Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR Þjóðarsorg- Við hina virðulegu utfor Adenauers fremst fra vinstri: Heinrich Liibke, de Gaulle. Næstir áhorfendum eru Johnson og Kurt Kiesinger. Utför Adenauers gerð í fögru veðri: „Hann axlaði þyngri byrSar en nokk- ur annar stjórnmálamaður V-Þýzkal." — Sagði Kiesinger kanzlari í minningarrœðu um Adenauer —Viðhafnarmesta útför sem um getur í Þýzkalandi — 2 forsetar, 72 forsœtisráðherrar — og 20 utanríkisráðherrar viðstaddir Bonn, Köln, 25. apríl. — (NTB-AP) — ÚTFÖR dr. Konrads Adenauers fyrrum kanzlara Vestur- Þýzkalands var gerð í dag í fögru vorveðri, með viðhöfn, sem að sögn NTB-fréttastofunnar, var meiri en dæmi eru til í sögu þýzka ríkisins. Fjöldi gesta kom til Þýzkalands til þess að vera við útförina, þar á meðal forsetarnir Lynd- on B. Johnson frá Bandaríkjunum og de Gaulle frá Frakk- landi, forsætisráðherrar frá tólf ríkjum, þar á meðal Har- old Wilson, forsætisráðherra Bretlands og forsætisráðherr- ar Norðurlanda. — Ennfremur utanríkisráðherrar frá tutt- ugu ríkjum auk fjölmargra annarra erlendra sendimanna. Útförin var þríþætt. Fyrst var minningarathöfn í sam- bandsþinginu í Bonn, síðan sálumessa í dómkirkjunni í Köln, sem þrjátíu prestar sungu, og að henni lokinni var kista hins látna flutt um borð í lítið herskip, sem flutti hana eftir Rínarfljóti til Rhöndorfs, þar sem kanzlarinn var jarðsettur í kirkjugarði heimaþorps síns. Þar voru aðeins viðstaddir nánustu vinir og skyldmenni hins látna. Við minnlngarathöfnlna ! þlng húsinu í Bonn fluttu þeir minn- ingarræður Heinrich Liilbke, for- seti Vestur-Þýzkalands, Kurt Georg Kieisinger, kanzlari og Eugen Gerstenmaier, forseti þingsins. I þingsalnum voru samian komnir um þúsund gest- ir, þýzkir og erlendir og úti fýrir húsinu fjölmenni mikið. Liibke saigði meðal annars í minningariræðu sinni, að Konrad Adenauer hefði víisað þjóðverj- um leiðina til samneytis við frjálsar þjóðir og hann hefði unnið að því að skapa grund- völl einingar Evrópu ásamt þeim Churohill, de Gasperi og Schu- mann. Fyrir það starf mur_di hann lifa í hugum margra sem mikill Evrópumaður, engu síður en mikill Þjóðverji. Gerstenmaier þingforseti lagði einnig áherzlu á starf Adenau- ers í þágu sameiningar Evrópu og óskir hans um, ða það starf bæri árangur. „Arfur hans til okkar er sá grundvöllur, sem hann lagði að friði og framför- um — og óskir hans um, að Þjóðverjar geti lifað í sátt og samlyndi, hver við annan inn- byrðis og við aðrar þjóðir. Kurt Georg Kiesinger lagði aðaléherzlu á virðingu Aden- auers fyrir reglum þingræðiis og því þjóðfélaigaskerfi. „Þegar Adenauer varð leiðtogi Vestur- Þýzkalands, sagði hann, — tók Framhald á bls. 3 í Rússlandi Moskvu. 25. aDríl — AP-NTB TUGÞÚSUNDIR Moskvubúa vottuðu í dag virðingu sína geimfaranum Vladimir Koma rov, sem fórst með geim- skipi sínu Soyuz I. í gærdag. Kista með ösku hins látna stóð uppi í hafi af blómum og krönsum í byggingu hersins við torg alþýðunnar og hvar- vetna blöstu við andlitsmynd ir af hinum látna. Samkvæmt NTB-frétt frá Moskvu var at höfnin mjög látlaus. Hers- höfðingjar, marskálkar, ó- breyttir hermenn, gamlar konur og táningar gerðu ekk ert til að leyna tárum sínum. Um hádegi kom sendinefnd með Podgornij forseta, Kosygin fonsætisráðherra og Suslov rit- ara kommúnistaflokksins í far- arbroddi til byggingar hersins og vottuðu ekkjunni og börmum hennar samúð sína. Komarov verður greftraður á Rauða torg- inu á morgun, miðvikudag, að viðstöddum flestum forustuT mönnum Sovétríkjanna á sviði stjórnmála og geimkönnumar. Leyndardómurinn, sem hvílir yfir tildrögum slyssins, er enn óleystur. Engin opinber yfirlýs- ing hefur verið gefih út af hálfu sovézkra stjórnvalda varðandi hið örlagaríka slys, sem að áliti vestrænna sérfræðimga mun ' seinka geimferðaáætlun Sovét- ríkjanna í svipuðum mæli og Apollo-slysið í Bandaríkjunuki 27. janúar sl. mun tefja geim- kannanir Bandaríkjamanna um ófyrirsjáanlegan tíma. Öll Framhald á bls. 2. Konstantín konungur and- vígur valdatöku hersins — Mun reyna að koma á þingrœði i Crikklandi á ný HIÐ mikilsmetna dagblað „The New York Times“ hef- ur í dag eftir sendiherra Bandaríkjanna í Aþenu, Phillips Talbot, að Konstan- tín Grikkjakonungur hafi verið á móti valdatöku gríska hersins og hann sýndi her- foringjaráðinu, sem nú fer með völdin í landinu, fullan mótþróa. Segir blaðið, að konungur fyndi ríkt til skyldu sinnar við grísku þjóð ina, en óttaðist samtímis borg arastyrjöld og afnám kon- ungsveldis í Grikklandi. — Tjáði konungur Talbot, að Framh. á bls. 24 50 millj. kr. verðbréfalán til ríkisframkvæmda Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs í FRÉTT ATILKYNNIN GU, sem blaðinu hefur borizt frá Seðlabanka íslands, segir, að ákveðið hafi verið að nota heimild til innlendrar lán- töku, sem Alþingi gaf ríkis- stjórninni. Verða nú gefin út verðbréfalán að upphæð 50 millj. kr. Skuldabréfin verða í formi verðtryggðra spari- skírteina og hefst sala þeirra á föstudaginn kemur. Láns- fénu verður varið til ýmissa framkvæmda á vegum ríkis- ins, rafveitna, hafna, vega og flugvalla. Fréttatilkynn- ing Seðlabankans er á þessa leið: Á síðasta Alþingi fékk ríkis- stjórnin heimild til innlendrar lántöku allt að 126 millj. króna. Verður lánsfénu varið til ýmissa framkvæmda á vegum rikisins, einkum til rafveitna, hafna, vega ög flugvallagerðar. Hefur nú verið ákveðið að nota hluta nefndrar heimildar með útgáfu verðbréfaláns að fjárhæð Frarnh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.