Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1967. eftir Maysie Greig: UNDIR VERND hún verða ekki ástfangnar af mönnum á þínum aldri. Þær vilja bara hafa gott af þeim — peninga og öryggi. Og sennilega hefur hún einhvern ungan mann í bakhendinni — unga manninn, sem við sáum með henni þarna um kvöldið. Sástu ekki, hvernig þau horíðu hvort á annað? Hvernig hún gaf 'hon- um auga og þau hlógu hvort framan í annað? Hvernig hún gaf honum auga og þau hlógu hvort framan í annað. Ó, Davíð, vegna hennar Louise og barn- anna, get ég ekki látið þig hlauipa svona á þig og gera þig að fífli. — Mavis! Það var sorgartónn í röddinni. — Þér er ekki alvara með þetta, sem þú ert að segja. Þú veizt ekkert um Paulu. Ég sver, að hún er alls ekki eins og þú heldur hana vera. Og ég sver, að hún elskar mig. — Æ, Davíð, elsku Davíð. Ég skal alveg sverja, að hún elskar þig ekkert Kona hefur vit á slík um 'hlutum, og ég er alveg viss um, að þú elskar hana heldur ekki. Þetta er bara augnabliks skot. Ég hef alltaf vitað, að það mundi koma. Að þú yrðir skot- inn í einhverri stúlku með snot- urt andlit og að ég yrði þá að verja þig, vegna hennar Louise. Ef þú æclar að setja einhverja 1 sætið hennar verður það að verða einhver falleg og verðug kona, sem getur verið móður fyr ir börnin þín, og þegar þú hefur fengið hana, skai ég með ánægju leggja niður völdin. Ég fer eitt- hvað út í sveit og verð par. Ég er viss um, að þú munir sjá mér farborða — ég á við, að þú ert svo örlátur. Svo að þú sérð, að það er ekki það, sem vakir fyrir mér, að mér verði fleygt út til að sjá fyrir mér sjálf, sem kemur mér til «ð biðja þig, held- ur er það sj'álfs þín vegna og barnanna ...... Þannig hafði þetta haldið áfram, fram eftir allri nóttu, en þegar Davíð hafði þrjózkazt við, hafði hún reynt aðra aðferð. Hann hafði gefið henni bendi- orðið með því að segja: — Ég er búinn að segja svo mi'kið, að ég get ekki yfirgefið Paulu, héð- an af. Og hún hafði svarað lágt og fast: — Er, hvað segirðu um að yfirgefa mig? Ertu mér ekkert skyldugur fyrir öll þessi ár, sem ég hef sýnt þér og börnunum hollustu’ Skilurðu það ekki, að ef þú ferð að taka þessa stúlku að þér. sem elskar þig ekki, ertu að gera mig óhamingjusama, svo að ég hef ekker* lengur að lifa fyrir? — Þú hlýtur að vera brjáluð, Mavis, sagði har.n hás. — Við höfum aldrei vikið einu orði að ást Kannski vináttu, en heldur ekki meira. — Og er hún kannski ekki eins mikilvæg og ást? Hún öskraði þetta upp yfir sig, rétt eins og hún væri að springa. — Hvernig veiztu, að ég elski þig ekki, Davíð? Ó, ég krefst einskis — ekki einu sinni þess, að þú gift- ist mér. Ég bið ekki um annað en að fá að vera hérna, og gegna skyldunni, sem mér hefur alltaf fundizt hún Louise eiga skilið af mér, og svo sjá um þín þægindi .... það er allt, sem ég fer fram á. Það ei mitt líf. Ef þú tekur þetta frá mér, og það gerir þú ef þú ferð að giftast þessari stúlku, þá dey ég og þá börnin af skorti á ást og skilningi. Sérðu ekki hvað 'hún er þegar afbrýðis- söm gagr.vart þeim? Og það verður helmingi verra þegar stundir líða fram. Og hún kem- ur beinlínis til að hata þau, þeg- ar hún eignast börn sjálf, og þau hata þau og þá verður pú innan um sundurþykkja fjöl- skyldu, þar sem togað er í þig frá báðum hliðum, og á meðan hlær hún að pér ásamt yngri elskhuga. — Hvernig dirfiztu .......? Hún