Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 23
MOKCÍUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1967. 23 RÆTT VIÐ FULLTRÚA Á LANDSFUNDI — Hvort ég sé ánægður? — Ég mundi segja hvað snertir dreif'býlið, að augljóst er, að geysilegar framkvæmdir hafa orðið, sem þakka má öðr um þræði stjórnarstefnunni, sem heíur án efa örfað bænd- ur til stórhuga framkvæmda Þess vegna æski ég þess að áframihald verði á þessari stefnu. Kjörtímabilið, sem er að kveðja hefur verið góður tími fyrir bændur, en íull þörf er á að taka stöðu frun- býlinga til endurskoðunar og athuga, hvort ekki verður hagkvæmt frá þjóðhags'.egu sjónarmiði séð, að renna styrkari stoðum undir búskap þeirra í upphafi. ★ Jón Ólafsson í Garði sagði að aflabresturinn á yfirstand- andi vertíð hefði komið mjög illa við íbúa hreppsins í Við hittum að máli Tóm- as Lárusson, bónda í Álfta- gróf 1 Mýrdal, og spyrjum hann um hag bænda í Vestur- Skaftafellssýslu. — Atvinnuhorfur bænda hafa farið batnandi undanfar in ár. Er það helzt að þakka bættum lánskjörum, en þau hafa rýmkazt mjög mikið, og á Stofnlánadeild landbúnaðar ins sinn stóra þátt í því. Áður fyrr var vart mögulegt íyrir bónda að fá lán. — Hins vegar er því ekki að neita, að margt þarf að batna og fyrir V-Skaftfellinga er mjög þýðingarmikið, að samgöngur batni. Allir okkar flutningar fara fram á laadi, en það er dýrt og vegirnir oft slæmir. Er 1 þvi sambandi ákaflega aðkallandi, ef hægt væri að hraða sem mest rann sóknum á hafnarstæði við Dyrhólaey, svo að úr verði skorið, hvort hægt sé að gera höfn í náinni framtíð. Er það mjög mikilsvert fyrir atvinnu möguleika héraðsins, og til þess að þar verði viðundandi búskaparskilyrði er nauðsyn- legt að samgöngur batni v:ð héraðið. - Ég er bjartsýnn á kosn- ingarnar í vor. Ef fólk hugs- ar til þeirra tíma, er við höfð um vinstri stjórn, er hæpið að það kalli yfir sig vinstri menn. Og að fenginni reynslu munu fáir, er muna þá víma kalla slíkt yfir sig aftur. ★ Jón Guðmundsson oddviti á Reykjum í Mosfellssveit sagði, að hagvöxtur sveit- arfélagsins hefði vaxið í samræmi við það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Fólksfjölgun hefði verið um 30% í hreppnum á síðustu fjórum árum og er nú nær 1000 manns. Mikil eftirspum hefur verið eftir lóðum, en því miður lítil úrlausn fyrir aðra en innansveitarmenn. Á síðasta ári voru þó um fjörutíu hús í byggingu í hreppnum. Við höfum hita- veitu, sem fullnægir þéttbýl- inu að mestu enn sem komið er, en skortur er á köldu vatni og munu vatnsveitufram- kvæmdir væntanlega hefjast í sumar. Við í Mosfellssveitinni höf- um við sömu vandamál að stríða og aðrir hreppar á Faxaflóasvæðinu, t. d. varð- andi skólamannvirki og skipu- lagsmál. Stórfelldar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar í þessum málum og næsti áfangi í skólabyggingum er leikfimihús og gagnfræða- skóli. Mosfellshreppur er að láta skipuleggja skólasvæði að Varmá, en þar eru fyrir Garði, en þar eiga flestir af- komu sína undir sjávarafla. Margir bátar eru gerðir út úr Garðinum, sem yfirleitt landa í Keflavík eða Sand- gerði vegna betri hafnarskil- yrða þar. En úr Garði hefur alltaf verið mikil útgerð og þaðan eru komnir ýmsir kunnustu aflamenn þjóðar- innar. Þrjú hraðfrystíhús eru starfrækt í Garði og þar starfa fjölmargar minni fisk- verkunarstöðvar. — Helzta hagsmunamál okkar er að fá malbikaðan veg frá Keflavík til Garðs. Eftir þeim vegi fer meginið af