Morgunblaðið - 14.01.1966, Side 24

Morgunblaðið - 14.01.1966, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. janúar 196v Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Hammond Barker stóð hægt upp úr sæti sínu, en ungi mað- 1 urinn og lagskona hans litu hvort á annað, óróleg. William Lamotte rétti úr sér. Hann var glæsilegur maður, herðabreiður og rösklega þrjár álnir á hæð, og fallegu augun blikuðu í lampabirtunni. — Jæja, fulltrúi, svaraði hann rólega. — í þetta skipti hafið þér imnið. Rodney Herter stóð hreyfingar- laus við hlið hans. Með furðulegri rósemi leit Lamotte á félaga sína, með saknaðarsvip, og lét mig um leið njóta góðs af augnatillitinu. — Má ég spyrja, hvað orðið er af Harrison? — Harrison át ég eftir. — Eigið þér við Bruno? — Já, hvort sem hann nú kann að heita. — Jæja, svo hann heitir þá Harrison? Ég brosti með sjálfum mér, er ég minntist teikning- arinnar, sem ég hafði gert af bryta Lamottes, meðan ég var að tala við hann í símann. — Hann rak sig ofurlítið á, en hans er vel gætt. — Vesalings Harrison. — Hann hefur nóga krafta, en það vant- ar í hann heilann. — Vesalings Harrison fær á sig morðákæru, svaraði ég hvasst, — og ég er hræddur um, að sú ákæra nái einnig til yðar. ^ »^» Rodney Herter hafði enn ekki hreyft sig neitt, en augun hans, hörð og blá, boruðu beint í mín augu. Hefði ég aldrei áður séð lífshættu í augum neins manns, sá ég hana að minnsta kosti nú. En hinir voru allir til- tölulega meinlausir — jafnvel Lamotte, sem hafði sætt sig við það, sem verða vildi . . . en Herter! .... □—------------------------□ 73 □—------------------------□ Eitthvert fótatak uppi yfir okkur kom Lambtte til að líta upp. — Þetta er allt svo óeðlilegt, sagði hann, og það var einmitt það, sem mér fannst það vera sjálfum. — Hér virðist lítið meira að segja. Ég skal fara að beiðni yðar og koma með góðu. Saunders gekk að Hammond Barker og strauk hann, til þess að leita að skotvopnum og öðru slíku, sem hann kynni að hafa á sér, en beindi svo athygli sinni að Lamotte. Jim var fyrir sitt leyti að svipuðum störfum hinumegin við borðið, við unga manninn. Ég veik til hliðar, er Barker gekk út að dyrunum, þar sem tveir fílefldir lögreglu- þjónar biðu búnir til að taka móti honum. Rodney Herter horfði á mig, án þess að bregða svip. Þetta fasta tillit hans og svo innilok- unarkenndin, þarna í káetunni voru farin að hafa sín áhrif á mig. Ég iðaði í skinninu og lang- aði til einskis meir en losa mig við þetta allt saman. Enniþá vor- um við ekki komnir til botns í leyndarmálinu — öðru nær. Barker var farinn út og svo stúlkan og ungi maðurinn. Ég heyrði fótatakið þeirra uppi á þilfarinu. Og svo fór strax að koma hreifing á. Herter gekk eitt skref til baka og þá fyrst tók ég eftir hurðinni, sem var beint fyrir aftan hann. Ég fæ víst aldrei að vita, hversvegna ég hafði ekki tekið eftir henni fyrr, nema ef hann hefur skyggt á hana allan tímann. Lamotte var að færa sig í átt- ina til mín, en Jim og Saund- ers voru að ganga að Herter, sinn úr hvori áttinni, um leið og aðvörunarópið komst yfir varir mínar, tók Herter til sinna ráða. Vinstri höndin á honum skauzt fram og greip í annan olíulampann og reif hann úr festingunni og þeytti honum beint framan í Saunders. 3yssa kom í ljós í hinni hendi hans og án þess að virðast ætla að miða henni. mölvaði hann hinn lampann í mél, svo að logandi olían flaut út um allt. Ég fann sáran verk í enninu, þegar gler- brot hitti í það. En um leið og eldurinn greip um sig, sá ég eins og í þoku, að Jim réðst á Herter, en Lamotte, sem var bæði stór og sterkur, á mig. Hann lyfti mér rétt eins og ég væri reifa- barn og fleygði mér af heljar- afli í þilið. Líklega hef ég ekki NÝR FARMALL IMI G=§ G=D IM IM] D @ CC I N T E R N A T I O N A L. 523+624 * *m*rm'W‘*-M**m»'* My■ i****•»*»***» ém**mmrnmmm r-:** m-./’ mmmmmmmmm pttimmmmm**** ************* ****m**mmr \ i Mmw$**wmmwwmm ************* w**mmmmmw*wm* *mmmmmwmw*m*m mmmmmmmmmmmm* H»mmmmmmmmmmm» mmmmmirnmmmmmmm Zmmmmmmmm*m** mw**mm*wmmwmm *»nnmmm**mmi»» ************* *m****»*m*W*» MMM*****w***m h**9*#Mm*mm*M é*m*»***m**M?