sneri sér að honum og augun voru æðisgengin. — Ég mun dirfast hvað sem er til að bjarga þér frá þessu, Dav- íð Eða geti ég ekki bjargað þér, mun ég taka eina ráðið, sem dug ar. Þú skalt ekki halda, að ég sé hrædd við það. Ég hef það oft hugsað um það. Ég hed vitað, að ef þú giftist einhverri ótíndri stúlku, mundi ég gera það. Því að þegar ég hef misst börnin, er ekkert eftir har.da mér að lifa fyrir. En þá hafði hún breytzt aftur, röddin bilaði og tárin runnu nið- ur kinnarnar. Hún var aumk- unarverð. þar sem hún fékk ut- an í honum. — Ó, Davíð, þú mátt ekki gera mér þetta Ég á engan að í heim inum nema þið, engan að leita til, engan til að hjálpa mér og vernda mig. Ég er ekki gáfuð eða hugrökk, og ég get ekki stað ið á eigin fótum. Ég get ekki annað en það litla, sem í mínu valdi stendur til að gera þig ham ingjusama. Og hef ég ekki gert það árum saman, Davíð? Þú hrekur mig ekki frá þér héðan af? Hún á aðra karlmenn að vinum, hún er ein þessara, sem eiga það alltaf. Hún fleygði sér á legubekkinn og brast í æðis- genginn grát. Hann reyndi að róa hana og leiða henni fyrir sjónir, að ekk ert mund: breytast þó að hann giftist Paulu. En jafnvel hann vissi, að þetta var ósatt. Hann vissi nú, að Mavis og Paula mundu aldrei geta verið undir sama þaki, og vegna þeirra kvala. sem Mavis leið og vegna þess. hve dauðþreyttur hann var orðinn á sálinni, gat hann ekki neitað konunni, sem bað um vernd hans. Meðan hann var að hugsa þetta, hafði Mavis stokkið á fætur. Hún hafði hlaupið upp á ioft. Hann hikaði andartak, en hljóp svo á eftir henni. Hann fann hana í baðherberginu með ’ýsólglas í hendinni. — Þú ætlar þc ekki ....? — Jú, ég ætlaði það. Ég mundi einskis svífast, ef þú sner ir við mér baki. Þetta er heim- ilið mitt. Þú getur ekki rekið mig burt Ef ég héidi, að það gerði þig hamingjusaman, skyldi ég deyja. en ég get bara ekki trúað, að það geti gert þig ham- ingjusaman. Eg s'ver, að hún elskar þig alls ekki, Davíð! Nei, hann mundi aldrei þola aðra álíka sennu — hann hafði engar taugar til þess. Hann var svo þreyttur, og þessi andlega þreyta hafði í bili sljóvgað ást hans á Paulu. Hann gat um lít- ið annað hugsað, en Mavis, af- myndað andlitið á henni og sam hengislaus snöktandi orð henn- ar: — Ég gæti ekki lifað, ef þú rækir mig burt — ég mundi gera enda á því öllu saman! Ef hún nú stæði við þessa 'hótun sína — og hafði hann kannski ekki komið að henni með lýsólglas í hendinni? Hún hafði starfað mikið fyrir hann — það hafði honum ekki verið ljóst fyrr en i gærkvöldi. En all- an tímann síðan Louise dó, hafði hún verið börnunum hans móð- ir. Hann hafði hvað eftir annað stritt henni með því, að hún færi aldrei út með ungum mönn um, en hún hafði alltaf gefið í skyn, að fyrsta og fremsta skylda hennar væri við börnin, húshaldið og hann sjálfan. Ást- in gat verið fullgóð, en var rétt af honum að meta ástina meira en allt það, sem Mavis hafði gert fyrir börnin hans? En samt hefði hann ekki getað komið heim 1 kvöld, án þess að geta sagt Mav- is, að allt væri búið að vera mdlli þeirra Paulu. Allar þessar hugsanir þutu gegnum hana hans 1 þögninni, sem hafði orðið, eftir að Paula hafði talað. -g n «?4 *J« •*. | f ♦*•♦*♦♦*♦•*•♦*♦♦*♦♦*•♦*•♦*•♦* — Þú verður að láta mig skiija þetta, Davíð, hafði hún sagt. — Því miður, sagði hann, — er ég ekki viss um, að ég geti gert þér