Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 28
RITSTJORIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10.100 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍIVII ID-IOD MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1968 Jakob Jakobsson fiskifrœðingur: Ganga síldarinnar fer eftir þroska hrogna og svilia — Þroski þeirra meiri nú en á sama tíma í fyrra Akureyri, 6. ágúst. SÍLDARLEITARSKIPIÐ Árni Friðriksson kom til Akureyrar skömmu eftir hádegi í dag eftir fjögurra vikna útivist við síldar- rannsóknir norðaustur í hafi. Siglingaleiðin af miðunum til Akureyrar var 874 sjómílur. Fréttamaður Morgunblaðsins hitti Jakob Jakobsson, fiski- fræðing, að máli við komuna til Akureyrar og spurði hann frétta Smygl í Votnajökli VIÐ leit í Vatnajökli í gær fundu tollverðir 82 flöskur af smygl- Uðu áfengi, 69 flöskur af séniver og 13 af 75% vodka, og talsvert magn af sígarettum. Smyglið fannst milli þilja í klefa tveggja skipverja og hafa þeir gengizt við því. Vatnajökull kom til Reykjavíkur frá Hamborg og Rotterdam. af síldveiðunum og síldveiði- horfum. Um leiðangurinn hafði Jakob þetta að segja: „í upphafi leið- angursins voru suðurmörk kalda svæðisins út af Austfjörðum at- huguð, en síðan haldið NNA á bóginn, þar eð síldar varð ekki vart þair. Dagana 11.—14. júlí var svæðið SA og A af Jan Myen kannað, en án jákvæðs árangurs. Um miðjan júlímánuð hófust athuganir á síldarsvæðinu vestur og SV af Svalbarða. Aðalsíldarsvæðið var þá við djúpkantinn um 50—70 sjóm. V af Svalbarða, frá 76 gráðu og þaðan norður á 78. gráðu n.br. Skömmu síðar, eða dagana 16,- 20. júlí gekk síldin allhratt suð- ur á bóginn. Síðustu tíu daga júlímánaðar var síldarsvæðið því einkum frá 74. gr. 30 mín. að 76. gr. 30 mín. og miUi 11. og 13. gr. a.l. og um mánaðamótin fannst ekkert verulegt magn norðan 76. gr. Þannig voru norð- urtakmörk síldarsvæðisins þá um 120—150 sjómilum sunnar Forseti íslands í brúð- kaup Haralds ríkisarfa FYRSTA embættlsverk herra Kristjáns Eldjárns, forseta, á er- lendri grund verður að líkind- um í Noregi þegar brúðkaup Haralds rikisarfa og Sonju Har- aldsen fer fram í dómkirkjunni í Osló 29. ágúst n.k. Samkvæmt frétt norska blaðs- ins Aftenposten, hinn 29. júli sl. hefur forseti íslands tilkynnt, að hann og forsetafrúin verði viðstödd. Þjóðhöfðingjar átta landa hafa þegar tilkynnt komu sína. Meðal þeirra, konungar Danmerkur og Svíþjóðar, Elísabet Bretadrotn- ing og móðir hennar, Kekkonen Finnlandsforseti og Baldvin Belgíukonunigur. en þau voru um miðjan júlí. Þá hafa vesturtakmörk svæðisins einnig þokast um 30 sjómílur vestur á bóginn á sama tíma. Þrátt fyrir þær breytingar á síldarsvæðinu, sem að framan greinir, er þó ekki enn um ákveðna og ótvíræða göngu suð- ur á bóginn að ræða. Þegar slík ganga hefst fyrir alvöru má gera ráð fyrir að síldin fari 20—30 sjó mílur á dag. Lengst af stóð síldin mjög djúpt, eða á 200-400 metra dýpi, en kom þó vel upp öðru hvoru og sást þá stundum vaða. Þrátt fyrir mjög tregan afla verður að telja að talsvert síldarmagn hafi verið á veiðisvæðinu. Það sem einkum hefur hamlað veiðum er fyrst og fremst, hve stygg sildin er og hve djúpt hún stendur. Mörg dæmi eru til þess, að filest eða öll síldveiðiskipin hafi kast- að svo til samtímis, en aðeins örfá fengið afla. Vart mun of- mælt að síld fáist ekki að meðal- tali nema í tíunda til fimmt- ánda hverju kasti. Sjávarhitinin á síldarsvæðinu V og SV af Svalbarða hefur yf- irleitt verið 5.5-7 stig í 0-20 m dýpi, en 2,5-3,5 í 20-300 metra Framhald á bls. 21 Sir Alec Guinnes til Reykjavíkur | HINN heimskunni brezki / | kvikmyndaleikari Sir Alec ] . Guinnes og kona hans eru I I væntanleg hingað til lands | um miðjan mánuðinn, að því ier Morgunblaðið sannfrétti í k gærkvöldi. Guinnes