Morgunblaðið - 14.01.1966, Page 21

Morgunblaðið - 14.01.1966, Page 21
’ Föstudagur 14. Januar 1966 MORCU NBLAÐIÐ 21 James Bond BY IAN FLEMIN6 DRAWING BY JOHN McLUSKY FL AME - TUROWER TMEY'VE KILL6D » QUARREL... / COME OKI OUT, LIMEY/ AND THE ^ DOLL— A TNE SEARING TONGUE OF FL/iME PW/MPLEC Fólk úr víðri veröld FRÚ JAMES BOND. Frú Sean Connery, sem þekkt er í kvikmyndaheiminum undir nafninu Diane Cliento, var fyrr á árum fræg stjarna í Englandi og Ameríku en þá giftist hún lítt þekktum kvikmyndaleikara. Seinna átti hún eftir að falla í skugga manns síns, sem skap- aði mestu leynilögregluhetju allra tíma, James Bond, 007. Sögusagnir herma, að hjóna- bandið rambi nú á barmi glöt- unar, og . margstaðfest er að hjónin hafa lifað aðskilin í marga mánuði samfleytt. — Hefurðu heyrt, að Jóna hefur gifzt „fyrstu ástinni“ 6inni? — Nei, þú segir ekki. Stúlkan hlýtur að hafa stálminnL oOo Nonni Jóns, bauð einu sinni etúlkunni sinni í bíó. Áður en þau fóru inn í kvikmyndasalinn keypti hann sér súkkulaðistykki. Svo þegar nokkuð var liðið á kvikmyndina, reif hann bréfið utan af því og byrjaði að éta það. Stúlkan beið og beið eftir því, að Nonni gæfi sér súkku- laðistykki, en það varð samt góð bið á því. Að lokum sagði hún: — Hvernig bragðast það? — Alveg stórkostlega, sagði Nonni, þú hefðir átt að kaupa þér eitt. oOo —Ó, ég þoli þetta ekki. Konan mín veit aldrei hvað hún vill. — Iss, ég myndi segja að þú værir heppinn, því að konan mín veit það alltaf. Diane leit fyrst dagsins ljós, sem kvikmyndastjarna í mynd- inni Tom Jones. Þá lék hún ráð- ríka og með afbrigðum freka sveitastúlku og þótti takast dæmalaust vel, enda segja kunn- ugir að líkingin sé ekki fjarri lagi. Síðasta mynd Diane heitir — Ástin og þjáningin—, en þessi mynd var kosin ein af 10 beztu myndum ársins 1965 af amer- íska kvikmyndaráðinu. Diane segist hata það eins og pestina að sitja alltaf kyrr á sama stað. Hún nýtur þessa að taka þátt í veiðum, villtum dans eða jafnvel kappakstri. Hún seg ir: — Mér finnst alltaf, að ég gé ekki einungis dóttir skáldsagna Hemingways heldur einnig dótt- ir Hemingways. Hinn raunverulegi faðir Diane heitir Raphael Ciiento og er sérfræðingur í hitabeltissjúk- dómum í Ástralíu, þar sem Di- ane fæddist 1934. Þegar hún var 22 ára gömul var hún þegar far- in að troða upp á leiksviðum á Brodway og í West End í Lond on. Hún hefur meira að segja eitt sinn leikið aðalhlutverkið í leikriti Strindbergs — Fröken JuLie —. Diane er ljóshærð með ljós- græn augu, hávaxin og tígu- leg eins og drottning. Hún seg- ist sjálf vera ákaflega hjátrú- arfull. — Ég er þeirrar skoðunar, að allt sé fyrirfram ákveðið af ein- hverjum dularfullum mætti og það þýði ekkert fyrir dauðlegar manneskjur að reyna að hafa áhrif á framtíðina. En það skal enginn geta sagt um mig, að ég hafi ekki reynt að gera eitthvað til að storka forlögunum. Ég finn að til þess er ég í heiminn borin, — að storka forlögunum." Svo mörg voru þau orð. Auðvitað (mundu stjörnuspá- menn segja) er Diane fædd und- ir Tvíburamerkinu. Sjálf segir hún: „Það skal enginn nokkru sinni fá að vita, hvar hann hefur mig . . . . “ Myndin sýnir Diane Cliento og Charlton Heston í hinni nýju kvikmynd Michelangelo — Ást- in og Þjáningin —. JAMES BOND ->f- Eftir IAN FLEMING Hin fálmandi eldtunga