Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1967. 11 Vorgeir Ihsen skólastj. í HafnarfirÖi fimmfugur f FAÐMI hárra fjalla og þröngra fjarða Vestfjarðakjálk- ans fæddist þeim hjónum Lovísu Kristjánsdóttur og Ibsen Guð- mundssyni bátaformanni á Suð- ureyri í Súgandafirði myndar- legt sveinbarn fyrir réttum fimm tíu árum. Þessi efnilegi sonur hinna vestfirzku hjóna var eng- inn annar en Þorgeir Ibsen, sem nú er skólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði. Þongeir hefur nú á annan áratug gegnt störfum skólastjóra við barnaskólann við Lækinn við góðan orðstír. Ungur að árum hóf Þorgeir störf við bátaútgerð föður síns á æskustöðvunum. Hefði hann hann vafalaust fljótlega orðið dugandi skipstjóri, eins og hann átti kyn til, ef hann hefði valið sér sjómennsku að ævistarfi. En snernma beindist hugur Þorgeirs til mennta, enda naut hann leiðsagnar landskunnra fræðara, þar sem voru Friðrik Hjartar skólastjóri og séra Halldór Kolbeins, sem um árabil var sóknarprestur að Stað í Súgandafirði. Friðrik Hjartar, hinn valinkunni skóla- maður, var skólastjóri barna- skólans á Suðureyri í meira en tvo áratugi, og naut þorgeir leið sagnar hans öll námsár sín í barnaskóla. Almennar gagnfræða greinar las Þorgeir hjá séra Hall dóri Kol'beins, en af þeim meeta kennimanni fór það orð, að allir sem nytu leiðsagnar hans sem kennara, væru öruggir um góðan árangur í framhaldsnámi. Þorgeir Ibsen hafði þvi hlotið trausta undirstöðuþekkingu, þeg ar hann hóf nám sitt í Kennara- skólanum fyrir rúmlega 30 árum. Sá, er þetta ritar, fékk þá á- nægju að kynnast honum sem bekkjarbróður í þrjú ár auk síð- ari kynna sem skólastjóra und- anfarin 12 ár. í skóla var Þor- geir jafnan glaður og reifur og hrókur alls fagnaðar. Þorgeir hefur jafnan haft mik ið yndi af góðum bókmenntum, bæði bundnu og óbundnu máli. Ævar Kvaran hefur almennt F rainsagnarnámskeið í Reykjavík í maímánuði. Kennt verður: radd- beiting, framburður, framsögn, upplestur á bundnu máli og óbundnu og ræðuflutningur. Upplýsingar í síma 34710. Nýkomið: Rokokko sófasett, vönduð — falleg. PS: Sænsku tinnastól- amir eru komnir. Pantanir óskast sótt- ar. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13 — Sími 13879. Bifreiðaeigendur á Suðurnesjum Stillum ljós bifreiða með fullkomnustu tækjum. Opið virka daga kl. 7.30 til kl. 12 fyrir hádegi og kl. 1 til kl. 7 eftir há- degi, nema laugardaga kl. 9 til kl. 12 fyr- ir hádegi. Félagar F.Í.B. fá afslátt gegn framvísun skírteinis. Bifreiðaverkstæði Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur, Vesturbraut 12 — Sími 1782. Nú ervandinn leystur Verið ávallt með vel greitt hár. Nýkomið mikið úrval af HÁRTOPPUM. Austurstræti 7 — Sími 17201. Þegar á námsárunum gætti þessa áhuga hans mikið, og þótti hann því jafnan sjálfkjörinn í ritnefnd skólablaðis Kennaraskólans. Nám ið í skólanum veittist Þorgeiri mjög létt, og náði hann jafnan góðum árangrL Að loknu.námi í Kennaraskól- anum, hóf Þorgeir þegar kennslu starf í Borgarfirði og tveim ár- um síðar á AkranesL en þar kenndi hann í sex ár, einkum við barnaskólann, en einnig sem stundakennari við framihalds- skóla, bæði gagnfræðaskóla og iðnskóla. Veturinn 1944 — 1945 dvaldist Þorgeir í Bandaríkjunum við framhaldsnám í ensku og upp- eldisfræði við St. Olaf College í Minnesota. Einnig tók hann þar vestra þátt í námskeiði fyrir framihaldsskólakennara við Columbiaháskóla í New Vork. Þorgeir hafði því aflað sér haldgóðrar menntunar og starfs reynslu, er hann varð skólastjóri 1947, fýrst við barna- og mið- skólann í Stykkishólmi og átta árum síðar við Barnaskóla Hafn arfjarðar, sem nú nefnist Lækjar skóli, eftir að barnaskólarniT í Haifnarfirði urðu tveir. Sem toennari og skólastjóri hef ur Þorgeir jafnan notið óskiptrar hylli nemenda sinna og þeirra kennara, er undir hans stjórn hafa starfað. Nemendum sinum hefur hann ekki aðeins verið holiur fræðari, heldur einnig vinur og félagi, sem jafnan var reiðuibúinn að veita þeim góð ráð. Þá hefur Þorgeir ekki síður reynzt kennurum þeim, sean starfað hafa undir hans stjórn, góður félagi og ráðgj-afL Mun þeim öllum bera saman um að réttlátari og umburðarlyndari yfirmann gætu þeir varla kosið sér. Þorgeir Ibsen hefur mikið látið íþróttir og íþróttamál til sin taka. Auk þess sem hann hefur um tíma toennt íþróttir, hefur hann verið formaður íþróttaibandalaga bæði á Akranesi og í HafnarfirðL Ein af uppáhaldsiþróttum Þor- geirs er badminton, sem hann hefur iðkað mikið. Árið 1952 varð hann ásamt fyrri konu sinni, HöLlu Árnadóttur, íslands- meistari í tvenndarkeppni í þess ari íþróttagrein. Einnig hefur Þorgeir tekið mik inn þátt í almennum félagsmál- um, verið í stjórn bókasafna, bæði í Stykkishólmi og Hafnar- firðL auk þess sem hann hefur verið í stjórn málfundafélagsins Magna í Hafnarfirði og fleiri fé- laga. Þorgeir Ibsen er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Halla Árna- dóttir frá Akranesi, og eignuðust þau þrjú börn. Þau Halla slitu samvistum fyrir um fjórtán ár- um. — Núverandi kona Þorgeirs er Ebba Lárusdóttir frá Stykkis hólmi. Eiga þau glæsilegt heim- ili við öldutún í Hafnarfirði og tvö myndarleg börn. Ég sendi Þorgeiri Ibsen skóla-v stjóra beztu hamingjuóskir í til-t efni fimmtugsafmælisins. Megi hann ásamt fjölskyldu sinni njóta gæfu og gengis á ókomnum ævi- árum. Ólafur S. Magnússon. Bíll óskast Óska eftir að kaupa bíl með góðum kjör- um, gæti tekið 1—2 böm til dvalar í sveit til lengri eða skemmri tíma upp í kaupin. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 15. maí, merkt: „Bíll — sveit 2331.“ Opinber stofnun vill ráða skrifstofustúlku helzt frá 1. maí. Laun samkvæmt 11. launaflokki ríkis- starfsmanna. Þær sem áhuga hafa á að kynna sér starfið sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf, merkt: „Ritari 2017“ til afgreiðslu Morgunblaðsins. Svartir búningar nýkomnir UERZLUNIN m Kaupmenn og kaupfélög * Urval Kjóla-, pilsa- og blússuefni fyrirliggjandi. Kr. Þorvaldsson og Co. heildverxlun Grettisgötu 6 — Símar 24730 og 24478.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.