Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 3
JVllU V iJVU JJA(_i U K Z^. APlKILi 19t>7. 3 Því miöur áttum við engan Adenauer — sagði kínverskur stúdent við greftrun hans í gær — Lýsing íslenzks námsmanns i Koln a uttormm MBL. átti í gær símtal við Pétur Björn Pétursson, sem stundar nám í Köln, en hann fylgdist með útför Adenauers. Gífurlegur mannfjöldi hafði safnast saman utan við kirkjuna og gerði það honum erfið- ara um vik. Frásögn hans fer hér á eftir: „Hinn 9. þ.m. fór glað- vær hópur íslendinga og Þjóðverja í boði I»ýzk-ís- Ienzka félagsins hér í Köln um suður Rínardalinn. Er við ókum framhjá þorpinu Rhöndorf hafði sonur dr. Konrads Adenauers, dr. Max Adenauer, en hann var ieiðsögumaður okkar, orð á því að þar væri heimaþorp föður síns. Skömmu seinna steig þessi hópur um borð í skemmti- ferðaskipið Deutschland og var siglt eftir Rín. Hver hefði þá trúað því að í dag, — hálfum mánuði seinna myndi dr. Max Adenauer stíga um borð í sama skip — nú til fylgdar föður sín- um í hinzta sinn. Hér í Köln fæddist dr. Kon rad Adenauer 1. janúar fyrir 91 ári, og hér var hann jarð- settur í dag. I fyrrakvöld var kistan flutt frá Bonn í Dóm- kirkjuna í Köln, en hún hafði legið frammi í Kanzlarahöll- inni, og þar höfðu u.þ.b. 150 þúsund manns kvatt Adenau- er í síðasta sinn. Snemma morguninn eftir komu þeir fyrstu af yfir 200 þúsund Kölnarbúum, sem gengu fram hjá kistunni í virðingarskyni við hinn látna. Lyndon B. Johnson, Banda- rikjaforseti, var fyrstur er- lendra þjóðarleiðtoga, sem komu til Þýzkalands í tilefni af útför Adenauers. Flestir komu þeir í gær, og þar á meðal sá ég í sjónvarpinu, er Bjarni Benediktsson, Wilson og margÍT fleiri lentu á flug- velli þeim, sem er milli Köln- ar og Bonn. Einna síðast kom franska sendinefndin með De Gaulle í fararbroddi, en hún kom i morgun. Margir þjóðarleiðtoganna munu nota taekifærið og ræða alþjóðleg vandamál. Ben Gurion, fyrrv. forsætisráð- herra fsraels er þó ekki í þeirra hópi. Hann sagði við komu sina, að hann væri ein- göngu kominn til að votta vini sínum virðingu sína. Klukkan tvö í dag hófst svo kirkjuathöfnin í dómkirkj- unni í Köln. Hana sátu um 5 þúsund manns, þar af um 2 þús. erlendir og innlendir heiðursgestir. Fyrir utan kirkjuna stóðu tugir, ef ekki hundruð þúsunda þögulla syrgjenda. Alls staðar var ein kennisklædda lögreglumenn að sjá og óeinkennisklæddir verðir laganna dreifðu sér meðal fólksins, og á húsþökin, erlendu gestunum til verndar. Innan kaldra steinveggja kirkjunnar las Josef Frings, kardínáli, yfir hinum látna. Hann fór mjög lofsairlegum orðum um háttvísi Adenauers og tilraunir hans til að bæta sambúð ísraels og Þjóðverja. Kistan var á upphækkuðum palli fyrir framan altarið, hulin þýzka fánanum. Við hvora hlið hennar stóðu fjór- ir yfirmenn úr hernum heið- ursvörð. Fyrir framan og við hlið kistunnar voru púðar með orðum Adenauers, 49 tals ins. Beint fyrir framan kist- una var geysistór blómakrans Adenauer var borinn fram hjá til greftrunar. (AF-símamynd) með hvítum borða, sem á stóð: Uniserem Vater eða: Til föð- ur okkar. Bak við kistuna voru svo kerta- og blóma- skreytingar. Fremst í