Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1968 Tímaspurning, hvenær vetrar- síldin flytur sig til Noröur-Noregs — segir Finn Devold, en Jakob Jakobsson er ekki á sama máli „ÞAÐ er ekki nema nokkuiTa ára tímaspursmál, hvenær síldin tekur sér vetrarsetu við strendur Norðutr-Nareigs í stað íslands“, er haft eftir Finn Devold, forstöðumanni Haf- rannsóknarstöðvarinnair i Bergen, í blaðinu Lofotposten fyriir skörrumu. „Ástandið nú er nokkuim veginn það sama og árið 1966, en við vitum, að þá blandað- ist síldin við Svalbarða siid- inni, seim hrygndi við Lofoten og síðan gekk ölil síldin á vetr arstöðvar austur af íslandi. Hvort þetta sama verður uppi Finn Devold. á teningnnm í haiust vitum við ekki enruþá. veiðar, því nú er síldin 700— En svo virðist sem ísland 800 sjómíliur frá íslandi, en hafi misst landfræðileigt frum- ekki nama um 300 míliur und- kvæði sitt í sambandi við síld an ströndum Norður-Noregs. Norsku sniurpubátamiir standa því betur að vígi í síldveið- uniuim nú, en bæði íslenzku skipin og þau rússnesfcu“. Morgunblaðið hatfði sam- band við Jakob Jakobsson, fiskifræðing, og spurði um á- iit hans á þessu miáli. Jakob sagði: „Ef rétt er aftir Finn De- vold haft stangast það náttúr- lega alveg á við það, sem við vonum Ég hef ekki séð þetta viðtail sjálfur, en sennilegast þykiir mér, að hér sé uim ein- hvem misskilninig að ræða. Ef ég á að segja eitthvað um málið, þá tel ég hiklaust, að síldin við Svalbarða eigi eft- iir að ganga á venjiuilegar vetr- arstöðvar austur af ísiandi. Hitt er óaoimdeilanieg stað- reynd, að ísland hetfur tapað sinni lndtfræðilegu söðiu um sinn í sumarsíidveiðuniuim og eftir því verðium við viitan- lega að haga oktour". NÝ STJÓRN í BRAZZAVILLE Massamba Debat kom til móts við vinstri arm hersins ettir byltingu gegn honum á laugardag Brazzaville, Kongó, 6. ágúst, NTB — AP. FORSETI Kongólýðveldisins (fyrrum frönsku Kongó), Alp- honse Massamba Debat, hefur myndað nýja stjórn í landinu og skipað jafnframt í æðstu stöður innan hersins þá menn, áem stóðu fyrir byltingunni gegn honum og þáverandi stjórn lands ins sl. laugardag. Að því er útvarpið í Brazza- Framhald á bls. 19 Fyrirlestrar fyrir almenning í NORRÆNA sumarháskólanum, sem nú starfar í Háskóla íslands, halda fjölmargir prófessorar, kennarar og vísindamenn frá þátttökulöndunum á Norður- löndum, fyrirlestra um viðfangs- efní skólans. Þrír þessara fyrirlestra verða opnir almenningi og verða allir haldnir í hátíðarsal skólans. — Hinn fyrsti verðuir haldinn á morgun, miðvikudag kl. 14,30. Einar Thorsrud, dósent, helduT fyrirlestur um samvinniu háskóla stofnanna, sjálfstæðra rannsókn- arstofnanna og rannsóknarþega, með með sérstöku tilliti til fé- lagsvísinda á Norðurlöndum. — Föstudaginn 9. ágúst flytur Joa- chim Israel, prófessor, fyrirlest- ur er hann nefnir: Firring (ali- enation) — frá Marx til nútíma félagsfræði. Fyrirlesturinn hefst einnig kl. 14,30. Laugardaginn 10. ágúst kl. 9,30 f. h. fjallar Ole Lando, prófessor um málatilbúnað og uppkvæðn- ingu dóma fyrir dómstólum. Öryggisráiið ræðir átök Ísraelsmanna og Jordanir kœra loftárásir ísraels, og ísrael aðgerðir skceruliða — Atkvæðagreiðsla Framhald af bls. 1 nefndar 102 fulltrúa, er sá um að semja yfirlýsinguna. • Bæði Nixon og Rockefeller hafa lýst ánægju yfir yfirlýsing- unni, sem að ýmsu leyti kom á óvart, að því er AP segir. Var lögð meiri áherzla á nauðsyn sam komulags um að ljúka styrjöld- inni í Vietnam, en búizt var við og ýmis atriði eru þar sögð líkari stefnu og skoðunum Rockefellers og hinna frjálslyndari í flokkn- um en til dæmis skoðunum Reagans og annarra íhaldssamari flokksmanna. 