aflanum, sem kemur til vinnslu í okkar fiskverkunar- stöðvum og veltur því á miklu að hann sé góður og greiðfarinn. Fólki fjölgar jafnt og þétt í Garði og þar er mikið byggt af íbúðarhúsum. Helztu framkvæmdir á veg- um hreppsins eru þær, að verið er að byrja á nýrri skólabyggingu, sem vonandi verður hægt að taka til notk- unar í haust. — Annað mikið hagsmuna- mál er sameiginlegt okkur öllum Suðurnesjamönnum, en það er, að vandamál litlu bát- anna verði leyst. Vonumst við fastlega til þess að það verði gert, því að á útgerð þeirra veltur framtíð þessara staða. — Um kosningarnar, sem nú standa fyrir dyrum, vildi ég aðeins segja það, að þær. leggjast vel í mig og við munum gera okkar til þess að frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu hljóti sem mest fylgi. Við misstum mikið í Reykjaneskjördæmi þegar Ólafur Thors féll frá, því að hann átti hug og hjörtu fólksins á þessu svæði. Það var ekki auðvelt að fylla sæti hans, en ég tel að mjög vel hafi til tekizt með val þesss manns, sem kom nýr inn á listann, Péturs Benediktsson- ar. barnaskólinn nýi og sund- laugin ásamt ófullgerðum íþróttavelli. Gott samstarf hefur skapazt á milli skóla- nefnda og ráðamanna sveitar- félaganna þarna efra, Kjalar- ness og Kjósar, um Varmá sem framtíðar íþrótta- og menntasetur þessa héraðs. Ungmennafélagssamtökin á- samt sveitarstjórnum í Kjal- arnesþingi hafa á prjónunum áform um að gera þetta svæði hæft til að þar geti farið fram Landsmót ungmennafélag- Þessi þróttur og framfara- hugur, sem ríkir í héraðinu, er ekki hvað sízt að þakka hinum almenna framfara- og hugsjónaeldi, sem hefur leik- ið um landið á undanförnum árum í menningarlegu og efnahagslegu tilliti. Þetta ber glögg einkenni starfi og póli- tik núverandi stjórnar og mikill vandi hvílir á herðum sveitarstjórnarmanna í þessu héraði að standa þannig í ístaðinu, að hægt verði að halda áfram á þeirri braut, sem nú er mörkuð. — Eitt atriði langar mig til að taka fram að lokum: Svo sem kunnugt er liggur Vest- urlandsvegur um þéttbýli Mosfellshrepps, sem tengilið- ur við þrjá landsfjórðunga og að hluta að þeim fjórða. Að degi til fer á köflum bill um veginn aðra hverja mínútu. Er mikið vandamál að hafa þennan fjölfarna veg í mesta þéttbýlinu. Gagnfræðaskóli héraðsins stendur í vegkant- inum og er stundum allt að því ómögulegt að stunda þar kennslu vegna hávaða. Hlýt- ur það þessvegna að verða Þá tel ég, að fjölbrev*tara atvinnulíf sé einnig nauðsyn- legt. Það hefur verið _>f ein- hliða — hefuir byggzt of nr ik- ið á sjósókn. — Um samgöngumál vil ég segja að Fokkervél Flug- félagsins hefur gjörbreytt flugsamgöngum við Vestfirði. Hefur hún reynzt mj.ög vei. — Um félag ungra Sjálf- stæðismanna? — Það er nú ýmsum erfiðleikum bind.ð að halda uppi starfsemi, þar eð á ísafirði eru mjög mörg félög starfandi, t.d. íþróttn- félög o.fl. Því er oft erfi'.t um pólitísk félög, en að sjálf- sögðu fer það eftir forustu- mönnunum hverju sinni hvernig gengur. Við höfum tekið þátt í ýmsu skemmtana lífi sem er betra en oft áður á ísafirði um þessar mundir. — Um komandi kosningar? — Ég held að vígstaða Sjálf- stæðisf’okksins sé góð, því að bæði Vestfjarðaáætlunin og gerðir ríkisstjórnarinnar hafa borið góðan áTangur. Sé hald ið rétt á málum megum við vel við una, og ekki er unnt að kenna ráðherrum um of verðbólguna. Ég lít björtum augum á kosningarnar. naglaverksmiðju í fyrra. Það hefur gengið hægt og seiut, en hvað kann