kirkj- unni sátu, — öðrum megin nánustu ættingjar Adenauers, en hinu megin sátu m.a. hlið við hlið Johnson og De Gaulle. Að kirkjuathöfninni lokinni bar heiðurssveit úr hernum kistuna út. Síðan var henni ekið niður að Rín og gestirnir komu á eftir. Við Rín var kist an látin um borð í bátinn „Condor“, en gestirnir gengu um borð í skemmtiferðaskip- ið „Deutschland. Með þýzk, brezk, hollenzk og frönsk skip í heiðursfylgd drundi fyrsta af 91 fallbyssuskoti, sem skotið var Adenauer til beiðurs. 23 skotum var hleypt af hér í Köln, en 68 er báta- fylkingin sigldi framhjá höf- uðborginni, Bonn. Tíu mínút- hinni frægu Kölnar-dómkirkju ur yfir fjögur flugu svo 16 orustuþotur af gerðinni Star- fighter yfir skipinu. Kl. 17.15 var Adenauer svo jarðsettur í Rhöndorf — í þorpinu þar sem hann ræktaði blóm á Hitlerstímabilinu. Við þá at- höfn voru einungis viðstaddir nánustu ættingjar og vinir. Að lokum vildi ég svo minnast á kínverskan stúdent, sem kom alla leið frá Berlín til að vera viðstaddur athöfn- ina hér í Köln. Er hann var spurður hvers vegna hann væri kominn alla þessa leið, svaraði hann: — Eg veit það eiginlega ekki. Það var ein- hver ólýsanleg innri tilfinn- ing sem réði því. Þegar hann var á lífi, hugsaði maður ekki svo mikið um hann. Eftir stríðið áttum við við sömu erfiðleika að setja og Þjóð- verjar, en því miður áttum við engan Adenauer. - ADENAUER Framhald af bls. 1. hann á 9Ínar herðar þyngstu byrðar, sem nokkur vestur-þýzk ur stjórnmólamaður hefur axlað. Þegar hann fór frá embættinu fjórtán árum síðar var Þýzka- land á ný orðið virtur aðili að samstarfi frjálsra þjóða. Það ber okkur fyj-st og fremst að þakka honum. Kiesinger kvaðst einni'g vona að Þjóðverjar yrðu þess umkomnir að leiða til lykta mesta baráttumál Adenauers, þ.e.a.s. sameiningu þýzku ríkj- anna. „Hann náði aldrei tak- marki sínu-, hvorki að því er varðaði Þýzkaland né Evrópu — við verðum að halda bar- áttunni áfram“, sagði Kiesing- er. Mikill hátíðablær var yfir þingsalnum meðan á minningar- athöfninni stóð. Salurinn var fag urlega skreyttur og hvert sæti skipað utan stóll Adenauers, sem stóð auður. Forsetarnir þrír, Johnson, de Gaulle og Liibke gengu síðastir í salinn og sett- ust hlið við hlið — Liibke milli hinna bveggja. Grafarþögn var yfir mann- fjöldanum úti fyrir og átta þús- und lögreglumenn sáu um að halda reglu og beina umferð frá þinghúsinu. Þegar Kiesinger hafði lokið ræðu sinni, lék strengjasveit þjóðlsöng Þýzkalands, „Deutsch- land, Deutschland, uber alles“.“ Framan af sátu allir viðstaddir, en eftir nokkra hljóma reis Liibke forseti á fætur, hilkandi — og settist aftur — en þé um leið stóðu nokkrir gestir upp og um það bil, er söngurinn var hálfnaður, voru allir staðnir á fætur. Þegar gengið var úr þingsaln- um kinkaði Johnson kolli til ætt- ingja Adenauers, en de Gaulle nam staðar og heilsaði þeim. Fréttamaður AP, sem fylgdist með athöfninni í þinghúsinu seg- ir, að athyglisvert hafi verið að ihuga andlit viðstaddra, eink- um hafi sér orðið starsýnt á andlit de Gaulles, — „sem venjulega virðist svo fjarlægur og ópersónulegur, en virtist nú allt að því hrærður, þar sem hann sat teinréttur