~^*********** 5» **» * wmmmmmm m ***** * * ** *** * m*w*mwm*»i- Hp fe' ■pH mnmmmZmZmmZmm »*,#nm » «*««*»» * # ««»**** « B i: é ■ +* * * * * **»* wmSSSSSSZmmSm ***»»*»**»**» *9*******CSJjSggift»»ií:SllÍÍ: WMMMWMMWMWMWW WMWW*MrWW**wmm;::W*mw*mmiMW*stM0m::' *.»*»«**tmtnnmmm *«»*«*»«»»«*; £*£sS2S£5S222 222222£228252 •••«■»•»••«»: **»»»«»««»•«» »«»•»«•»»»•** ■»»•*»«»•»•«» »«■»»**«»*•»» •»**«»*»«««*#«•» »««««•«»• *•»«<*««»»•» •«««**««• &»»•«••«■*< !*«»»••»«» ■•■«•■■»«« ! •»•#»»»»« pmfwtmmmmt* j :•■■■»•««» «»»»«••»»• !•»««»••«» »««»•»••»»: ' ••••«»»•« •«■••«•••». •MHNIMMMMV mmm — Þetta er ekki hnappurinn fyrir vindlakveikjarann, sem þú þfýstir á. legið þar nema tvær sekúndur, en mér fannst það eins og heil eilífð, en þá heyrði ég einhvern hávaða þegar Lamotte var að sprikla í höndunum á tveim lög- regluþjónum, sem drógu hann upp á þilfarið. Brennandi olían, sem ég hafði fengið á höndina vakti mig úr þesum dvala og ég brölti á fæt- ur og blóðrásin úr enninu á mér rann niður í augun , og ætlaði alveg að blinda mig. Öll káetan virtist standa í björtu báli. Gegn um eldinn og reykinn gat ég greint Jim og Herter í einni þvögu. Ég slangraði til þeirra. Saunders, með aðra höndina á meiddu andlitinu, en hina á borðinu, sér til stuðnings, rétti úr sér með miklum erfiðismun- um. Aftur heyrðist í byssunni og Jim kom slagandi í fangið á mér. Snögg vindstroka inn um dyrnar blés reyknum og eld- inum beint framan í okkur. Jim datt upp að borðinu og virtist alveg vera að kafna. — Er allt í lagi með þig, Jim? Ég sá votu augun í honum fast upp að mínum og höfuðið kipptist til eins og af krampa, er hann reyndi að ná andanum. Ég sló handleggnum fyrir and- litið, því til hlífðar og þaut aftur inn í gula logana. — Láttu mig um hann! öskr- aði ég yfir öxlina á mér. Þið Saunders náið í þessi sönnunar- gögn héðan út, fyrir alla muni. Látið það ekki bregðast! Ég fann, að hárið á mér sviðnaði og eldurinn gaus beint í augun á mér, en svo var ég kominn gegn um hann og staul- aðist upp tröppurnar, bölvandi og hikstandi og var loksins kom- inn út í hreina loftið. Ég dró djúpt andann. Lögregluþjónn var á fjórum fótum beint fyrir framan mig, að jafna sig eftir spark í magann. — Ég kom auga á Herter um leið og hann hljóp yfir borð- stokkinn en lamdi um leið til annars lögreglumanns, svo að hann steinlá. . Svo hlægilegt sem það var, horfði ég mest á hjálminn hans, sem skoppaði eftir þilfarinu, en samstundis var ég kominn á fæturna aftur og þaut yfir þilfarið. Gegn um hávaðann og skot- hríðina og lögregluflauturnar og brakið í eldinum kom þrálát hringing í bjöllu. er einn bíll- inn okkar kom þjótandi á vett- vang, en ljósgeisli frá báti sveiflaðist yfir vatnið, ljós 1 nágrenninu voru að kvikna og gluggar að opnast, og for- vitnir áhorfendur voru tekn- ir að safnast saman. Og þá var ég kominn yfir girð- inguna og veginn, og þaut nú inn í gapandi myrkrið í kirkju- garðinum. Ég stóð þarna kyrr, eitt and- artak blindaður af þessu snögg- lega myrkri, og allur þungi fjörutíu og níu áranna minna hvildi þungt á herðum mínum. Það var eins o,g mér hefði verið skotið inn í einhvem annan heim. Að baki mér var hávaðinn og gauragangurinn og bjarta bálið, en hér var þögn og dimma. Hátt upp eftir kirkju- turninum blossuðu logarnir og sleiktu sig upp eftir veggjunum, sem ekki voru annað en beina- grind, en hér að baki girðing- arinnar, sem huldi mig, stóð ég niðri í einhverjum hvíslandi hyl vætu og myrkuris, en eitthvað sem var sárt og ásækið, þrýsti i votan lófa minn. Þá mundi ég eftir vasaljósinu mínu, sem ég hafði í vasanum og mér leið strax betur. Ég steig út af malarstígnum og út á grængresið og læddist hægt í áttina að dimma turn- inum. Engin hreifing neinsstað- ar. En svo — fyrir einhverja óskiljanlega eðlisávisun —« fléygði ég mér snögglega flöt- um á jörðina. Ég sá blossa og heyrði hvell og kúla hvein yfir höfðinu á mér. — Helvízkur fanturinn! tautaði ég með sjálf- um mér. En svo var ég kominn á fætur aftur og stikaði inn i skugganum af byggingunni, til þess að vera í skjóli. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Vesturgata, 44-68 Túngata Lauíásvegur Þingholtsstr. frá 58-79 Eskihlíð frá Aðalstræti 14—35 Kerrur undir blöðln fylgja hverfunum SÍMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.