að verða, veit maður ekki. Ef hún kemst nokkru lengra, gæti hún gef- ið nokkuð góða raun. Við úti á landsbyggðinni hugsum nefnilega ek-ki svo mikið um að græða;’ okkur er nóg, ef fyrirtækið veltur sæmilega. — Við höfum lifað við árbatnandi skilyrði, en þá koma auknar kröfur. Þær eru of miklar og stórhæpið, að þjóðin geti borið þessar kröf- ux sem settar eru fram. En við eigum að berjast fyrir því, að haldið verði áfram á braut frjálsræðis. - Ég er svolítið svartsýnn á kosningarnar. Það er eins og los á mannskapnum. Ekki svo að skilja að það valdi neinum sérstökum straum- hvörfum, en það getur brengl azt. Séra Eggert Ólafsson á Kvennabrekku í Dölum, er einn fulltrúa á Landsfundín- um. Hann segir: — Brýnasta hagsmunamál byggðarlagsins er tvímæla- laust betri samgöngur og áfram'haldandi aukning raf- væðingar. Ratfvæðingu hefur miðað vel áfram hin síðari ár, og er nú svo komáð, að meirihluti býlanna er orð'.an rafvæddur. Segja má að aðal- framíarirnar í þessum málum hafi orðið síðustu fjögur til fimm árin. Þorvaldur Þorláksson er einn fulltrúa Húnvetninga á Landsfundinum. Hann rekur iðnað á Blönduósi og við spjöllum við hann um at- vinnuástand þar. — Sannleikurinn er sá, að við höfum gert of mikið að því að byggja yfir okkur, enda er vel hýst á Blönduósi. En annað gleymdist; að koma á fót atvinnutækjum. Þeita krafa okkar að þessi veg'ur verði fjarlægður úr þéttbýli hreppsins og honum komið á þann stað, sem þegar er sam- þykktur og hann gerður til frambúðar úr varanlegu efni. Þetta hlýtur að vera hags- munamál þeirra landshluta, sem eru tengdir höfuðborg- inni með þessum vegi. Garðar S. Einarsson er for- maður Verzlunarmannafélags ísafjarðar og framámaður í Félagi ungra Sjálfstæðis- manna þar. Við spyrjum hann um brýnasta hagsmunamái ísfirðinga í dag, og hann svar ar: — Ég get ekki sagt, að eitt hagsmunamál sé öðru brýnna. Margir 'hafa talið bættar sam- göngur hortfa til bóta og ei'.t er víst, að þær færa byggðlrn ar saman. Vesfcurleið er fær svo lítinn ’hluta ársi’is, - ð það má telja það nauðsynlegt, að einhver bót komi þir á. var í lagi meðan við vorum að byggja yfir okkur, en það dugar ekki lengur. Ég er bú- inn að reka íyrirtæki í 25 ár, vélsmiðjuna Víði, og það hef- ur aldrei verið eins litið að gera, og nú orðið verð ég að sækja alla mína atvinnu að. — Jú, ég fór af stað með Þá er annað brýnt áhuga- mál — bygging sláturhúss í Búðardal. Þar hefur verið gamalt sláturhús — barn síns tíma, en hið, nýja verður stórt og myndarlegt fullgilt til að vinna kjöt til úttflutnings. Fyrir nokkru var byggð mjólkurstöð í Búðardal af Mjólkursamsölunni í Reykja- vík og markaði hún tíma- mót í afkomu bænda. — Jú, búskaparhættir (hafa tvímælalaust batnað hin síð- ari ár. Kemur það til atf því, að afurðaverð hefur hækkað, og bændur hafa fengið hærri hundraðshluta. Þá hafa og verið sköpuð betri skilyrði til mjólkurframleiðslu. Ég myndi segja, að þetta hefði gert meira en hafa upp á móti auknum reksturskostn- aði. Þessu má þakka auknu fjármagni, sem veitt hefur verið til ræktunarfram- kvæmda, sem eru í rauninni grundvöllur alls landbúnaðar. Sumir töldu að ræktun hafi verið nægileg, þegar náð var 16 'hektara markinu, en nú er hámark til hærri ræktunar- stjrrks 25 hektarar. Þetta at- riði hefur ýtt undir menn til þess að leggja út í fram- kvæmdir, sem að vísu valda skuldasöfnun, en skapa verð mæti engu að síður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.