það skiljanlegt, sagði hann eftir langa þögn. — Hér er skyldan annarsvegar. Mér finnst ég hafa mestar skyldurnar við börnin mín. Ég held, að þau yrðu aldrei hamingjusöm með stjúpmóður og verði þau það ekki, verð ég bað ekki heldur. Mér þykii fyrir því að hafa gert þér vonbrigði. Ég veit, að það var rangc af mér að segja það. sem ég sagði hérna um kvöldið, en ef út í það er farið, þá ertu nú skynsöm nútímastúlka .... — Er nokkurntíma nokkur skynsemi í sambandi við ást- ina? tók hún fram í, gremju- lega. Hann ’.ét sem hann 'heyrði það ekki og hélt áfram: —- Þú ert óháð ung stúlka, sem getur séð fyrir þér sjálf. Og 'hvað um það þó að við höfuim farið út sam- an? Og jafnvel gefið hvort öðru hýrt auga gerir það okkur nokk uð til? Eða hefur það gert þér nokkuð til? Þú hefur atvinnuna þína eftir sem áður. Hún svaraði engu. En fannst 'henni eins og hún væri að berja hnefunuir í múrvegg, og nú vissi hún auk þess, að það var ekki Davíð, sem 'hún var að berjast við, heldur Mavis — allt- af Mavis — og Mavis hafði veitt betur — Já, sagði hún þreytulega. — Líklega er engin ástæða til, að þú sért að taka ást mína al- varlega. — Paula! Röddin var hás og eymdarleg — Þú heldur vænt- anlega ekki, að mér sé sama um ást þína — Ég lifi þetta sjálfsagt af, sagði hún. — Maður lifir flest af í þessum heimi, og hlær jafn- SPILAKVÖLD sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður í kvöld, raiðvikudag- inn 26. apríl kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Kaffiveitingar, góð verðlaun. ATH. Að þetta er síðasta spilakvöld vetrarins. NEFNDIN. vel að því síðar meir — eða það 'hefur mér að minnsta kosti ver- ið sagt. En ef þéi finnst ég ekki nógu mikilvæg til þess að fórna íyrir mig neinu, eða ef þú ert hræddur við ást okkar, eins og þú 'hlýtúr að vera, þá býst ég við, að það sé rétt hjá þér, að við látum þessu lokið. Viltu ekki fara sem fljótast burt héð- an? — Ó, Paula! Hann greip báð- um höndum um höfuðið. — En 'hvað getur maður gert, ef mað- ur þarf að sýna tveimur konum trúmennsku? Tveim konum, sem báðar eru manni háðar? Hann þagnaði og horfði á hana, næst- um með hryllingi. Hún var farin að hlæja. Hún hallaði sér aftur, greip báðum 'höndum um stólbríkurnar og ’hló og hló. Það voru þessi orð hans um konu, sem væru mann- inum háð. Þarna var sagan að endurtaka sig. Fyrst móðirin og síðan dóttirin urðu að láta í litla pokann, vegna þess að önn- ur kona þarfnaðist verndar mannsins — Hvað gengur að þér? spurði hann 'hvasst. —Ó, þetta er svo hlægilegt, Davíð. — Svo fráununalega hlægilegt En ég get ekki sagt þér brandarann, því að þú mund ir aldrei skilja hann. Hann virtist særður og móðg- aður. — Ef þú ætlar að taka þessu svona, Paula. Ég vissi ekki .... að ég væri að gera mig hlægi- legan. Eín hún greip aðeins andann á lofti milli hláturhviðanna: — Æ, góði, farðu, og það sem allra fyrst! Henni fannst hún ek-ki þola að horfa á hann lengur. Og á þessari stundu fannst henni hún ekki mundi þola að líta hann augum, það sem eftir vséri æv- innar. Hún vildi bara, að hann færi, frá augum hennar og fyrir fullt og allt. Hann gekk til dyr- anna, en sneri þá við aftur. — En kvöldverðurinn? sagði hann vesældarlega, — ætluðum við ekk’ að fara út að borða kvöldverð? Ég er búinn að panla hann, eins og þú veizt. Hún hætti snögglega að 'hlæja. — Það stendur sjálfsagt á miklu, Davíð, en