierbeck land- læknir bað hana um að stunda sjúklinga, og ég held að hann hafi sent henni meðul. Hún átti alltaf mikið af meðulum, man ég Það ar einhver sú heppni yfir henni, að það var eins og alit sem hún ætlaði sér heppn- aðist. Það kom sér vel að hún átti góðan mann, sem sá um heimilið og börnin meðan hún var í burtu, því engin var vinnu konan. Hve mörg börn? Við kom umst upp 9 systkini af 14. Okk- ur krökkunum leið ekki alltaf vel, þegar barið var í þilið við rúm mömmu og kallað: „Hér sé guð, Er Þórunn heima?“ Þá var ekiki alltaf glæsilegt að eiga að fara út í vond veður og yfir ill- færar ár. Mamrna hafði Síðuna alla og oft þurflti hún út í Álfta- ver. Á þessum ferðum þurfti mamma að fara yfir Hverfis- fljót, þegar hún var sótt. Helgi á Fossi átti lengi rauðan, af- bragðs vatnahest og hann var oft fenginn að láni, þegar þurfti að sækja möænmu. Hún hikað! aldrei. Væru fylgdarmennirnl ragir, reið hún sjálf á vaðið. — Lærðir þú þá mátt gras- anna til læikninga af móður þinni? — Já, mamma sagði okkur systkinunum hvaða mátt grösin heifðu og við áttum öll mikið við grös. Erlingur bróðij- minn hef- ur haft það að atvinnu um æv- ina. Mamma lærði þetta af móð ur sinni, sem einnig kenndi ólöfu Helgadóttur að sjóðá grös. Við byrjuðum að tína grös fyrir mömmu heima og sendum henni grös eftir að hún var flutt til Seyðisfjarðar og til Vestmanna- eyja, þar sem hún hélt áfram að hjálpa fólki, var kölluð Þór- unn grasakona. Jurtirnar hafa Geirlaug var orðin 77 ára, þegar hún lék sitt fyrsta hlutverk á leiksviði, eskimóakonu í Land- inu gleymda. miikinn lækningamátit og óhætt að treysta því að maður fær ekki betri meðul til lækninga. Hver jurt gerir sitt gagn, svo sem vall humall, blágresi og ótal margar fleiri. En þessar jurtir þarf að tína á réttum tíma, áður en þær missa kraft. Það er mikil vinna og nákvæmnisverk að tína grös og þurrka þau. Bæði meðan ég bjó í Breiðdalnum og eftir að ég flutti hingað suður til Reykja- víkur hefi ég alltaf átt grös til að sjóða og láitið fóik hafa, sem til mín hefur leitað. - Þangað til nú í vetur. Ég á að vísu grösin, en sé illa til við að sjóða þau. — Hefurðu þá ekki fengizt við aðrar lækningar en grasalækn- ingar? — Nei, aðeins haft grösin. Áð- ur fyrr var fólki oft tekið blóð. Mamma gerði það og Erlingur bróðir minn, en ég vildi það ekki Ég fókk svo mikla ólukku af því, þegar ég var lítil og mamma var að taka blóð úr fólki, sem kom. Oikkur krökkunum var illa við smellina í bíldinum. En ég lót oft taka mér blóð. Það er t.d. ágæitt við vondri gigt að láta taka sér blóð og líka láta kopp- setja sig. Hvort ég hafi haft hjálp til lækninga úr öðrum heimi? Nei, hafi svo verið, hef- ur það verið hjálp sem maður vissi ekki um. En ég er trúuð, og með guðs hjalp hefur mér lán ast að lækna vond brunasár, ígerðir o.fl. þesdháttar. Ég skil ekki að neinum farnist vel, sem ekki hefur hjálp frá honuim. — Svo þú ólst upp í stórum barnahópi. Það hefur verið gam- an. — Já, það var skemmtilegt. Og mest gaman á jólunum, því þa voru ekki jól allt árið. Pabbi og mamma hugsuðu um kirkjuna. Hann var forsöngvari og þau steyptu kertin, en