og horfði beint fram fyrir sig. Það hvarfl- aði að mér að honurn yrði hugs- að um sín eigin endalok", segir fréttamaðurinn og minnir á, að de Gaulle hefur nú á nokkrum árum verið við jarðarfarir þriggja merkra þjóðaleiðtoga, Johns F. Kennedys, Winstons Churchills og nú Konrads Aden- auers. Við hlið de Gaulle sat Lúbke og laut höfði. • Hádegisverðir í höll forseta. Að athöfninni í þinginu lok- inni var farið með þjóðhöfð- ingja og forsætisráðherra til hins opinbera embættisbústaðar Lu- bkes forseta, þar sem framreidd- ar voru veitingar, áðúr én haldið var til Kölnar. Frá for- setabústaðnum er fagurt útsýni yfir Rínarfljó't og voru teknar myndir af gestunum. Lúbke fékk þá de Gaulle og Johnson til að stilla sér upp — hvorn til sinn- ar handar — tók undir hand- leggi þeirra og lét þá takast í hendur. Snætt var við tvö 50 manna borð og stjórnaði Lúbke, fior- seti snæðingi við annað, þar sem de Gaulle og Kiesinger sátu, en við hitt borðið stjórnaði for- setafrúin og voru þar mestir virðingarmenn þeir Johnson og Wil9on. Að máltíð lokinni rædduist þeir Johnson og de Gaulle við í tiu mínútur með aðstoð túlks, og sögðu fylgdarmenn þeirra, að þeir hefðu verið elskulegir hvor við annan og látið i Ijós vonir um að hittast aftur, áður en langt um liði. Þá ræddust þeir de Gaulle og Wilson við í nærfellt hálfa klukkustund, en ekki er vitað, hvað þeim fór á milli, Wilson hefur átt marga fundi með er- lendu gestunum, sem komu til að vera við útförina —“ eins marga og hann hefur frekast getað“, segir AP og mest rætt um hugsanlega aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. Hinsveg- ar höfðu Frakkar látið í ljós fyrirfram, að þeir hefðu ekki áhuga á neinum alvarlegum um- ræðum við þetta tækifæri. Um hádegisbilið var komið til Kölnar, þar sem tivö þúsund gest ir sótu sálumessu í hinni fornu og mikilfenglegu dómkirkju. Þar hafði lík hins látna staðið uppi um hríð og um 250.000 manns gengið þar fram hjá til að votta hinum látna virðingu. Messuna í dómkkkjunni sungu þrjátfu prestar — fimmtán ka- þólskir, fimmtán lútherskir — undir forystu hins áttræða vin- ar Adenauers, Josephs Frings, kardinála. Fyrstir fyrirmanna komu til kirkjunnar þeir Johnson og de Gaulle og settust hlið við hlið á fremsta bekk. Síðan foirsætis- ráðherrarnir hver af öðrum, Wil son frá Bretlaiidi, Aldö Moro frá Ítalíu, ásamt A Mintore Fan- fani, utanrikisráðherra, og Jens Otto Krag frá Danmörku, o.s. frv. Þá utanríkisráðherrarnir Abba Eban frá fsrael, — f fylgd með honum var Ben Gurion, fyrrum forsætisráð'herra fsraels, — og utanríkisráðherrar Suður- Afriku, Túnis, o.s.frv. Að lokinni athöfninni í kirkj- unni fylgdu kirkjugestir lík- börunum u.