einhvernveg- inn finnst mér ekki mig langa neitt í þennan kvöldverð i kvöld. En þú skalt fá þér hann eftir sem áður. Þú villt hvort sem er halda þig að öllum sett- um reglum. Og þar undir heyrir að borða kvöldverð, sem búið er að panta. Hún rak upp gleði- vana hlátur. Hann ieit á hana, eins og virðuleik- hans hefði verið móðg aður. — Ef þú vilt endilega halda þér fast að þessu, Paula, skal ég fara. En ég var að vona, að við gætum verið vinir. — Hún hristi nöfuðið. — Nei, þakka þéi' fyrir Davíð. — Gott og vel. Hann var með 'höndina á hurðarhúninum. — Mér þykir fyrir þessu, Paula. Ef þú kærir þig um að hringja til mín eiríhverntíma, skal það allt- af verða mér ánægja að bjóða þér út í hádegisverð. Hann gekk út og hataði sjálf- an sig, og leið næstum eins illa og henni Hann vonaði, að hann yrði skárri í fyrramálið. Og 'kannski var það eins gott, að þessi sætbeizka senna var af- staðin. Hann gat ekki trúað þvi að hann 'hefði sært hana neitt verulega. Hún hefði ekki farið að hlæja, hefði svo verið. Ekki hafði Mavis hlegið, heldur hafði hún grátið og grátbeðið hann. Kannski var Paula þessi létt- iynda, skapharða nútímastúlka, sem Mavis hafði gefið í skyn. Allt þetta var hann að segja sjálfum sér á heimleiðinni. Hann virtist meira að segja hafa gleymt kvöldverðinum, sem hann hafði pantað. En hann gat ekki almennilega trúað því, að hún væri eins harðbrjósta og hún hafði gefið til kynna. Hann hafði faðmað hana að sér á gang stéttinni og hún hafði sagt: —. Ég vissi ekki, að þú elskaðir mig Davíð, en ég var að vona, að...... — Æ, fjandinn hafi það allt- saman! sagði hann upphátt og var hann þó ekki vanur að blóta. Og það var rétt svo, að hann gat stillt sig um að snúa bílnum við og fara aftur í íbúðina við Sloane torgið og taka hana í fang sér og segja: — Elsku Paula, hjart- að mitt, ég meinti ekki eitt orð af því sem ég var að segja. En í sama bili og hann ætlaði að snúa við, varð honum hugsað til Mavis, með leiftrið í gráiu aug- unum, náfölvann á andlitinu og spennuna í grönnum líkaman- um. 14. kafli. Eftir að Davíð var farinn út, sat Paula lengi og horfði á lo>k- aða hurðina. Kæmi hann aftuT? Ég þyldi alls ekki, að hann kæmi aftur, hugsaði hún. Og samt vissi hún að hver hennar taug titraði af nýrri von — að hann kæmi aftur og sagði henni, að þetta hefði ekki verið annað en martröð. Hún fór að skjálfa, eins og henni væri kalt, enda þótt þetta væri á hlýju vorkvöldi. Hún lagði höfuðið fram á borð ið og grét ákaft. Hana langaði ekkert til að lifa, því að kvölin af þessum vonbrigðum var þyngri en þolað yrði. Hún mátti ekki hugsa til tómlega morgun- dagsins, og marga tómlega daga eftir það sem hefðu ekkert að færa henni. Hún gekk út úr setustofunni og inn í eld'húsið, til þess að búa sér til te, en langa stund gerði hún ekki annað en horfa á gas- vélina. Marjorie kæmi aldrei heim fyrr en klukkan eitt til tvö og þá yrði því öllu lokið. Það var afskaplega auðvelt og hafði engan sársauka I för með sér. Rétt að leggja kodda inn í ofn- inn og leggja höfuðið á hann. Skrítið að vera að hugsa um þægindi, þegar þannig stóð &. Og hún gat meira að segja kom- ið með dúnsængina sína og legið á henni. Hún vissi vel, að hún ætlaði alls ekki að gera þetta, en ímyndunarafl hennar hafði búið til myndina, eins og það var á sig komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.