öll heimilin komu með tólg í ljósto'llinn. Þá voru steypt jólakerti handa okk- ur, 1 kerti og ein dás, sem voru tvö samhangandi kerti, á hvert barn. Venjulega var aðeins einn ‘-Tomiíi í miðri baðstofunni, r hlakkaði 'til að fá jóla iir að ég var orðin 9 ara gmnul, fór ég austur í Horna förð og var þar í tvö ár. Jóhann fóðurbróðir minn flutti að Rauða bergi á Mýrum og ég var látin fara með honum. Ég get ekki sagt að það hafi verið gott fyrir mig. Ég þurfti að smala ánum kvölds og morgna og gæita þriggja barna innan við 5 ára, meðan húsmóðirin var á engjurn. Á meðan var ég látin elda, þvo sokkaplöggin í læknum o.fl. Telp ur, sem komnar voru yfir 7 ára aidurinn, voru álitnar vinnukon- ur á þeim tíma. Jú, mér hálf- leiddist. Oft borðaði ég ekki mat inn minn fyrr en eftir að húsmóð irin var komin heim. Við fórum austur yfir sar.dana að vori, þeg ar vötnin voru lítil. En þegar pabbi sótti mig, vall Jökulsá fram kolmórauð og hann fór yfir hana á undirvarpi með mig og þrjá áburðarhesta. ísspöng var yfir ána uppi undir jökilinum og áin beljandi í þremur farveg- um þar fram undan. Pabbi gekk á undan og reyndi fyrir sér með broddstaf og við á eftir, svo ná lægt að ég þurfti að beygja mig undir jöikulnitbur. Og Sikeiðará var ljót. En pabbi var góður vatnamaður. Maður fór nú svo sem -oftar yfir órnar ljótar á þt im árum. Þegar ég var á sýslu mannsheimilinu á Kirkjubæjar- klaustri, 15 ára gömul, var ég t.d. einu sinni send með póstinn yfir að Prestbakka, yfir Geit- landsá, sem var uppbólgin og skarir í henni. Ég fékk á næsta bæ við ána lár.að band, til að binda við mig póstinn og lagð, svo út í. En grunnstingull var svo mikill í ánni, og skarir, að hesturinn reisti sig alveg upp úr. Sr. Bjarni Þórarinsson og Sveinbjörn frá Hjálmslhoilti, sem sáu tiil mín, komu hlaupandi nið- ur að ánni og hrópuðu til mín að halda mér nú vel, í guðs bænum. — Hver er nú skemmitilegasti tíminn á þinni 90 ára ævi? — Það held ég að hafi verið þessi þrjú ár, sem ég var vinnu- kona hjá Þorgrími lækni á Borg um í Hornaf irði og Margréti konu hans. Þau voru svo indælir hiús- bændur og glatt á hjalla á heim- iliniu. Auðvitað var nóg að gera, en manni var svo létt um að vinna hjá þeim, því allt var með svo goðu gert. Læknirinn kom alltaf niður á tún á móti engjafólik- inu á kvöldin og sagði: „Þakka ykkur nú fyrir börnin góð. Mik- ið eruð þið nú búin að vinna.“ Þetta var áður en ábyrgð full- orðinsáranna kom til. Eftir að maður fór sjálfur að búa, var aldrei farið út af heimilinu, nema til kirkju. Ég hefi líka all'taf verið heimakær, enda haft nóg að gera við að hugsa um mifct heimili og afkomuna hverju sinni. En kát hefi ég allitaf ver- ið og notið lífsins, eftir því sem hægt hefur verið. — Já, þú lentir í hjónaband- iru. Hvar kynntistu manninum iþínum? — Ég hafði verið vetrars'túlka á Seyðisfirði og fór með hjón- um til Breiðdals, en húsbóndinn, Björn Stefánsson, hafði gerst verzlunars'tjóri þar. Þarna kynnt ist ég Eiríki Guðmundssyni, sem kallaði sig Breiðdal. Hann var 'beykir og smiíðaði alltaf mikið meðfram búskapnum. Við bjugg um á Ormsstöðum. En Eirík- ur missti heilsuna, var