þ.b. 800 metra leið niður að höfn, þar sem vél- skip hersins „Condor" beið. Á meðan var kirkjuklukkum hringt og þegar skipið lagði úr höfn og sigldi upp ána, i fylgd skipa frá Frakklandi, Bretlandi og Hol- landi, var skotið 91 fallbyssu- skoti og deild v-þýzkra Star- fighter þota flaug lágt yfir fljót- inu. Kista hins látna var sett á land í Rhöndorf og þaðan fylgdust ættingjar og vinir með því, er hún var látin síga hægt í gröf í litla kirkjugarðinum í Rhön- dorf. Útvarpað var frá útförinni og sjónvarpað til ellefu landa, þar á meðal Bandarikjanna og Jap- ans. STAKSTEIMAR SÍS allt í ræðu þeirri, sem Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknar- flokksins, flutti á flokksþingi hans í marz si. viðhafði hann m.a. þessi ummæli: „Það «r mikið talað um gengisskránlngu um þessar mundir. Ég skal ekki fullyrða, hvort núveranðl ríkisstjórn er nú búin að grafa svo rækilega undan verðgildi islenzkrar krónu, að óhjákvæmi legt verði að breyta skráningu hennar til samræmis við það eða hvort hægt er að fyrir- byggja slíkt. Þetta er tæpast hægt að fuUyrða um fyrr en búið er að skyggnast betur um í rústum viðreisnarinnar, en þeir hafa tækifæri tál, sem í stjórnarandstöðunni eru.“ Þarna tala hagsmunir SfS I gegnum formann Framsóknar- flokksins. Eins og Mbl. benti á í forustugrein í gær, miðast all- ur áróður Framsóknarmanna og sérstaklega Eysteins Jónssonar, við að draga upp ótrúlega svarta mynd af efnahagsástandinu. Á sama hátt hefur Framsóknar- flokkurinn barizt af heift gegn öilum aðgerðum rikisstjórnar- til þess að hefta verðbólguna. Hvers vegna? Vegna þess, að hagsmunir SÍS krefjast verð- bólgu og gengisfellingar. Um- mæli Eysteins í ræðu hans á flokksþinginu staðfesta þá skoð- un, sem sett var fram í MbL í gær, að Framsóknarmenn skirrist nú ekki við að setja hagsmuni SÍS ofar þjóðarhag. Leysir engan vanda f ræðu þeirri er Magnús Jóns- son fjármálaráðherra, flutti á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sagði hann m.a.: „Eins og ástatt er í efnahagsmálum þjóðarinn- ar nú, er gengisbreyting engip lausn, þvi að hún leysir ekkl misræmið í gjaldþoli hinna ein- stöku framleiðslugreina. Niður- greiðslur og verðuppbætur ero hjálpartæki til þess að jafna metin á þessu sviði.“ Og fjár- málaráðherra sagði ennfremur: Ríkisstjórnin stefnir ekki að gen islækkun. Verðstöðvunin er skyn samlegt og nauðsynlegt úrræði, sem vitanlega getur ekki staðið til frambúðar I þessu formi. þess annars vegar að leita sam- Næstu mánuðina þarf að nota til komulags um nauðsynlegt verð- komulags ríkisstjórnar og aðila jöfnunarkerfi og hins vegar sam vinnumarkaðarins um skipan kjara- og verðlagsmála á þann veg að framleiðslan geti þróast með eðlilegum hætti.“ Af þessum ummælum fjár- málaráðherra er Ijóst, að það eru einungis Eysteinn Jónsson og SfS-herrarnir, sem tala nm gengislækkun. f huga Fram- sóknarforkólfanna, skiptir þjóð- arhagur engu máli, þegar SÍS er annars vegar og SÍS heimtar nú verðbólgu og gengislækkun til þess að losna úr þeim vand- ræðum, sem það er í komið vegna fylgispektar við hagsmuni Framsóknar. „Menningartengsl44 við Albaníu FuIItrúi Maos á fslandi eyðlr tima sinum ekki til einskis. Að hætti Maos hefur hann fram- kvæmt sína eigin „menningar- byltingu" og nú hefur hann skjót handtök til þess að styrkja stöðu sína. f blaði sínn í gær upplýsir hann, að stofnað hafi verið félag til þess að halda uppi ,menningartengslum“ við Albaníu. Standa að þvi nokkrir svæsnustu kommúnistarnir i kommúnistaflokknum. Þeir, sem baða sig i náðarsól Maós njóta cinnig velþóknunar Magnúsar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.