Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1907. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: f lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. AFDRÁ TTARLA US STUÐNINGUR VIÐ HUGÐAREFNI ÆSKUNNAR Ctjórnmálayfirlýsing 17. Landsfundar Sjálfstæðis flokksins er framar öllu öðru ótvíræð og afdráttarlaus rikuldfbinding um stuðning við helztu hagsmunamál unga fólksins í landínu og heit um að einbeita kröftum og áhrif- um stærsta stjórnmálaflofcks landsins að því marid að skapa framtíðarþjóðfélag á íslandd, 9em fullnægi þörfum, vonum og óskum ungrar og uppvaxandi kynslóðar. í stjórnmálayfiríýsingunni segir: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú sem fyrr leggja sér- staka áherzlu á hugðarefni unga fólksins og aðild æsk- unnar að stjóm landsins. Því er hann eindregið fylgjandi því, að kosningaaldur sé færð ur niður í 20 ár. Almanna- valdið styðji í auknum mæli starfsemi þeirra félagssam- taka, sem vinna að uppeldi hraustrar og tápmikiilar æsku, svo sem Iþrótta-, skáta- og ungmennafélaga, bindindisihreyfingarinnar og kristilegra æskulýðsfélaga .. Haldið verði áfram að bæta námsaðstöðu í landinu og ráð stafanir í þá átt undirbúnar með skólarannsóknum og á- ætlanagerðum .... Brýna nauðsyn ber til að auka fræðslu í dkólum landsins varðandi höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar og í undirstöðu- atriðum fólags- og þjóðmeg- unarfræði .... Haldið verði áfram að bæta aðstöðu Há- ^kóla íslands og félagsstofn- un stúdenta komið á fót .... Raunhæfar rannsóknir verði gerðar á því, hvemig lækka megi byggingarkostnað, m.a. með hagnýtum tækninýjung- um, bættu skipulagi á sviði byggingariðnaðar og öfiugu ]ánsfjárkerfi“. Frá því að vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum í des- ember 1958 hafa um 30 þús- und nýir kjósendur fengið kosningarétt. Stór hópur þessa unga fóiks man ekki þá hörmungardaga, þegar höft eg skömmtun, ofstjórn og hið alsjáandi ríkisvald rífcti. Á sínum mestu þroskaárum hefur þetta unga fólk þvert á móti kynnzt frjálsu þjóðfé- lagi, sem býður upp á Hfskjör eins og þau þekkjast bezt í öðrum löndum og sambæri- leg lifsins gæði við þau sem aðrar og ríkari þjóðir búa við. Engin á meira í húfi að á- fram verði haldið þeirri stefnu, sem upp var tekin 1960 og þegar hefur veitt þjóðinni mesta framfaratíma bil í sögu hennar en einmitt unga kynslóðin. Engin á meira á hættu en hún, ef horfið verður á ný ti'l þeirra afturhalds-stjórnarhátta, sem ríktu á vinstri stjórnartdman- um. Þess vegna ríður á miklu, að unga fólfcið, hinir nýju kjósendur, kynni sér hleypi- dómalaust stjórnarfar vinstri stjómarinnar og verk við- reisnarinnar. Ef það gerir það, þarf Sjálfstæðisflokkur- inn ekki að kvíða dómi æskunnar. — Sjálifstæðis- flokkurinn hefur jafnan sýnt ungu kynslóðinni mikinn trúnað og hann hefur í þess stað hlotið stuðning hennar í ríkari mæli en nökkur ann- ar stjórnmálaflokkur. Svo mun enn verða. TVÖFÖLDUN SJÚKRARÚMA í FÆÐINGARDEILD ¥ ræðu þeirri er Jóhann 1 Hafstein, heilbrigðismó'la ráðherra, flutti á 17. Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins ræddá hann m.a. skipulag Landsspítalalóðarinnar og sagði: „í þeirri skipulags- og framkvæmdaáætlun á Land- spítalalóðinni, sem ég minnt- ist á, eru meginatriði ákvarð- anir um skipulag sjálfrar lóð- arinnar, hvernig og hversu mifcið sé hægt að byggja inn- an marka hennar og í því sambandi, hvernig háttað verði samstarfi og framtíðar- Skipulagi spitaians og lækna- deildar Háskólans. Heildar- skipulaginu er í aðalatriðum ætlað að rúma sjúkradeildir með um 350 rúmum til við- bótar þeim 300 rúmum auk 90 rúma, sem eru í deildum, sem verið er að byggja, þ.e. alis yrðu þá í Landspítalanum um 750 sjúkrarúm. Þar í fælist tvöföldun fæðingardeildar- innar úr 60 rúmum í 120 rúm auk kvensjúkdómadeildar. Ennfremur fyrirhuguð geð- deild um 75 rúm. En hvort- tveggja þetta er hið bráðasta aðkallandi. Ef til vill er svo aðkallandi Fra emviginu. Rene Ribiere, þingmaður gaullista, er vinstra megin á myndinni en Gaston Deferre, borgarstjóri í Marseilla, hægri megin. Einvígisvottur var Jean de Lipowski og snýr .