þrisvar sinnum í Reykjavík til lækninga, og dó svo heima. Hann dó 24. septem/ber og móðir hans 29. september árið 1925. Þau lágu bæði heirna sai.ia árið. Eiríkur hafði sagt mér að fara suður með börnin. Hvað þau eru mörg? Ég missti telpu á 10. ári, svo er það Guðmundur, sem ég bý hjá og Helga, sem býr á Melhaga 12 og hjá henni verð ég á afimælis- daginn. Jæja, Eiríkur vildi ekki að ég væri að basla þarna ein með búið. Jörðin var ekki svo góð. Eitt sinn meðan við bjugg- um, hafði engið alveg brugð- izrt hjá okkur. Svo ég sagði við Eirík: „Ég fæ lánað engi á Gils- á og verð þar innfrá við heyskap í viku, svo við þurfium ekki að lóiga kvígunni“. En Eiríkur var þá lasinn. Fóikinu heiima þótti iþetta óráð. En Eiríkur lét mig ráða. Ég fékk svo léðan beitiihaga á Gilsá, því þeir gátu ekiki lánað af aðalenginu. Á viku hafði ég svo upp 16 hesta af heyi. Það bjargaði kvígunni. Eiríikur kom svo á surinudegin- um og við gengurn frá heyinu. Bóndinn á Gilsá hafði lánað mér táft, sem var þarna, og hann gaf mér torf á heyið. Þá vorum við nú ánægð. — Og þannig hefurðu bjargað þér af sarna dr.gnaðinum, eftir að þú fluttir suður? — Já, ég gerði alilt, sem þurfti. Fyrsta sumarið var ég í kaupa- vinnu hjá Erlingi Fálssyni og næsta sumar sló ég túnið á Ála- fossi. Síðar var ég í hreingern- ingum á Hressingarskálanum í 10 ár. Það var miikil vinna, mesit næturvinna, og illa borgað, ekiki nema 60 kr. á mánuði. Bftir það fór ég að vinna í Sláturhúsinu. Við komust vel af. Guðmundur var orðinn stálpaður. Þegar við réðumst í að kaupa kjallarann á Grettisgötu 16 B, var auðvitað erfitit oig tók tíma að borga hann. S'vo keypti Guðmundur efri hæð ina þar. Og seinna seldi hann hús ið og keypti fyrir okkur hérna I Barmahlíð 40. Hér höfum við svo verið í 19 ár. — Ég er nú orðin þetta gömul og ég man ekki eftir að fólk hafi nokkur tíma haflt það svona gott, segir Geirlaug. Þó allt sé rándýrt, þá hafa allir peninga milli handa. Þess vegna finnst mér það svo óforskammað, þeg- ar talað er um móðuiharðindi núna og haft á orði að sikollin sé á óðaverðbólga, eins og hann Hermann sagði. Geirlaug fer nú að leita að einihverju og afsakar það að hún sé farin að sjá svo illa. — Ég lá í lungnabólgu nú um jólin, segir hún til skýringar, og fékk þessi sterku meðul. Þá fór ég að sofa illa, og voru gefnar svefntöflur. En mér er ekki vel við pillur. Ég er svo óvön þessu eitri, að það fer ekkert vel í mig. Það er eins og þessi sterku meðul hafi haft ill áhrif á,sjónina í.mér. EiÍ ég treys'ti því, að hann Kristjáp minn Sveinsson geti eittihvað hjálpað mér. Það dregur úr manni að _ geta ekki séð til að gera neitt. Vei'k? Nei, ég get ekki sagt að ég hafi orðið veik fyrr en þet'ta, ekki síðan ég var lrtii og fékk mislinga, segir Geirlaug, sem svar við síðustu spurningu minni. — E. Pá. V.W. eigendur Athugið, látið okkur annast viðhald og viðgerðir á bifreið yðar. Sérþjálfaðir menn. Höfum varahluti á staðnum. Opið alla virka daga frá kl. 8 — 19, laugardaga frá kl. 9 — 18. Bílaverkstæðið FÓLKSVAGN S.F. Borgarholtsbraut 69, Kópavogi. Sími 41239.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.