dregur sig í hlé. Spýr eldi .... Þeir hafa drepið Quarrel . .. . ! Gefðu þig fram, Breti og stúlkuna eða við steikjum ykkur bæði! JÚMBÖ --K— *—-x— Teiknari: J. MORA oOo Þrír Þjóðverjar sátu og töluðu um lífið í verksmiðjunni, þar sem þeir unnu. Einn þeirra sagði: Ég fékk ákúrur í morgun fyrir að hafa komið of seint til vinnu — þeir sögðu, að ég væri að koma ringlureið á hagræðing- una. Annar sagði: — Hvað haldið þið, ég fékk ákúrur fyrir að ikoma of snemma — þeir sögðu að ég væri að koma ringulreið á áætlunina. Þá sagði sá þriðji: Iss þetta er ekki neitt. Ég fékk ákúrur fyrir að koma nákvæm- lega á réttum tíma. — Á réttum tíma?, hrópuðu hinir tveir. — Hvað er rangt við það? — Nú þeir sögðu, að úr því að ég kæmi á réttum tíma, hlyti ég að hafa keypt vekjaraklukkuna mína í V-Þýzkalandi. oOo — Ég held, sagði vélritunar- stúlka við aðra stöllu sína, að forstjórinn ætli ekki að reka mig. — Hefur hann sagt nokkuð? — Nei, en í dag gaf hann mér orðabók. oOo Kosygin er sagður vera ein- hver bezti veiðimaður Rússlands, og er sagt að hann missi aldrei marks. Einu sinni var hann staddur á veiðum í Ungverja- landi ásamt Kadar, forsætisráð- herra landsins. Skyndilega reis önd upp fyrir framan þá og tók flugið. Kosygin miðaði og skaut. En öndin hélt áfram að fljúga. Þá hrópaði Kadar: — Kraftaverk. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég •é dauða önd fljúga Eina nóttina skipaði atvinnuveitandi minn svo fyrir, að það yrði ægilegt óveð- ur, sagði Fögnuður. Þið vitið að óveður er svolítið, sem maður getur venjulega ekki framleitt sjálfur, en hann var svo ríkur, að hann gat bara látið útbúa það. — Þessi klefi, sem þið voruð læstir inn í, var raunverulega aðeins trébraggi, sem sveifla mátti upp og niður. Meðan helm- ingurinn af hásetunum gerði það, spraut- aði hinn helmingurinn vatni á hann og gerði gífurlegan hávaða ,þannig að þið hélduð að það væri liræðilegt óveður. — Þannig hélt það áfram alla nóttina. Fyrst við birtingu sigldi gufuskipið hing- að í víkina, þar sem flakið var skilið eftir. Nú var aðeins um að gera að fá ykkur yfir í það, án þess að þið upp- götvuðuð hvað var á seyði. KVIKSJÁ Fróðleiksmolar til gagns og gamans NOTKUN RAFEINDAR- NOTKUN RAFEINDA- REIKNIVÉLA. Fullkomin rafeindareiknivél árgerð 1965 getur annað fleiri útreikningum á einum klukku- tima en 10.000 vísindamenn á heilli mannsæfi. Hún getur t. d. margfaldað 500.000 tiu tölustafa tölu á einni sekúndu. Án rafeindareiknivélarinnar hefði aldrei verið hægt að skjóta geimfari á loft og án þeirra væri möguleikinn á að skjólta mönnuðu geimfari til tunglsins hlægilegur. Án þeirra hefði tekið áratugi að þýða „Dauðahafshandritin“. Frumu- stökk fram á við vegna þeirra rannsóknir hafa tekið stört og hið sama gildir um læknis- fræðirannsóknir ýmiskonar. Lögreglan hagnýtir sér þessa tiltölulega nýju uppgötvun við færslu á óendanlegum smá- atriðum varðandi sakamanna- skrár. Þegar „transistorar“ komu til sögunnar var hægt að byggja svo litlar rafeindareiknivélar, að hægt var að flytja þær með í mönnuðum geimförum sem fara umhverfis jörðu. Það gerir geimförun„m kleift að breyta upphaflegri braut geimfarsins og reikna út nýja, í stað þess að til þessa hcfur geimfarinu verið stjórnað frá jörðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.