0 Um 18.000 manns voru við setningu þingsins á mánudag, sem er hið 29. í röðinni. Þá héldu ræður margir forystu- menn repúblikana, m.a. þeir Barry Goldwater, frambjóðandi flokksins í síðustu kosningum, Daniel Evans, ríkisstjóri í Wash ington, John Lindsay, borgar- stjóri í New York, Edward Brooke, öldungardeildarþingmað ur frá Massaschusettes, en hann er blökkumaður, Jacob Javitz öldungadeildarþingmaður frá New York og ein kona, Gladys O. Donnell, frá Langasandi í Oaliforníu, sem talaði fyrir hönd kvennasambands repúblikana, er telur hálfa milljón félaga. Þá var flutt af segulbandi ávarp frá Dwight D. Eisenhower, fyrrum forseta. sem iiggur nú sjúkur í Walter Reed sjúkrahúsinu. Hann varaði í ávarpi sínu mjög við því, að Bandaríkjamenn slök uðu á í baráttu sinni gegn komm únismanum og rakti þær ógn- ir, er hann taldi af þeim stafa í Suð-austur Asíu, Mið Austur- lýndum, Kóreu, Austur-Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku og varaði mjög eindregið við tilslök unum í Vietnam. Evans ríkisstjóri og John Lind say borgarstjóri voru hins vegar þeir ræðumanna, er mesta óherzlu lögðu á, að lokið yrði stríðinu í Vietnam. Varð ljóst af ræðum, að verulegur ágrein- ingur ríkir innan flokksins um Vietnam styrjöldina. • Framboð Reagans Sú ákvörðun Reagans, ríkis- stjóra í Californíu, að keppa um forsetaframboðið gerði all stórt gtrik í reikninga þá sem spá- menn um úrslitin höfðu gert og látið frá sér fara. Reagan, sem er 57 ára að aldri, hefur stöðugt neitað því, að hann mundi gefa kost á sér til framboðsins, enda þótt stuðningsmenn hans hafi haldið áfram að afla houum fylgis víðsvegar um Bandarík- in. Ákvörðun sína tilkynnti hann á blaðamannafundi nokkrum mínútum eftir að fulltrúarnir frá Califomíu á þinginu höfðu einróma samþykkt að skora á hann að gefa kost á sér. Fyrst etftir að Reagan til- kynnti þátttöku í kapphlaupinu virtust sigurhorfur Richards Nixons dofna verulega, en í dag hefur staða hans smám saman verið að stjrrkjast á ný I því mikla pókerspili. sem fram fer á bak við tjöldin á Miami Be- ach. Hafði það mikið að segja, þegar hann fékk sér til stuðn- ings a.m.k.7 atkvæði fulltrúa frá Hawai og Spiro T. Agnew, rík- isstjóri í Maryland, sem hefur sér að baki 26 atkvæði, ákvað að fylgja Nixon. Þegar síðast frétt- ist var talið víst, að hann hefði náð fylgi 601 fulltrúa á þinginu en til að ná kosningu við fyrstu abkvæðagreiðslu þarf hann stuðn ing 667 fulltrúa. Fóru menn var lega í að spá nokkru um, hvort hann næði tilskildum fulltrúa- fjölda, en þá hafði hanm sólar- hring til stefnu. Áður hafði Nixon talið víst, að hann hefði stuðning rúmlega 700 þingfulltrúa og væri örugg- ur um sigur í fyrstu atkvæða- greiðslu. A fundi með blaðamönn um í dag sagði hann, að stuðn- ingsmenn sínir væru enn þeirr- ar skoðunar, en sjálfur væri hann ekki öruggur um sigur í fyrstu atkvæðagreiðshi. Þegar síðast fréttist hafði Nel- son Rockefeller, ríkisstjóri í New York, aðeins stuðning 252 full- trúa. Hann hefur aldrei gert ráð fyrir sigri í fyrstu atkvæða- greiðslu en byggði allar vonir sínar á því, að ýmsar sendinefnd ir, sem ekki höfðu tekið ákveðna afstöðu mundi í fyrstu atkvæða greiðslu kjósa svonefnda „favo- rite sons“, sem yfirleitt eru úr hópi helztu forystumanna flokks ins í viðkomandi ríki. Taldi hann að fleiri atkvæðagreiðslur yrðu sér í hag. Rockefeller varð hins vegar ekki að ósk sinni, að því er við kom mörgum nefndanna og hafa horfurnar því stöðugt verið að breytast. Hámn hefur þó fengið stuðning margra mik- ilsverðra manna, svo sem Ev- ans, ríkisstjóra í Washinigton. f kvöld sagði AP að þau at- kvæði sem bundin væru „favo- rite sons“ væru samtals 195. # Vangaveltur um varafor- setaembættið Rockefeller hefur staðhæft síðustu daga, að Nixon hafi reynt að afla sér stuðnings með- al fylgismanna Reagans með því að lofa að útnefna hann vara- forsetaefni sitt. Hins vegar er á það bent, að Reagan hefur New York, Tel Aviv, Amman, 6. ágúst NTB.