hefur áður haft i I ) huga íslandsför, en ekki orð- |ið af því fyrx en nú og mun' ] hann ætla sér að hafa hér' lallt að tveggja vikna viðdvöl. ) Er búið að panta fyrir þau j hjónin hótelherbergi að Hótel , Sögu, en þau eru væntanleg ’ með þotunni Gullfaxa 14. (ágúst. Hvort þau muni eyða I sumarleyfinu að mestu hér | Reykj avík er. ekki vitað. Nýja dráttarbrautin á Akureyri tekin í notkun Akureyri, 6. ágúst. NÝJA dráttarbrautin á Akur- eyri var fyrst reynd í morgun með því að m.s. Snæfell var dreg I ið á land og tókst setningin ágæt lega. Sleði nýju dráttarbrautarinnar er 83 metrar á lengd og 17,5 m Óhapp við losun úr Haferninum: Tveir misstu meðvit- und vegna eiturlofts — sem myndaðist í tönkum skipsins á breidd og undir honum eru 376 hjól. Á sleðanum eru 12 skorður, þar af sjö vökvaknúnar og ex þeim stjóxnað úr sérstöku ÍVúsi, sem er efst á miklum turni fyrir enda sleðans. Úr þessu húsi eru ffefin ljósmerki upp í vinduhús- ro, þegar á að slaka, stöðva eða draga. Dráttarvirinn er 2,5 km á lengd og vegur 15 tonn nettó og var hann þyngsti hluti drátt- arbrautarinnar. Upp í þessa drátt arbraut má taka skip, sefn eru 85 m á lengd og 13,5 m á breidd og vega allt að 2000 þungÞlest- Framhald á bls. 27 TVEIR menn misstu meðvitund af völdum eituriofts, þegar unn ið var að Iosun úr einum tanka síldarflutningaskipsins Hafarn- arins, á Seyðisfirði á sunnudags kvöld. Þeir voru fluttir i sjúkra húsið á Seyðisfirði og einnig fjórir aðrir, sem urðu fyrir eit- uráhrifum, þegar þeir björguðu Við tfaldskörina í tjaldbúðum í Galtalækjarskógi á sunmudagsmorgiun. Fötin hanga tíl þeslsis eftir rigninguna miklu á laug ardaigskvöldið. Krakkarnir hafa skorið sér pípur úr kalviði og njóta góðviðrisins. Sjá frásiögn á bls 8 af útiskemmtununium. — Ljósim. Mbl. Kr. Ben. mönnumum tveimur upp úr tank inum. Valur Júlíusson, sjúkrahús- læknir á Seyðisfirði, sagði Morg unblaðinu, að mennimir hefðu allir náð sér fljótt aftur og að eftirköst eitrunarinnar hefðu orð ið lítil sem engin. Voru mennirn ir útskrifaðir úr sjúkrahúsinu á mánudagskvöld. Ekki vildi Val ur segja neitt um orsakir þess- arar lofteitrunar, en Sigurður < Þorsteinsson, skipstjóri á Haf- erninum, sagði Morgunblaðinu í gær, að hann teldi, að mennirn- ir hefðu farið of snemma niður í tankann, en mikið eiturloft skapast í tönkunum frá rotnandi síldtnnL Haföminn kom til Seyðisfjarð ar klukkan sjö á sunnudags- kvöld með 3340 tonn af síld. Losun var þegar hafin og gekk allt eðlilega við losun úr tveim- ur fyrstu tönkunum, en þegar losunarmennimir fóru niðux i þriðja tankann misstu tveir þeirra þegar meðvitund, en fjór ir aðrir urðu fyrir áhrifum eit- urlofts í tankanum. Læknir vax þegar kvaddur til og kom hann á staðinn skömmu eftir að menn- imir höfðu náðst upp. Voru súrefnistæki notuð til að koma mönnunum tveimur til meðvit- undar, en síðan lét læknirinn flytja mennina sex á sjúkrahús- i«. Losun skipsins var haldið áfram og var súrefni dælt í þá tanka, sem eftir var að losa úx Gekk allt óhappalaust og hélt Haförninn frá Seyðisfirði í gær- morgun. Framhald á bls. 27 Þórarinn Kr. Eldjárn látinn S.L. SUNNUDAG lézt á heimili sínu að Tjörn í Svarfaðardal Þórarinn Kr. Eldjám, hrepp- stjóri, 82 ára að aldri. Þórarinn var faðir nýkjörins forseta ís- lands, herra Kristjáns Eldjárns. Þórarinn Kr. Eldjárn fæddist 26. maí 1886 á Tjörn í Svarfað- ardal. Hann stundaði nám við lýðháskólann í Voss í Noregi vet urinn 1907—1908, sótti kennara- námskeið við Kennaraskólann í Reykjavík og kenndi síðan í Svarfaðardal til ársins 1955, en hann hefur búið þar að Tjöm, þar til sonur haras, Hjörtur Eld járn tók við búi árið 1959. Þórarinn gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sina, Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.