Þessi ósköp eru manninum meðfædd' baki að ljósmyndara. París, 22. apríl — NTB Á FÖSTUDAG fór fram í garði í Neuilly utan við Parísarborg og með stakri leynd einvígi tveggja há- æruverðugra þingmanna, sem útkljáðu á þennan florna — og löngu harð- bannaða — hátt illdeilur sínar er hófust með orða- skaki á þingfundi á fimmtudag. Þingmennirnir tveir er ein- vígið háðu voru Gaston Deferre, borgarstjóri í Mar- seille, úr flokki sósíal'ista, og gaullistinn Rene Ribiere. Fór Deferre með sigur af hólmi eftir fjögurra mínútna við- ureign en Ribiere særðist lítillega á hægri handlegg. Deferre neitaði að taka I hönd andstæðingi sínum að einvígimu Xoknu og sagði: „„Einvígi eru hlægileg, grótesk og gamaldags — en ef ég neyðist til að slást, þá slæst ég.“ Stakk hann and- stæðing sinn tvisvar í hand- legginn en Ribiere sagði sár- in skeinur einar. Þó kvað hann auðsætt, að Deferre hefði háð einvígi áður og sagðist sjálfur myndu fara í tíma í skylmingum til þess að vera við öllu búiinn síðar meir. Allt um það sagði hann, að með tiliiti til þess að þetta væri í fyrsta skipti sem hann meðhöndiaði slík vopn gæti hann ekki annað en Iátið vel af viðureigninni og frammi- stöðu sjálfs sín. Upphaf einvígis þessa var eins og áður sagði að þing- mönnum lenti saman á þing- fundi á fimmtudag. Reiddist Deferre þá Ribiere svo að hann hrópaði upp yfir sig og benti á andstæðimg sinn: „Fá- ið þennan bölvaðan beinasna til að halda kjafti.“ Ribiere brást illur við og bað Def- erre taka aftur orð sín en Deferre kvaðst það aldrei skyldi gena. Skoraði þó Ri- biere á móðgunarmann sinn í einvígi og bað hann velja vopnin, og varð Deferre við þeim tilmælum. Aðspurður eftir einvígið, hvort hann vildi ekki þá taka orð sín aft- ur, svaraði Deferre af bragði og kvað þvert nei við. „Mað- urinn er bölvaður beinasni — þessi ósköp eru honum með- fædd“, sagði hann. Lítill trúnaöur lagður á játningu Castillos þörfin fyrir stækkun fæðing- ardeildar með kvensjúkdóma deild, að til mála kæmi sam- hliða innlendri fjáröflun að grípa til sérstakrar eriendrar lántöku til að flýta aðgerð- um“. Af þessum ummælum heil- brigðismálaráðherra er ljóst, að fullur skilningur er innan ríkisstjórnarinnar á nauðsyn þess að tvöfalda sjúkrarúma- fjölda fæðingardeildarinnar, auk kvensjú'kdómadeildar. ÖNGÞVEITI í RÖÐ- UMKOMMÚNISTA /kngþveitið innan komm- ^ únistaflokksins er nú að verða algjört. Samfylikingar- samtök þeirra, Alþýðubanda- lagið eru nú í raun klofin og þaðan má vænta mikilla tíð- inda innan sikamms. Nú hafa landssamtök ung- kommúnista, Æskulýðsfylk- ingin, ákveðið að styðja ekki. framboðslista kommúnista í Reykjavík, en á fundi í fram- kvæmdanefnd þessara sam- Dalias, 23. apríl, AP. TALSMAÐUR Dallas-lögregl unnar sagði í dag, að engar skýrslur væru til í fórum lög- reglunnar um Luis Castillo, sem játaði í Manilla fyrir fá- einum dögum, að hann hefði tekið þátt í samsæri um að myrða Kennedy forseta haust ið 1963. Alríkislögreglan, FBI, hefur hins vegar skýrsl- ur urn feril Castillos í Chi- taka var samþykkt fyrir skömmu að lýsa yfir hlutleysi gagnvart listanum í Reykja- vík og felst að sjálfsögðu í slíkri samþykkt yfirlýsing um, að þessi samtök muni ekki veita honum jákvæðan stuðning. cago, en þar var hann hand- tekinn nokkrum sinnum fyr- ir þjófnað og gripdeidir. Á Filippseyjum er sagt, að Cast- illo sé leiguþý kommúnista á Kúbu. , Castillo er frá Puerto Rico og komst til Filippseyja fyrir nokkr um mánuðum undir fölsku nafni. Er hann var handtekinn í Manilla á föstudag tjáði hann lögreglunni, að hann hefði ásamt 15 öðrum lagt á ráðin um að myrða Kennedy forseta, en myndi lítið sem ekkert frá hin- um örlagaríku dögum í Dallas, þar eð hann hefði verið undir áhrifum eiturlyfja, sem honum voru gefin. f Washington og Man illa eru látnar uppi miklar efa- semdir um að Castillo hafði nokkuð verið við morðið riðinn og sagt ósannað að hann hafi nokkurn tíma komið til Dalias.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.