Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐ'IÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 19«« II SEX ÞÚSUND DEYJA DAGLEGA í BIAFRA UM 6000 manns deyja liung- urdauða á hverjum degi í Bi- afra um þessar mundir, sam- kvæmt frásögn dr. Hermans Middlekopes, hollenzks lækn is, sem stjórnar dreifingu mat væla og Iyfja, er berast tU landsins. Þessi tala er byggð á upp- lýsingum frá flóttamannabúð- um í Biafra, þar sem eru alls um 750.000 manns, og sjúkra- húsum úti um landið. En þar er ekki tekin í reikninginn hækkuð dánartala í þorpum landsins, sem nú eru víða yf- irfull. Þar eð samningafundur Ní- geríumanna og Biaframanna í Niamey fór út um þúfur, er ennþá engin leið að koma nauðsynjum inn í Bi- afra, nema með leynilegum næturferðum flugvéla, sem einnig flytja Biaframönnum vopn. En þótt þessar ferðir hafi verið strjálar, hefur enn dregið úr þeim vegna aukins hernaðar stjórnarinnar í Ní- geríu og monsúnvinda og rign inga, sem gera lendingar hættulegar. Nú berast minni vistir inn í Biafra en fyrir tveimur mánuðum, þeigar komið var á fót miklu hjálparstarfi víða um heim. Stjórnarvöld í Biafra álíta, að af 12 milljónum íbúa lands ins séu um hálf fimmta mill- jón flóttamenn. Mikill hluti þeirra hefst við á heimilum annars fólks í þorpum um landið, en það veldiur þó stór kostlegum vandræðum. Mest- um áhyggjum veldur hinn mikli fjöldi mæðra og barna, sem komið er með í sjúkra- húsin vegna næringarskorts. Skortur á eggjahvítuefnum er helzta dánarorsökin, bæði meðal barna og aldraðs fólks en hann dregur einnig mátt- inn úr fólki á bezta aldri. Á- standið er ennþá verra vegna þess, að á þessum árstima er jafnan minnst af eggjahvítu- efnum í fæðunni Uppsker- inn er ekki fyrr en í sept- ember, en jafnvel þá verður ekki unnt að af la mikilla mat væla í landinu ef styrjöldin heldur áfram. Hinar fiskauð- ugu ár Nígeríu eru nú á valdi Lagosstjórnar og þær nauðsynjavörUr sem Biafra- menn hafa jafnan flutt inn, komast að sjáifsögðu ekki gegnum víglínur Lagosstjórn ar. Hjálparstarfið hvílir að Móðir með bam sem er að dreyja úr vítamínsskorti. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu einhversstaðar í Biafra og sézt fólk bíða eftir matarskömmtum. miklu leyti á framtaki Al- kirkjtu*áðsins og Líknarstofn unar kaþólsku kirkjunniar Rauði krossinn og fleiri aðil- ar vinna að því að komia upp birgðum á þeim stöðum þar sem auðveldast verður að koma þeim til Biafm þegar að því kemur, á Fernando Po og Sao Tome. En þar stranda birgðimar og vandamálið er óleyst. Alls hafa þessar 'hjálparstofnanir komið aðeins um 460 tonnum af matvælum inn í Biafra. Þörf ér fyrir að minnista kosti 100 tonn á hverjum degi. Áður en hörmiungarnar dundu yfir fólkið í Biafra, var miðhluti landsins eitt- hvert þéttbýlasta svæði í Af ríku. Trúboðsprestur einn lýs ir ástandinu svo, að nú skríði fólkið á jörðinni hvað innan um annað. En ekki hafa ennþá komið upp drepsóttir eða almennar farsóttir og þykir það ganga næst kraftaverki, þótt sumir óttist mislingafaraldur, sem er algengur á þessum árstíma Útlitið er ekki fagurt. Á fundinum í Addis Abeba sitja umræður um líknarstaxf ekM í fjrrirrúmi. Nígerítunemn vilja algeran sigur, armað hvort á vígvellinum eða við samninga borðið. En Biaframenn eru ákveðnir að láta ekki undam. Það eina sem skiptir máli fyrir hungraða íbúa Biafra er að þeir fái að snúa í friði til býla sinna, þorpa og veiði fljóta. En áður en svo má verða, munu tugir þúsunda deyja drottni sínum úr hungri ## Islenzkur fatnaður 1968 ## leikar kynnu þar að skapast og víst er að kaupstefnur hafa sín áhrif að við bæta vörugæðin. — f ár taka 24 fyrirtæki þátt Skjólfatagerðin hf. R. Ullarverksm. Framtíðin R. Últíma h.f. R. Vinnufatagerð fslands h.f. R — Stefnt að árlegum kaupstefnum Fjölmargar sýningar hafa ver- 1» og verða haldnar í Laugar- dalshöllinni í sumar. Hinn 11-15. september nk. mun Félag ís- lenzkra iðnrekenda beita sér fyr Ir fatakaupstefnu „íslenzkur fatn aður 1968“ í sýningarhöllinni. Tuttugu og fjögur íslenzk fata- iðnaðarfyrirtæki taka þátt i kaupstefnunni, sem mnn gefa gott yfirlit yfir hvað á boðstól- um er í framleiðslugreininni. Mbl. sneri sér til Þorvarðs Alf onssonar framkvæmdastjóra F.f. í. og bað hann um að segja frá undirbúningi kaupstefnunnar. — Þetta er önnur kaupstefn- an, sem haldin er í fataiðnaðin- um, sagði Þorvarður. Til sýnis verða fjölmargar tegundir fatn aðarvöru, svo sem karlmanna- fatnaður, kvenfatnaður, skófatn aður, prjónavörur, auk ferðaút- búnaðar og leðurvöru. — Við stefnum að því að gera kaupstefnuna að árlegum lið í viðskiptalífinu. Það væri ákaflega mikið hagræði af því, ef kaup- memn og iðrekendur gæti komið saman árlega að hausti,. Kaup- menn gert innkaup sín á vor og sumarvörum og iðnrekendur hag að vetrarframleiðslu sinni með hliðsjón af þeim innkaupum. slíkt væri mikið hagsmunamál fyrir báða aðila og tíðkað víða er- lendis. — Fyrsta kaupstefnan í Lídó á árinu 1965, gaf góð fyrirheit um, að við getum náð þessu tak- marki okkar. Innkaupastjórar kaupfélaga og kaupmenn fjöl- menntu á baupstefnuna og við- skipti urðu mikil. Nú er kaup- stefnan haldin í stærri og hag- stæðari húsakynnum og fjöldi þátttakenda er meiri. Væntum við því, að mikill fjöldi gesta heimsæki Laugardalshöllina. — Til þess að auðvelda mönn um utan að landi að komast á kaupstefnuna, hefur Flugfélag ísl'ands ákveðið í samvinnu að veita 25prs. aflátt þeim sem hana sækja, þá hafa fjögur hótel í Reykjavík boðið afslátt. Úm 500 kaupmönnum og kaup félögum hafa verið sendar upp- lýsingar um kaupstefiruna. Um stöðu fataiðnaðarins nú, sagði Þorvarður. — Eftir gegnis fellinguna sl. haust voru tollar lækkaðir á efnisvörum til fata- iðnaðar. Verðlagið er því svipað og það var fyrir gengisfellingu Ekki get ég fullyrt um útkom- ’una á síðasta ári enda liggja skýrslur ekki fyrir enn. Innflutn ingur á tilbúnum fatnaði virðist þó ekki hafa aukizt, jafnvel minnkað eftir þeim tölum sem Merki kaupstefnunnar. í kaupstefnunni, en síðast voru þau 21. Samvinnufyrirtækin verða nú með, en tóku ekki þátt í síðustu kaupstefnu. Hér fer á eftir skrá yfirþátt akendur: Artemetis, Rvík. Barnafatagerðin s.f. R. Belgjagerðin h.f. R. Dúkur h.f. R Elgur hf. R. Fatagerðin h.f. Aknanesi. Fatagérð Ara pg Co., R. Gefjun Akureyri Hekla, AkureyTL Iðunn, AkureyrL Kólibríföt R. Klæðaverksm. Álafoss h.f. Lady h.f. R. Leðurverkst. Víðimel 35. Rvík' LH. Muller-Fatagerð, R. Max h.f. R. Prjónast. Anna Þórðard. h.f., R. Prjónast. íðunn, R. Prjónast Peysan h.f. R. Prjónast. Snældan R. Skinfaxi h.f. R Dómor í Giikklondi Saloniki, 5. ág. bTTB. HERDÓMSTÓLL í Saloniki dæmdi á mánudag tvo herfor- ingja í tíu og fimmtán ára fang- elsi fyrir að hafa haft uppi áætl anir um að steypa herfoiringja- stjóminni. Báðir voru félagar £ samtökum, sem kölluð eru „Vernd lýðræðis í Grikklandi." Ýmsir fleiri félagar í þessum sam tökum verða leiddir fyrir rétt á næstunni. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu liggja fyrir. Þannig vaT inn- flutningurinn á fyrstu 5 mánuð- um í fyrra krónur 69.2 milljónir en í ár 71.8 milljónir. Her verð- ur að taka tillit til gengisfell- ingar. — Við erum að vona að þessar kaupstefnur okkar geti í fram- tíðinni stuðlað að því, að ísland taki þátt í árlegum norrænum kaupstefnum. Útflutningsmögu- Óskost strox til leigu ein 4ra herb. íbiið og 4vær 2ja herb. íbúðir með húsgögnum, sem næst við Miðborgina. Upplýsingar í síma 16115 á skrifstofutíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.