-AP. 0 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fund ar síðdegis í dag og ræddi lýst því yfir. að hann vilji ekki vera varaforsetaefni, fremur verði hann áfram ríkisstjóri í Californíu. Sjálfur hefur Nixon ekkert viljað segja, hver helzt kemur til greina. Á blaðamanna- fundinum í dag sagðist hann mundu styðja þann, er hann teldi verða sér bezt að liði í kosningabaráttunni og færastan um að inna af hendi þau störf, er hann ætlaði varaforseta sínum, ef hann sigraði. Er sagt, að Nix on hafi í hyggju að færa út starfs og valdasvið varaforseta, nái hann kosningu. Nixon var að því spurður á blaðamannafundinum, hvort satt væri, að hann ætlaði til Frakk- lands og Rússlands, ef hann næði ú'tnefningu. Sagði hann það ekk ert víst, þó ekki óhugsandi, og benti á, að nú virtist heppileg- ur tími til bættra samskipta við Sovétstjórnina og nauðsynlegt væri að endurvekja sambandið við de Gaulle. Það hlyti að vera eitthelzta markmið Bandaríkj- anna að stuðla að eininigu Ev- rópu með aðild Bretlands. Meðal þeirra, sem hvað mest var fagnað við komuna til Mi- ami Beach var Barry Goldwat- er fyrrum frambjóðandi flokks- ins. Hann hvatti flokksmenn mjög til að styðja Nixon, og sagði, að Nixon sem farsetaefni og Reagan sem varaforsetaefni væru gott lið, og sigurstranglegt Aðrir telja líklegra til sigurs að frambjóðendumir verði Rockefeller og Reagan, að því er NTB segir. Sú fréttastofan segir ennfremur, að menn hafi um það rætt að Nixon mundi koma einkar vel að hafa sér við hlið blökkumanninn Edward Brooke, en að sögn AP hefur Brooke látið í ljós von um sig- ur Rockefellers. um átök þau, sem urðu um helgina milli fsraels og Jórd- aníu- Höfðu bæði ríkin borið fram kærur til ráðsins og krafizt skyndifundar þess, — sem hófst þegar í gærkveldi og verður áfram haldið á morgun. 0 Jórdania bar fram kæru vegna loftárása ísraelsmanna á sunnu- dag á stöðvar í námunda við bæ- inn Es Salt, sem er austan við ána Jórdan, en Israelsmenn kærðu vegna endurtekinn árása A1 Fatah skæruliða, er stöðvar hefðu í Jórdaníu og nytu vemd- ar stjórnarinnar þar. Staðhæfa fsraelsmenn, að árásir skæruliða að undanförnu hafi verlð rétt- lætanleg ástæða loftárásanna, sem hafi þannig verið gerðar í sjálfsvörn. 0 Fulltrúar Rússa, Egypta og Frakka fordæmdu loftárásir ísra elsmanna og kröfðust refsiað- gerða gegn ísrael, en fulltrúar Bandaríkjanna og Bretlands for- dæmdu aðgerðir beggja aðila og SVO SEM menn reku,r minni til flýðu nokkrir brezkir togarasjó- menn af brezka togaranum Wyre Conqueror í l'and á ísafirði fyrir 2 árium og varð skipið að fara án mannanna, sem voru fimm. Við þetta varð skipið 'að leita til Fleetwood og er sagt að útgerðin hafi tapað á því stórfé. Samkvæmt frásögn brezka bl'eðsins Fishing News komu Jordana lögðu til að friðargæzlusveitum Sameinuðu þjóðanna yrði komið fyrir við vopnahléslínuna. 0 Vopnuð átök hafa orðið milli deiluaðila bæði í gær og í dag og mannfall orðið í liði beggja. Meðal annars gerðu skæruliðar sprengjuárás á sjúkrahús í fsra- el. Fulltrúi Jórdaníu á fundum Öryggisráðsins, Mohammed E1 Farra, staðhæfir, að 84 Jórdaníu menn hafi beðið bana af völd- um loftárása ísraelsmanna og 82 særzt. Áður hafði veri'ð sagt, að 28 hefðu beðið bana, þar af 23 óbreyttir borgarar. Síðan sagði hann, að 59 hefðu fallið í átök- um við ísraelsmenn í gær, og 121 særzt, enda hefðu ísraelsmenn þá m.a. gert loftárás á bæinn Irbid. í fréttum herstjórnarinnar í Tel Aviv af loftárásinni á Es Salt, sagði, að árásir hefðu ver- ið ger'ðar á tvær stöðvar skæru- liða; annarsvegar fimm kíló- metra fyrir sunnan Es Salt, þar sem hefði verið ein af aðalstöðv- um skæruliða, hinsvegar æfinga búðir skæruliða þrjá kílómetra vestur af Es Salt. Af há#fu A1 Fatah-skæruliða segir, að árásir Israelsmanna hafi til einskis orð ið, þeim hafi ekki heppnazt að Framhald á bls. 14 umræddir menn fyrir dóm stól í Fleetwood fyrir gkömmu. Þar voru þeir dæmdir til að greiða 40 sterling&punda sekt hver fyrir að hatfa reynt að hinid^a skipið í að gegna störfuim sínum. Þá er þess og getið í blaðiniu að skipstjórinn hafi gert allt sem í hans valdi stóð til þess að fá mennina aftur tim borð, en árangurslaust. Sektaöir fyrir að strjúka frá borði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.